Vika 6

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við próf sem við áttum að byrja á í tímanum og svo áttum við að klára prófið heima og skila því síðan á fimmtudaginn. Þetta var frekar langt próf og það var smá erfitt og ég náði ekki að gera mjög mikið af í tímanum þannig að ég kláraði það svo heima.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var okkur skipt í nokkra hópa og ég var með Sunnevu í hóp. Síðan áttum við að velja okkur ákveðin hugtök sem Gyða var búin að setja upp og við völdum: ,,Genabanki og  erfðafræðilegan breytileika“. Það var fyrst svolítið erfitt að finna upplýsingar um genabanka en síðan fundum við þær upplýsingar sem við þurftum. Við gerðum verkefnið með því að skrifa niður nokkra punkta í ipad en við áttum samt ekki að skila neinu eða lesa upp af blaði við áttum að fræða okkur um hugtökin og vera síðan með umræðufund á fimmtudeginum sem nemendur áttu að stjórna.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn byrjuðum við á því að setja öll borðin saman af því að við áttum að ræða um hugtökin okkar og við áttum líka að spyrja spurninga til að fá góða umræðu en það voru alls ekki allir að spyrja spurninga ég og Jónas vorum örugglega að spyrja mest af öllum. En þetta gekk samt bara ágætlega held ég allavega en þetta var mjög rólegur og þægilegur tími.

Hér koma nokkrar fréttir:

Hroll­kald­ur hnött­ur á jaðri sól­kerf­is­ins

Lofts­lag að nálg­ast nýj­an veru­leika

Græn­met­isol­í­ur krabba­meinsvald­andi

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 5

Mánudagur

Á mánudaginn héldum við áfram að vinna í verkefnum sem við fengum í seinustu viku. Í því vorum við að gera verkefni um eiginleika manna til dæmis hvort að barn geti rúllað tungunni ef móðir barnsins er arfblendin og faðir barnsins getur það ekki og margt fleira.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjuðum við tvöfaldan tíma á stuttum fyrirlestri um erfðatækni svo horfðum við á nokkur mjög fræðileg myndbönd. Gyða sagði okkur að 70-80% af mat í bandaríkjunum væri erfðabreyttur. Svo sýndi hún okkur mynd af tveimur músum og önnur þeirra var erfðabreytt það var semsagt búið að setja vaxtargen í hana þannig að hún var stærri en venjulega músin af því að hún stækkaði meira. Svo sýndi hún okkur mynd af venjulegum kyrrahaflax og á þeirri mynd voru laxar sem var búið að erfðabreyta þannig að þeir voru töluvert stærri. venjulegir laxar eru stórir en þessir voru risa stórir. Svo skoðuðum við bloggið hennar Dísu af því að hún var búin að taka myndir af norðurljósum sem voru kvöldið áður.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn byrjuðum við tíman á því að tala um hvort við vildum hafa próf í skólanum eða hvort við vildum fá heimapróf. Ég vil frekar fá heimapróf af því að þá hefur maður meiri tíma og maður þarf ekkert að vera stressa sig yfir því. síðan fengum við blað og við áttumm að skrifa niður tvær spurningar sem gætu síðan komið í prófinu og ég skrifaði: ,,Segðu frá Mitósu og Meiósu“ svo skrifaði ég líka ,,Hvað merkir að vera arfblendingur. Síðan fórum við í kahoot sem var á ensku þannig að maður skildi ekki alveg öll hugtökin en það var samt gaman.

Fréttir:

Fimmföldun á tveimur árum

Gatið á óson­lag­inu stærra í ár

Bæt­ist við ís­inn enn um sinn

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 4

Mánudagur

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um mannerfðafræði. Við fórum yfir Kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir í kynningunni. Svo sýndi Gyða okkur frétt um mistök sem voru gerð á sjúkrahúsi í Singapúr. Svo sýndi hún okkur myndband um par sem áttu tvíbura sem fæddust einn svartur og einn hvítur í annað skipti í sömu fjölskyldu!

Miðvikudagur

Á mið12188476_489340441246279_557735201_nvikudaginn fórum við vel yfir alla blóðflokkana og svo áttum við að velja okkur verkefni til að gera og ég vann verkefnið með Jónasi og okkur gekk bara ágætlega. Það byrjaði þannig að við áttum að kasta upp pening og þannig gat maður fundið út til dæmis hvort að manneskjan sem við áttum að teikna væri með stórt nef eða lítið nef og margt fleira. Manneskjan sem við teiknuðum kom mjög einkennilega út.

Eins og sést hér:

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn skoðuðum við blogg og horfðum síðan á myndband sem var inn á blogginu hans Ástráðs og við gerðum síðan krossglímu upp úr því myndbandi.

Frétt:

Ótt­ast að smita Mars af lífi

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn var ég ekki ekki í skólanum vegna veikinda.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnuog það voru margar stöðvar í boði. Ég fór á stöð númer 7 þar sem við lásum um hvernig Erfðavísar eru sjónarvottar framtíðarinnar í Lifandi vísindi blaðinu. Brátt mun lögreglan geta fengið þrívíddarlíkön af andliti glæpamanns með því að finna snefil af DNA-erfðaefni og greina það með tölvuforriti. Síðan fórum við á stöð númer 4 og þar átti maður að búa til krossglímu upp úr efninu. Síðan fór ég á stöð númer 1 og vorum við að vinna með hugtökin: Arfhreint, Arfblendinn, Ríkjandi, Víkjandi, Arfgerð og Svipgerð. Síðan fór ég á stöð númer 6 sem var seinasta stöðin sem ég fór á í tímanum en á henni vorum við í tölvu og við áttum að búa til apa í einhverju forriti.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var Gyða ekki í tímanum en við áttum að vera niðri í tölvuveri að horfa á einhver vídeó til þess að fræðast um efnið og við áttum að vera inn á þessum síðum: erfdir.is, flipp, khan academy.

