vika 1

á mánudaginn var fyrirlestrartími og við byrjuðum í nýjum hlekk sem er um jarðfræði. Við horfðum á myndband um jörðina sem hægt er að sjá hér. Við fengum glósur og fórum yfir námsmat, við fengum líka að vita það að í þessum hlekk ættum við að skila ritgerð. Við meigum velja hvað við skrifum um og ég valdi þróun mannsins. Við skoðuðum líka nokkrar fréttir og hægt er að sjá þetta allt saman hér :). Í dag (þriðjudagur) var stöðvavinna og hér er hægt að sjá allar stöðvarnar sem voru í boði. Hóparnir voru bara eins og við sátum og þar sem að ég og Andrea sátum saman vorum við saman í hóp. Við byrjuðum á því að fara á stöð nr.8 og svo fórum við aðeins og skoðuðum hvaða bækur væru til í skólanum og hugsuðum um það hvað við ætluðum að fjalla um í ritgerðunum okkar og svo fórum við á stöð nr.4 og skoðuðum loftmyndir af jörðinni. Stöð númmer átta var mjög fróðleg því að þar áttum við að svara spurningum þar sem að við vorum t.d. spurð um hvernig innrænu öflin birtast okkur aðallega, svo áttum við líka að lýsa möttul jarðar ofl. Á stöð númmer fjögur skoðuðum við síðan myndirnar sem voru bara frekar áhugaverðar og ræddum aðeins um þær. Við fundum líka báðar út um hvað við ætluðum að skrifa í ritgerðunum okkar.

Bergtegundir jarðar

storkuberg er frumberg jarðar og myndast við storknun bergkviku sem á upptök í möttli jarðar. Storkuberg skiptist í gosberg, gangberg og djúpberg. Hún er algengasta bergtegundin í jarðskorpunni og einkum á hafsbotninum en þar flæðir upp kvika á flekaskilum. Klofnun geislavirkra efna djúpt niðri í möttli gerir kvikuuppstreymið og myndar varmamyndun. Jörðin þarf að losa sig við þennan varma og gerir það m.a. með því að senda heitt, bráðið berg upp á yfirborð jarðar þar sem það kólnar og varminn hverfur út í andrúmsloftið.

mynband1 myndban2

Texti er líka frá glósum frá Gyðu

 

 

 

 

Setberg 

Orðið til úr storkubergi sem grotnar eða molnar niður með tímanum fyrir áhrif veðurs og vinda. Bergmynslan sest fyrir sem möl, sandur og leir. Sandur og leir þjappast síðan saman með tíð og tíma og myndar fast berg sem nefnist setberg. Setberg er ein af þremur aðaltegundum bergs ásamt storkubergi og myndbreyttu bergi.

Texti er líka fengin úr glósum

 

 

 

 

 

Myndbreytt berg 

Orðið til þegar storkuberg eða setberg grófst undir fargi jarðlaga og pressaðist og umkristallaðist eða bráðnað og varð þá sem sagt fyrir breytingum að gerð og efnasamböndumog það á þann hátt að upphaflegar steindir hafa að fullu breyst í aðrar fyrir áhrif þrýstings og hita.

Myndband

Talvan vildi ekki setja myndina inn en hægt er að sjá myndir hér 

Texti er líka fengin úr glósum.

Lag um bergtegundir.

 

 

 

Spilaðu með

Verkefnið spilaðu með var þannig að kennarinn sagði að við mættum spila ólsen ólsen en það sem að við vissum ekki var að kennarinn hafði valið nokkrar stelpur og bað eina þeirra um að vera reglusmiður (Hugrún), ein var ákærandi ( Áslaug) og önnur svindlari (Guðleif). Við byrjuðum að spila og Hugrún byrjaði á því að segja einhverjar fáránlegar reglur sem að eingin nema Áslaug var sammála um og allir byrjuðu að rífast eða svona eiginlega svo að einginn tók eftir því þegar að Gulla svindlaði og tróð öllum spilunum sínum á milli borðanna eða dró 10 spil í einu.En á endanum föttuðum við hinar þetta svo.

