Helgi V Sigurðsson

Vísindavaka !!!

by on jan.20, 2014, under 4. Hlekkur, Náttúrufræði

Fyrstu vikurnar á 2014 vorum við í vísindavöku. Í fysta tíma eftir áramót fórum við yfir vísindalega aðferð við tilraunirnar og svo fengum við að velja í hópa og Ég, Elís og Rúnar vorum saman í hóp. Við skoðuðum margar síður og mörg myndbönd til dæmis inná youtube. Við skoðuðum meðal annars: Jóladagatal Vísindanna og myndbönd frá brjáluðum Rússnenskum hakkara. Niðurstaðan var að við myndum gera teygjubyssu. Við gerðum þá tilraun en það endaði þannig að teygjubyssan skaut c.a. 2 metra áfram og öll vinnan sem við lögðum í þetta var til einskis. Þannig að við gerðum nýja tilraun degi fyrir skiladag sem kallast svarti snákurinn og má sjá hér væntingar voru miklar en loftefnið sem kemur út og myndar snákinn náðu alrei að sameinast og því urðu það bara litlar loftbólur. Þetta heppnaðist semsagt ekki en var samt skárri en glataða teygjubyssan en væntingarnar voru enn meiri á henni 😉

-Helgi Valdimar

Leave a Comment more...

Þurrís!

by on Des.18, 2013, under 2. Hlekkur, 3.Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn byrjuðum við á því að rifja upp hugtök, skoða fréttir og blogg. Svo fórum við í efnafræði Alias.

Á fimmtudaginn var tilraun. Hún var um þurrís! Hér er skýrsla/blogg um tilraunina. Hún var eiginleg stöðvavinna svo við fórum á eins margar stöðvar og við gátum :) ég og Elís gerðum þær stöðvar sem ég skrifaði um.

Inngangur:

Efni og áhöld:

Box, skál, tónkvíslar, sápukúlur, þurrís, vatn, sápa, skeið og tilraunaglös.

STÖÐ 1  Hér áttum viðað nota tónkvíslar til þessað frammkalla hljóð. Þegar heitt og kalt koma saman þá heyrist hátt ískur sem myndast við þrýsting. Við heyrðum ekki nákvæman mun á tónkvíslunum.

Stöð 2. Hér settum við þurrís í box og blésum sápukúlu oní og þá flaut hún bara en féll ekki til jarðar. Þetta gerist vegna uppgufunar á CO2. Hún er svo létt að hún flýtur á því.

Stöð 3.

Stöð 4.Hér á maður að hafa 1 glas fulltaf heitu vatni og 1 af köldu. Svo setur maður þurrís í og sér hvort er fljótara að eyðast. Þá sést það að það er mun meiri hreifing á atounum í heita vatninu heldur enn í því kalda, því meiri hiti, .því meiri hraði.

Stöð 5. Hér settum við þurrís í tilrauna glös og svo settum við blöðrur á endan og þá blés blaðran upp. Blöðrurnar blása upp vegna uppgufunar á koltvíoxið . Það kemur svona mikið gas vegna þess að það skreppur saman(CO2) þegar það frýs. Það það gufar upp verpur meira bil á milli sameinda.

Stöð 6.

Stöð 7.

Stöð 8.

Stöð 9.

Stöð 10. Fræðsla um Þurrís: Visindavefurinn, AGA

Stöð 11.Hér mátti maður prófa partý trikk. Þegar settur er þurrís í skál og kerti og á maður að reyna að seta loga á kertið. Það er ómögulegt því koltvíoxið hleypir engu súefni að kertinu og eldu þarf súrefni.

-HElgi

Leave a Comment more...

Hlekkur 2 vika 5 :D

by on Des.11, 2013, under 2. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn var Gyða ekki svo það var ekki tími. í staðinn horfðum við á danska mynd.

Á fimmtudag var frekar léttur tími. Það var byrjaði á því að þeir sem vildu/þurftu á að endurtaka prófið síðan í seinustu viku. Enn því ég er svo gáfaður þá þurfti ég ekki að taka prófið aftur 😉 En svo fórum við í ipadana og fórum í hina ýmsu efnafræði leiki.  Svo var kíkt á blogg og fréttir.

