Helgi V Sigurðsson

Archive for desember, 2013

Þurrís!

by on Des.18, 2013, under 2. Hlekkur, 3.Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn byrjuðum við á því að rifja upp hugtök, skoða fréttir og blogg. Svo fórum við í efnafræði Alias.

Á fimmtudaginn var tilraun. Hún var um þurrís! Hér er skýrsla/blogg um tilraunina. Hún var eiginleg stöðvavinna svo við fórum á eins margar stöðvar og við gátum :) ég og Elís gerðum þær stöðvar sem ég skrifaði um.

Inngangur:

Efni og áhöld:

Box, skál, tónkvíslar, sápukúlur, þurrís, vatn, sápa, skeið og tilraunaglös.

STÖÐ 1  Hér áttum viðað nota tónkvíslar til þessað frammkalla hljóð. Þegar heitt og kalt koma saman þá heyrist hátt ískur sem myndast við þrýsting. Við heyrðum ekki nákvæman mun á tónkvíslunum.

Stöð 2. Hér settum við þurrís í box og blésum sápukúlu oní og þá flaut hún bara en féll ekki til jarðar. Þetta gerist vegna uppgufunar á CO2. Hún er svo létt að hún flýtur á því.

Stöð 3.

Stöð 4.Hér á maður að hafa 1 glas fulltaf heitu vatni og 1 af köldu. Svo setur maður þurrís í og sér hvort er fljótara að eyðast. Þá sést það að það er mun meiri hreifing á atounum í heita vatninu heldur enn í því kalda, því meiri hiti, .því meiri hraði.

Stöð 5. Hér settum við þurrís í tilrauna glös og svo settum við blöðrur á endan og þá blés blaðran upp. Blöðrurnar blása upp vegna uppgufunar á koltvíoxið . Það kemur svona mikið gas vegna þess að það skreppur saman(CO2) þegar það frýs. Það það gufar upp verpur meira bil á milli sameinda.

Stöð 6.

Stöð 7.

Stöð 8.

Stöð 9.

Stöð 10. Fræðsla um Þurrís: Visindavefurinn, AGA

Stöð 11.Hér mátti maður prófa partý trikk. Þegar settur er þurrís í skál og kerti og á maður að reyna að seta loga á kertið. Það er ómögulegt því koltvíoxið hleypir engu súefni að kertinu og eldu þarf súrefni.

-HElgi

Leave a Comment more...

Hlekkur 2 vika 5 :D

by on Des.11, 2013, under 2. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn var Gyða ekki svo það var ekki tími. í staðinn horfðum við á danska mynd.

Á fimmtudag var frekar léttur tími. Það var byrjaði á því að þeir sem vildu/þurftu á að endurtaka prófið síðan í seinustu viku. Enn því ég er svo gáfaður þá þurfti ég ekki að taka prófið aftur 😉 En svo fórum við í ipadana og fórum í hina ýmsu efnafræði leiki.  Svo var kíkt á blogg og fréttir.

Hvað eru jónir og hvað gera þær?

Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, nifteindum og rafeindum. Róteind hefur jákvæða (+) hleðslu, nifteind er óhlaðin og rafeind hefur neikvæða (-) hleðslu. Massi róteinda og nifteinda er nánast eins, en rafeind er 1836 sinnum léttari en róteind. Róteindir og nifteindir mynda saman kjarna sem er örsmár miðað við heildarstærð atómsins og rafeindirnar eru á handahófskenndri hreyfingu í kringum kjarnann. Stærðarhlutföllunum er stundum lýst þannig að kjarninn væri eins og fiskifluga í miðjunni ef settir væru saman á hliðunum tveir fótboltavellir sem afmörkuðu stærð atómsins.

Orðið atóm felur í sér að um sé að ræða óhlaðna ögn. Kjarninn er jákvætt hlaðinn en umhverfis hann eru jafnmargar rafeindir og róteindir eru í kjarnanum, og því jafnast hleðslurnar út; atómið er óhlaðið út á við.

Ef atóm gefur frá sér rafeind eða rafeindir af rafeindaskýinu sem er umhverfis kjarnann myndast hlaðin ögn eða jón. Jákvæðu hleðslurnar í kjarnanum eru þá fleiri en neikvæðu rafeindirnar umhverfis kjarnann og því er ögnin jákvætt hlaðin. Jákvætt hlaðin ögn er kölluð katjón, bakjón eða plúsjón (e. cation). Katjónin sem hér var lýst væri kölluð einatóma katjón, þar sem um væri að ræða einfalda katjón sem myndast úr einu atómi. HEimild og meira um jónir!

Hér eru fréttir:

95 stiga frost!

Vatn á Mars?

Geimflaug á Tunglið!

-HElgi

Leave a Comment more...

vika 4, hlekkur 2

by on Des.03, 2013, under 2. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn 25.nóvember var tími þar sem við ætluðum að læra um jónir og sýrustig. Við byrjuðum á því að fara í „skyndikönnun“(sem við vissum af). Það var um að stilla efnajöfnur og upprifjun úr efnafræði. Ég fékk 9,5 í prófinu :)

HÉR ER SMÁ FRÓÐLEIKUR UM SÝRUSTIG:

Hvað er sýrustig?

Sýrustig (pH)  er mælikvarði sem segir til um það hversu súrir viðkomandi hlutir eru. Sýrustig ákvarðast af magni hlaðinna vetnisjóna, H+, í vatnslausninni. Í hverri sameind vatns eru tvö vetnisatóm (H) og eitt súrefnisatóm (O) og er hún auðkennd með tákninu H2O. Örlítill hluti allra vatnssameindanna í vatni klofnar þó í jákvætt hlaðnar vetnisjónir (H+) annars vegar og neikvætt hlaðnar jónir, OH, hins vegar. Þetta má tákna með eftirfarandi hætti:   H2O -> H+ + OH

Magn eða styrkur sameinda eða jóna í vatni eða vatnslausn er gefið til kynna með því að tilgreina fjölda þeirra í hverjum lítra. Til þess er notuð sérstök mælieining sem hefur einkennisbókstafinn M, sem stendur fyrir fjölda móla í einum lítra. Í hreinu vatni við stofuhita (25°C) er styrkur H2O sameinda um 55,5 M, en styrkur H+ og OH, hvors um sig, einungis um 0,000.0001 M. Síðarnefndu styrktöluna má tákna sem 10-7, þar sem -7 er veldisvísir styrktölunnar. Talan 7 er = 1 + fjöldi núlla sem fyrir koma í styrktölunni, sjá nánar í lok svarsins. Til enn frekari einföldunar er látið nægja að tiltaka einungis töluna sem fyrir kemur í veldisvísinum (það er 7 í þessu tilfelli). Sú tala er nefnd sýrustig og táknuð sem pH. Heimildir!

Á fimmtudaginn var svo komið að tilraun sem ber nafnið Sýra og Basi. Við byrjuðum tíman reyndar á því að spjalla saman skoða blogg og skoða margskyns fréttir. En þá var komið að tilrauninni og var það hópavinna og ég var í hóp með Elísi. Markmiðið var að mæla sýrustig ólíkra vökva, við fengum ekki að vita hver var hvað fyrren eftir tilraunina en þeir vöru eftirfarandi: Kók, Mjúksápa, Sódavatn, appelsínusafi, mjólk, salmíak, dekkjahreinsir, Ediksýra, sápa og mýkingarefni. Annarsvegar var mælt með heimatilbúnum litvísi og hinsvegar sýrustigsstrimlum. Svo á að skila skýrslu á fimmtudaginn næsta.

Sýrustigsstrimlar

Fréttir:

53 doktorar…

Hakkarar herja á island

-Helgi

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!

Blogroll

A few highly recommended websites...