Í þessum tímum erum við til dæmis búnar að læra hvað mannréttindi séu og fleira og hér fyrir neðan ætla ég bara að punkta aðeins upp úr glósunum sem að við fengum.

Hvað eru mannréttindi?  

 • Mannréttindi eru stundum nefnd hin ásköpuðu réttindi
 • Mannréttindi þarf ekki að kaupa og einginn maður á rétt á að svipta annan mann þeim réttindum af nokkurrri ástæðu.
 • Þróun hennar á sér rætur í öllum helstu viðburðum sögunnar þar sem baráttunni fyrir frelsi og jafnrétti hefur stöðugt verið haldið uppi.

Mannréttindafræðsla

 • Mannréttindi snúast um lýðræðisleg gildi, virðingu og umburðarlyndi.
 • Megintak mannréttindafræðslu er að skapa gagnrýnda hugsun til að takast á við ágreining og grípa til aðgerða.

Kompás

 • Kennsluefni fyrir mannréttindafræðslu
 • Efnið var samið innan ramma áætlunar æskulýðs og íþróttadeildar Evrópuráðsins um mannréttindi

Markmið

 • að efla vitund mannréttindamál og auka skilning á þeim svo að fólk átti sig á því þegar mannréttindi eru brotin

 

 

Þurrís

Í seinustu viku lærðum við aðeins um hvernig á að stilla efnajöfnur og fleira. Á þriðjudagin var okkur skipt í hópa og ég var með Hákoni og Hafdísi í hóp. Við fórum á milli stöðva þar sem að við gerðum mismunandi tilraunir með þurrís. Á einni stöð var þúrrís og sápukúlur á annari var þurrís og eldur svo þurrís og málmur, þurrís og blöðrur og svo þurrís og sápa.

Þurrís og sápukúlur

Á stöðinni þar sem að var þurrís og sápukúlur blésum við sápukúlunum á ísin og athuguðum hvað gerðist. Útkoman var sú að ef að kúlurnar voru litlar þá frosnuðu þær. Svo var líka ein stöð þar sem að ísinn var ofan í kler boxi og við blésum kúlunum ofan í og þá lentu þær ekki og hægt var að sjá hvernig að þær byrjuðu smátt og smátt að frosna en þegar að þær loks sprungu urðuleifarnar af þeim mjög skrítnar Við tókum myndband sem hægt er að sjá myndböndin hér: Myndband1, myndband2 .

Þurrís og eldur

Á stöðinnni þar sem að við vorum með þúrrís og eld, var þurrísinn á bakka. við kveiktum á eldspítum og kertum og reyndum að setja  hjá ísnum en það slokknaði á þeim vegna þess að þurrís er bara koltvísýringur og eldurinn þarf súrefni. Þurrísinn sem var búinn að gufa upp og verða að loftegundinni CO2 var í kringum ísinn og þess vegna var ekki nóg súrefni þar fyrir eldinn.

Þúrrís og Málmur

Þurrís og málmur þá var þurrísinn á plastbakka og við tókum klink og ýttum á ísinn klofnaði hann í tvent og skerandi hljóð heyrðis og peningurinn varð mjög kaldur.

Þurrís og blöðrur

Þar sem að við vorum með þurrís og blöðrur settum við ísinn í 2 tilraunarglös og svo heitt vatn í eitt glasið og kalt í hitt og svo blöðrur yfir og athuguðum í hvor glasinu væri meira efnahvarf. Blaðran á glasinu með heita vatninu blés hraðar og meira út heldur en þessi sem var á kalda vatninu. Átæðan er sú að þurrísinn leysist hraðar upp í heitu vatni og verður að loftegund sem fer í blöðruna.

Myndband

Við þurftum að bíða í smá stund eftir einni stöð og okkur til skemtunar á meðan settum við þurrís í blöðru og svo heitt vatn og lokuðum fyrir. Útkoman varð sú að blaðran blés út þangað til ísinn var gufaður upp.

