Bully

Í vor horfðum við á heimildarmynd um einelti í Bandaríkjunum. Það voru sýndir nokkrir mismunandi krakkar frá mismunandi stöðum í Bandaríkjunum. Til dæmis var ein stelpa sem að var samkynheigð og það var eiginlega bara allur bærinn sem að lagði hana í einelt,  en ég man ekki alveg hvaðan hún var. Foreldrar hennar sögðu henni að þau væru tilbúin að flytja ef að hún vildi það en hún vildi það ekki því að þá fannst henni að það væri eins og að leyfa þeim að vinna. Svo var önnur stúlka sem að var mjög góð í körfubolta, en henni var strítt svo mikið að hún ákvað að fara með byssu í skólan. Hún ætlaði ekki að skjóta neinn bara hræða þau aðeins. Einn strákanna var eitthvað aðeins sérstakur í útliti og vegna þess var hann lagður í mjög mikið einelti og það sem að pirrar mig mest hjá honum er að skólinn gerir ekkert. Reyndar gerir skólinn ekki neitt í flestum tilvikunum, en þarna vann ein kona sem að sagði við alla foreldra að hun ætlaði að laga allt og kíkja á málið en hún gerði ekki rassgat og stundum sagði hún bara að það væri eitthvað sem að hún gæti ekki gert neitt í. Það er fáranlegt. Svo voru tveir strákar sem að stittu sér aldur. Einfaldlega vegna þess að þeir voru lagðir í svo mikið einelti að þeir voru búnir að fá nóg og trúðu í alvöru að það myndi hjálpa fólki ef að þeir væru ekki til. Það er þetta sem að skólinn á að koma í veg fyrir ef að hann getur og að vissu leyti finnst mer að foreldrarnir hefðu átt að flytja með þá í burtu en það er kannski bara ekki alltaf í boði.

Þessi mynd var mjög sorgleg og pirrandi að því leyti hvað þessi kona í skólanum var viðbjóðslega pirrandi og bara flest allir skólarnir og svo hvað krakkar geta verið grimmir.

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.