Helgi V Sigurðsson

6. Hlekkur

Orkugjafar!

by on apr..02, 2014, under 6. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn kíktum við á nokkrar glærur, meðal annars um virkjanirnar sem eru í Þjórsá sem eru fimm talsins og nefnast Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð og Vatnsfellsstöð. Svo skoðuðum við nýja virkjanakosti sem eru til dæmis sólarorka en aðalega vindorka. Svo var valið sér hver hópur 2 og 2 og átti að gera kynningu um virkjanakostinn sinn.

Vindorka

Vindorka

Á fimmtudaginn byrjuðum við á því að klára kynninguna og gerðum það í nearpod í i-pödunum. Eftir að það var búið fórum við í ritgerðar vinnu. Ég er að skrifa um Surtsey og Surtseyjargosið. Hér er smá fróðleikur um það.

Hvernig myndaðist Surtsey?

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mánaðamótin janúar-febrúar 1964 hætti gosið í Surti en hófst tveimur dögum síðar á nýjum gíg norðvestan við hinn upprunalega, og nefndust þeir síðan Surtur I og II. Þá hafði eyjan orðið hæst 174 m yfir sjávarmál. Þegar gígurinn lokaðist loks fyrir ágangi sjávar 4. apríl 1964 breyttist sprengigosið í hraunstrókavirkni og flæðigos, og hraundyngja hlóðst upp kringum Surt II fram til 17. maí 1965.Skömmu eftir að hraungosinu lauk í Surti II hófst neðansjávargos um 600 m austnorðaustur af Surtsey og eyjan Syrtlingur hlóðst upp á tímabilinu 22. maí til 17. október 1965. Syrtlingur skolaðist burt í lok október 1965. Um jólaleytið 1965 varð enn vart við gos og nú 900 m suðvestur af Surtsey. Þarna hlóðst upp eyjan Jólnir frá 26. desember 1965 til 10. ágúst 1966. Jólnir var sokkinn í sæ í september 1966. Síðasti áfangi Surtseyjargossins hófst 19. ágúst 1966 með hraungosi úr sprungu í Surti I og þakti hraunið smám saman austurhluta eyjarinnar. Surtseyjargosinu lauk 5. júní 1967. Sumarið 1969 varð vart við verulega ummyndun og hörðnun í gosöskubingnum sem myndast hafði á fyrstu mánuðum gossins, og hitamælingar sýndu 100°C hita á litlu dýpi þar sem áður hafði enginn hiti verið. Á næstu árum jókst útbreiðsla jarðhitasvæðanna og bergið harðnaði enn. Sumarið 1979 var boruð 181 m djúp kjarnahola í Surt I, alveg niður að sjávarbotni. Hæstur hiti í holunni mældist 141°C og gosaskan var orðin að móbergi þar sem hiti var hærri en 80°C. Þetta sýnir að hörðnun og ummyndun gjósku í móberg er hraðfara ferli sem líta má á sem lokastig eldgosa í vatni eða undir jöklum. Síðan Surtseyjargosinu lauk hafa miklar breytingar orðið á eynni, háir sjávarhamrar myndast og eyjan minnkað mjög að flatarmáli auk þess sem lífið tók sér snemma bólfestu á eynni.

 

 

Surtsey í myndun.

Surtsey í myndun.

Fréttir:

Áhrif hlýnunar jarðar!

Flóðabíll…?

Ungar konur ættu að borða nóg af grænmeti! og ávöxtum.

 

 

Heimildir:http://www.visindavefur.is/svar.php?id=51770 ,http://en.wikipedia.org/wiki/Surtsey , http://www.ust.is/einstaklingar/loftslagsbreytingar/kyoto-og-samningar/

-HELGIVALDIMAR

Leave a Comment more...

Lífríki Íslands!

by on Mar.26, 2014, under 6. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn var umfjöllun um lífríki Íslands. Spurðum spurninga einsog hvað hefur áhrif á það? Hver er sérstaða þess og afhverju er að friðlýsa lönd.

Á fimmtudaginn kláruðum við fyrirlestur frá mánudaginum um lífrikið á Íslandi. Svo fórum við í verkefnavinnu tengt því í nearpod. Svo skoðuðum við Hvítbókin sem er rit um lífríki Íslands.

Ég ætla aðeins að fjalla um hugtak úr bókinni:

Eignarland:

Skilgreining:   Landsvæði sem er háð einkaeignar- rétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.