Myndband

Þurrís og sápa var mjög skemtileg stöð þar sem að við settum þurrís í skál og svo heitt vatn yfir. Svo tókum við blautan klút sem að var allur út í sápu strukum yfir skálina og reyndum að búa til sápukúlu sem að fer yfir skálina. En ef að maður setti heitt vatn og sápu og  ís saman kom skemtileg froða. En þessi stöð hefði mátt takast betur.

Myndband

Vísindavefurinn: hvernig myndast þurrís?

Myndir

 

 

 

 

3 hlekkur Danir

í seinustu viku voru danirinir hjá okkur en við höfum verið að vinna að verkefni með þeim um orku í Danmörku og á Íslandi. Ég var með Gylfa, Mads og nikolaj í hóp og við gerðum bækling um sólarorku. Þegar að við vorum búin með bæklingin lásu danirnir yfir og leiðréttu það sem að var vitlaust skrifað. Við bjuggum til veggspjald með punktum úr bæklingnum og settum myndir á það. Síðan kynntum við sólarorku fyrir fólkinu sem að koma að hlusta og fyrir bekkjarfélugum. Danirnir lásu á dönsku en við þýddum það síðan yfir á íslensku.

Hér er hægt að sjá bloggsíðuna þar sem að við settum inn myndir og fleira úr verkefninu.

Sólarorka

 • Sólarorka er orka sem að kemur frá sólinni og orka þessi er í formi hitageisla og ljóss.
 • Orkan sem berst til jarðar frá sólu á einni klukkustund nemur árlegri heildarorkuþörf alls mannkyns.
 • Orkan í sólarljósinu er í raun uppspretta flestra annarra orkugjafa jarðar.
 • Sólarorka er drifkrafturinn í veðrakerfum jarðarinnar og því er vind- og vatnsorka í raun tilkomin vegna hennar.

Sólarsella

 • Sólarsella er næstum eingöngu úr kísil, sem er annað algengasta efnið í jarðskorpunni.
 • Það eru engir hlutir sem hreyfast í sólarsellunni og ætti hún tæknilega séð að geta starfað að eilífu án þess að eyðileggjast.
 • Útkoman úr sellunni er raforka.
 • Samanstendur af samskeytum milli tveggja þunna laga af ólíkum hálfleiðurum, jákvæðum og neikvæðum.
 •  Samskeytin gera það kleyft að mynda það rafsvið sem nauðsynlegt er fyrir straummyndun en það þarf utanaðkomandi áreiti til þess að hleðslur færist til í sellunni.
 • Ljóseind kemur inn í jákvæðu-neikvæðu samskeytin. Hún gefur rafeindunum orku og getur komið þeim á hærra orkusvið. Við þetta ferli verða rafeindirnar frjálsari í ferðum og geta því leitt rafstraum.

Texti er aðallega frá wikipedia og storm energi.dk

hlekkur 2 vika 4

í seinustu viku klaruðum við hlekkinn um erfðafræðina og fórum í könnun úr honum. Á mánudaginn var fyrirlestrartími og á þriðjudaginn var verkefna vinna og undirbúningur fyrir prófið sem að var á miðvikudeginum.

hér er myndband um föður erfðafræðarinnar Gregor Mendel

Gregor Mendel

Erfðafræði

 

 

hlekkur 2 ,vika 2

 

í seinustu viku var fyrirlestur og við héldum áfram í mannerfðafræðinni. Á þriðjudagin var svo stöðvavinna og hægt er að sjá stöðvarnar hér:

 1. Tölva – íslensk erfðagreining fræðsluefni
 2. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 3. Teikning – DNA sameindin.
 4. Verkefni – Hvernig erfast eiginleikar?
 5. Hugtök – tengjum á kortinu og skilgreinum
 6. Verkefni – svartur sauður
 7. Tölva – DNA myndun
 8. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 9. Tölva – paraðu saman
 10. Verkefni – Ætti hundurinn að heita Depill?

