Gróðurhúsaáhrif !!

Gróðurhúsaáhrif eru forsenda lífs á jörðinni. Þau eru náttúruleg og án þeirra væri meðalhitastig á jörðinni -18 °C en ekki +15 °C.  Orka frá sólinni kemst í gegnum gufuhvolfið í formi sólargeislunar. Yfirborð jarðarinnar gleypir megnið af geisluninni og hitnar. Frá heitu yfirborði jarðarinnar streymir varmageislun til baka í formi innrauðrar geislunar. Lofthjúpurinn gleypir hluta af varmageislun yfirborð síns og endurkastar þeim aftur til jarðar. Við það hitna yfirborð jarðar og neðsti hluti gufuhvolfsins enn frekar. Þetta köllum við gróðurhúsaáhrif.

Talið er að nokkrar lofttegundir geti aukið gróðurhúsaáhrif í andrúmsloftinu. Þær eru kallaðar gróðurhúsalofttegundir. Aukning á losun gróðurhúsalofttegunda kann að valda röskun í vistkerfinu svo sem hitaaukningu, breytingu á veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar, gróðurbelti breytast , hafsstraumar geta hugsanlega breyst o.f.l.

ég fékk textan bæði upp úr glósunum og hérna

 

fékk myndina hér

 

 

Vikan !

Ég var veik í þessari viku þannig að ég veit ekki mikið hvað gerðist en við vorum að læra um gróðurhúsaáhrifin og ljóstillífun :).

Bloggsíðan mín :)

nú er ég að byrja í 9.bekk og ættla að blogga um það sem að ég geri í náttúrufræði í vetur :)