Bully

Í vor horfðum við á heimildarmynd um einelti í Bandaríkjunum. Það voru sýndir nokkrir mismunandi krakkar frá mismunandi stöðum í Bandaríkjunum. Til dæmis var ein stelpa sem að var samkynheigð og það var eiginlega bara allur bærinn sem að lagði hana í einelt,  en ég man ekki alveg hvaðan hún var. Foreldrar hennar sögðu henni að þau væru tilbúin að flytja ef að hún vildi það en hún vildi það ekki því að þá fannst henni að það væri eins og að leyfa þeim að vinna. Svo var önnur stúlka sem að var mjög góð í körfubolta, en henni var strítt svo mikið að hún ákvað að fara með byssu í skólan. Hún ætlaði ekki að skjóta neinn bara hræða þau aðeins. Einn strákanna var eitthvað aðeins sérstakur í útliti og vegna þess var hann lagður í mjög mikið einelti og það sem að pirrar mig mest hjá honum er að skólinn gerir ekkert. Reyndar gerir skólinn ekki neitt í flestum tilvikunum, en þarna vann ein kona sem að sagði við alla foreldra að hun ætlaði að laga allt og kíkja á málið en hún gerði ekki rassgat og stundum sagði hún bara að það væri eitthvað sem að hún gæti ekki gert neitt í. Það er fáranlegt. Svo voru tveir strákar sem að stittu sér aldur. Einfaldlega vegna þess að þeir voru lagðir í svo mikið einelti að þeir voru búnir að fá nóg og trúðu í alvöru að það myndi hjálpa fólki ef að þeir væru ekki til. Það er þetta sem að skólinn á að koma í veg fyrir ef að hann getur og að vissu leyti finnst mer að foreldrarnir hefðu átt að flytja með þá í burtu en það er kannski bara ekki alltaf í boði.

Þessi mynd var mjög sorgleg og pirrandi að því leyti hvað þessi kona í skólanum var viðbjóðslega pirrandi og bara flest allir skólarnir og svo hvað krakkar geta verið grimmir.

American Saddlebred

Lokablogg! Þetta er seinasta bloggið sem að ég mun blogga í Flúðaskóla og ætla ég að hafa það um the american saddlebreed sem er hestategund.

 

American Saddlebred er hestategund sem ræktuð er í Bandaríkjunum. Þessi tegund er komin frá þeim hestum sem að voru ræktaðir á árum Bandarísku byltingarinnar. American Saddlebred tegundin er blanda af Narragansett Pacer, kanadíska Pacer, Morgan og hreinræktaðan meðal forfeðra sinna. En nútímalegri gerð hennar þróaðist fyrst í Kentucky og var þekkt sem Kentucky saddler. En árið 1891 var tegundin skrásett í Bandaríkjunum. Alla 20 öldina héldu vinsældir tegundinnar áfram að vaxa í Bandaríkjunum og útfluttningur byrjað hófst til Suður- Afríku og Bretlands. Síðan að skrásettningin hóst í Bandaríkjunum hafa næstum 250.000 American Saddlebreds verið skráðir og má nú finna þá víða um heim.

American Saddlebred er frekar stór hestur, en hann er um það bil 152-163 cm að hæð. Þeir eru þekktir fyrir skilning þeirra á nærveru og stíl sömuleiðis fyrir blíða skapgerð. Þeir geta verið í hvaða lit sem er og með svo kallað „pinto patterns“ en það er eitthvað sem að við myndum kalla skjótt, en það er eitt af helstu einkennum tegundarinnar. American Saddlebred eru sagðir vera ganghestar og sumir þeirra eru ræktaðir og þjálfaðir sérstaklega til að sýna  fjórtakta gangtegund sem líkist tölti.

Síðan um miðja 19 öld hefur tegundin leikið stóran þátt í Bandaríska hestasýningar bransanum og er kallaður páfugl hestaheimsins. Þeir hafa fangað athygli fjölda frægra persóna sem hafa þá orðið ræktendur og hreinræktaðir og blandaðir saddlehorse hafa komið fram í fjölda kvikmynds, sérstaklega á gullöld Hollywood. Tegundin er aðallega þekkt fyrir þáttöku sína í sýningarhringnum, en hefur líka tekið þátt í keppni auk þess sem tegundin er líka notuð sem reiðhestur.

Heimild  „pinto Pattern“

                

 Mjög skemmtilegt myndband um sögu hestsinns.

annað Myndband 


 

 


30.april 2013

í seinustu viku byrjuðum við á upprifjun fyrir lokapróf á mánudaginn var Gyða með upprifjun og við glósuðum niður. Á þriðjudaginn var Gyða einnig með smá upprifjun en við fórum svo líka í verkefni tengd upprifjununum. Á miðvikudaginn kláruðum við upprifjunar blaðið sem að hver og einn er búin að vera að vinna að. Það er að segja að hvert og eitt okkar valdi sér eitthvað til að skrifa um sem að færi svo inn í upprifjunar heftið fyrir lokapróf, og ég var með einkenni lífvera. hvert verkefni mátti bara vera ein a4 blaðsíða og svo áttum við að koma með spurningar og svör við spurningunum.

