Hvítbók

Ég valdi hugtakið ,,vistkerfi“ og ætla að fjalla aðeins um það.

Vistkerfi er hugtak sem notað er yfir hóp lífvera og umhverfi þeirra. Sum vistkerfi njóta sérstakar verndar t.d votlendisvistkerfi því það fellur undir flokk friðlýstra náttúruminja. Vistkerfishugtakið tekur bæði til þess sem er lifandi og líflaust, hvort sem það líflausa er lífrænt eða ekki en þá er um að ræða t.d loft, vatn, jarðveg og sólarljós. Tengsl á milli hópa í viskerfinu geta verið mjög flókin og það getur verið erfitt að átta sig á ferli og umfangi sumra þeirra. Einn af mikilvægustu undirþáttunum í vistkerfinu er hringrás efna og flæði orku á milli fæðuþrepa í fæðuverf.

Categories: Hlekkur 6 | Leave a comment

Vika 6

Mánudagur

Á mánudagin var ekki skóli vegna vetrafrís.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn fórum við ekki í náttúrufræði en við fórum í fjóra samfélagsfræði tíma í staðinn

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn byrjuðum við á því að fá prófin okkar til baka og ég var nokkuð vel sáttur með einkunina mína. Svo töluðum við um lokaprófin og hvernig við ættum að hafa þau. Gyða sýndi okkur líka einhverja bók sem var með mjög flottum myndum.

Fréttir:

Börn send í sjúkraþjálf­un vegna tækja­notk­un­ar

Ljúka árs­ferð um geim­inn

Nei­kvæð áhrif á birki­skóg

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vika 5

Mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við tíman á því að rifja upp helstu atriði úr hlekknum og skoðuðum svo myndir á facebook sem hinn hópurinn tóku seinasta fimmtudag þegar við misstum af tímanum útaf myndatöku. Þau áttu semsagt að finna út leið til að mynda hugtök. Síðan fengum við heimapróf í lok tímans sem við áttum síðan að skila á miðvikudaginn.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var mjög rólegur tími. Við áttum að skila heimaprófunum en það voru ekki allir búnir með þau þannig að við máttum nýta tíman til að klára þau en ég var búin með það. Þá máttum við fara að blogga og ég fór að gera það svo að ég þyrfti ekki að gera það heima. Svo erum við að fara í vetrarfrí þannig að það verður ekki tími á fimmtudaginn.

Fréttir:

Prófa há­hraðanet um loft­belg

Flaug dróna á Empire State

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vika 4

Mánudagur

Á mánudaginn var kynning um segulmagn, segulkraft og hvernig væri hægt að fá að fá rafmagn úr segulmagni og tengslum þess við raforkuframleiðslu. Svo skoðuðum við einnig fréttir og svo fengum við líka heimavinnuverkefni þar sem við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja inn lekaliðann.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjuðum við tímann á því að horfa á fræðslumynd um rafmagn og segulsvið. Við fengum blað með fullt af spurningum sem við áttum að svara þegar við horfðum á myndina. Sumar spurningarnar á blaðinu voru mjög krefjandi en maður lærði helling af því. Svo vorum við með umslög með nokkrum fullyrðingum og við fengum auða miða þar sem að við áttum að svara þessum fullyrðingum. Umslögin gengu hring á milli hópa og síðan þegar við stoppuðum átti hópurinn að velja besta svarið úr umslaginu sem hann endaði með.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var ekki tíma hjá okkur af því að við vorum í myndatöku.

Fréttir: 

Ósonlagið óvenjulega þunnt

Af­hjúpa ódýr­asta snjallsíma heims

Ekki leng­ur titr­ing­ur í farsím­um?

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Rafmagnstöfluverkefni

Í þessu verkefni áttum við að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja inn á myndinaRafmagnstafla(lekaliði) hvar lekaliðinn er.

Lekastraumrofar(lekaliðar) er í rafmagnstöflum flestra húsa og er eitt helsta öryggistæki rafkerfissins. Þar sem að hann getur komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel bjargað mannslífum. Ef raflögn úbreiðist, t.d vegna bilunar í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum.

 

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að fjalla um rafrásir og margt fleira. Síðan skoðuðum við líka blogg og fréttir. Lærðum líka um viðnám og straumrásir.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna og ég nenni ekki að skrifa hana hingað inn þannig að ég set inn mynd af henni í staðinn. Ég var að vinna stöðvavinnuna með Jónasi og við fórum á nokkrar stöðvar. En hér er mynd af stöðvavinnunni minni:12735919_525721754274814_2121116471_n

Fimmtudagur

Fórum við í skíðaferð og það var mjög gaman.

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vika 2 hlekkur 5

Mánudagur

Á mánudaginn var Nearpod kynning um elisfræði rafmagns og hún var mjög fræðandi. Ég og jónas vorum saman með ipad og okkur gekk bara nokkuð vel að svara spurningunum sem við áttum að gera ég held að við höfum svarað mest öllu rétt.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna og ég var að vinna stöðvarnar með Jónasi. Við byrjuðum að fara á stöð nr 3 og þar átti maður að fara í tölvu og síðan inn á síðu þar sem að maður gat tekið próf um rafmagn og við fengum 10 af 10 rétt á því. Síðan fórum við á stöð nr 13 og hún var mjög skemmtileg og ég hefði getað verið á henno allan tíman. En þar átti maður að tengja saman kubba og búa til rafrásir. Fyrst gekk okkur mjög illa en svo fattaði ég að öryggin sem við vorum að nota voru ónýt en við tvö sem v12696116_523122661201390_607616683_noru í lagi og þá fór allt að virka. Þetta var án efa skemmtilegasta stöðin.

