browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 6

Posted by on nóvember 12, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við próf sem við áttum að byrja á í tímanum og svo áttum við að klára prófið heima og skila því síðan á fimmtudaginn. Þetta var frekar langt próf og það var smá erfitt og ég náði ekki að gera mjög mikið af í tímanum þannig að ég kláraði það svo heima.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var okkur skipt í nokkra hópa og ég var með Sunnevu í hóp. Síðan áttum við að velja okkur ákveðin hugtök sem Gyða var búin að setja upp og við völdum: ,,Genabanki og  erfðafræðilegan breytileika“. Það var fyrst svolítið erfitt að finna upplýsingar um genabanka en síðan fundum við þær upplýsingar sem við þurftum. Við gerðum verkefnið með því að skrifa niður nokkra punkta í ipad en við áttum samt ekki að skila neinu eða lesa upp af blaði við áttum að fræða okkur um hugtökin og vera síðan með umræðufund á fimmtudeginum sem nemendur áttu að stjórna.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn byrjuðum við á því að setja öll borðin saman af því að við áttum að ræða um hugtökin okkar og við áttum líka að spyrja spurninga til að fá góða umræðu en það voru alls ekki allir að spyrja spurninga ég og Jónas vorum örugglega að spyrja mest af öllum. En þetta gekk samt bara ágætlega held ég allavega en þetta var mjög rólegur og þægilegur tími.

Hér koma nokkrar fréttir:

Hroll­kald­ur hnött­ur á jaðri sól­kerf­is­ins

Lofts­lag að nálg­ast nýj­an veru­leika

Græn­met­isol­í­ur krabba­meinsvald­andi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *