American Saddlebred

Lokablogg! Þetta er seinasta bloggið sem að ég mun blogga í Flúðaskóla og ætla ég að hafa það um the american saddlebreed sem er hestategund.

 

American Saddlebred er hestategund sem ræktuð er í Bandaríkjunum. Þessi tegund er komin frá þeim hestum sem að voru ræktaðir á árum Bandarísku byltingarinnar. American Saddlebred tegundin er blanda af Narragansett Pacer, kanadíska Pacer, Morgan og hreinræktaðan meðal forfeðra sinna. En nútímalegri gerð hennar þróaðist fyrst í Kentucky og var þekkt sem Kentucky saddler. En árið 1891 var tegundin skrásett í Bandaríkjunum. Alla 20 öldina héldu vinsældir tegundinnar áfram að vaxa í Bandaríkjunum og útfluttningur byrjað hófst til Suður- Afríku og Bretlands. Síðan að skrásettningin hóst í Bandaríkjunum hafa næstum 250.000 American Saddlebreds verið skráðir og má nú finna þá víða um heim.

American Saddlebred er frekar stór hestur, en hann er um það bil 152-163 cm að hæð. Þeir eru þekktir fyrir skilning þeirra á nærveru og stíl sömuleiðis fyrir blíða skapgerð. Þeir geta verið í hvaða lit sem er og með svo kallað „pinto patterns“ en það er eitthvað sem að við myndum kalla skjótt, en það er eitt af helstu einkennum tegundarinnar. American Saddlebred eru sagðir vera ganghestar og sumir þeirra eru ræktaðir og þjálfaðir sérstaklega til að sýna  fjórtakta gangtegund sem líkist tölti.

Síðan um miðja 19 öld hefur tegundin leikið stóran þátt í Bandaríska hestasýningar bransanum og er kallaður páfugl hestaheimsins. Þeir hafa fangað athygli fjölda frægra persóna sem hafa þá orðið ræktendur og hreinræktaðir og blandaðir saddlehorse hafa komið fram í fjölda kvikmynds, sérstaklega á gullöld Hollywood. Tegundin er aðallega þekkt fyrir þáttöku sína í sýningarhringnum, en hefur líka tekið þátt í keppni auk þess sem tegundin er líka notuð sem reiðhestur.

Heimild  „pinto Pattern“

                

 Mjög skemmtilegt myndband um sögu hestsinns.

annað Myndband 


 

 


  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.