Hér er teikning af því sem ég setti saman:

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var ekki tími vegna þess að við þurftum að taka eitthvað próf.

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vísindavaka 2016

Á mánudaginn í síðustu viku byrjaði vísindavaka og ég var með Jónasi og gabriel í hóp. Við gerðum tilraun þar sem maður átti að blanda saman kartöflumjöli og vatni og þá varð þetta að slími og við vorum að gá hvort að skopparabolti gæti skoppað á blöndunni en hann skoppaði lítið sem ekkert en svo prufuðum við að láta svampbolta skoppa á blöndunni og það kom í ljós að hann gat skoppað á blöndunni. Síðan prufuðum við að láta boltana sökkva og skopparaboltinn sökk miklu fyrr af því að hann var þyngri. Okkur gekk bara bara nokkuð vel að framkvæma tilraunina nema hvað að hún var mjög óspennandi.

Mér fannst tilraunin hjá Ástráði, Herði og Hannesi vera mjög góð, þeir gerðu semsagt sömu blöndu og við nema hvað að þeir settu hana í hátalara til að sjá hvernig hún myndi bregðast við.

 

Categories: Uncategorized | Leave a comment

Þurrís tilraun

16.12.2015

Við vorum að gera tilraunir með þurrís. Ég, Jónas og Hörður vorum saman í hóp að framkvæma tilraunirnar og það gekk bara nokkuð vel. Við byrjuðum á því að setja þurrí í bakka og blása síðan sápukúlum á hann og þá áttu þær að frosna nema hvað það gekk ekkert allt of vel af því að þ10653998_738145162988050_525754830_nær sprungu alltaf þegar þær snertu ísinn.

Síðan prufuðum við að setja þurrís í litla plast flösku sem var með lítin stút sem hægt var að sprauta úr. Síðan settum við heitt vatn ofan í flöskuna og svo tappan á en þá fór að rjúka úr stútnum.

Við settum líka þurrís og heitt vatn í litla dollu og settum svo lokið á og þá myndaðist þrýstingur sem var svo mikill að lokið sprakk af og það var frekar nett.12388196_738164999652733_1735970491_n

Við gerðum líka tilraun með því að setja þurrís í tvö tilraunarglös og settum síðan heitt vatn í annað og kallt vatn í hitt og síðan blöðru ofan á það. Blöðrurnar byrjuðu strax að blása upp en blaðran með heita vatninu blés hraðar og meira upp heldur en sú með kalda.

Síðan gerðum við aftur tilraun með sápukúlum en ekki alveg eins. Við settum þurrís í fiskabúr í þetta skiptið og blésum sápukúlum ofan í það en það sem gerðist var að sápukúlurn12386545_738164849652748_2045191766_nar svifu bara fyrir ofan búrið og lentu aldrei. En það gerðist vegna uppgufunar frá þurrísnum.

Síðasta tilraunin sem við gerðum var að setjaþurrís í blöðru og binda síðan fyrir hana. Síðan settum við hana í heitt vatn og þá býrjaði hún að stækka og hún stækkaði alve10551818_738164959652737_482023958_ng þangað til að hún sprakk.

Hvað er þurrís?

Þurrís er fljótandi koldíoxíð(CO2) sem er -78°C og skilur ekki eftir sig leifar vegna þurrgufunar.

Categories: Hlekkur 3 | Leave a comment

Vika 7

Mánudagur

Á mánudaginn áttum við að fá út úr heimaprófunum en Gyða var ekki búin að fara yfir þau öll hún átti bara fjögur eftir, þannig að við fengum þau ekki. Svo skoðuðum við blogg og það var kíkt á bloggið mitt og það var skoðað frétt sem var inn á því og nokkrar fleiri. En síðan töluðum við aðalega um það sem gerðist í París síðastliðin föstudag það var semsagt hryðjuverkaárás þar og það dóu 192 og það særðust 352 og 99 af þeim voru særð mjög illa. Þetta var mjög hræðilegur atburður.

Miðvikdagur

Á miðvikudaginn var Halldórsmót í skák þannig að við hefðum átt að missa af tímanum en Gyða og margrét ákvöðu að skipta tímunum hennar Margrétar á milli sí þannig að þær fengju báðar að hafa okkur í einn tíma(40 mín). En í tímanum fengum við út úr heimaprófinu og ég var bara nokkuð sáttur með einnkunina mína ég gerði allavega mitt besta. Síðan byrjuðum við á nýjum hlekk sem er úr efnafræði og við byrjuðum á því að rifja upp það sem við höfum lært áður. Ég var búin að gleyma þessu öllu en síðan byrjaði þetta allt að rifjast upp fyrir mér.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn áttum við að vera í tölvuveri en náttúrfræði heimasíðan lá niðri þannig að við gátum ekki farið í það sem við áttum að gera. Það endaði með því að við fórum bara í sófana og við máttum læra í því sem við vildum og lærði aðeins undir dönskupróf en sammt ekki mikið.

Hér koma nokkrar fréttir:

Höfuðpaur­inn féll í umsátr­inu.

Hús­leit­ir tengd­ar sjálfs­vígs­árás.

Bólu­setn­ing dreg­ur úr lungna­bólgu og eyrna­bólgu hjá börn­um.

.

Categories: Hlekkur 2, Hlekkur 3 | Leave a comment