Mannréttindiafræði

Nú er ég að fara að nota þessa bloggsíðu í mannréttindafræði.

1. hlekkur

Núna erum við byrjuð aftur í skólanum. Við byrjuðum í seinustu viku en þá fórum við til danmerkur og það var bara mjög gaman. Núna erum við að byrja í hlekk sem að er um ljóstillífun. Á mánudaginn fengum við glósur og Gyða fór yfir þær með okkur og við fórum í smá sjálfspróf. Á þriðjudaginn var stöðvavinna og hér er hægt að sjá stöðvarnar sem að í boði voru. Í glærunum sem að við fengum er meðal annars fjallað um loftaugu og varafrumur, efnafræði ljóstillífunar, bruna og margt fleira.

Grænukorn

Grænukor finnast í þeim lífverum sem að eru frumbjarga og í þeim er blaðgræna sem að safnar ljósi. Grænukorn eru ásamt hvatberum stærstu frumulíffærin, ef frá eru talin kjarninn og stærstu safabólurnar. Grænukorn eru disklaga frumulíffæri, 4-6 míkrómetrar í þvermál. Þau eru gerð úr flóknu himnukerfi og á þessar himnur raðast þau ensím og kóensím sem nauðsynleg eru til starfsemi grænukornanna. Grænukorn líkt og hvatberar innihalda sitt eigið erfðaefni, eina hringlag DNA sameind sem liggur óvarin í umfryminu. 

texti líka tekið úr glósum.

mynd

 

ljóstillífun

Þegar að ljóstillífun á sér stað sameinast koltvíoxið og vatn  og til þess þarf orku sem fengin er úr geislum sólar. Efnin sem að myndast í ferlinu er glúkósi og súrefni sem að plönturnar láta frá sér út í andrúmsloftið. Tillífun merkir eiginlega það að hið dauða verður lifandi. Ljóstillífun er semsagt eiginlega bara efnaferli í plöntum þar sem að ólífræn efni verða að lífrænum með hjálp orku frá sólu. Orka frá sólinni binst í lífrænu efnunum. Hægt er að tákna ferli ljóstillífuninar eiginlega svona: koltvíoxið= CO2 +vatn= H2O+ sólarorka= glúkósi= C6 H12 O6+súrefni= O2.

Ljóstillífun getur hinsvegar ekki átt sér stað nema að koltvíoxið komist inn í plöntufrumurnar úr andrúmsloftinu. Á laufblöðum plantna eru lítil op sem að kallast loftaugu. Á einu laufblaði geta verið milljónir loftaugna. Súrefnið sem að myndast við ljóstillífunina fer úr laufblöðunum út um loftaugun. Plantan getur líka losað sig við vatn um loftaugun. Varafrumurnar stjórna stærð loftaugans og um leið stjórna þær því hversu mikið vatn getur gufað út gegnum það. Á svölum dögum eru loftaugun galopin en á hlýjum lokast þau til að halda í vatnið.

texti: bókin Maður og Náttúra

mynd  

lagið

 

 

 

 

14. mai

Þetta er seinasta bloggið og í seinustu viku lærðum við um fugla. Á miðvikudaginn var okkur skipt í hópa og ég var með Gylfa, Andreu og Jóhanni í hóp. Við fórum við út með blað kíki og fuglavísi og við áttum að athuga hvaða fugla við sáum og skrifa niður á blað. Svo á föstudaginn sýndi Gyða okkur fréttir og við töluðum um þær.

Jaðrakan

Jaðrakan er háfættur, hálslangur og spengilegur og hann er  álíka stór og spói. Á varptíma er goggur með gul- eða appelsínugulan grunnlit og svart í endann en á veturna er grunnlitur goggs í bleikum tón. Fætur eru dökkgráir, brúnir eða svartir. Á varptíma er karlkynið meða aðeins skærari appelsínugulan en annars eru kynin eins á litinn. Jarðakan borðar aðalega orma, snigla, krabbadýr og skordýr en á haustin þegar að fuglin þarf að safna orku fyrir flug til vetrarstöðva étur hann mikið af berjum.  Hann er einn af einkennisfuglum votlendis á láglendi.  Fluglag er ákveðið, með hröðum vængjatökum. Fuglinn er hávær og órólegur á varpstöðvum en utan varptíma er hann félagslyndur. Gefur frá sér hrjúft kvak og hvellt nefhljóð á varptíma, annars þögull. Fuglinn verpir þremur til sex eggjum sem eru ólífugræn til dökkbrún. Hann verpir í og við ýmiss konar votlendi eins og flóa, flæðiengi og hallamýrar og er hreiðrið dæld í gróður. Útungun tekur 22 – 24 daga og sitja báðir foreldrar á eggjum.

