Archive for the ‘ hlekkur 1 ’ Category

vika 4

Á manudaginn var fyrirlestur og svo kláruðum við plaggötin okkar á þriðjudeginum og lásum upp fyrir bekkin. Ég var með Jóhanni og Gylfa í hóp og við fjölljuðum um kýoto samningin og fleira.

Óson er gastegund sem myndast í heiðhvolfinu. Styrkur er mestur í 30-50 km hæð en er þó svo lítill að væri óson þjappað niður við jörðu myndi það þekja 3mm lag á yfirborðinu.
Myndun ósons:
Tvígilt súrefni,o2, dettur í sundur fyrir tilstuðlan útfjólublás ljóss
O2 + 260 nm ljós -> 2o
Stök súrefnisfrumeind bindist o2 og myndar óson :
O2+ o -> o3 + varmi

Ósonlagið
Hátt í lofthjúpnum, þunnt lag úr lofttegundinni óson o3
Óson gleypir skaðleg, útfjólubláa geisla frá sólinni.
Án ósonlagsins væri jörðin alveg líflaus.
Ósonlagið er eiginlega eins og sólarvörn fyrir jörðina.

Heimild: glósur frá kennara

vika 3

Á mánudaginn var fyrirlestur og á þriðjudeginum var stöðvavinna og ég og Andrea vorum saman í hóp og við leystum verkefni og teiknuðum fæðukeðju. Á miðvikudeginum horfðum við svo á mynd um lofstlagsbreytingar og við fengum hefti til þess að svara spurningum úr myndinni. En ég ættla núna að blogga upp úr glósunum.

Samspilið í náttúrunni

 • allar lífverur eru hver annari háðar og eru hlekkir í flóknu samspili.
 • Tengslum plantna og dýra má lýsa með mörgum fæðukeðjum sem mynda flókinn fæðuvef.
 • stöðug samkeppni er í vistkerfi og þar er alltaf skortur á einhverju þar sem allar lífverur berjast um fæðu, vatn, búsvæði og maka.
 • Oft kemst jafnvægi á í vistkerfi en þetta jafnvægi er viðkvæmt og getur auðveldlega raskast.
 • maðurinn er mikill áhrifavaldur í vistkerfi heimsins.

Nokkur undirstöðuhugtök

Lífhvolf

 •  Lífhvolf jarðar er allt það svæði þar sem líf á jörðinni þrífst

Búsvæði

 •  Búsvæði er afmarkað svæði þar sem lífskilyrði eru öðruvísi en fyrir utan það t.d skógur, tjörn, fjara o.fl.

Líffélög

 • Líffélög eru allar lífverur sem lifa á sama búsvæði t.d. skógur og tjörn.

Vistkerfi

 • Vistkefi er líffélag og búsvæði það er að segja allar lífverur og lífvana umhverfi þeirra (grjót, mold og fleira)

Stofn

 • er allar lífverur af sömu tegund sem lifa í samam vistkerfi
 • jafnvægi í stofni er þegar álíka margir deyja og fæðast.

Sess

 • er það hlutverk sem lífvera hefur í vistkerfinu. Þegar lífverur skipa mismunandi sess geta þær lifað án þess að samkeppni verði mikil.

 

Vika2

í þessari viku fórum við að læra um vistfræðina. Á mánudaginn var haldin fyrirlestur og í dag var stöðvavinna þar var meðal annars í boði að  svara spurningum og fara í sjálfspróf.

 

