Archive for the ‘ Mannréttindi ’ Category

Bully

Í vor horfðum við á heimildarmynd um einelti í Bandaríkjunum. Það voru sýndir nokkrir mismunandi krakkar frá mismunandi stöðum í Bandaríkjunum. Til dæmis var ein stelpa sem að var samkynheigð og það var eiginlega bara allur bærinn sem að lagði hana í einelt,  en ég man ekki alveg hvaðan hún var. Foreldrar hennar sögðu henni að þau væru tilbúin að flytja ef að hún vildi það en hún vildi það ekki því að þá fannst henni að það væri eins og að leyfa þeim að vinna. Svo var önnur stúlka sem að var mjög góð í körfubolta, en henni var strítt svo mikið að hún ákvað að fara með byssu í skólan. Hún ætlaði ekki að skjóta neinn bara hræða þau aðeins. Einn strákanna var eitthvað aðeins sérstakur í útliti og vegna þess var hann lagður í mjög mikið einelti og það sem að pirrar mig mest hjá honum er að skólinn gerir ekkert. Reyndar gerir skólinn ekki neitt í flestum tilvikunum, en þarna vann ein kona sem að sagði við alla foreldra að hun ætlaði að laga allt og kíkja á málið en hún gerði ekki rassgat og stundum sagði hún bara að það væri eitthvað sem að hún gæti ekki gert neitt í. Það er fáranlegt. Svo voru tveir strákar sem að stittu sér aldur. Einfaldlega vegna þess að þeir voru lagðir í svo mikið einelti að þeir voru búnir að fá nóg og trúðu í alvöru að það myndi hjálpa fólki ef að þeir væru ekki til. Það er þetta sem að skólinn á að koma í veg fyrir ef að hann getur og að vissu leyti finnst mer að foreldrarnir hefðu átt að flytja með þá í burtu en það er kannski bara ekki alltaf í boði.

Þessi mynd var mjög sorgleg og pirrandi að því leyti hvað þessi kona í skólanum var viðbjóðslega pirrandi og bara flest allir skólarnir og svo hvað krakkar geta verið grimmir.

Spilaðu með

Verkefnið spilaðu með var þannig að kennarinn sagði að við mættum spila ólsen ólsen en það sem að við vissum ekki var að kennarinn hafði valið nokkrar stelpur og bað eina þeirra um að vera reglusmiður (Hugrún), ein var ákærandi ( Áslaug) og önnur svindlari (Guðleif). Við byrjuðum að spila og Hugrún byrjaði á því að segja einhverjar fáránlegar reglur sem að eingin nema Áslaug var sammála um og allir byrjuðu að rífast eða svona eiginlega svo að einginn tók eftir því þegar að Gulla svindlaði og tróð öllum spilunum sínum á milli borðanna eða dró 10 spil í einu.En á endanum föttuðum við hinar þetta svo.

Í þessum tímum erum við til dæmis búnar að læra hvað mannréttindi séu og fleira og hér fyrir neðan ætla ég bara að punkta aðeins upp úr glósunum sem að við fengum.

Hvað eru mannréttindi?  

  • Mannréttindi eru stundum nefnd hin ásköpuðu réttindi
  • Mannréttindi þarf ekki að kaupa og einginn maður á rétt á að svipta annan mann þeim réttindum af nokkurrri ástæðu.
  • Þróun hennar á sér rætur í öllum helstu viðburðum sögunnar þar sem baráttunni fyrir frelsi og jafnrétti hefur stöðugt verið haldið uppi.

Mannréttindafræðsla

  • Mannréttindi snúast um lýðræðisleg gildi, virðingu og umburðarlyndi.
  • Megintak mannréttindafræðslu er að skapa gagnrýnda hugsun til að takast á við ágreining og grípa til aðgerða.

Kompás

  • Kennsluefni fyrir mannréttindafræðslu
  • Efnið var samið innan ramma áætlunar æskulýðs og íþróttadeildar Evrópuráðsins um mannréttindi

Markmið

  • að efla vitund mannréttindamál og auka skilning á þeim svo að fólk átti sig á því þegar mannréttindi eru brotin

 

 

Mannréttindiafræði

Nú er ég að fara að nota þessa bloggsíðu í mannréttindafræði.