Búsvæði
Búsvæði er líka skilgreint í lögum um vernd, friðun og veiði villtra dýra. Sú skilgreining tekur í samræmi við efni laganna einungis til svæða sem villtir fuglar og villt spendýr nota og tengist vernd þeirra dýra. Hugtakið hefur reyndar víðtækari merkingu í náttúruverndarlögum og á við búsvæði allra tegunda, til dæmis plantna og dýra. Skilgreining nefndarinnar á hugtökunnum búsvæði og vistgerð ætti að vera óbreytt í náttúruverndarlögum.