Hvað eru jónir og hvað gera þær?

Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, nifteindum og rafeindum. Róteind hefur jákvæða (+) hleðslu, nifteind er óhlaðin og rafeind hefur neikvæða (-) hleðslu. Massi róteinda og nifteinda er nánast eins, en rafeind er 1836 sinnum léttari en róteind. Róteindir og nifteindir mynda saman kjarna sem er örsmár miðað við heildarstærð atómsins og rafeindirnar eru á handahófskenndri hreyfingu í kringum kjarnann. Stærðarhlutföllunum er stundum lýst þannig að kjarninn væri eins og fiskifluga í miðjunni ef settir væru saman á hliðunum tveir fótboltavellir sem afmörkuðu stærð atómsins.

Orðið atóm felur í sér að um sé að ræða óhlaðna ögn. Kjarninn er jákvætt hlaðinn en umhverfis hann eru jafnmargar rafeindir og róteindir eru í kjarnanum, og því jafnast hleðslurnar út; atómið er óhlaðið út á við.

Ef atóm gefur frá sér rafeind eða rafeindir af rafeindaskýinu sem er umhverfis kjarnann myndast hlaðin ögn eða jón. Jákvæðu hleðslurnar í kjarnanum eru þá fleiri en neikvæðu rafeindirnar umhverfis kjarnann og því er ögnin jákvætt hlaðin. Jákvætt hlaðin ögn er kölluð katjón, bakjón eða plúsjón (e. cation). Katjónin sem hér var lýst væri kölluð einatóma katjón, þar sem um væri að ræða einfalda katjón sem myndast úr einu atómi. HEimild og meira um jónir!

Hér eru fréttir:

95 stiga frost!

Vatn á Mars?

Geimflaug á Tunglið!

-HElgi

Leave a Comment more...

vika 4, hlekkur 2

by on Des.03, 2013, under 2. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn 25.nóvember var tími þar sem við ætluðum að læra um jónir og sýrustig. Við byrjuðum á því að fara í „skyndikönnun“(sem við vissum af). Það var um að stilla efnajöfnur og upprifjun úr efnafræði. Ég fékk 9,5 í prófinu :)

HÉR ER SMÁ FRÓÐLEIKUR UM SÝRUSTIG:

Hvað er sýrustig?

Sýrustig (pH)  er mælikvarði sem segir til um það hversu súrir viðkomandi hlutir eru. Sýrustig ákvarðast af magni hlaðinna vetnisjóna, H+, í vatnslausninni. Í hverri sameind vatns eru tvö vetnisatóm (H) og eitt súrefnisatóm (O) og er hún auðkennd með tákninu H2O. Örlítill hluti allra vatnssameindanna í vatni klofnar þó í jákvætt hlaðnar vetnisjónir (H+) annars vegar og neikvætt hlaðnar jónir, OH, hins vegar. Þetta má tákna með eftirfarandi hætti:   H2O -> H+ + OH

Magn eða styrkur sameinda eða jóna í vatni eða vatnslausn er gefið til kynna með því að tilgreina fjölda þeirra í hverjum lítra. Til þess er notuð sérstök mælieining sem hefur einkennisbókstafinn M, sem stendur fyrir fjölda móla í einum lítra. Í hreinu vatni við stofuhita (25°C) er styrkur H2O sameinda um 55,5 M, en styrkur H+ og OH, hvors um sig, einungis um 0,000.0001 M. Síðarnefndu styrktöluna má tákna sem 10-7, þar sem -7 er veldisvísir styrktölunnar. Talan 7 er = 1 + fjöldi núlla sem fyrir koma í styrktölunni, sjá nánar í lok svarsins. Til enn frekari einföldunar er látið nægja að tiltaka einungis töluna sem fyrir kemur í veldisvísinum (það er 7 í þessu tilfelli). Sú tala er nefnd sýrustig og táknuð sem pH. Heimildir!