 

 

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn byrjaði Gyða að sýna okkur eitthvað myndband og við áttum að dansa með og það var ekkert allt of skemmtilegt. Síðan sýndi hún okkur myndbönd sem voru tengd efninu og að því loknu fórum við í kahoot sem var ekkert tengt efninu og það var bara fínt.

Miðvikudagur

Á miðvikudagur áttum við að fara í stöðvavinnu en við gerðum það ekki í staðin var allur bekkurinn saman og við fórum að gera verkefni fyrir yngri krakka til að læra erfðafræði og ég var að vinna með báðum Halldórunum og hannesi.

Fimmtudagur 

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að gera verkefni.

 

 

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 1 Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk sem heitir ,,Erfðafræði“ og í honum erum við aðallega að fjalla um frumur. Gyða sagði okkur hvað Mitosa og Meiosa væri, Mitosa er jafnskipting og Meiosa er rýriskipting.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum í stöðvavinnu og ég fór fyrst á stöð númer 8 og á vorum við í tölvu og við áttum að fara í leik þar sem maður var að fræðast um frumur nema hvað hann var ekkert allt of skemmtilegur. Síðan fór ég á stöð þar sem við horfðum á myndband um dýra og plöntufrumur, síðan gerðum við krossglímu upp úr því myndbandi og þetta var baranokkuð skemmtileg stöð. Síðan fór við á stöð þar sem við vorum að gera pússluspil í tölvu en það var mjög erfitt en skemmtilegt.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var Gyða ekki í tímanum en við fórum niður í tölvuver og gerðum smá könnun úr CO2 heftinu en við áttu semsagt að velja þrjú verkefni til að skrifa um og síðan áttum við að sende Gyðu verkefnin í tölvupósti.

Fréttir:

Kór­al­ar fölna sem sjald­an fyrr

Stofn­frum­ur gegn bein­stökkva

 

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 5

Mánudagur og Miðvikudagur

Á þessum dögum vorum við að vinna í ,,ég ber ábyrgð“ verkefninu okkar og hópurinn minn var með ósonlagið,

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn kynntum við verkefnin okkar og þú getur nálgast kynningarnar hér.

Categories: Hlekkur 1 | Leave a comment

Vika 6

Mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við á því að skoða tunglmyrkvan sem var nóttina áður og það var mjög falleg sjón. Síðan var okkur skipt í hópa og ég var með Birgit, Siggu H og Dísu í hóp. það sem við áttum að gera var að lesa nokkra texta úr bók sem heitir  CO2 eftir Einar Sveinbjörnsson og síðan áttum við að spyrja spurningar úr textanum.

Miðvikudagur

Á miðvikudeginum voru foreldraviðtöl þannig að það var enginn skóli. :)

Fimmtudagur 

Á fimmtudaginn horfðum við á myndband um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og síðan við áttum að lesa okkur til um markmiðin og síðan að ná okkur í app í símana okkar og þar gátum við búið okkur til ofurhetjur sem við áttum síðan að skila inn á padlet og líka inn á facebook. þessi tími var svolítið öðruvísi en allir aðrir náttúrufræði tímar.

Categories: Hlekkur 1 | Leave a comment

Vika 4

Mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við á því að hlusta á lag sem var um það hvernig við ættum að elska jörðina og vera þakklát fyrir það sem hún hefur gefið okkur. Svo skoðuðum við ýmsar fréttir og ein var mjög merkileg og það var myndband af veðurspá 2050 þá sá maður hvernig jörðin mun breytast.

Miðvukudagur

Á miðvikudaginn vorum við sett í hópa og þegar Gyða var búin að því áttu hóparnir að velja sér verkefni. Ég var með Siggu láru og Vitaliy í hóp og við völdum að gera verkefni um ósonlagið. Við náðum rétt svo að klára verkefnið af því að það eyddist allt tvisvar hjá okkur en það reddaðist.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að vinna í hópverkefninu og það gekk bara nokkuð vel þangað til að allt eyddist.

Fréttir:

Næstu tvö árin verða þau heitustu

 

 

Categories: Hlekkur 1 | Leave a comment

Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um viskerfi, samspil lífvera og  lífvana umhverfi. Við fórum yfir nokkur hugtök sem við þurftum að hafa á hreinu svo fórum við sérstaklega í líffræðilega fjölbreytni og náttúruval.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnu og fór á stöð nr. 2 og þar vorum við í smásjáarvinnu og það sem við áttum að gera var að skera yðsta lagið neðan af laufblaði og setja það síðan í smásjánna, svo leituðum við af varafrumum. Þetta var mjög merkileg og skemmtileg stöð. Svo fór ég á stöð nr. 5 og á henni áttum við að gera krossgátu og lausnarorðið var „ljóstillifun“ en þetta var létt og skemmtileg stöð. Svo fór ég á stöð þar sem maður átti að gera krosglímu.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að gera verkefni sem við skiluðum síðan inn á verkefnabankan.

Categories: Hlekkur 1 | Leave a comment