browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 4

Posted by on febrúar 22, 2016

Mánudagur

Á mánudaginn var kynning um segulmagn, segulkraft og hvernig væri hægt að fá að fá rafmagn úr segulmagni og tengslum þess við raforkuframleiðslu. Svo skoðuðum við einnig fréttir og svo fengum við líka heimavinnuverkefni þar sem við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima hjá okkur og merkja inn lekaliðann.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjuðum við tímann á því að horfa á fræðslumynd um rafmagn og segulsvið. Við fengum blað með fullt af spurningum sem við áttum að svara þegar við horfðum á myndina. Sumar spurningarnar á blaðinu voru mjög krefjandi en maður lærði helling af því. Svo vorum við með umslög með nokkrum fullyrðingum og við fengum auða miða þar sem að við áttum að svara þessum fullyrðingum. Umslögin gengu hring á milli hópa og síðan þegar við stoppuðum átti hópurinn að velja besta svarið úr umslaginu sem hann endaði með.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var ekki tíma hjá okkur af því að við vorum í myndatöku.

Fréttir: 

Ósonlagið óvenjulega þunnt

Af­hjúpa ódýr­asta snjallsíma heims

Ekki leng­ur titr­ing­ur í farsím­um?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *