Helgi V Sigurðsson

Orkugjafar!

by on apr..02, 2014, under 6. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn kíktum við á nokkrar glærur, meðal annars um virkjanirnar sem eru í Þjórsá sem eru fimm talsins og nefnast Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð og Vatnsfellsstöð. Svo skoðuðum við nýja virkjanakosti sem eru til dæmis sólarorka en aðalega vindorka. Svo var valið sér hver hópur 2 og 2 og átti að gera kynningu um virkjanakostinn sinn.

Vindorka

Vindorka

Á fimmtudaginn byrjuðum við á því að klára kynninguna og gerðum það í nearpod í i-pödunum. Eftir að það var búið fórum við í ritgerðar vinnu. Ég er að skrifa um Surtsey og Surtseyjargosið. Hér er smá fróðleikur um það.

Hvernig myndaðist Surtsey?

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mánaðamótin janúar-febrúar 1964 hætti gosið í Surti en hófst tveimur dögum síðar á nýjum gíg norðvestan við hinn upprunalega, og nefndust þeir síðan Surtur I og II. Þá hafði eyjan orðið hæst 174 m yfir sjávarmál. Þegar gígurinn lokaðist loks fyrir ágangi sjávar 4. apríl 1964 breyttist sprengigosið í hraunstrókavirkni og flæðigos, og hraundyngja hlóðst upp kringum Surt II fram til 17. maí 1965.Skömmu eftir að hraungosinu lauk í Surti II hófst neðansjávargos um 600 m austnorðaustur af Surtsey og eyjan Syrtlingur hlóðst upp á tímabilinu 22. maí til 17. október 1965. Syrtlingur skolaðist burt í lok október 1965. Um jólaleytið 1965 varð enn vart við gos og nú 900 m suðvestur af Surtsey. Þarna hlóðst upp eyjan Jólnir frá 26. desember 1965 til 10. ágúst 1966. Jólnir var sokkinn í sæ í september 1966. Síðasti áfangi Surtseyjargossins hófst 19. ágúst 1966 með hraungosi úr sprungu í Surti I og þakti hraunið smám saman austurhluta eyjarinnar. Surtseyjargosinu lauk 5. júní 1967. Sumarið 1969 varð vart við verulega ummyndun og hörðnun í gosöskubingnum sem myndast hafði á fyrstu mánuðum gossins, og hitamælingar sýndu 100°C hita á litlu dýpi þar sem áður hafði enginn hiti verið. Á næstu árum jókst útbreiðsla jarðhitasvæðanna og bergið harðnaði enn. Sumarið 1979 var boruð 181 m djúp kjarnahola í Surt I, alveg niður að sjávarbotni. Hæstur hiti í holunni mældist 141°C og gosaskan var orðin að móbergi þar sem hiti var hærri en 80°C. Þetta sýnir að hörðnun og ummyndun gjósku í móberg er hraðfara ferli sem líta má á sem lokastig eldgosa í vatni eða undir jöklum. Síðan Surtseyjargosinu lauk hafa miklar breytingar orðið á eynni, háir sjávarhamrar myndast og eyjan minnkað mjög að flatarmáli auk þess sem lífið tók sér snemma bólfestu á eynni.

 

 

Surtsey í myndun.

Surtsey í myndun.

Fréttir:

Áhrif hlýnunar jarðar!

Flóðabíll…?

Ungar konur ættu að borða nóg af grænmeti! og ávöxtum.

 

 

Heimildir:http://www.visindavefur.is/svar.php?id=51770 ,http://en.wikipedia.org/wiki/Surtsey , http://www.ust.is/einstaklingar/loftslagsbreytingar/kyoto-og-samningar/

-HELGIVALDIMAR


Leave a Reply

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!

Blogroll

A few highly recommended websites...