Lagagreinar:       Þjóðlendulög, 1. gr. Jarðalög, 2. gr. Náttúruverndarlög nr. 44/1999, 3. gr.

Fréttir:

Myndavél með tunglryki!

Náttúruhamfarir af mannavöldum!

Breyttu plastflösku í hleðslutæki

-Helgi

Leave a Comment more...

Jarðfræði Hrunamannahrepps!

by on Mar.19, 2014, under 6. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn vorum við í fyrirlestrartíma og seinni tímanum vorum við í ritgerðarvinnu.

Í fyrri tímanum lærðum við þetta:     (svör)

  • Hvað er móberg? Móberg myndast þegar gos er undir jökli.
  • Hvað er hreppaflekinn? Hreppaflekinn er hvorki samsíða Ameríkuflekanum né Asíuflekanum
  • hvernig myndaðist miðfell? Myndaðist þegar gos varð undir jökli.
  • kerlingafjöll eru úr móbergi
  • Helgi Pjeturson               Fyrsti jarðfræðingurinn
  • Guðmundur Kjartansson

Í ritgerðinni er ég að skrifa um steina.

Hvernig verða steinar til?

Á fimmtudaginn var svo stöðvavinna. Ég vann með Elísi.

Hér er stöðvavinnan mín:

Stöð 1

 

Hvað er íslandít og iceland spar?

iceland spar er nefnt silfurberg á íslensku.

íslandít er bergtegund.

Silfurberg hefur gegnt fjölbreyttu og oft ómissandi hlutverki í merkum vísindauppgötvunum, sem sumar hverjar urðu tilefni Nóbelsverðlauna. Þær flýttu fyrir framþróun ýmissa sviða raunvísinda á 19. öld og fram eftir þeirri 20., til dæmis í rafsegulfræði, lífrænni efnafræði, kristalla- og steindafræði, og svonefndri nútímaeðlisfræði sem byggir meðal annars á kenningum Einsteins.

 

Lengi vel fannst silfurberg óvíða nema á Íslandi. Var mikið magn þess flutt utan frá Helgustöðum til nota í mælitækjum og tilraunum; skipuleg námuvinnsla fór fram þar með hléum á árabilinu 1850-1925, og einnig við Hoffell í Hornafirði um hríð frá 1911.

 

„Íslandít“ er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur járns lækki með vaxandi styrk kísils (SiO2 í berginu, en í Þingmúla-eldstöðinni var þessu sem sagt öðru vísi farið, þannig að Carmichael sá ástæðu til að gefa þessari bergtegund sérstakt nafn.

„Iceland spar“ heitir silfurberg á íslensku, og er tært afbrigði af

kalkspati, CaCO3. Silfurberg var, og er enn að einhverju leyti, notað í ýmis ljósfræðileg tæki, meðal annars til að skauta ljós með tvíbroti. Á 18. og 19. öld þótti silfurbergið frá Helgustöðum í Reyðarfirði bera af öðru slíku, og því kenndu Bretar það við Ísland. Á Náttúrufræðisafninu í London er kristallur frá Helgustöðum sem er hálfur metri að lengd, algerlega tær, gallalaus og ósprunginn, þannig að hægt að horfa gegnum hann og sjá hvernig hann skautar ljósið og klýfur það í tvo geisla.

 

stöð 2

 

Hér áttum við að Skoða google earth. Við voru aðalega að Skoða og fórum meðal annars í túr i kringum vatnajökul.

 

Stöð 4

 

Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni.

Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er að hún myndist í svokölluðum „súrum“ gosum (það er þegar kísilrík kvika kemur upp á yfirborð jarðar) með litla sprengivirkni. Slík gos kallast troðgos og mynda hraungúla. Hrafntinnan myndast við jaðrana, en meginhluti hraungúlanna er þó yfirleitt kristallað rhýólít.

Á Íslandi finnst mest af hrafntinnu í Hrafntinnuskeri og Hrafntinnuhrauni á Torfajökulssvæðinu og á Hrafntinnuhrygg við Kröflu. Hrafntinna finnst einnig á flestum rhýólítsvæðum landsins, en yfirleitt í mjög litlum mæli.

 

Heimildir á öllu efninu finnast á visindavefurinn.is

 

 

Fréttir:

Mosi lifnar við!

Íslendingur ransakar miklahvell!

2 nýjar háplöntnutegundir!

 

 

-Helgi Valdimar :)

 

 

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!

Blogroll

A few highly recommended websites...