6.mars

Í seinustu viku kláruðum við jarðfræðina og núna erum við að byrja á líffræðini á miðvikudaginn í seinustu viku var stöðvavinna og hægt er að sjá stöðvarnar á náttúrufræði síðu flúðaskóla. Við vorum tvö og tvö saman í hóp og ég var með Hafdísi. Við svöruðum þessum spurningum:

1. Hvað er grunnvatn?

fyrir neðan ákveðin mörk niðri í jörðinni er hver hola og sprunga full af vatni það kallast grunnvatn og mörk þess er grunnvatnsflötur, er að uppruna úrkoma og sígur hægt undan halla í átt til sjávar.

 

 

 

   Mynd

2. Hvað er snælína?

mörk leysingasvæða og snjófyrningssvæða koma glöggt fram á jöklum seinni parts sumars. Þessi mörk nefnast snælína.

 

 

 

 

 mynd

 

3. Hvað er vatnasvið?

svæði þar sem vatn rennur af til vatnsfalls er nefnt vatnasvið. Skil á milli vatnasviða kallast vatnaskil. Vatnasvið ár má afmarka með því að byrja við árósinn og afmarka vatnaskil alla leiðina utan um ána og allar þverár hennar þar til komið er árósum hennar aftur.

4. Hver var Dr. Helgi Pétursson

Dr. Helgi var jarðfræðingur og dulvísindamaður og er frægastur fyrir bækur sínar sem hann skrifaði um það efni.

 mynd

síða um Dr. Helga

 

 

 

 

Við skoðuðum líka mismunandi hraun og berg til dæmis skoðuðum við basalt og hekluvikur og lásum aðeins um það í bókini sem var á stöðini.

 

mynd

7. hlekkur

í seinustu viku kláruðum við varmaorku hlekkin og byrjuðum á nýjum hlekk sem að fjallar um Þjórsá og Heklu. Á föstudaginn fengum við glósur tengdar efningu.  Á mánudaginn vorum við í tölvuveri og völdum okkur þrjár spurningar af þeim sem að voru í boði, hér er hægt að sjá allar spurningarnar ég valdi hinsvegar spurningar númmer 1, 7 og 6. og hægt er að sjá þær inná verkefnabankanum.

mynd

 

 

 

 

Hekla

Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á íslandi og er stundum kölluð drottning íslenskra eldfjalla. Hekla er í Rangárvallasýslu og sést víða að. Fjallið er ekki eins og keila í laginu þótt að hún teljist til keilulaga eldfjalla heldur er hún ílöng. Það er vegna þess að hún er mynduð af gossprungum. Í stórgosum rifnar fjallið að endilöngu í upphafi gossins og þá gýs á 4 km langri sprungu. Hins vegar dregst virknin fljótlega saman og takmarkast eftir það við einn eða tvo gíga hæst í fjallinu.

hér er hægt að lesa meira um Heklu

í gamla dag þorði fólk ekki að ganga upp á Heklu því talið var að þar væri inngangur til helvítis.

  mynd

 

 

 

 

 

 

 

myndband

8.febrúar

í seinustu viku vorum við í stöðvavinnu, við vorum tvö og tvö saman í hóp og ég var með Rakel. Það voru níu stöðvar en við byrjuðum á sjónhverfingunum. Við fórum í tölvuna og sáum mysmunandi sjónhverfingar og áttum við að lýsa því sem við sáum við hverja mynd mjög stutt.

Síðan fórum við á stöð þar sem að við fórum í millu en í staðin fyrir að fá þrjá í röð áttum við að fá fjóra í röð. Við gerðum þetta nokkrum sinnum og sá vann sem að vann oftast. Síðan var stöð þar sem að við sátum og horfðum í spegil sem var beint á móti okkur og teiknuðum svo á blað nema að við máttum ekki horfa á blaðið og teikna heldur þurftum við að horfa í spegilinn og teikna þannig. Rakel teiknaði mynd þar sem að ég hermdy og svo öfugt. Það var mjög erfitt sérstaklega að gera beinar línur.

Svo var ein eldspýtnaþaraut og tilraun eðlismassi þar sem að við áttum að búa til flotmæli og svo áttum við að skoða Phet forritin.

 1.

 

 

 

 

 

2.

 

 

 

 

 

 

Mynd 1

Mynd 2

 sjónhverfingar

 

Eðlisfræði.

Í sinustu viku héldum við áfram að læra um varma. Á miðvikudaginn var okkur skipt í hópa og ég var með Gullu og Hafdísi. Við fengum bakka með hitamælum og tilraunarglösum, sprittglas og járnstand. Það sem að við áttum að gera var það að við áttum að finna upp á okkar eigin tilraun og við gerðum þannig tilraun að við tókum þrjú tilraunarglös og settum tvo klaka í kvert svo settum við álfpappír utaná eitt glasið, inní eitt og sleptum því að hafa álfpappí á því þriðja. Síðan kveiktum við á sprittglösunum og settum standin yfir eldin og svo loks glasið á standin, svo tókum við tíman hvað þetta væri lengi að sjóða og við settum hitamæli ofaní til að mæla hitan. Þetta gerðum við með öll glösin og skrifuðum niður. Skýrslan er inná verkefnabanka.

VARMI 

Varmi er ekki einhver meðalstærð eins og hitinn. Hann grundvallast á þeim efnismassa sem er til staðar og er sú mynd orku sem flyst milli staða þar sem hitamunar gætir varmaorka byggist á hreyfingu smæstu efniseinda. Fimm grömm af 90°c heitu vatni bú yfir meiri varmaorku en eitt gramm af jafn heitu vatni. Þetta hefur með sér í för að ef fimm grömm af 90°c heitu vatni slettust á mann fengi maður alvarlegri brunasár en ef eitt gramm af jafn heitu vatni slettist á þig. Ef að þú skrúar frá garðslöngu streymir vatn út úr henni , og í gegnum slönguna og út á grasflötina þá býr vatnið yfir hreyfiorku því að þá getur vatnið framkvæmt vinnu. Hreyfiorka er orka sem hlutir á hreyfingu búa yfir og rekja má til hreyfingarinnar einnar. Svo er líka til stöðuorka en það er orka sem að hlutur býr yfir vegna stöðu sinnar og legu og hægt er að leysa úr læðingi einfaldlega með því að hluturinn færist úr stað. Varmaburður er þegar að flutningur varma í straumefni vegna hreyfingu þess. Loft hitnar léttist það og stígur upp og ber þannig með sér varma en í staðinn fer kaldara loft niður. Flutningur varmaorku með innrauðum rafsegulbylgjum kallast varmageislun og getur átt sér stað í gegnum tómarúm. Flutningur Varma gegnum efni sem byggist á beinni snertingu efnisenda er varmaleiðing.

   Texti: Orka almenn náttúrufræði vísindi.

  1 Mynd:

 2 Mynd                                       

 

 

 

 

 

Hiti

Hiti er mælikvarði á það hversu heitt efni er. Hiti er mælikvarði á hreyfiorku frumeinda eða sameinda í efninu. Hiti er mældur í °C eða kelvinum. Hitamælir er tæki notað til að mæla hita, algengustu hitamælar áður fyrr notuðu hitaþenslu kvikasilfurssúlu, en nú er algengast að nota hitanema úr hálfleiðurum. Hitaþensla hiti hefur árhif á stærð hluta , því heitara því meiri hreyfing sameinda, lengra á milli sameinda og efni þenst út. Vatn frýs við 0°C og sýður við 100°c í einingum á kelvin frýs vatn við -273 K (0°c +273) og sýður við 373K (100°c + 273) 0 K er alkul = -273 °c . Kelvin er eining SI-kerfisins fyrir hita og alkul er lægsti hiti sem hægt er að ná það er að segja 0 K eða 273,15 °c. Þá er varmaorka efnis engin.

mynd til hægri

mynd til v

 

 

 

 

31.jan

Í seinustu viku vorum við að fjalla um varma og orku. Við horfðum á fræðslumyndband og á föstudagin var fyrirlestrartími og dþá fjölluðum við meðal annars um varmaleiðingu og varmageislun og við fjölluðum líka um hita og hvernig hann er mældur og hiti og varmi er ekki það sama. Við vorum líka að tala um mismunadi orku svo sem stöðuorku og fallorku og varma orku. Við svöruðum spurningum í tengslum við efnið á mánudaginn.

24.jan

Við erum byrjuð á hlekk sem að er um bylgjur og rafmagn við erum ekki búin að gera neitt verkefni úr því eins og er en ég mun blogga meira um þetta fljótlega á náttúrufræði síðu flúðaskóla um þetta :)

17.jan

Á mánudaginn kynntum við verkefnin sem að við erum búin að vera að gera og það gekk bara vel. Sumir voru með myndbönd og aðrir með plakköt. Ég og Andrea gerðum plakkat og það verður sett inn í verkefnabankan :).

15. janúar

í seinustu viku kláruðum við vísindavökuna ég var með Andreu í hóp og við gerðum plakat og tilraunin okkar var þannig að við ætluðum að breyta vatni í ís á nokkrum sekúndum við sáum þetta í myndbandi á youtube en þetta reyndist bara vera plat. Við notuðum kveikjara, rör, glas með vatni og salt. Við settum smá salt í vatnið kveitum í einum endanum á rörinu og héldum fyrir með puttanum hinu megin á rörinu svo settum við það ofan í glasið og sleftum puttanum og biðum í fimm sekúndur tókum svo rörið snökt upp úr en viti menn ekkert gerðist. Við vorum mjög vonsviknar því að við höfðum látið plata okkur upp úr skónum. Við kynnum verkefnið okkar á mánudaginn en hér fyrir neðan er myndbandið sem að heillaði okkur.

watch?v=x-GQk8Q96PY

13.des 2011

í seinustu viku héldum við áfram með glærukynninguna sem að ég er búin að vera fjalla um á blogginu mín og ég er semsagt með Neptúnus en við erum að fara að kynna núna á miðvikudaginn. Svo var stöðvavinna á miðvikideginum vorum við svo í stöðvavinnu og hægt er að sjá verkefnin hér . Svo á föstudeginum horfðum við á fræðslumynd í tímanum um alheimin og reikistjörnur, sjónauka, Galileo og fleira.

Hvernig mynduðust höf jarðar?

í dag er 70% af yfirborði Jarðar þakið vatni en fyrir sirka 4,5 billion árum var ekkert vatn á Jörðinni. Það gat ekkert vatn verið á jörðinni því hún var of heit. En inni kjarna Jarðarinnar var súrefni og vetni sem hafði tengst í loftkenndu formi vatns. Mörg eldgos voru í gangi en þannig  komst vatnsgufan út og Jörðin byrjaði að kólna næstu billjón árin og hún kólnaði nógu mikið til þess að þétta lofttegundirnar í regnský  og það rigndi í þúsundir ára og náði að fylla alla staðina sem voru lágt lyggjandi og búa til fyrstu höf Jarðarinnar. En hingað til trúa vísindamenn því að helmingur vatns á Jörðinni hafi myndast svona og hinn helmingurinn hafi komið úr geimnum. Árið 2005 var halastjarna mynduð því Nasa ákvað að sjá hve mikið vatn halastjarna innihélt og flaug gervihnetti beint á hana og út úr henni kom meira en 250 milljón lítrar af vatni sem sprakk út í geimin og á fyrstu árum Jarðarinnar lentu þúsundir halastjarna á henni sem innihéldu sama vatnsmaknið. Og vatnið sem er í sjónum í dag er samam vatnið og það sem bjó til plánetuna okkar fyrir 3,5 billjónum ára.

 1. Jörðin fyrir sirka 4 billjónum ára.              jörðin sirka eins og hún er í dag.

Mynd1  Mynd2

9.des 2011

í seinustu vku héldum við áfram með glærukynninguna og á miðvikudaginn var stöðvavinna og þar áttum við meðal annars að skoða nasa vefin, fara i minnisleik og para saman og í krossgátu og að svara spurningum úr bókinni Alheimurinn -Líf í alheiminum svo eitthvað sé neft. en á miðvikudaginn í næstu viku eigum við að kynna fyrir bekknum okkar glærukynninguna og ég er að fjalla um neptúnus.

Neptúnus var fundin árið 1846 af Johann.Gottfied.Galle hún er 8 á ysta reikistjarnan frá sólu og sú fjórða stærsta.Segulsvið Neptúnusar er 27 sinnumsterkari en á jörðini og það hallar um 50° miðað við möndul og styrkur þess er breytilegur að styrk og stefnu.Neptúnus er næstum því sautján sinnum massameiri en jörðin og er hann því næst massaminnstur af ytri reikistjörnunum. Eðlismassi Neptúnusar bendir til þess að hann sé mestmegnis úr blöndu vatns, ammóníaks og metans. Möttullinn er úr vatni, metani, ammóníaki og öðrum efnum.Þrýstingurinn í möttlinum er gífurlegur og hitastigið sömuleiðis
hátt eða í kringum 2000°C. Neptúnussnýst í kringum sólu á sporöskjulaga braut í að meðaltali 4,5 billión km fjarðlægð frá sólu og fer fram hjá henni á 165 ára fresti. Umferðartími Neptúnusar er 164,79
jarðarár og 12.júli 2011 var eitt Neptúnusar ár liðið frá því að hann fannstárið 1846. Á Neptúnusi eru svipaðar árstíðir og á jörðinni en mun lengri vegna þess hve umferðartíminn er langur. Þetta er vegna þess að möndulhalli Neptúnusar er 28,32°,  og er ekki ósvipaður og möndulhalli jarðar og Mars.

hér eru góðar síður sem að við megum skoða þegar að við erum að skrifa kynninguna okkar.

nasa , stjörnufræðivefurinn , nasa myndaalbúm og hægt er að sjá fleiri síður sem að gyða setti inn hérna .  Myndin er fengin frá síðunni nasna myndaalbúm.