16.4 2013

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlesturinn um æxlun sem að hún var reyndar að klára því að við höfðum verið byrjuð. Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Hugrúnu í hóp og við náðum að gera nokkrar stöðvar. Við fórum á stöð 2 þar sem við skoðuðum gall. Við settum olíu, vatn og matarlit í tilraunarglas og svo settum við sápu og skoðuðum í smásjá. Við sáum dropana og áttum að teikna það sem við sáum á blað. Á stöð 3 áttum við að skoða fingraför frá öðrum í bekknum og finna út hver var þjófurinn. Jóhann var þjófurinn á mínu blaði og fórum ég og Húgrún í það að reyna á sjónina með því að við teiknuðum strik á töfluna í stofunni og svo átti ein okkar að standa sirka 15 cm frá töflunni á meðan að önnnur okkar var með rauðan hlut sem að hún færði eftir línunni þangað til að hin sem að stóð hjá töflunni gat ekki séð hann lengur. Þetta var það helsta sem að ég og Húgrún gerðum í þaða tíma.

Kynlaus æxluner þarf aðeins einn foreldra og er tegund æxlunar sem hefur hvorki í för með sér rýriskiptingu,fækkun fjölda litningapara í frumnu né frjóvgun.

Nokkur afbrigði af kynlausri æxlun þekkjast eins og skipting, knappskot, gróæxlun og vaxtaræxlun.

Kynæxlun er tegund æxlunar sem krefst tveggja einstaklinga, annars af karlkyni og hins af kvenkyni. Felst ferlið í meiginatriðum í því að sáðfruma frá karlkyns einstaklingnum frjóvgar eggfrumu frá kvenkyns einstaklingnum. Við samruna erfðaefnis kynfrumanna verður eggið að okfrumu sem er fyrsta fruma nýs einstaklings.

Helsti munurinn á kynlausri æxlun og kynæxlun er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnkvæmu kyni þar sem karlkynið myndar sáðfrumur og kvendýrið egg, en í kynlausri æxlun fjölgar lífvera sér sjálf án aðstoðar einstaklings af hinu kyninu.

Heimild: 1

Heimild:2

 

 

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.