9. 4 2013

í seinustu viku byrjuðum við aftur í skólanum eftir páskafrí. Við byrjuðum á því að hlausta á seinustu tvær glærukynningarnar. Og svo töluðu við um það hvað við ætlum að gera sem undirbúning fyrir lokapróf. Á miðvikudeginum  fórum við svo í tölvuverið og þar fórum við í verkefni sem að tengdust mannslíkamanum. Þar sem að við áttum að raða beinum inn í líkaman, taugum eða vöðvum. Þetta voru bara frekar skemtilegir og fræðandi leikir.

Leikirnir 

Vöðvar líkamans 

Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og  þverrákóttir vöðvar.

Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við beinagrindina, og því eru þeir einnig kallaðir beinagrindarvöðvar. Sem dæmi um þverrákótta vöðva má nefna tvíhöfða og þríhöfða , sem báðir eru vöðvar í handlegg. Þeir samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna eins og algengt er með aðrar frumur).

Sléttir vöðvar eru yfirleitt ekki viljastýrðir. Þeir finnast í innri líffærum, eins og þvagblöðru, legi og meltingarvegi, og stjórna hreyfingum þeirra. Sléttar vöðvafrumur eru mun minni en þverrákóttar vöðvafrumur eða um 250 µm á lengd sem þó telst vera töluverð stærð á frumu. Þegar þessar frumur eru skoðaðar í smásjá sjást engar þverrákir líkt og hjá þverrákóttum vöðvafrumum.

 Hjartavöðvinn er nokkuð einstakur. Hann líkist þverrákóttum vöðvum að gerð, og sumir telja hann jafnvel til þeirra. Ólíkt venjulegum þverrákóttum vöðvum getur fólk aftur á móti ekki haft beina stjórn á hjartavöðvanum, heldur dregst hann taktfast saman að sjálfsdáðum. Frumur hjartavöðvans eru yfirleitt með einn miðlægan kjarna. Frumurnar tengjast hver annari og mynda halarófu. Utan um hverja keðju er stoðvefshimna (e. endomysium). Þegar hjartavöðvavefurinn er skoðaður í smásjá má sjá þykka línu milli frumna í keðjunni. Þverrákir eru sýnilegar í hjartafrumum en eru ekki eins áberandi og hjá þverrákóttum vöðvafrumum. Samdráttur í hjartavöðvafrumum er mögulegur án þess að örvun frá taugakerfi komi við sögu

Heimildir

vísindavefur 

vísindavefurinn

 

 

Vöðvabólga

Vandamál í stoðkerfinu, s.s. beinum, vöðvum og sinum, eru algengasta ástæða langvinns heilsuvanda, örorku og notkun á heilbrigðisþjónustunni. Vöðvabólga einkennist af verkjum í einum eða fleiri vöðvum og getur einnig tekið til sina og festinga sem tengja vöðva, bein og önnur líffæri saman. Oft finnur fólk fyrir stífni í vöðvum og þreytuverkjum. Þeir vöðvar sem vöðvabólga leggst helst á eru í herðum og hálsi en hún getur líka komið fram í öðrum vöðvum líkamans.

vöðvabólga

 

 

 

 

 

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.