Á fimmtudaginn var svo komið að tilraun sem ber nafnið Sýra og Basi. Við byrjuðum tíman reyndar á því að spjalla saman skoða blogg og skoða margskyns fréttir. En þá var komið að tilrauninni og var það hópavinna og ég var í hóp með Elísi. Markmiðið var að mæla sýrustig ólíkra vökva, við fengum ekki að vita hver var hvað fyrren eftir tilraunina en þeir vöru eftirfarandi: Kók, Mjúksápa, Sódavatn, appelsínusafi, mjólk, salmíak, dekkjahreinsir, Ediksýra, sápa og mýkingarefni. Annarsvegar var mælt með heimatilbúnum litvísi og hinsvegar sýrustigsstrimlum. Svo á að skila skýrslu á fimmtudaginn næsta.

Sýrustigsstrimlar

Fréttir:

53 doktorar…

Hakkarar herja á island

-Helgi

Leave a Comment more...

Vika 3, Hlekkur 2

by on nov.27, 2013, under 2. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudag var byrjað á fyrirlestri hjá Gyðu… Lærðum það helsta sem við þurftum að vita til þess að verða tilbúin að fara niður í tölvuver til þess að stilla efnajöfnur… við gerðum það hér

Á fimmtudag byrjuðum við á því að spjalla, skoða blogg og fréttir… svo þegar það var búið fórum við í mega-stöðvavinnu. Ég var að vinna með Elísi. Okkur gekk mjög vel og kláruðum allar tölvu stöðvarnar:

 1. Athugun.  Eðlismassi.  Mælingar og útreikningar
 2. Tölva – frumeindaræfing  http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/atom1.htm
 3. Efna- og eðlisfræði NÁT-103.  Kafli 5 svara spurningum.
 4. Tölva  örlítil viðbót
 5. Samstæðuleikur – para saman – hugtök og skilgreiningar
 6. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu
 7. Athugun. Efnahvarf.
 8. Tölva – samsætur og massatala frumeinda
 9. Lifandi Vísindi nýjasta blaðið,  valin grein lesin og búa til tvær spurningar.
 10. Tölva  sykur og salt lausnir sameindaefni og jónefni.
 11. Verkefni í  að stilla efnajöfnur.
 12. Tölva phet forrit efnasambönd mólikúl
 13. Mólikúl – sameindir og efnasambönd- byggja og teikna.

Svo eru það fréttir :

Risaeðla á uppoði

HIV smitum í Evrópu fjölgar :O

Sjést halastjarnan?

Hver er munurinn á Frumefni og Frumeind?

-Helgi

Leave a Comment more...

Hlekkur 2, vika 2

by on nov.20, 2013, under 2. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn var ekki tími vegna mennigarferðar 9 og 10 bekkjar.

Á fimmtudag var bara einn tími því skáld í skólum var seinni tímann… En fyrri tímanum héldum við áfram að rifja upp lotukerfið, sætistölu, massatölu og rafeindaskipan í frumeind.

Lotukerfið í einu lagi…

Hér eru fréttir 😀

Geimflug á Mars!

Helíum í blöðrum…

Pólskipti á sólinni

-Helgi

Leave a Comment more...

Hlekkur 2 vika 1

by on nov.13, 2013, under 2. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudag var ekki skóli vegna starfsdags og á fimmtudeginum átti ekki að vera tími en svo fór það að það var tími.

Í þeim tíma gerðist lítið því að Gyða bjóst ekki við því að það væri tími… En við fengum próf til baka og ég fékk 8,0. Við töluðum saman og svo fórum við yfir glærupakka…og að sjálfsögðu rifjuðum við upp lotukerfiðlotukerfið

Vegna þess að ég gleymdi að blogga í seinustu viku þá ætla ég að fjalla um það hvað ég lærði í Hlekk 1:

Ég lærði margt um…þá aðallega um erfðafræði og öllu því tengt , blóðflokkar, DNA,  ríkjandi, víkjandi, arfhreinn, arfblendinn, litningar, gen. Svo var líka rifjað upp hugtök einsog ljóstillifun, bruni, vistkerfi, sess og f.l.