 Texti
Texti

8.maí 2012

í seinustu viku fórum við í sveppaverksmiðjuna á flúðum og skoðuðum hana og fengum að sjá hvernig sveppirnir eru ræktaðir. Við þurfttum að taka með okkur stílabækur svo að við gætum glósað því að við áttum að gera skýrslu um ferlið, skýrslan mín er i seinustu færslu. Það var mjög gaman og áhugavert að sjá hvernig að sveppirnir eru og ræktaðir þó svo að það hafiu stundum verið vond lykt vandist maður henni mjög fljótt. Svo fórum við í stutta könnun á föstudeginum og skiluðum skýrslum. Á mánudaginn vorum við í tölvuverinu og vorum á fugla síðunni þar sem að við fórum í leiki og þar sem að við áttum anaðhvort að þekkja fuglin af hljóðinu eða mynd. Á morgun þurfum við svo að komam með kíki í skólan því að við erum að fara og greina fugla.

           fuglar.is                                                                                                                                                                                                           

Sveppir

 

Gyða Björk     Sveppaskoðun Hrafnhildur
Magnúsdóttir2.maí 2012

Ferðinni var heitið í Sveppaverksmiðjuna á Flúðum en hún var stofnuð árið 1984. Þar var okkur sagt og sýnt frá því hvernig sveppir eru ræktaðir. Það tók á móti okkur maður og hann sagði okkur allt um ferlið. Hattsveppir eru ættbálkur Kólfsveppa sem inniheldur margar af þekktustu sveppategundunum. Þeir eru líka kallaðir fansveppir þar sem að þeir eru með fanir undir  hattinum.
 

Í verksmiðjunni eru gerðir 52 rotmassar og því eru um það bil 52 ræktanir á hverju ári. Þegar að sveppir eru ræktaðir er byrjað á því að búa til rotmassa. Í hann er helst notað bygg eða reyrgresi.
Byggið eða reyrgresið er  í rúllum og þær eru teknar og skornar og reglulega sprautað sprautað í þær heitu vatni svo er hænsnaskít blandað við og hrært saman. Um það bil 80 rúllur eru notaðar af ári og einn gámur af hænsnaskít.                                                                                                                                                                                Massinn þarf að vera mjög blautur og helst á að vera hægt að vinda úr honum vatnið.
Massinn er hitaður upp í 60°c og þá myndast mikið ammóníak í honum en það drepur dýr sem að gætu leynst í massanum.
Svo er massinn tekin og sveppagróum blandað við hann og hann er geymdur í klefa í 14-15 daga.                                                                                                                                                                                        Eftir sirka 15 daga er hann alveg hvítur þá er hann tekin og setur í hillur í lögum og mold sett ofan á hann en áður en moldin kemur er blandað við hana kalki og hún bleitt.
Svo er þetta hitað við 25° c í klefanum en þá byrjar sveppaþræðirinir að spýra. Hvít skán byrjar að myndast um allan massann og það eru sveppaþræðirnir.
Í klefanum er mjög hátt rakastig en þar er líka 20°c hiti svo blekkja þeir sveppinn með því að snöggkæla þetta
niður í 19°c og þá byrjar sveppurinn að fjölga sér. Passa verður að kæla ekki of mikið því að þá  fjölgar sveppurinn sér hraðar og þá gætu menn ekki ráðið við að týna hann því að hann færi of hratt. Sveppirnir byrja að koma upp sirka tveimur vikum eftir að þetta er gert  og þá eru stærstu sveppirnir týndir úr. Sveppirnir stækka mjög hratt og maður sér greinilegan mun þótt að það sé bara dagur á milli. Þegar að búið er að týna flesta sveppina er gufu hleypt inn í klefann og hann tæmdur.

 

Mér fannst þetta mjög skemmtileg og fræðandi  ferð þó að lyktin hafi ekki alltaf verið mjög
góð vandist hún fljótt og ég lærði mikið af þessu.

Heimildir

Feitletraður texti

Mynd1

mynd2

1. maí 2012

í seinustu viku byrjuðum við á að læra um þörunga. Okkur var skipt í hópa og ég er með Ágústi. Við fórum og náðum okkur í sýni og skoðuðum þau í smásjá. Svo greindum við hvað við sáum í sýninu okkar og áttum svo að gera skýrslu um það. Svo á morgun erum við að fara að skoða sveppa verksmiðjuna á Flúðum.

Gulþörungar (Chrysophyceae)

Gulþörungar eru einfrumur-svipungar með mislöngum svipum  og eru oftast gullrauðbrúnir og oftast með örlítinn augndíl. Þeir mynda gjarnan sambú og flestir eru mjög littlir og viðkvæmir og því verður lítið vart í venjulegu háfsvifi þótt oftast sé töluvert af þeim í vötnum.

 Blákokkar (Chrococcales)

Blákokkar nefnfnast einunafni bláþörungar sem eru ein fruma eða mynda lausleg sambú, oftast óregluleg að lögun eða næstum kúlulaga.

Grænþörungar (Chilorophyta)

Grænþörungar er fjölsrúðugur þörungaflokkur sem á aðalheimkynni sitt í fersku vatni en finnst líka í fjörum og jafnvel á þurru landi. Höfuðeinkenni þeirra er það að þeir eru hreingrænir á litinn enda er blaðgræna þeirra sama eðlis og blaðgræna háplantna og ýmis önnur efnasamsetning líka svipuð. Af þeim ást æðum telja fræðimenn að mosar og háplöntur séu að líkindum komnar af einhverjum flokkum grænþörunga og helst þá burstþörungum.

Grænþráungar

Þráðlaga grænþörungar tilheyra ýmsum ættum og ættbálkum. Þeir mynda hið alkunna græna slý sem er afar algengt í fersku vatni, bæði rennandi og kyrru. Þeir eru yfirleitt botnfastir en losna þó oft upp með aldrinum og rekur með vatninu eða um það.

  Texti er fenginn upp úr hefti um þörunga.

Mynd

Vísindavefurinn

24.april 2012

í seinustu viku fórum við í könnun og eftir hana var okkur skipt í hópa og við byrjuðum á plakötum um kynsjúkdóma. Ég var með Jóhanni í hóp og við gerðum plakat um lifrabólgu b. Enginn hópur var með sama sjúkdómin. Það helsta sem þurfti að koma fram á plakatinu var hvernig smitast sjúkdómurinn? , hver eru helstu einkenni, er hann hættulegur, er til lækning við honum.

 

Lifrabólga B.

 

Lifrarbólga B  þýðir að það sé bólga í lifrinni sem lifrarbólguveira B veldur, en
hún er ein af mörgum veirum sem getur orsakað lifrarbólgu. Fyrstu einkenni sýkingarinnar
eru vegna bráðrar lifrarbólgu B, sem gengur yfir, en ekki fá allir einkenni. Hluti smitaðra fær
viðvarandi lifrarbólgu, einkum ef smitið verður á barnsaldri. Bráð lifrarbólga getur í einstaka tilfellum leitt til dauða. Þegar lifrarbólga B er viðvarandi getur hún verið alvarleg og lífshættuleg. Því þá getur hún þróast yfir í skorpulifur og lifrarkrabbamein.

Einkenni bráðrar lifrabólgu koma oftast í ljós tveimur til þremur mánuðum eftir smit en bráð lifrarbólga veldur oft kviðverkjum og gulri húð. Ógleði, hiti og slappleiki eru líka einkennandi ásamt rauðbrúnum lit á þvaginu og ljósum hægðum. Sumir fá einnig liðverki. Lifrarbólga getur líka verið alveg einkennalaus.

Hægt er að fá meðferð við bráðri lifrarbólgu B en er henni er aðeins beitt í alvarlegri tilvikum. Þeir sem smitast
á fullorðinsaldri fá reyndar einungis bráða lifrarbólgu í eitt skipti og batnar síðan. Ef lifrarbólgan
þróast yfir í viðvarandi lifrarbólgu er í vissum tilfellum hægt að gefa meðferð gegn henni. Sjúkdómurinn er greindur með blóðprufu sem hægt er að taka hjá öllum læknum og liggja niðurstöðurnar fyrir innan nokkurra daga. Rétt notkun smokksins getur komið í veg fyrir smit.

 


                                                                                                                                                                                                                                                                                

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

   Mynd2   Mynd1                                                                                                                                                                                                                                                             Texti 

myndband   Texti 

  myndband                                                                                                                                                                                                                                            myndband                                                                                                                                                                                                                                     Síða  

8.hlekkur vika 2

í seinustu viku byrjuðum við á nýjum hlekk sem að kallast líffræði en mikið af efninu úr honum er upprifjun. Við erum búin að vera vinna mikið með smásjár og okkur var skipt í hópa þar sem að við áttum að skoða lauk. Við lærðum líka um munin á veirum og bakteriíum og lærðum um Ríkin sem eru Heilkjarna, dreifikjarna, frumbjarga, ófrumbjarga, einfrumu og fjölfrumu.

 

Smásjá

Fyrsta smásjáin var smíðuð af gleraugnasmið 1595 í Middleburg í Hollandi. Hún er notuð til þess að sjá hluti sem að eru of smáir til að maður geti séð þá með berum augum.

 Mynd

Gerlar 

Gerlar eru stór og mikilvægur hópur dreifkjörnunga. Þeir eru yfirleitt flokkaðir sem sérstakt ríki. Þeir eru algengustu lífverur sem til eru og finnast nánast alls staðar í náttúrunni, í jarðvegi, vatni og lofti, auk þess sem þeir lifa í sambýli við aðrar lífverur og eru í mörgum tilfellum nauðsynlegir líkamsstarfssemi lífveranna. Nokkrir gerlar valda þó sýkingum og teljast því sýklar, en sýklalyf eru notuð til að vinna á þeim.Dæmigerð gerilfruma er um 0,5 til 1,0 míkrómetrar að þvermáli og um 0,5 til 5,0 míkrómetrar að lengd. Einstaka tegundir geta þó vikið töluvert frá þessu stærðarbili en smæstu gerlarnir eru um 0,2 míkrómetrar að þvermáli. Algengustu formgerðir gerla eru annars vegar kúlulögun, en hana hafa svokallaðir kúlugerlar eða Kokkar og hins vegar ílöng gerð, en hana hafa svokallaðir stafgerlar.

1.

 

2.

 

 

 

 

 

 

 

Mynd1

Mynd2

smásjá

Gerlar

 

20.mars

í seinustu viku byrjuðum við á kynninguni okkar við erum þrjú saman í hóp og ég er í hópi með Andreu og Antoni. Við erum að gera kynningu um Búrfellsvirkjun. Við byrjuðum á henni á miðvikudaginn og við fengum tíma á föstudaginn og í gær sem sagt á mánudaginn, síðan eigum við að kynna hana á morgun.

Þjórsá

Þjórsá er lengsta á landsins og rennur um 230 kílómetra leið frá upptökum sínum. Vatnasvið hennar er 7530 ferkílómetrar og er það nærststærsta vatnasvið á íslandi. Þjórsá er að mestu leyti jökulá. Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og Rangárvallasýslna en hún á upptök sín við norðanverðan Sprengisand og kallast þar Bergvatnskvísl. Margar þverár falla í Þjórsá. Stærsta þveráin er Tungnaá að austan en árnar tvær koma saman í Sultartangalóni. Svo má nefna Þjórsárkvíslar, Hnífá, Kisu, Dalsá, Fossá, Sandá, Þverá og Kálfá en þær falla allar í Þjórsá að vestan. Helstu
fossar í Þjórsá eru Kjálkaversfoss (Hvanngiljafoss), Dynkur (Búðarhálsfoss), Gljúfurleitarfoss, Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Búði og Urriðafoss. Í Þjórsá eru tvær vatnsaflsvirkjanir, Búrfellsvirkjun og Sultartangavirkjun. Búðarhálsvirkjun er í byggingu og á teikniborðinu eru þrjár til viðbótar; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.

Búrfellsvirkjun

Búrfellsvirkjun er vatnsaflsvirkjun í Þjórsá utarlega í Þjórsárdal í Gnúpverjahreppi kennd við fjallið Búrfell. Hún var  tilbúin 1969. Virkjunin var fyrsta stórvirkjun Íslendinga og markaði upphaf svonefndrar stóriðjustefnu. Líkt og með Kárahnjúkavirkjun, sem tók við af Búrfellsvirkjun sem stærsta og aflmesta virkjun landsins, þurfti að flytja inn talsvert af erlendu vinnuafli við byggingu og uppsetningu Búrfellsvirkjunar.

Áður en Þjórsá var virkjuð við Búrfell rann áin austur fyrir fjallið og síðan suður með því. Þjórsá er nú stífluð ofan fjallsins og veitt norðan þess í gegnum Sámstaðamúla ofan í Þjórsárdal. Göng liggja niður í gegnum Sámsstaðamúla og er stöðvarhúsið undir múlanum í Þjósárdal. Áin er stífluð um 4 km ofan stöðvarinnar og veitt úr farvegi sínum í gegnum sérstakt ísskolunarmannvirki sem gengur norður úr stíflunni á vesturbakka árinnar. Þaðan til vesturs liggur aðveituskurður sem í er stjórnloka yfir að hvilft milli Búrfells, Skeljafells og Sámsstaðamúla. Þar safnast vatnið í miðlunarlón sem nefnist Bjarnarlón og er 1 km² að stærð áður en virkjunin var byggð voru þar Bjarnalækur og Bjarnalækjarbotnar. Úr lóninu er vatninu veitt um aðrennslisskurð að inntaki aðrennslisganga sem sprengd eru í gegnum blágrýtislög Sámsstaðamúla. Þau eru nokkurn veginn lárétt og ófóðruð að mestu. Aðrennslisgöng lónsins að  Búrfellsstöð eru 1,5 km löng og eru þau staðsett í vesturenda lónsins.

 frétt

myndband

mynd

texti

texti

texti

og ég fékk líka eitthvað af vísindavefnum.

 

 

13.mars

í seinusru viku vorum við í líffræði kaflanum í þessum hlekk og á mánudeginum fengum við glósur og fórum í könnun úr jarðfræðini við horfðum líka á fræðslumyndband sem að var jú bara mjög fræðandi :).  Í myndbandinu var meðal annars fjallað um heiðargæsirnar því að í þjósrárverum er stærsta varpsvæði heiðargæsa í heiminum. Þar er hinsvegar líka svolítið af refum en þeir hafa lítil sem engin áhrif á heiðargæsirnar. Svo var aðeins fjallað um rústir og fleira. Á miðvikudagin vorum við svo í stöðvavinnu og ég var með gullu í hóp. Hægt er að sjá stöðvarnar sem að voru í boði á náttúrufræðsíðu flúðaskóla. En ég er búin að setja allar stöðvarnar sem að ég og Gulla gerðum inn á verkefnabanka. Á föstudaginn fórum við síðan í könnun úr líffræðinni.

Heiðagæs

Heiðargæsir verpa eingöngu á Íslandi, Grænlandi og Svalbarða. Varpútbreiðsla er því mjög staðbundin þótt stofnin sé stór. Heðagæsin er hálendisfugl sem heldur sig bæði norðan og sunnan heiða. Þjórsárver eru langmikilvægustu varpstöðvarnar en þar er jafnframt stærsta heiðagæsabyggð í heimi. Þær verpa einnig meðfram ám og í árgiljum og gljúfrum á mörkum hálendis og láglendis og sumstaðar verpa niður undir eða í byggð.

Heðagæsir fella fjaðrir síðssumars og þá eru þær líka ófleygar. Þá halda þær sig í hópum víðs vegar á hálendinu en hluti þeirra , geldgæsirnar, flýgur til Norðaustur Grænlands til að fella fjaðrirnar. Hreyðrið er grunn laut og sum hreyðurstæði hafa verið notuð lengi eins og sjá má á uppgrónum börmum þeirra. Helsta hreiðurefnið er dúnn en einng sina, mosi, viðilauf og fleira. Egg eru fjögur til sex og hefst varp skömmu fyrir miðjan maí leng þeirra er 8,1 cm og breidd 5,5 cm ómögulegt er að greina heðagæsaregg frá grágæsareggjum.

Heiðargæsir eru jurtætur sem sækja einkum í mýragróður , starir, hálmgresi og fleira. Í Þjórsárverum virðast þær halda niðri viðkvæmum og næringarríkum plöntum svo sem fíflum, elftingu og kornsúru með beit sinni. Líkt og grágæsum hefur heiðagæsum fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugi. Veturinn 1992-93 var vetrarstofnin kominn upp í 220,000 fugla. Varpstofnin er hinsvegar mun minni, eða um 20,000-25,000 pör. Vitað er að hér voru nytjar af heiðagæs fyrr á öldum og bera hlaðnar réttir í þjórsárverum og víðar þess vott.

Gæsaréttir þessar voru notaðar til að reka ófleygar gæsir. Varpstöðvar heiðagæsa voru mönnu lengi ókunnugar þar til um eða upp úr 1930 þótt bændur á sumum svæðum hafi haft pata af gæsavarpi á afréttum. Mikilvægi Þjórsárvera sem paradísar heiðagæsa varð fuglafræðingum ekki ljóst fyrr en bresk-íslendingur leiðangur fór þangað 1951.

Erlent heiti :

Latína: Anser brachyrhynchus                                                                                                         

Danska: Kortnæbbet gås

Norska: Kortnebbgås

Sænska: Spetsberggås

Enska: Pink- footed goose

Þýska: Kurzschanabelgans

Franska: Oie á bec court

Spænska: Ánsar piquicorto

Texti: Bókin: Íslenskir Fuglar eftir Ævar Petersen.

Mynd1

Mynd2

Hljóð

myndband