16.4 2013

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlesturinn um æxlun sem að hún var reyndar að klára því að við höfðum verið byrjuð. Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Hugrúnu í hóp og við náðum að gera nokkrar stöðvar. Við fórum á stöð 2 þar sem við skoðuðum gall. Við settum olíu, vatn og matarlit í tilraunarglas og svo settum við sápu og skoðuðum í smásjá. Við sáum dropana og áttum að teikna það sem við sáum á blað. Á stöð 3 áttum við að skoða fingraför frá öðrum í bekknum og finna út hver var þjófurinn. Jóhann var þjófurinn á mínu blaði og fórum ég og Húgrún í það að reyna á sjónina með því að við teiknuðum strik á töfluna í stofunni og svo átti ein okkar að standa sirka 15 cm frá töflunni á meðan að önnnur okkar var með rauðan hlut sem að hún færði eftir línunni þangað til að hin sem að stóð hjá töflunni gat ekki séð hann lengur. Þetta var það helsta sem að ég og Húgrún gerðum í þaða tíma.

Kynlaus æxluner þarf aðeins einn foreldra og er tegund æxlunar sem hefur hvorki í för með sér rýriskiptingu,fækkun fjölda litningapara í frumnu né frjóvgun.

Nokkur afbrigði af kynlausri æxlun þekkjast eins og skipting, knappskot, gróæxlun og vaxtaræxlun.

Kynæxlun er tegund æxlunar sem krefst tveggja einstaklinga, annars af karlkyni og hins af kvenkyni. Felst ferlið í meiginatriðum í því að sáðfruma frá karlkyns einstaklingnum frjóvgar eggfrumu frá kvenkyns einstaklingnum. Við samruna erfðaefnis kynfrumanna verður eggið að okfrumu sem er fyrsta fruma nýs einstaklings.

Helsti munurinn á kynlausri æxlun og kynæxlun er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnkvæmu kyni þar sem karlkynið myndar sáðfrumur og kvendýrið egg, en í kynlausri æxlun fjölgar lífvera sér sjálf án aðstoðar einstaklings af hinu kyninu.

Heimild: 1

Heimild:2

 

 

9. 4 2013

í seinustu viku byrjuðum við aftur í skólanum eftir páskafrí. Við byrjuðum á því að hlausta á seinustu tvær glærukynningarnar. Og svo töluðu við um það hvað við ætlum að gera sem undirbúning fyrir lokapróf. Á miðvikudeginum  fórum við svo í tölvuverið og þar fórum við í verkefni sem að tengdust mannslíkamanum. Þar sem að við áttum að raða beinum inn í líkaman, taugum eða vöðvum. Þetta voru bara frekar skemtilegir og fræðandi leikir.

Leikirnir 

Vöðvar líkamans 

Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og  þverrákóttir vöðvar.

Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við beinagrindina, og því eru þeir einnig kallaðir beinagrindarvöðvar. Sem dæmi um þverrákótta vöðva má nefna tvíhöfða og þríhöfða , sem báðir eru vöðvar í handlegg. Þeir samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna eins og algengt er með aðrar frumur).

Sléttir vöðvar eru yfirleitt ekki viljastýrðir. Þeir finnast í innri líffærum, eins og þvagblöðru, legi og meltingarvegi, og stjórna hreyfingum þeirra. Sléttar vöðvafrumur eru mun minni en þverrákóttar vöðvafrumur eða um 250 µm á lengd sem þó telst vera töluverð stærð á frumu. Þegar þessar frumur eru skoðaðar í smásjá sjást engar þverrákir líkt og hjá þverrákóttum vöðvafrumum.

 Hjartavöðvinn er nokkuð einstakur. Hann líkist þverrákóttum vöðvum að gerð, og sumir telja hann jafnvel til þeirra. Ólíkt venjulegum þverrákóttum vöðvum getur fólk aftur á móti ekki haft beina stjórn á hjartavöðvanum, heldur dregst hann taktfast saman að sjálfsdáðum. Frumur hjartavöðvans eru yfirleitt með einn miðlægan kjarna. Frumurnar tengjast hver annari og mynda halarófu. Utan um hverja keðju er stoðvefshimna (e. endomysium). Þegar hjartavöðvavefurinn er skoðaður í smásjá má sjá þykka línu milli frumna í keðjunni. Þverrákir eru sýnilegar í hjartafrumum en eru ekki eins áberandi og hjá þverrákóttum vöðvafrumum. Samdráttur í hjartavöðvafrumum er mögulegur án þess að örvun frá taugakerfi komi við sögu

Heimildir

vísindavefur 

vísindavefurinn

 

 

Vöðvabólga

Vandamál í stoðkerfinu, s.s. beinum, vöðvum og sinum, eru algengasta ástæða langvinns heilsuvanda, örorku og notkun á heilbrigðisþjónustunni. Vöðvabólga einkennist af verkjum í einum eða fleiri vöðvum og getur einnig tekið til sina og festinga sem tengja vöðva, bein og önnur líffæri saman. Oft finnur fólk fyrir stífni í vöðvum og þreytuverkjum. Þeir vöðvar sem vöðvabólga leggst helst á eru í herðum og hálsi en hún getur líka komið fram í öðrum vöðvum líkamans.

vöðvabólga

 

 

 

 

 

25.febrúar 2013

Við byrjuðum nýja önn með því að einbeita okkur að mannslíkamanum. Okkur var skipt upp í hópa og ég lenti með Hákoni í hóp. Hver hópur fékk eitthvað ákveðið til að fjalla um sem að tengdist mannslíkamanum. Til dæmis fengum við meltingarveginn. Við bjuggum til glærukynningu sem að við þurftum síðan að flytja fyrir bekkinn.  Við fengum sirka tvær vikur til þess að búa til glærukynninguna en við misstum af nokkrum timum vegna skólahreystis og fleira. Okkur gekk ákætlega að vinna í kynninguni og kláruðum á réttum tíma. Við erum búin að flytja kynninguna okkar fyrir bekkin og það gekk bara ágætlega. Hægt er að sjá glærukynninguna inn á bloggsíðunni minni og hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr henni.

 

Maginn 

Maginn er vöðvaríkur poki og þegar að við finnum fyrir hungri verða jafnframt samdrættir í vöðvalagi magans. Maginn tekur við  tugginni fæðu frá vélindanu. Hann gefur frá sér sýru og ensím sem brjóta niður fæðuna. Þannig að þegar fæðan blandast magasafanum fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga heldur hún áfram að malast í mauk. Framleiðslu magasafans er meðal annars stjórnað af heilanum það er að segja að ef að við sjáum mat, hugsum um mat eða finnum lykt af mat fer maginn að framleiða magasafa. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem að gætu  komist með fæðunni í líkamann.Í þriðja lagi hefst efnamelting prótína í maganum. En í magasafanum er meltingarensím sem að klífur langar próteinkeðjur í minni hluta. Í fjórða lagi er það hlutverk magans að senda fæðumaukið í hæfilegum skömmtum ofan í skeifugörn sem er efsti hluti smáþarma. En fæðan er í um það bil 2-4 klukkutíma í maganum áður en hún berst í skeifugörnina.

Heimildir:

Mannslíkaminn bls: 21-22

 

Mynd:

 

5.2.2013

í seinustu viku byrjuðum við á nýum hlekk þar sem að við fjöllum um rafmagn og lærum þá meðal annars um rafhleðslu, rafeindir, róteindir og nifteindir. Á mánudaginn var fyrirlestur um rafmagn og svo á þriðjudeginum var stöðvavinna þar sem að okkur var skipt í hópa og ég var með Jóhanni í hóp og við leystum verkefni um rafmagn þer sem að við áttum að reyna að finna út hvað var í ólægi og útskýra hvernig við gætum fundið leið til þess að það myndi kveikna á öllum ljósaperunum. Svo á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri í leikjum sem að tengjast rafmagni og blogguðum svo um það í lok tímans svo að hægt er að sjá hvaða leiki ég fór í og hvaða þrautir ég leisti þar.

 

Róteind  er þungeind með rafhleðslu upp á eina jákvæða einingu  og massann 939,6 MeV/c² (1,6726 × 10-27 kg, eða um 1836 sinnum massi rafeindar).Spuni hennar er ½ þ.a. hún flokkast sem, fermíeind. Róteind telst stöðug, þar sem lægra mark helmingunartíma hennar er 1035 ár, þ.e. mörgum stærðargráðum meiri en aldur alheims. Til eru kenningar um að róteind hrörni. Kjarni algengustu samsætu vetnisfrumeindarinnar samanstendur af einni róteind. Kjarnar annarra frumeinda eru samsettir úr róteindum og nifteindum sem að haldið er saman af sterka kjarnakraftinum. Fjöldi róteinda í kjarnanum ákvarðar efnafræðilega eiginleika frumeindarinnar og hvaða frumefni það er. Róteind og nifteind kallast kjarneindir.

Rafeind  er neikvætt hlaðin létteind, sem ásamt kjarneindum myndar frumeindir. Sígilt líkan af frumeind gerir ráð fyrir að rafeindir fari á miklum hraða umhverfis kjarnann. Massi rafeindar er aðeins um 1/1500 af massa róteindar. Rafeindir haldast á ákveðnum rafeindahvolfum umhverfis kjarnann. Rafeind hefur jákvæða hleðslu.

Nifteind er þungeind með enga rafhleðslu og massa upp á 939,6 MeV/c² (1,6749 x 10-27 kg, rétt meiri en róteind). Spuni hennar er ½ og hún flokkast því til fermíeinda. Kjarni allra frumeinda samanstendur af róteinda og nifteindum (fyrir utan algengustu samsætu vetnis, sem að samanstendur ef einungis einni róteind). Nifteind og róteind kallast kjarneindir.

 

 

 

 

 

 

Heimildir:

róteind 

rafeind 

nifteind 

Mynd 

 

Vísindavaka

Við vorum í Vísindavöku en hún fer þannig fram að við veljum okkur saman í hópa og svo velja hóparnir sér tilraun og kynna hana síðan fyrir bekknum til dæmis með myndbandi. Ég var með Hugrúnu, Gullu og Önnu í hóp og gerðum við tilraun sem er kölluð mentos í kók. Það sem að við notuðum til að framkvæma tilraunina var 2l coke zero, 2l diet coke og svo 2l venjulegt coke. Svo notuðum við 3 mentos pakka. Tilraunin fór þannig fram að við opnuðun eina coke flösku í einu og settum 5 mentos í hverja flösku og athuguðum síðan hvaða flasa gaus hæst, og kom í ljós að diet coke gaus hæst. En gosið gís vegna þess að mentosið rífur bindinguna á milli kolsýrunnar og vatnsins í gosinu en við það myndast koltvíoxið sem að skýst upp.  Hérna er hægt að sjá myndbandið okkar :).

 

30.1.2013

Í dag var stöðvavinna í tölvuveri og hægt er að sjá hvaða stöðvar voru í boði hér. Stöðvarnar sem að ég valdi mér voru bbc og rafmagn eða stöð 2, einföld ensk rafmagnsæfing eða stöð nr 11 og hana gerðum ég og Hugrún saman því að það var í boði að vera tveir leikmenn í henni. Svo fór ég í Phet forritin þar sem að ég spilaði rafmagns leiki. Ég spilaði meðal annars leikinn Magnet and compass en þar var ég einfaldlega að læra um hverni að áttavviti virkar. Balloons and Static Electricity hét einn leikurinn og  þar var ég að nudda blöðru við lopapeysu og svo við vegg og athigaði hvað gerðist.  í einum leik sem að hét Jhon travoltage þar nuddaði ég fætinum á Jhon við teppi og lét fingurinn á honum snerta hurðahúninn.

hlekkur 4 vika 2

Á mánudaginn var fyrirlestrartími og á þriðjudeginum var stöðvavinna og hægt er að sjá hvaða stöðvar voru í boði hér og svo á miðvikudeginum var ritgerðavinna og ég ætla að fjalla um móðuharðindin í minni ritgerð. Við gerðum hugtakakort fyrir ritgerðina okkar . Hægt er að sjá hugtakakortið inn á verkefnabanka en ég er ekki búin að setja það inná því að ég gleymdi því seintast og er búin að vera veik svo ég get ekki sett það inná strax.

 

Eðalsteinar

Eðalsteinar/gimsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni og  rispast ekki við daglega notkun. Glimrandi fagrir eðalsteinar sem grafnir eru djúpt úr iðrum jarðar hafa um þúsundir ára haft mikil áhrif á ímyndunarafl manna.  Þeim hefur fylgt margskonar trú á töframátt og yfirnáttúrlega krafta og fylgir enn.
Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæmis talk eða talkúm (e. talc, soapstone), hafa hörkuna 1 og harðasta steindin, demantur, hefur hörku 10.
Af algengum steindum í umhverfi okkar er kvars hörðust með hörku 7. Kvars er til dæmis oft meginuppistaðan í ljósum sandi erlendis. Steindir með hörku 8-10 eru harðari en kvars og því litlar líkur á að þær rispist við notkun. Dæmi um eðalsteina eru demantar, rúbínar, smaragðar, zirkónar og tópasar. Verðmæti eðalsteina fer eftir ýmsu svo sem fegurð, hörku, stærð, ljósbroti, slípun og því hversu sjaldgæfur steinninn er. Þyngd eðalsteina er gjarnan mæld í karötum. Eitt karat er 0,2 grömm. Demanturinn er æðstur eðalsteina en hann er harðasta náttúruefni sem til er.  Demantur er verðlagður eftir gæðum og þar gilda fjögur lykilatriði: Þyngd, litur, hreinleiki og slípun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir:

Vísindavefurinn

Fíg