Archive for the ‘ Hlekkur 2 ’ Category

hlekkur 2 vika 4

í seinustu viku klaruðum við hlekkinn um erfðafræðina og fórum í könnun úr honum. Á mánudaginn var fyrirlestrartími og á þriðjudaginn var verkefna vinna og undirbúningur fyrir prófið sem að var á miðvikudeginum.

hér er myndband um föður erfðafræðarinnar Gregor Mendel

Gregor Mendel

Erfðafræði

 

 

hlekkur 2 ,vika 2

 

í seinustu viku var fyrirlestur og við héldum áfram í mannerfðafræðinni. Á þriðjudagin var svo stöðvavinna og hægt er að sjá stöðvarnar hér:

  1. Tölva – íslensk erfðagreining fræðsluefni
  2. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
  3. Teikning – DNA sameindin.
  4. Verkefni – Hvernig erfast eiginleikar?
  5. Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum
  6. Verkefni – svartur sauður
  7. Tölva – DNA myndun
  8. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
  9. Tölva – paraðu saman
  10. Verkefni – Ætti hundurinn að heita Depill?

Erfðir manna

í okkur eru hátt í 100.00 gen. 46 litningar raðast í frumukjarna nær allra frumna likamans nema kynfrumurnar en þær eru með 23 litninga.  Hvort genið um sig í genapari kallast samsæta því það er í sama sæti á samstæðum litningi en hver einstaklingur fær samstæan litning frá hvoru foreldri. Starf gena er að gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða, hvernig og hvenær. Í mönnum eru sumir erfðaeiginleikarnir ekki ákvarðaðir með svo einföldum hætti að hægt sé að útskýra þá aðeins út frá ríkjandi eða víkjandi genum.

Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum H fyrir háan vöxt plantna en víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum h fyrir lágan vöxt plantna.

Arfgerð er genauppbygging lífverunnar. hvað gen Hún er með til að stjórna einkennunum. Er hún arfhrein gagnvart eiginleikum (t.d. HH) eða arfblendin (Hh).

Svipgerð er greinilegt, oftast sjáanlegt einkenni lífveru.  Hvernig arfgerðin kemur fram.

Gen.is

heimild: glósur frá kennara

 

 


Vika 1, hlekkur 2

Á mánudagin var fyrirlestur um frumur. Á þriðjudeginum var stöðvavinna og sjá hvaða stöð var voru í boði inná náttúrufræðisíðu flúðaskóla en meðal þeirra stöðva sem að voru í boði var t.d. nokkur tölvuverkefni, sjálfspróf og teikna DNA sameind.

Hér kemur aðeins frá glósum.

Dreifikjörungar
*eru einfaldar frumur án kjarna

Heilkjörungar
*frumur með kjarna skipt í frumbjarga og ófrumbjarga lífverur

Litningar
*grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum.
*stýra starfsemi frumunnar
*miðla erfðaleikum hennar til nýrrar frumu.
*stórar flóknar sameindir- efnasambönd sem nefnast kjarnsýrur
-RNA
-DNA

Mítósa
*kynlaus æxlun -hver og ein fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur
*efni kjarnans tvöfaldast -jafnskipting (mítósa)

Meiósa
* kynæxlun -tvær frumur mynda eina, sáðfruma og eggfruma sameinast, kallast frjóvgun.
* kynfrumur myndast við rýriskiptingu (meiósa)
* mynda kynfrumur með helmingi færri litninga en móðurfruman (23 í stað 46)

Heimild: glósur frá kennara