Archive for the ‘ hlekkur 3 ’ Category

Þurrís

Í seinustu viku lærðum við aðeins um hvernig á að stilla efnajöfnur og fleira. Á þriðjudagin var okkur skipt í hópa og ég var með Hákoni og Hafdísi í hóp. Við fórum á milli stöðva þar sem að við gerðum mismunandi tilraunir með þurrís. Á einni stöð var þúrrís og sápukúlur á annari var þurrís og eldur svo þurrís og málmur, þurrís og blöðrur og svo þurrís og sápa.

Þurrís og sápukúlur

Á stöðinni þar sem að var þurrís og sápukúlur blésum við sápukúlunum á ísin og athuguðum hvað gerðist. Útkoman var sú að ef að kúlurnar voru litlar þá frosnuðu þær. Svo var líka ein stöð þar sem að ísinn var ofan í kler boxi og við blésum kúlunum ofan í og þá lentu þær ekki og hægt var að sjá hvernig að þær byrjuðu smátt og smátt að frosna en þegar að þær loks sprungu urðuleifarnar af þeim mjög skrítnar Við tókum myndband sem hægt er að sjá myndböndin hér: Myndband1, myndband2 .

Þurrís og eldur

Á stöðinnni þar sem að við vorum með þúrrís og eld, var þurrísinn á bakka. við kveiktum á eldspítum og kertum og reyndum að setja  hjá ísnum en það slokknaði á þeim vegna þess að þurrís er bara koltvísýringur og eldurinn þarf súrefni. Þurrísinn sem var búinn að gufa upp og verða að loftegundinni CO2 var í kringum ísinn og þess vegna var ekki nóg súrefni þar fyrir eldinn.

Þúrrís og Málmur

Þurrís og málmur þá var þurrísinn á plastbakka og við tókum klink og ýttum á ísinn klofnaði hann í tvent og skerandi hljóð heyrðis og peningurinn varð mjög kaldur.

Þurrís og blöðrur

Þar sem að við vorum með þurrís og blöðrur settum við ísinn í 2 tilraunarglös og svo heitt vatn í eitt glasið og kalt í hitt og svo blöðrur yfir og athuguðum í hvor glasinu væri meira efnahvarf. Blaðran á glasinu með heita vatninu blés hraðar og meira út heldur en þessi sem var á kalda vatninu. Átæðan er sú að þurrísinn leysist hraðar upp í heitu vatni og verður að loftegund sem fer í blöðruna.

Myndband

Við þurftum að bíða í smá stund eftir einni stöð og okkur til skemtunar á meðan settum við þurrís í blöðru og svo heitt vatn og lokuðum fyrir. Útkoman varð sú að blaðran blés út þangað til ísinn var gufaður upp.

Myndband

Þurrís og sápa var mjög skemtileg stöð þar sem að við settum þurrís í skál og svo heitt vatn yfir. Svo tókum við blautan klút sem að var allur út í sápu strukum yfir skálina og reyndum að búa til sápukúlu sem að fer yfir skálina. En ef að maður setti heitt vatn og sápu og  ís saman kom skemtileg froða. En þessi stöð hefði mátt takast betur.

Myndband

Vísindavefurinn: hvernig myndast þurrís?

Myndir

 

 

 

 

3 hlekkur Danir

í seinustu viku voru danirinir hjá okkur en við höfum verið að vinna að verkefni með þeim um orku í Danmörku og á Íslandi. Ég var með Gylfa, Mads og nikolaj í hóp og við gerðum bækling um sólarorku. Þegar að við vorum búin með bæklingin lásu danirnir yfir og leiðréttu það sem að var vitlaust skrifað. Við bjuggum til veggspjald með punktum úr bæklingnum og settum myndir á það. Síðan kynntum við sólarorku fyrir fólkinu sem að koma að hlusta og fyrir bekkjarfélugum. Danirnir lásu á dönsku en við þýddum það síðan yfir á íslensku.

Hér er hægt að sjá bloggsíðuna þar sem að við settum inn myndir og fleira úr verkefninu.

Sólarorka

  • Sólarorka er orka sem að kemur frá sólinni og orka þessi er í formi hitageisla og ljóss.
  • Orkan sem berst til jarðar frá sólu á einni klukkustund nemur árlegri heildarorkuþörf alls mannkyns.
  • Orkan í sólarljósinu er í raun uppspretta flestra annarra orkugjafa jarðar.
  • Sólarorka er drifkrafturinn í veðrakerfum jarðarinnar og því er vind- og vatnsorka í raun tilkomin vegna hennar.

Sólarsella

  • Sólarsella er næstum eingöngu úr kísil, sem er annað algengasta efnið í jarðskorpunni.
  • Það eru engir hlutir sem hreyfast í sólarsellunni og ætti hún tæknilega séð að geta starfað að eilífu án þess að eyðileggjast.
  • Útkoman úr sellunni er raforka.
  • Samanstendur af samskeytum milli tveggja þunna laga af ólíkum hálfleiðurum, jákvæðum og neikvæðum.
  •  Samskeytin gera það kleyft að mynda það rafsvið sem nauðsynlegt er fyrir straummyndun en það þarf utanaðkomandi áreiti til þess að hleðslur færist til í sellunni.
  • Ljóseind kemur inn í jákvæðu-neikvæðu samskeytin. Hún gefur rafeindunum orku og getur komið þeim á hærra orkusvið. Við þetta ferli verða rafeindirnar frjálsari í ferðum og geta því leitt rafstraum.

Texti er aðallega frá wikipedia og storm energi.dk