browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 7

Posted by on nóvember 19, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn áttum við að fá út úr heimaprófunum en Gyða var ekki búin að fara yfir þau öll hún átti bara fjögur eftir, þannig að við fengum þau ekki. Svo skoðuðum við blogg og það var kíkt á bloggið mitt og það var skoðað frétt sem var inn á því og nokkrar fleiri. En síðan töluðum við aðalega um það sem gerðist í París síðastliðin föstudag það var semsagt hryðjuverkaárás þar og það dóu 192 og það særðust 352 og 99 af þeim voru særð mjög illa. Þetta var mjög hræðilegur atburður.

Miðvikdagur

Á miðvikudaginn var Halldórsmót í skák þannig að við hefðum átt að missa af tímanum en Gyða og margrét ákvöðu að skipta tímunum hennar Margrétar á milli sí þannig að þær fengju báðar að hafa okkur í einn tíma(40 mín). En í tímanum fengum við út úr heimaprófinu og ég var bara nokkuð sáttur með einnkunina mína ég gerði allavega mitt besta. Síðan byrjuðum við á nýjum hlekk sem er úr efnafræði og við byrjuðum á því að rifja upp það sem við höfum lært áður. Ég var búin að gleyma þessu öllu en síðan byrjaði þetta allt að rifjast upp fyrir mér.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn áttum við að vera í tölvuveri en náttúrfræði heimasíðan lá niðri þannig að við gátum ekki farið í það sem við áttum að gera. Það endaði með því að við fórum bara í sófana og við máttum læra í því sem við vildum og lærði aðeins undir dönskupróf en sammt ekki mikið.

Hér koma nokkrar fréttir:

Höfuðpaur­inn féll í umsátr­inu.

Hús­leit­ir tengd­ar sjálfs­vígs­árás.

Bólu­setn­ing dreg­ur úr lungna­bólgu og eyrna­bólgu hjá börn­um.

.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *