Helgi V Sigurðsson

Jarðfræði Hrunamannahrepps!

by on Mar.19, 2014, under 6. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn vorum við í fyrirlestrartíma og seinni tímanum vorum við í ritgerðarvinnu.

Í fyrri tímanum lærðum við þetta:     (svör)

  • Hvað er móberg? Móberg myndast þegar gos er undir jökli.
  • Hvað er hreppaflekinn? Hreppaflekinn er hvorki samsíða Ameríkuflekanum né Asíuflekanum
  • hvernig myndaðist miðfell? Myndaðist þegar gos varð undir jökli.
  • kerlingafjöll eru úr móbergi
  • Helgi Pjeturson               Fyrsti jarðfræðingurinn
  • Guðmundur Kjartansson

Í ritgerðinni er ég að skrifa um steina.

Hvernig verða steinar til?

Á fimmtudaginn var svo stöðvavinna. Ég vann með Elísi.

Hér er stöðvavinnan mín:

Stöð 1

 

Hvað er íslandít og iceland spar?

iceland spar er nefnt silfurberg á íslensku.

íslandít er bergtegund.

Silfurberg hefur gegnt fjölbreyttu og oft ómissandi hlutverki í merkum vísindauppgötvunum, sem sumar hverjar urðu tilefni Nóbelsverðlauna. Þær flýttu fyrir framþróun ýmissa sviða raunvísinda á 19. öld og fram eftir þeirri 20., til dæmis í rafsegulfræði, lífrænni efnafræði, kristalla- og steindafræði, og svonefndri nútímaeðlisfræði sem byggir meðal annars á kenningum Einsteins.

 

Lengi vel fannst silfurberg óvíða nema á Íslandi. Var mikið magn þess flutt utan frá Helgustöðum til nota í mælitækjum og tilraunum; skipuleg námuvinnsla fór fram þar með hléum á árabilinu 1850-1925, og einnig við Hoffell í Hornafirði um hríð frá 1911.

 

„Íslandít“ er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur járns lækki með vaxandi styrk kísils (SiO2 í berginu, en í Þingmúla-eldstöðinni var þessu sem sagt öðru vísi farið, þannig að Carmichael sá ástæðu til að gefa þessari bergtegund sérstakt nafn.

„Iceland spar“ heitir silfurberg á íslensku, og er tært afbrigði af

kalkspati, CaCO3. Silfurberg var, og er enn að einhverju leyti, notað í ýmis ljósfræðileg tæki, meðal annars til að skauta ljós með tvíbroti. Á 18. og 19. öld þótti silfurbergið frá Helgustöðum í Reyðarfirði bera af öðru slíku, og því kenndu Bretar það við Ísland. Á Náttúrufræðisafninu í London er kristallur frá Helgustöðum sem er hálfur metri að lengd, algerlega tær, gallalaus og ósprunginn, þannig að hægt að horfa gegnum hann og sjá hvernig hann skautar ljósið og klýfur það í tvo geisla.

 

stöð 2

 

Hér áttum við að Skoða google earth. Við voru aðalega að Skoða og fórum meðal annars í túr i kringum vatnajökul.

 

Stöð 4

 

Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni.

Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er að hún myndist í svokölluðum „súrum“ gosum (það er þegar kísilrík kvika kemur upp á yfirborð jarðar) með litla sprengivirkni. Slík gos kallast troðgos og mynda hraungúla. Hrafntinnan myndast við jaðrana, en meginhluti hraungúlanna er þó yfirleitt kristallað rhýólít.

Á Íslandi finnst mest af hrafntinnu í Hrafntinnuskeri og Hrafntinnuhrauni á Torfajökulssvæðinu og á Hrafntinnuhrygg við Kröflu. Hrafntinna finnst einnig á flestum rhýólítsvæðum landsins, en yfirleitt í mjög litlum mæli.

 

Heimildir á öllu efninu finnast á visindavefurinn.is

 

 

Fréttir:

Mosi lifnar við!

Íslendingur ransakar miklahvell!

2 nýjar háplöntnutegundir!

 

 

-Helgi Valdimar :)

 

 

 


Leave a Reply

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!

Blogroll

A few highly recommended websites...