Fæðukeðjur

Plöntur framleiða næringu með ljóstilífun sinni og kallast frumframleiðendur. Dýrin borða svo plönturnar og kallast þau þá neytendur. Frumframleiðendur og neytendur mynda í sameiningu keðju þar sem bæði efni og orka flytjast frá einni lífveru til annarrar. Þetta kallast fæðukeðja. Í öllum fæðukeðjum eru plöntur fremst , frumframleiðendur. Dýrin sem að éta plönturnar eru svo fyrsta stigs neytendur. Rándýr sem að éta plöntuætur eru annars stigs neytendur eða kjötætur. Aftast í fæðukeðjunni eru síðan dýr sem að eiga sér enga óvini sem að merkir að ekkert dýr étur þau og kallast þau toppneytendur og eru oftast rándýr. Menn og ljón eru dæmigerðir toppneytendur. En á sléttum Afríku lifa stórar hjarðir af gnýjum og sebradýrum, en það eru tiltölulega fá ljón sem að veiða sér til matar úr þessum hjörðum. Þó að það sé mjög mikil fæða fyrir ljónin þá eru þau samt ekki fleiri og helsta ástæðan fyrir því er skortur á orku. Plöntur binda lítinn hluta sólarorkunnar í glúkósa. Þegar dýrin éta breytast um það bil 85% af orkunni í hreyfi og varmaorku í hverjum hlekk í fæðukeðjunni. Aðeins 15% orkunnar bindast í dýrinu á formi kolvetna, fituefna og prótína sem næsti neytandi getur étið. Af þessari ástæðu verður því ekki svo mikil orka eftir, til dæmis fyrir rándýr sem er þriðja stigs neytandi. Vegna þessa verða rándýrin aldrei sérstaklega mörg. Þau hafa bara aðgang að takmarkaðari orku, eða með öðrum orðum nægir orkan einfaldlega ekki fyrir fleiri rándýr.

 

Maður og Náttúra Kennslubók bls.14 og 19.

       

 

Hér er leikur en hann er reyndar ætlaður krökkum í 1. bekk :)

myndband

myndband

 

 

 

 

 

 

 

Hér er leikur en hann er reyndar ætlaður krökkum í 1. bekk :)

myndband

myndband

 

 

 

1. hlekkur

Núna erum við byrjuð aftur í skólanum. Við byrjuðum í seinustu viku en þá fórum við til danmerkur og það var bara mjög gaman. Núna erum við að byrja í hlekk sem að er um ljóstillífun. Á mánudaginn fengum við glósur og Gyða fór yfir þær með okkur og við fórum í smá sjálfspróf. Á þriðjudaginn var stöðvavinna og hér er hægt að sjá stöðvarnar sem að í boði voru. Í glærunum sem að við fengum er meðal annars fjallað um loftaugu og varafrumur, efnafræði ljóstillífunar, bruna og margt fleira.

Grænukorn

Grænukor finnast í þeim lífverum sem að eru frumbjarga og í þeim er blaðgræna sem að safnar ljósi. Grænukorn eru ásamt hvatberum stærstu frumulíffærin, ef frá eru talin kjarninn og stærstu safabólurnar. Grænukorn eru disklaga frumulíffæri, 4-6 míkrómetrar í þvermál. Þau eru gerð úr flóknu himnukerfi og á þessar himnur raðast þau ensím og kóensím sem nauðsynleg eru til starfsemi grænukornanna. Grænukorn líkt og hvatberar innihalda sitt eigið erfðaefni, eina hringlag DNA sameind sem liggur óvarin í umfryminu. 

texti líka tekið úr glósum.

mynd

 

ljóstillífun

Þegar að ljóstillífun á sér stað sameinast koltvíoxið og vatn  og til þess þarf orku sem fengin er úr geislum sólar. Efnin sem að myndast í ferlinu er glúkósi og súrefni sem að plönturnar láta frá sér út í andrúmsloftið. Tillífun merkir eiginlega það að hið dauða verður lifandi. Ljóstillífun er semsagt eiginlega bara efnaferli í plöntum þar sem að ólífræn efni verða að lífrænum með hjálp orku frá sólu. Orka frá sólinni binst í lífrænu efnunum. Hægt er að tákna ferli ljóstillífuninar eiginlega svona: koltvíoxið= CO2 +vatn= H2O+ sólarorka= glúkósi= C6 H12 O6+súrefni= O2.

Ljóstillífun getur hinsvegar ekki átt sér stað nema að koltvíoxið komist inn í plöntufrumurnar úr andrúmsloftinu. Á laufblöðum plantna eru lítil op sem að kallast loftaugu. Á einu laufblaði geta verið milljónir loftaugna. Súrefnið sem að myndast við ljóstillífunina fer úr laufblöðunum út um loftaugun. Plantan getur líka losað sig við vatn um loftaugun. Varafrumurnar stjórna stærð loftaugans og um leið stjórna þær því hversu mikið vatn getur gufað út gegnum það. Á svölum dögum eru loftaugun galopin en á hlýjum lokast þau til að halda í vatnið.

texti: bókin Maður og Náttúra

mynd  

lagið