RSS Feed for Hlekkur 5 Hlekkur 5

Vika2 Hlekkur eðlisfæði

  • febrúar 5, 2014 9:51 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var fyrirlestrartími. Í tímanum fórum við yfir lögmál Ohms og skoðuðum og lærðum á þríhyrning sem heitir Ohm’s triangle. Við fengum glósupakka og fórum yfir hann í tímanum. Við fengum  nokkur dæmi þar sem við áttum að finna óþekktan hluta orku.

Á fimmtudaginn var stöðvavinna sem ég tók ekki þátt í þar sem ég var að klára rannsóknarverkefni fyrir tækni lego kepni Íslands og þess vegna segji ég aðeins frá keppninni.

Lego keppni Íslands var haldin í háskólabíói, laugardaginn fyrsta febrúar. Í keppninni voru 13 lið sem komu alstaðar að á landinu. Lið Flúðaskóla hét Lego.Las og okkur gekk ágætlega í keppninni og lentum í fimmta sæti. Legó keppnin gengur út á það að forrita róbótinn til að klára ýmsar þrautir á braut sem er búin til árlega. Brautin í ár hét Nature’s Fury, hér má sjá heimasíðu First Lego ligue sem hélt keppnina.

Hér má sjá viðtal sem tekið var við hópinn okkar í keppninni.

Bæbæ.

Vika1 Hlekkur Eðlisfræði

  • janúar 29, 2014 6:40 e.h.

Hæ.

Á mánudaginn var haldin kynning um öll myndbönd af vísindavöku tíundabekkjar. Tilraunirnar voru þó nokkrar, og allar voru þær fínar. Þeir sem vilja skoða mynbönd af þessu tagi smella Hér.  Í seinni tímanum  byrjuðum við svo á nýjum hlekk sem var Eðlisfræði.

Á fimmtudaginn fengum við glósur og byrjuðum að kíkja á þær. Við fórum yfir helminginn af glósonum  áður en tíminn var búinn og þar lærðum við meðal annars um af hverju eldinga eru svo algengar í reykmökk eldgosa, við lærðum muninn á því hvernig ljósaperur virka þegar þær séu raðtengdar eða hliðtengdar.

Hér eru tvær fréttir

Þessi kemur frá tunglinu.

Þessi frétt er um Íslenska jökla.

 

Bæbæ.