Í þessari og seinustu viku vorum við að horfa á myndina AVATAR eftir James Cameroon.  AVATAR er mjög skemmtileg og fróðleg kvikmynd sem tengist mjög náttúrufræði vegna vistkerfisisn á Pandóru og jarðefninu sem mennirnir eru að sækjast eftir.

Mynd af Neytiri sem er dóttir foringja ættbálksins og verðandi Tsahík (einhverskonar drottning)

Vistkerfið á Pandóru er mjög sérstakt.  Guðinn á plánetunni sem heitir Eywa stjórnar jafnvægi allra lifandi vera á Pandóru.  Na’vi sem eru frumbyggjarnir á Pandóru geta tengst og tjáð sig við Eywu í gegnumm „The Tree of Souls“ sem er helgasti staður þeirra.  Einnig geta Na’vi’s tengst dýrum með einhverskonar tengi sem þeir eru með í hárinu og dýrin eru með eins á sér.  Það er lofthjúpur á Pandóru, sem veldur því að það er líka veðurfar þar.  Það eru líka auðlindir á Pandóru, vatn, viður, unobtanium (efnið sem mennirnir eru að sækjast eftir) og ábyggliega eithvað fleira sem kemur ekki fram.

Pandóra

Pandóra er fylgitungl gasrisans: Polyphemus.  Pandóra hefur lofthjúp og hefur þar að leiðandi veðurfar, en andrúmsloftið þar er eitrað manneskjum útaf því það er aukið magn af kodíoxíð (co2) og þurfa því mennirnir alltaf að vera með súrefnisgrímu þegar þeir fara út.

Plöntulíf

Plöntulífið á Pandóru er mjög fjölbreytilegt en það er ekki svo ósvipað plöntulífinu á jörðinni.  Það vaxa plöntur nánast allstaðar nema á svæðinu þar sem mennirnir eru búnir að setjast að og þar sem þeir eru búnir að búa til námur.  Einnig vaxa ekki plöntur á sléttunni þar sem hestaættbálkurinn býr.  Það vaxa líka ávextir á Pandóru.  Plönturnar glóa líka í myrkrinu, ástæðan fyrir því er að taugakerfið á milli plantanna og Eywu (guðinn sem stjórnar jafnvægi allra lifandi vera á Pandóru) er svo sterkt.

Na’vi

Na’vi ættbálkurinn er ekki ósvipaður mönnum þegar kemur að líkamsbyggingu.  Reyndar eru þeir miklu stærri og sterkari og hafa hala.  Burt séð frá því hafa þeir 4 útlimi ólíkt öðrum verum á Pandóru, þeir hafa 4 fingur og 4 tær og karlarnir verða allt að 3,9 m en kvenmennirnir allt að 2,9 m.  Þeir eru með einhverskonar „rafmagnskló“ í hárinu og geta tengst öðrum dýrum með því og líka tengst við The Tree of Souls og heyrt raddir forfeðra þeirra.

Dýralíf

Dýralífið á Pandóru er mjög fjölbreytt.  Dýrin lifa á mjög mismunandi stöðum og bæði grænmetis og kjötætur.  Sum dýrin hafa samskonar „rafmagnskló“ ein og Na’vi og geta því tengst þeim og orðið faratæki þeirra.

Uppáhalds dýrið mitt á Pandóru er Prolemuris sem er einhverskonar api sem er grænmetisæta með 4 hendur.

Link á Pandorapedia sem er ótrúlega flott vefsíða um nánast allt sem tengist Pandóru.

+

Mynd af leikstjóra AVATAR (James Cameroon)

Heimildir:

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

https://www.pandorapedia.com/


Category: Hlekkur 3

About the Author


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *