Helgi V Sigurðsson

Archive for maí, 2013

Bully

by on Maí.16, 2013, under Náttúrufræði

Fyrr í vetur horfðum við á heimildarmynd sem heitir Bully sem fjallar um krakka og fjölskyldur þeirra í Bandaríkjunum um einelti.

Einelti í Bandaríkjunum er orðið mjög alvarlegt og í myndinni er til dæmis talað við foreldra drengs sem svipti sig lífi vegna eineltis. Í myndinni er fjallað um 5 börn og fjölskyldur þeirra. Í myndinni sést að sumir gerendur eru alveg sama þó að það séu fullorðið fólk að horfa á það, það sínir hversu alvarlegt einelti er orðið.

-Helgi

Leave a Comment more...

Sveppir, seinasta bloggið!!!

by on Maí.14, 2013, under Náttúrufræði

Þriðjudaginn 7.maí við fórum í heimsókn í flúðasveppi og skiluðum skýrslu úr því

Linkur á skýrslu um sveppaheimsókn

Hér er fróðleikur um Flúðasveppi:

Flúðasveppir voru stofnaðir árið 1984 og fagna því 25 ára afmæli í ár. Fyrsta árið voru framleidd 500 kíló af sveppum á viku og þótti gott. Ræktunin hefur undið upp á sig með árunum og  í dag eru framleidd 10 tonn á viku. Ræktaðar eru tvennar tegundir sveppa hjá Flúðasveppum, hvítir massasveppir og brúnir kastaníusveppir, en þeir eru sagðir sérstaklega góðir fyrir meltinguna.

Georg Ottósson tók við rekstri Flúðasveppa árið 2005. Hann hafði þá verið formaður SFG í nokkur ár og fannst svepparæktun spennandi verkefni.

Georg hefur það að markmiði að bæta framleiðsluna á hverju ári og leggur mikið upp úr samvinnu við aðra bændur í héraðinu. Meðal annars framleiða Flúðasveppir eigin rotmassa sem sveppirnir eru ræktaðir í. Þá er afgangshálmi frá kornræktarbændum á Suðurlandi og skít frá kjúklingabúum í Rangárvallasýslu blandað saman við íslenskt vatn og látið molta í nokkrar vikur, áður en sveppagróum er sáð í hann. Georg ræktar einnig korn á ökrum í Gunnarsholti sem hann notar í rotmassann. Strandreyr er ræktaður í Hvítárholti til íblöndunar í sveppamassa 80 hekturum

Um 60 tonn af rotmassa verða til á viku og er hann líka nýttur til að framleiða úrvals gróðurmold (Flúðamold)  til ræktunar en þá er honum blandað saman við mómold og Hekluvikur. Gróðurmoldin er til dæmis notuð þar sem fram fer lífræn ræktun og stefnir Georg á að fá lífræna vottun fyrir Flúðasveppi fljótlega.
Um 30 manns vinna hjá Flúðasveppum. Sveppirnir eru handtíndir og er um helmingur starfsfólks eingöngu við að tína. Sveppirnir eru flokkaðir í höndunum og þeim pakkað á staðnum áður en þeir eru sendir til neytenda. Svepparæktin er nákvæmisverk úr íslensku hráefni. Ræktunarstjóri er Eiríkur Ágústsson.

Á mánudegunum var umfjöllun um sveppi til að vera undirbúinn fyrir heimsóknina.

fréttir:

Íslensk skutla í loftið

<Sólmyrkvi

Heimildir:http://www.mbl.is/frettir/togt/http://www.islenskt.is/?pageid=109&uid=985

-Helgi

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!

Blogroll

A few highly recommended websites...