5.2.2013

í seinustu viku byrjuðum við á nýum hlekk þar sem að við fjöllum um rafmagn og lærum þá meðal annars um rafhleðslu, rafeindir, róteindir og nifteindir. Á mánudaginn var fyrirlestur um rafmagn og svo á þriðjudeginum var stöðvavinna þar sem að okkur var skipt í hópa og ég var með Jóhanni í hóp og við leystum verkefni um rafmagn þer sem að við áttum að reyna að finna út hvað var í ólægi og útskýra hvernig við gætum fundið leið til þess að það myndi kveikna á öllum ljósaperunum. Svo á miðvikudaginn vorum við í tölvuveri í leikjum sem að tengjast rafmagni og blogguðum svo um það í lok tímans svo að hægt er að sjá hvaða leiki ég fór í og hvaða þrautir ég leisti þar.

 

Róteind  er þungeind með rafhleðslu upp á eina jákvæða einingu  og massann 939,6 MeV/c² (1,6726 × 10-27 kg, eða um 1836 sinnum massi rafeindar).Spuni hennar er ½ þ.a. hún flokkast sem, fermíeind. Róteind telst stöðug, þar sem lægra mark helmingunartíma hennar er 1035 ár, þ.e. mörgum stærðargráðum meiri en aldur alheims. Til eru kenningar um að róteind hrörni. Kjarni algengustu samsætu vetnisfrumeindarinnar samanstendur af einni róteind. Kjarnar annarra frumeinda eru samsettir úr róteindum og nifteindum sem að haldið er saman af sterka kjarnakraftinum. Fjöldi róteinda í kjarnanum ákvarðar efnafræðilega eiginleika frumeindarinnar og hvaða frumefni það er. Róteind og nifteind kallast kjarneindir.

Rafeind  er neikvætt hlaðin létteind, sem ásamt kjarneindum myndar frumeindir. Sígilt líkan af frumeind gerir ráð fyrir að rafeindir fari á miklum hraða umhverfis kjarnann. Massi rafeindar er aðeins um 1/1500 af massa róteindar. Rafeindir haldast á ákveðnum rafeindahvolfum umhverfis kjarnann. Rafeind hefur jákvæða hleðslu.

Nifteind er þungeind með enga rafhleðslu og massa upp á 939,6 MeV/c² (1,6749 x 10-27 kg, rétt meiri en róteind). Spuni hennar er ½ og hún flokkast því til fermíeinda. Kjarni allra frumeinda samanstendur af róteinda og nifteindum (fyrir utan algengustu samsætu vetnis, sem að samanstendur ef einungis einni róteind). Nifteind og róteind kallast kjarneindir.

 

 

 

 

 

 

Heimildir:

róteind 

rafeind 

nifteind 

Mynd 

 

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.