Erfðir manna

í okkur eru hátt í 100.00 gen. 46 litningar raðast í frumukjarna nær allra frumna likamans nema kynfrumurnar en þær eru með 23 litninga.  Hvort genið um sig í genapari kallast samsæta því það er í sama sæti á samstæðum litningi en hver einstaklingur fær samstæan litning frá hvoru foreldri. Starf gena er að gefa frumum líkamans skipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða, hvernig og hvenær. Í mönnum eru sumir erfðaeiginleikarnir ekki ákvarðaðir með svo einföldum hætti að hægt sé að útskýra þá aðeins út frá ríkjandi eða víkjandi genum.

Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum H fyrir háan vöxt plantna en víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum h fyrir lágan vöxt plantna.

Arfgerð er genauppbygging lífverunnar. hvað gen Hún er með til að stjórna einkennunum. Er hún arfhrein gagnvart eiginleikum (t.d. HH) eða arfblendin (Hh).

Svipgerð er greinilegt, oftast sjáanlegt einkenni lífveru.  Hvernig arfgerðin kemur fram.

Gen.is

heimild: glósur frá kennara

 

 


Vika 1, hlekkur 2

Á mánudagin var fyrirlestur um frumur. Á þriðjudeginum var stöðvavinna og sjá hvaða stöð var voru í boði inná náttúrufræðisíðu flúðaskóla en meðal þeirra stöðva sem að voru í boði var t.d. nokkur tölvuverkefni, sjálfspróf og teikna DNA sameind.

Hér kemur aðeins frá glósum.

Dreifikjörungar
*eru einfaldar frumur án kjarna

Heilkjörungar
*frumur með kjarna skipt í frumbjarga og ófrumbjarga lífverur

Litningar
*grannir þræðir sem fljóta um í kjarnanum.
*stýra starfsemi frumunnar
*miðla erfðaleikum hennar til nýrrar frumu.
*stórar flóknar sameindir- efnasambönd sem nefnast kjarnsýrur
-RNA
-DNA

Mítósa
*kynlaus æxlun -hver og ein fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur
*efni kjarnans tvöfaldast -jafnskipting (mítósa)

Meiósa
* kynæxlun -tvær frumur mynda eina, sáðfruma og eggfruma sameinast, kallast frjóvgun.
* kynfrumur myndast við rýriskiptingu (meiósa)
* mynda kynfrumur með helmingi færri litninga en móðurfruman (23 í stað 46)

Heimild: glósur frá kennara

vika 4

Á manudaginn var fyrirlestur og svo kláruðum við plaggötin okkar á þriðjudeginum og lásum upp fyrir bekkin. Ég var með Jóhanni og Gylfa í hóp og við fjölljuðum um kýoto samningin og fleira.

Óson er gastegund sem myndast í heiðhvolfinu. Styrkur er mestur í 30-50 km hæð en er þó svo lítill að væri óson þjappað niður við jörðu myndi það þekja 3mm lag á yfirborðinu.
Myndun ósons:
Tvígilt súrefni,o2, dettur í sundur fyrir tilstuðlan útfjólublás ljóss
O2 + 260 nm ljós -> 2o
Stök súrefnisfrumeind bindist o2 og myndar óson :
O2+ o -> o3 + varmi

Ósonlagið
Hátt í lofthjúpnum, þunnt lag úr lofttegundinni óson o3
Óson gleypir skaðleg, útfjólubláa geisla frá sólinni.
Án ósonlagsins væri jörðin alveg líflaus.
Ósonlagið er eiginlega eins og sólarvörn fyrir jörðina.

Heimild: glósur frá kennara

vika 3

Á mánudaginn var fyrirlestur og á þriðjudeginum var stöðvavinna og ég og Andrea vorum saman í hóp og við leystum verkefni og teiknuðum fæðukeðju. Á miðvikudeginum horfðum við svo á mynd um lofstlagsbreytingar og við fengum hefti til þess að svara spurningum úr myndinni. En ég ættla núna að blogga upp úr glósunum.

Samspilið í náttúrunni

 • allar lífverur eru hver annari háðar og eru hlekkir í flóknu samspili.
 • Tengslum plantna og dýra má lýsa með mörgum fæðukeðjum sem mynda flókinn fæðuvef.
 • stöðug samkeppni er í vistkerfi og þar er alltaf skortur á einhverju þar sem allar lífverur berjast um fæðu, vatn, búsvæði og maka.
 • Oft kemst jafnvægi á í vistkerfi en þetta jafnvægi er viðkvæmt og getur auðveldlega raskast.
 • maðurinn er mikill áhrifavaldur í vistkerfi heimsins.

Nokkur undirstöðuhugtök

Lífhvolf

 •  Lífhvolf jarðar er allt það svæði þar sem líf á jörðinni þrífst

Búsvæði

 •  Búsvæði er afmarkað svæði þar sem lífskilyrði eru öðruvísi en fyrir utan það t.d skógur, tjörn, fjara o.fl.

Líffélög

 • Líffélög eru allar lífverur sem lifa á sama búsvæði t.d. skógur og tjörn.

Vistkerfi

 • Vistkefi er líffélag og búsvæði það er að segja allar lífverur og lífvana umhverfi þeirra (grjót, mold og fleira)

Stofn

 • er allar lífverur af sömu tegund sem lifa í samam vistkerfi
 • jafnvægi í stofni er þegar álíka margir deyja og fæðast.

Sess

 • er það hlutverk sem lífvera hefur í vistkerfinu. Þegar lífverur skipa mismunandi sess geta þær lifað án þess að samkeppni verði mikil.

 

Vika2

í þessari viku fórum við að læra um vistfræðina. Á mánudaginn var haldin fyrirlestur og í dag var stöðvavinna þar var meðal annars í boði að  svara spurningum og fara í sjálfspróf.

 

Fæðukeðjur

Plöntur framleiða næringu með ljóstilífun sinni og kallast frumframleiðendur. Dýrin borða svo plönturnar og kallast þau þá neytendur. Frumframleiðendur og neytendur mynda í sameiningu keðju þar sem bæði efni og orka flytjast frá einni lífveru til annarrar. Þetta kallast fæðukeðja. Í öllum fæðukeðjum eru plöntur fremst , frumframleiðendur. Dýrin sem að éta plönturnar eru svo fyrsta stigs neytendur. Rándýr sem að éta plöntuætur eru annars stigs neytendur eða kjötætur. Aftast í fæðukeðjunni eru síðan dýr sem að eiga sér enga óvini sem að merkir að ekkert dýr étur þau og kallast þau toppneytendur og eru oftast rándýr. Menn og ljón eru dæmigerðir toppneytendur. En á sléttum Afríku lifa stórar hjarðir af gnýjum og sebradýrum, en það eru tiltölulega fá ljón sem að veiða sér til matar úr þessum hjörðum. Þó að það sé mjög mikil fæða fyrir ljónin þá eru þau samt ekki fleiri og helsta ástæðan fyrir því er skortur á orku. Plöntur binda lítinn hluta sólarorkunnar í glúkósa. Þegar dýrin éta breytast um það bil 85% af orkunni í hreyfi og varmaorku í hverjum hlekk í fæðukeðjunni. Aðeins 15% orkunnar bindast í dýrinu á formi kolvetna, fituefna og prótína sem næsti neytandi getur étið. Af þessari ástæðu verður því ekki svo mikil orka eftir, til dæmis fyrir rándýr sem er þriðja stigs neytandi. Vegna þessa verða rándýrin aldrei sérstaklega mörg. Þau hafa bara aðgang að takmarkaðari orku, eða með öðrum orðum nægir orkan einfaldlega ekki fyrir fleiri rándýr.

 

Maður og Náttúra Kennslubók bls.14 og 19.

       

 

Hér er leikur en hann er reyndar ætlaður krökkum í 1. bekk :)

myndband

myndband

 

 

 

 

 

 

 

Hér er leikur en hann er reyndar ætlaður krökkum í 1. bekk :)

myndband

myndband