hlekkur 4 vika 2

Á mánudaginn var fyrirlestrartími og á þriðjudeginum var stöðvavinna og hægt er að sjá hvaða stöðvar voru í boði hér og svo á miðvikudeginum var ritgerðavinna og ég ætla að fjalla um móðuharðindin í minni ritgerð. Við gerðum hugtakakort fyrir ritgerðina okkar . Hægt er að sjá hugtakakortið inn á verkefnabanka en ég er ekki búin að setja það inná því að ég gleymdi því seintast og er búin að vera veik svo ég get ekki sett það inná strax.

 

Eðalsteinar

Eðalsteinar/gimsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni og  rispast ekki við daglega notkun. Glimrandi fagrir eðalsteinar sem grafnir eru djúpt úr iðrum jarðar hafa um þúsundir ára haft mikil áhrif á ímyndunarafl manna.  Þeim hefur fylgt margskonar trú á töframátt og yfirnáttúrlega krafta og fylgir enn.
Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæmis talk eða talkúm (e. talc, soapstone), hafa hörkuna 1 og harðasta steindin, demantur, hefur hörku 10.
Af algengum steindum í umhverfi okkar er kvars hörðust með hörku 7. Kvars er til dæmis oft meginuppistaðan í ljósum sandi erlendis. Steindir með hörku 8-10 eru harðari en kvars og því litlar líkur á að þær rispist við notkun. Dæmi um eðalsteina eru demantar, rúbínar, smaragðar, zirkónar og tópasar. Verðmæti eðalsteina fer eftir ýmsu svo sem fegurð, hörku, stærð, ljósbroti, slípun og því hversu sjaldgæfur steinninn er. Þyngd eðalsteina er gjarnan mæld í karötum. Eitt karat er 0,2 grömm. Demanturinn er æðstur eðalsteina en hann er harðasta náttúruefni sem til er.  Demantur er verðlagður eftir gæðum og þar gilda fjögur lykilatriði: Þyngd, litur, hreinleiki og slípun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir:

Vísindavefurinn

Fíg

 

 

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.