25.febrúar 2013

Við byrjuðum nýja önn með því að einbeita okkur að mannslíkamanum. Okkur var skipt upp í hópa og ég lenti með Hákoni í hóp. Hver hópur fékk eitthvað ákveðið til að fjalla um sem að tengdist mannslíkamanum. Til dæmis fengum við meltingarveginn. Við bjuggum til glærukynningu sem að við þurftum síðan að flytja fyrir bekkinn.  Við fengum sirka tvær vikur til þess að búa til glærukynninguna en við misstum af nokkrum timum vegna skólahreystis og fleira. Okkur gekk ákætlega að vinna í kynninguni og kláruðum á réttum tíma. Við erum búin að flytja kynninguna okkar fyrir bekkin og það gekk bara ágætlega. Hægt er að sjá glærukynninguna inn á bloggsíðunni minni og hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr henni.

 

Maginn 

Maginn er vöðvaríkur poki og þegar að við finnum fyrir hungri verða jafnframt samdrættir í vöðvalagi magans. Maginn tekur við  tugginni fæðu frá vélindanu. Hann gefur frá sér sýru og ensím sem brjóta niður fæðuna. Þannig að þegar fæðan blandast magasafanum fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga heldur hún áfram að malast í mauk. Framleiðslu magasafans er meðal annars stjórnað af heilanum það er að segja að ef að við sjáum mat, hugsum um mat eða finnum lykt af mat fer maginn að framleiða magasafa. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem að gætu  komist með fæðunni í líkamann.Í þriðja lagi hefst efnamelting prótína í maganum. En í magasafanum er meltingarensím sem að klífur langar próteinkeðjur í minni hluta. Í fjórða lagi er það hlutverk magans að senda fæðumaukið í hæfilegum skömmtum ofan í skeifugörn sem er efsti hluti smáþarma. En fæðan er í um það bil 2-4 klukkutíma í maganum áður en hún berst í skeifugörnina.

Heimildir:

Mannslíkaminn bls: 21-22

 

Mynd:

 

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.