Mánudagur

Tíminn byrjaði með því að við vorum að ræða um skíðaferðina. Svo skoðuðum bloggin okkar og skoðuðum fréttir.  Gyða kenndi fræddi okkur mikið um viðnám sem er tregða rafleiðara við flutning rafstraums.  Viðnám er mælt ó ohm-um.  Fengum síðan heimavinnuverkefni að taka mynd af rafmagnstöfluni heima hjá okkur, merkja við lekaliðann og tala nánar um hann.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var ég veikur heima en ég veit að krakkarnir voru að halda áfram í stöðvavinnuni sem við vorum að vinna í í seinustu viku.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var sameiginlegur tími með Margréti.  Afþví eg var veikur daginn sem við áttum að taka samfélagsfræðiprófið tók ég það í tímanum alveg óundirbúinn og vissi ekki einu sinni að ég ætti að taka það sem mér finnst persónulega frekar ósanngjarnt… En það er bara mín skoðun.

Heimild

Lekaliður

Því miður getur WordPress ekki uploadað meira en 1mb file-i og get því ekki látið mynd inn af rafmagnstöfluni heima.  En lekaliðurinn er aðal straumrofinn í rafmgnstöfluni og er einhverskonar rofi sem slær til baka ef að öryggið slær út og það þarf bara að snúa honum aftur til að fá rafmagnið aftur á, þetta er svona hjá mér en ég veit ekki alveg hvernig þetta er hjá öðrum.

Heimild: Pabbi

GlobalWarming frétt

Mynd af frumeind.  Við erum búin að var að læra mikið um frumeindir í seinustu hlekkjum.


Category: Uncategorized

About the Author


Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *