Mánudagur: Í tímanum á mánudaginn vorum við að byrja á nýjum hlekk sem heitir Orkar/Rafmagn og er fimmti hlekkurinn á árinu.  Gyða var með Nearpod kynningu fyrir okkur um Rafmagn.  Vorum líka í djúpum umræðum um ljósaperur, hvort er gáfulegra að nota sparperu eða venjulega ljósaperu?

Miðvikudagur: Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnu.  Ég og Matti vrum að vinna saman og við fórum á 3 stöðvar.  Hérna eru stöðvarnar sem var ægt að velja úr:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

 

Við byrjuðum á stöð númer 7 afþví mig langar að vera með lögmál Ohms alveg á hreinu.  Síðan fóru við á stöð númer 2 sú stöð var tölvustöð eins og númer7.  Við vorum að vinna í pHet forritunum sem eru nokkuð skemmtileg bara.  En hún var um hvernig stöðurafmagn færist frá einum hlut til annars.  Síðast fórum við á stöð númer 13.  Hún var mjög skemmtileg afþví hún var eiginlega bara leikfangastöð.  Maður átti að kubba saman fullt af leiðslum og leiða rafmagn rétt saman og búa til t.d. hljóð eða láta rafmagns viftu fljúga upp í loftið eins og vi Matti gerðum.

Á fimmtudaginn var ekki tími afþví verðurspáin spæaði verulega vondu veðri en í rauninni ver ekkert svo vont veður.

Góð mynd af því hvernig maður getur reiknað út V=spennu, I=straum eða R=viðnám


Category: Hlekkur 5

About the Author


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *