Sjónaukinn

á föstudagin horfðum við á mynd og við fengum blað með sem að var með texta og spurningum hérna kemur aðeins um það sem að við lærðum úr því. Við lærðum meðal annars um sjónauka, sjónaukinn er mikilvægasta tæki stjarnvíindanna. með honum höfum við gert ótrúlegar uppgvötanir sem hafa gjörbreytt heimsmynd okkar. Galileó tókst með heimasmíðuðum sjónauka sem stækkaði um það bil 20-falt að gerbreyta heimsmynd okkar með nokkrum merkustu uppgvötum mannkynnssögunnar. þótt hann hafi ekki fundið upp sjónaukann var það hann sem gerði sjónaukann heimsfrægan.

Galileo Galilei  var ítalskur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og eðlisfræðingur. Hann var upphafsmaður þess að samhæfa kenningu og tilraunir í eðlisfræði. Hann leiddi út lögmálið um jafna hröðun fallandi hlutar og sannreyndi það með tilraunum. Einnig leiddi hann út fleygbogaferil hlutar á flugi í þyngdarsviði. Hann endurbætti sjónaukann og gerði fyrstur manna merkar og framúrskarandi athuganir með sjónauka á stjarnfræðilegum fyrirbærum. Seinna á ævi hans olli stuðningur hans við kenningar Kópernikusar um það að reikistjörnurnar gengju umhverfis sólina árekstri við kirkjuna og sat hann í stofufangelsi vegna þessara kenninga sinna.

sjónaukinn er eins og trekt. Safnlinsa eða spegill safnar ljósi frá fjarlægum stjörnum og beinir því að auganu.því stærri sem spegillinn er ,þeim mun daufari fyrirbæri er unnt að sjá. stórir sjónaukar hafa líka meiri greinigæði. með stórri linsu eða spegli getur þú séð hárfín smáatriði á yfirborði reikistjörnu. stærðin skiptir því stjörnufræðinga öllu máli og hafa þeir alltaf leitast eftir að smíða stærri sjónauka.

 heimild um galileó

annað er fengið upp úr blaðinu

mynd1 mynd2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vikan

í þessari viku vorm og erum við að gera glærusýningu um eitthvað sem að við völdum annaðhvort reikistjörnur, halastjörnur eða eitthvað annað sem að tengist geimnum. Ég valdi mér Neptúnus. svo ætluðum við að skoða forritið stellarium en þá var það ekki í fartölvunum en við gátum skoðað það í tölvuverinu. Það er ekki meira en þetta búið að gerast því að í seinustu viku þá horfðum við á mynd og ummum í glærukynningonum.

Orðskýringar

Við lærðum fullt af nýjum orðum í þessum hlekk og ég ákvað að skrifa niður nokkra orðskýringar á þeim.

Afl: er mælikvarði á hversu hratt vinna er unnin; vinna deilt með tíma.

Annað lögmál Newtons: lögmáli sem felur í sér að kraftur sem verkar á hlut er jafn margfeldinu af massa hans og hröðun.

Eðlismassi: mælikvarði á massa ákveðinns rúmmáls af tilteknu efni; massi deilt með rúmmáli.

Hraði: stærð sem seigir bæði til um ferð hlutar og stefnu.

Hreyfing: breyting á staðsettningu eða stöðu hlutar.

Hröðun: hraðbreyting hlutar á tímaeiningu; breyting á hraða deilt með tíma.

júl: eining SI-kerfisinns fyrir orku og vinnu (tákn: J).

Kraftur: áhrif sem verka á hlut þannig að hann tekur að hreyfast, hættir að hreyfast eða breytir hraða sínum.

Leyser: tæki sem sendir frá sér grannan, samfasaljósgeisla sem getur verið mjög orkuríkur

loftmótstaða: straummótstaða í loftegundum; leitast við að draga úr hraða hluta.

lokahraði: hámarkshraði hlutar í falli þegar hröðunar gætir ekki lengur.

lyftikraftur: kraftur sem verkar frá lofti á vængi flugvélar og ýtir þeim upp.

massi: mælikvarði á efnisman hlutar.

metrakerfi: staðlaðmælikerfi í vísindum og nokkrar helstu grunneiningar þess eru metri, kílógramm, sekúnta og amper.

Njúton: eining SI-kerfisinns fyrir kraft (tákn: N)

Núningur: karftur sem hamlar gegn hreyfinguhlutar og stafar frá efninu kringum hann.

SI-kerfið: alþjóðlegt einigarkerfi sem metrakerfið er hluti af.

Straumefni: samheiti yfir alla vökva og lofttegundir.

tilgáta: hugmynd eða fullirðing sem sett er frem sem líkle lausn á ráðgátu.

trissa: vél þar sem bandi er brugðið er um hjól; getur breytt stefnu krafts eða stærð hans.

vinna: orkubreyting sem verður þegar hlutur færist úr stað fyrir tilstilli krafts; margfeldi af krafti og vegalengd.

þyngd: mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut.

Þyngdarkraftur: kraftur sem verkar milli allra hluta með massa; ræðst af massa viðkomandi hluta og fjarðlægðinni milli þeirra.

Þyngdarlögmáli: lögmál sem felur í sér að milli hverra tveggja hluta verki þyngdarkraftur.

textinn er tekin úr bókinni Kraftur og hreyfing.

Hröðun

Ef hraði hlutar breytist með tíma hefur hluturinn hröðun. Þegar nemandi ekur af stað frá bílastæðinu í skólanum sínum eykst hraði bílsins og er hröðun hans þá jákvæð (plús hröðun). Þegar nemandinn stöðvar bílinn við gatnamót eða á rauðu ljósi verður hröðun bílsins neikvæð (mínus hröðun). Ef bíll fer með jöfnum hraða er hröðun hans núll þar sem hann er hvorki að auka hraðann né bremsa. Hröðun hefur bæði stærð og stefnu og því hefur hlutur sem eykur hraðann jákvæða hröðun (plús) en hlutur sem hemlar hefur neikvæða hröðun (mínus).Hröðun  er breyting á hraða deilt með breytingu á tíma. Tákn fyrir hröðun er a en tákn fyrir hraða v (e.velocity).

Hröðun er með öðrum orðum hraðabreyting hlutar á tímaeiningu: breyting á hraða deilt með tíma

textan fyrir ofan má finna hér

skáletraði textin er tekin úr bókinni Kraftur og hreyfing

 

 mynd

önnin að klárast!!

Nú er önnin að klárast og ég ætla að seigja frá þessari viku ,við kláruðum skýrsluna sem að við gerðum seinast og byrjuðum á nýrri tilraun þar sem að okkur var skipt í hópa og ég er í hóp með Andreu, Rakel, Hugrúnu, Önnu og Gullu. Við fengum bolta, Krít og metrastiku. Við létum boltan rúlla eftir línum og tókum tíman við hverja fimm metra sem hann rúllaði. Við gerðum þetta fimm sinnum og svo fórum við inn og byrjuðum á skýrslunni við þurftum að gera töflu þar sem að við skráðum niður tíman oog metrana og reiknuðum út hröðunina. Við erum að verða búnar með skýrsluna og þetta gekk mjög vel, allir hjálpuðust að .

í seinustu viku…

í seinustu viku gerðum við tilraun um hröðun. Við fengum okkur skeiðklukku og mæliband og stílabók og fórum í einn stiga, okkur var skipt í hópa ég var í hóp með Hafdísi og Gullu. Eins og ég var að seigja þá fórum við í stigan og einn hljóp og gekk 3 sinnum upp stigann og annar tók tímann og sá þriðji skrifaði niður. Síðan var stiginn mældur. Við fórum svo og reiknuðum út niðurstöðuna og byrjuðum á skýrslunni sem nú er í verkefnabankanum :).

Sir Isaac Newton

Sir Isaac Newton (16421727) var enskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, stjarnfræðingur, náttúruspekingur og gullgerðarmaður. Hann bar höfuð og herðar yfir flesta samtímamenn sína og gjörbylti stærðfræði og eðlisfræði 17. aldar. Framlög hans til þessara fræða voru meðal annars örsmæðareikningur, aflfræðin, þyngdarlögmálið, lögmálið um hreyfingu reikistjarna á braut, tvíliðuröðin ,aðferð Newtons í tölulegri greiningu auk mikilla fræða um lausnir jafna og fleira. Hann var mikilvægur boðberi upplýsingarinnar.

Newton sagðist þola illa gagnrýni og þess vegna birti hann ekki niðurstöður rannsókna sinna fyrr en seint og um síðir og sumar aldrei. Sem dæmi um þetta er sagt að Edmund Halley, sem halastjarna Halleys er kennd við, hafi árið 1684 stungið upp á því við Newton að hann kannaði hvernig það aðdráttarlögmál væri, sem leiddi af sér niðurstöður Keplers um hreyfingar reikistjarnanna. Þá svaraði Newton því til, að þetta væri hann búinn að leiða út fyrir mörgum árum, það væri lögmálið um andhverfu fjarlægðarinnar í öðru veldi. Halley var undrandi á að Newton skyldi ekki hafa gefið þetta út, og skoraði á hann að birta niðurstöður rannsókna sinna. Newton lét loks af því verða árið 1687, er hann gaf út höfuðrit sitt Philosophiae Naturalis Principia Mathematica, oftst nefnt Principia. Hin frægu þrjú lögmál Newtons, sem hann setti fram í Principia, leggja grunninn að klassískri aflfræði, en 2. lögmálið gefur tengsl krafts og hröðunar á þann veg að kraftur sé jafn margfeldi massa og hröðunar, þ.e. F = ma. (Lögmál Newtons stóðu óhögguð í rúm 200 ár, en afstæðiskenningin sýndi að breyta þurfti þeim þegar fengist var við hluti sem fara með hraða, sem er nærri ljóshraða.)

Þessi meinta viðkvæmni Newtons á gagnrýni kom líka í veg fyrir að hann birti niðurstöður sínar í örsmæðarreikningi fyrr en eftir að Leibniz hafði gert grein fyrir sínum niðurstöðum. Nú þykir nokkuð víst að Newton gerði uppgötvanir sínar á undan Leibniz, en lokaði þær niðri í skúffu. Leibniz hafði aldrei um þær heyrt er hann gerði sínar uppgötvanir fáum árum síðar og birti niðurstöðurnar strax. Þá loks dreif Newton sig til þess að koma sínum útreikningum á framfæri. Af þessum sökum eru þeir báðir taldir upphafsmenn örsmæðareiknings og er ekki gert upp á milli þeirra hvað það varðar.

textin er tekin beint upp. Myndband

Mynd er líka fræðileg síða um Newton en er á ensku.

 

í seinustu viku héldum við áfram með efna og eðlisfræðina. Á mánudaginn vorum við í tölvum. Á miðvikudaginn gerðum við verkefni á blaðsíðu 27 í kraftur og hreyfing, þeir sem að náðu að klára niður þær blaðsíður fengu síðan annað blað með fleiri verkefnum. Þessi hlekkur sem að við erum í núna er erfiður fynnst mér og á morgun erum við að fara að vinna í hópum og við þurfum að mæla hæðina á stiganum í skólanum. Einn í hópnum skrifar niður, annar tekur tíma og sá þriðji hleypur og röltir upp stigan. Svo skilum við skýrslu um þettað. Svo er könnun 14.nóvember. Það er ekki jafn margar kannanir úr þessum hlekk og í hinum heldur eru færri en aðeins erfiðari.

krufning

Í seinustu viku vorum við að kryfja mús. Það var á miðvikudeginum.Okkur var skipt í hópa ég er í hóp með Gylfa og Antoni. Hver hópur fékk eina mús og áhöld það er að seigja tvo skurðhnífa og eina töng og svo nokkra títuprjóna. Við fengum pappaspjald og settum músina á það svo byrjuðum við á því að skera á kviðinn á henni og flettum hamnum af og festum með títuprjónum.síðan skoðuðum við líffærin í brjóstholinu og í kviðarholinu við sáum eggjastokkana og rifbeinin og hjartað. Á meðan við skoðuðum músina punktuðum við hjá okkur það sem apð við ætlum að nota í skýrsluna sem að við þurfum að skila. Það er hægt að sjá myndir frá krufningunni á náttúrufræðisíðunni .

Ritgerðin mín :)

Ritgerðin mín fjallar um íslenska hestinn. Og þá skrifa ég t.d um hvernig hann kom og hvernig þróaðist hann, til hvers var hann fyrst notaður og til hvers er hann notaður núna. Líka um gangtegundir og fleira mér gekk bara mjög vel að skrifa ritgerðina en mér fannst aðeins erfiðara að setja inn heimildir en það kom allt :). Íslenski hesturinn er að mestu kominn frá vestur- noregi og líklega norður- Bretlandi og Hebrideseyjum og komu mjög líklega með landnámsmönnunum þar sem að þeir völdu sér alltaf bestu gripi sína til að taka með sér. Fyrstu hestarnir voru eflaust stærri en nú og hesturinn varð oftast útundan í fóðrun í harðærum því að kjötið var ekki borðað og varð því hesturinn að bjarga sér sjálfur. Aðeins harðgerasti kjarninn lifði og þróaði með sér þann hæfileika að geta nýtt orkusnauða sinuna stóran hluta ársinns og til þess þurfti hesturinn mjög öfluga meltingu. Svo þurftu hestarnir að vera litlir og lágfættir og hafa mikinn þunga miðað við yfirborðsflöt. Þess vegna minnkuðu þeir smám saman. Hesturinn var áburðar og reiðdýr og var notaður í landbúnað fram yfir síðari heimsstyrjöldina. En á árunum 1947-1952 var núverandi ræktunarstefna að skýrast, en hún er kynbætur og framleiðsla reiðhesta. Íslenski hesturinn hefur þann sérstaka eiginleka að hafa fimm mismunandi gangtegundir þær eru fet, brokk, tölt og skeið. En þó eru þessar gangtegundir eðlislægar öllum hestum og talað um tvo flokka hesta: alhliða hesta og klárhesta. klárhestar eru hestar sem hafa allar gantegundirnar nema skeið.