Hér eru fréttir:

Stór jaki

satúrnus…

-Helgi

Heimildir:www.ptable.com

Leave a Comment more...

Hlekkur 1 vika 8

by on Okt.30, 2013, under 1. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn var Gyða ekki en þá var okkur úthlutað verkefnum í tölvuveri. Þær voru þessar: Það var hægt að klóna mús, verkefni í erfðafræði, skoða myndbönd um erfðafræði og æfa sig í líkindum og reitatöflu.

Á fimmtudaginn var fyrirlestur hjá Gyðu og fórum yfir ýmis hugtök og svo gerðum við verkefni sem fólst í sér að átta sig á genum og arfgengum sjúkdómum.

Hér er fróðleikur um blóðflokka:

Fræðsla um Blóðflokka:

Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk. Þegar barn erfir A blóðflokk frá öðru foreldrinu og B blóðflokk frá hinu verður það í AB blóðflokki því að A og B blóðflokkarnir eru jafnríkjandi. Genin sem ákvaða A og B flokka  ríkja bæði yfir O geninu. O genin eru víkjandi. Einstaklingur sem erfir O blóðflokka annars vegar og A blóðflokk hins vegar verður þess vegna A blóð. Sá sem erfir O blóðflokk og B blóðflokka verður með B blóð.

Áhyggjur!

Orkuríkar klósettferðir

 

Heimildir: wikipedia.is

-Helgi

Leave a Comment more...

Hlekkur 1, Vika 7

by on Okt.23, 2013, under 1. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn var fyrirlestur um mannerfðafræði við skoðuðum kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir. Svo skoðum við fréttir og vefsíður:

Mistök í Singapúr

Blóðbankinn

Hvað gerist ef A fær B ?

Á fimmtudaginn var stöðvavinna. Það voru 2 og 2 saman og þetta voru stöðvarnar.. ég var ekki og tók ekki þétt í stöðvavinnu.

 1. Tölva – íslensk erfðagreining fræðsluefni
 2. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 3. Teikning – DNA sameindin.
 4. Verkefni – Blóðflokkar
 5. Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum
 6. Verkefni – Var börnunum víxlað
 7. Tölva – DNA myndun
 8. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 9. Tölva – paraðu saman
 10. Verkefni – kynbundnar erfðir
 11. Lifandi vísindi DNA geymslur framtíðar.
 12. Tölva- réttur blóðflokkur – blóðgjafaleikurinn
Mynd af DNA

Mynd af DNA

Hvað er DNA


Hér eru fréttir

Sæskrímsli

Gagnlegvélmenni

1,8 milljón ára höfuðkúpa

-Helgi

Heimldir: mynd: http://www.socialmediaexplorer.com/digital-marketing/marketing-dna/

Leave a Comment more...

Hlekkur 1, Vika 6

by on Okt.17, 2013, under 1. Hlekkur, Náttúrufræði

Á mánudaginn 7.október fórum við í það að skoða lögmál erfðafræðarinnar. Þar að segja hugtök… t.d. ríkjandi og víkjandi, svipgerð og arfgerð, arfhreinn og arfblendinn. Skoðuðum nemendablogg og fréttir.

Á fimmtudaginn 10.október var krufning. Þar voru við að krifja hvítar tilraunarottur. Okkur var skipt í hópa 3 saman og ég var í hóp með Elísi og Ágústi. Við byrjuðum á því að mæla leng, breidd, tennur, klær og svo framvegis og svo festum við allar fætur með títuprjón á pappaspjald og svo var rottan opnuð við bringu. Svo opnuðum við inní brjóstholið og skoðuðum lungun, hjartað, barkann og margtfleira. Svo var það garnirnar og neðri partur líkamans.

11Mynd af rottunni eftir krufningu

Hér eru fréttir úr vísindaheimnum:

Oreo-kex er ávanabindandi

Varptími skjaldbaka

-Helgi

 

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!

Blogroll

A few highly recommended websites...