Archive for the ‘ Hlekkur 4 ’ Category

hlekkur 4 vika 2

Á mánudaginn var fyrirlestrartími og á þriðjudeginum var stöðvavinna og hægt er að sjá hvaða stöðvar voru í boði hér og svo á miðvikudeginum var ritgerðavinna og ég ætla að fjalla um móðuharðindin í minni ritgerð. Við gerðum hugtakakort fyrir ritgerðina okkar . Hægt er að sjá hugtakakortið inn á verkefnabanka en ég er ekki búin að setja það inná því að ég gleymdi því seintast og er búin að vera veik svo ég get ekki sett það inná strax.

 

Eðalsteinar

Eðalsteinar/gimsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni og  rispast ekki við daglega notkun. Glimrandi fagrir eðalsteinar sem grafnir eru djúpt úr iðrum jarðar hafa um þúsundir ára haft mikil áhrif á ímyndunarafl manna.  Þeim hefur fylgt margskonar trú á töframátt og yfirnáttúrlega krafta og fylgir enn.
Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæmis talk eða talkúm (e. talc, soapstone), hafa hörkuna 1 og harðasta steindin, demantur, hefur hörku 10.
Af algengum steindum í umhverfi okkar er kvars hörðust með hörku 7. Kvars er til dæmis oft meginuppistaðan í ljósum sandi erlendis. Steindir með hörku 8-10 eru harðari en kvars og því litlar líkur á að þær rispist við notkun. Dæmi um eðalsteina eru demantar, rúbínar, smaragðar, zirkónar og tópasar. Verðmæti eðalsteina fer eftir ýmsu svo sem fegurð, hörku, stærð, ljósbroti, slípun og því hversu sjaldgæfur steinninn er. Þyngd eðalsteina er gjarnan mæld í karötum. Eitt karat er 0,2 grömm. Demanturinn er æðstur eðalsteina en hann er harðasta náttúruefni sem til er.  Demantur er verðlagður eftir gæðum og þar gilda fjögur lykilatriði: Þyngd, litur, hreinleiki og slípun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir:

Vísindavefurinn

Fíg

 

 

vika 1

á mánudaginn var fyrirlestrartími og við byrjuðum í nýjum hlekk sem er um jarðfræði. Við horfðum á myndband um jörðina sem hægt er að sjá hér. Við fengum glósur og fórum yfir námsmat, við fengum líka að vita það að í þessum hlekk ættum við að skila ritgerð. Við meigum velja hvað við skrifum um og ég valdi þróun mannsins. Við skoðuðum líka nokkrar fréttir og hægt er að sjá þetta allt saman hér :). Í dag (þriðjudagur) var stöðvavinna og hér er hægt að sjá allar stöðvarnar sem voru í boði. Hóparnir voru bara eins og við sátum og þar sem að ég og Andrea sátum saman vorum við saman í hóp. Við byrjuðum á því að fara á stöð nr.8 og svo fórum við aðeins og skoðuðum hvaða bækur væru til í skólanum og hugsuðum um það hvað við ætluðum að fjalla um í ritgerðunum okkar og svo fórum við á stöð nr.4 og skoðuðum loftmyndir af jörðinni. Stöð númmer átta var mjög fróðleg því að þar áttum við að svara spurningum þar sem að við vorum t.d. spurð um hvernig innrænu öflin birtast okkur aðallega, svo áttum við líka að lýsa möttul jarðar ofl. Á stöð númmer fjögur skoðuðum við síðan myndirnar sem voru bara frekar áhugaverðar og ræddum aðeins um þær. Við fundum líka báðar út um hvað við ætluðum að skrifa í ritgerðunum okkar.

Bergtegundir jarðar

storkuberg er frumberg jarðar og myndast við storknun bergkviku sem á upptök í möttli jarðar. Storkuberg skiptist í gosberg, gangberg og djúpberg. Hún er algengasta bergtegundin í jarðskorpunni og einkum á hafsbotninum en þar flæðir upp kvika á flekaskilum. Klofnun geislavirkra efna djúpt niðri í möttli gerir kvikuuppstreymið og myndar varmamyndun. Jörðin þarf að losa sig við þennan varma og gerir það m.a. með því að senda heitt, bráðið berg upp á yfirborð jarðar þar sem það kólnar og varminn hverfur út í andrúmsloftið.

mynband1 myndban2

Texti er líka frá glósum frá Gyðu

 

 

 

 

Setberg 

Orðið til úr storkubergi sem grotnar eða molnar niður með tímanum fyrir áhrif veðurs og vinda. Bergmynslan sest fyrir sem möl, sandur og leir. Sandur og leir þjappast síðan saman með tíð og tíma og myndar fast berg sem nefnist setberg. Setberg er ein af þremur aðaltegundum bergs ásamt storkubergi og myndbreyttu bergi.

Texti er líka fengin úr glósum

 

 

 

 

 

Myndbreytt berg 

Orðið til þegar storkuberg eða setberg grófst undir fargi jarðlaga og pressaðist og umkristallaðist eða bráðnað og varð þá sem sagt fyrir breytingum að gerð og efnasamböndumog það á þann hátt að upphaflegar steindir hafa að fullu breyst í aðrar fyrir áhrif þrýstings og hita.

Myndband

Talvan vildi ekki setja myndina inn en hægt er að sjá myndir hér 

Texti er líka fengin úr glósum.

Lag um bergtegundir.