Á mánudaginn 27. apríl – Við byrjuðum tímann á því að klára kynningar um hugtakakortin okkar. Ég kynnti mitt og það gekk bara ágætilega. Síðan skoðuðum við nokkrar fréttir, meðal annars frá Nepel og líka frá snjóflóðinu sem náðist á myndband á Everest.

Á miðvikudaginn 28. apríl (tvöfaldur tími) – Þessir tímar voru nýttir mjög vel. Það var upprifjunartími úr efnafræði. Og núna verða allir náttúrufræðitímarnir nýttir í það að rifja upp vegna þess að við erum að fara í lokapróf í maí. Við glósuðum öll allt niður sem Gyða sagði hvað væri mikilvæg að vera með á hreinu fyrir próf. Hérna fyrir neðan koma glósur frá Gyðu & smá frá mér (eða bara það sem ég glóasði niður) :)

Upprifjun – efnafræði

 • Frumefni – Það er til dæmis hægt að búa til efnasambönd úr frumefnum. 
 • Efnasamband – Er til dæmis: H2O, en þá eru frumefnið H = vetni & O = súrefni
 • Efnablanda – Er hins vegar til dæmis kranavatn, ekki er vitað þá nákvæmlega hvaða efni séu í vatninu
 • Efnahvarf – Felur í sér myndun nýrra sameinda. 
 • Efnahvarf er til dæmis ljóstillífun: CO2 + H2O —–sólarorka—–C6H12O6 + O2
 • Hvarfefnin eru CO2 + H2O
 • Myndefnin eru C6H12O6 + O2, og C6H12O6 (sykur) er bundin í grænukornunum
 • Bruni er ljóstillífun sem fer afturábak: C6H12O6 + O2 —–orka losnar——CO2 + H2O
 • Bruni fer fram í hvatberum
 • Frumeind:
 • Róteind + hlaðin með massa 1
 • Nifteind 0 hlaðin með massa 1
 • Rafeind – hlaðin með massa 0,0000001 (nóg af 0-um)
 • Róteind segir upp sætistölu frumefnis
 • Róteind & nifteind segir upp massatölu frumefnis
 • 1 rafeindarhvolf = -2
 • 2 rafeindarhvolf = -8
 • 3 rafeindarhvolf = restin
 • Hversu mörg rafeindarhvolf? Fer eftir því hvaða flokki frumefnið er í
 • Við rifjuðum líka upp hvernig átti að stilla efnajöfnur, hérna er góður vefur til að æfa sigatom

Á fimmtudaginn 29. apríl – Þá var ég ekki tíma en það var upprifjunartími í jarðeðlisfræði.

Upprifjun – jarðeðlisfræði ( vegna þess ég er ekki með neinar glósur þá notaði ég bara Stjörnuvefinn

 • Pláneta = Reikistjarna, jörðin okkar er reikistjarna
 • Stjarna = Eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku
 • Innri plánetur = Merkúríus, Venus, Jörðin & Mars
 • Ytri plánetur = Júpíter, Satúrnus, Úranus & Neptúnus
 • Tunglið = Er eini náttúrulegi fylgihnöttur jarðarinnar, tunglið glóir ekki heldur endurkastast það af sólinni
 • Mikilhvellur = Er kenning um alheiminn
 • Halastjarna = Er ísklumpur á ferð. Halinn er úr ís og bergi
 • Ljósár = Mælir ekki tímann heldur vegalengd. Hann mælir hversu langt ljósið fer á einu ári
 • Myndband af plánetunum sem við þekkjum

Fréttir! :)

Æfði fyrir Mars á Íslandi

Messanger hrapar til Merkúríusar 

Bakveikt fólk er skyldara öpum en aðrir

19 ára stúlka lést hugsanlega af völdum of mikillar tyggjónotkunar

Heimildir:

náttúrufræðisíðan

glósur frá mér

visindavefur.is

mbl.is

pressan.is 

youtube.is

fa.is

stjornufraedi.is

is.wikipedia.org

mynd: frumefni

Takk fyrir allt Gyða! Takk fyrir að geta troðið einhverju inn í hausinn á okkur og vonandi nýtist það okkur eitthvað í framtíðinni. 😀

Á mánudaginn 20. apríl – Voru kynningar á hugtakakortunum okkar. Það náðu ekki alveg allir að kynna og ég var ein af þeim þannig ég átti bara að kynna mitt hugtakakort í næsta tíma.

Á miðvikudaginn 22. apríl (tvöfaldur tími) – Við fórum ekki í þessa tíma vegna þess það var Halldórsmótið í skák. Ég tók samt ekki þátt í því og var þá bara í staðinn á búa til vöfflur og svoleiðis. :)

Á fimmtudaginn 23. apríl – Var ekki skóli vegna þess það var sumardaginn fyrsti og þá féll auðvitað tíminn…….frábært:/

Hugtakakortið mitt!

Þetta fór þannig fram að við byrjuðum að para okkur tvö & tvö saman, ég og Aníta Víðis vorum saman. Síðan áttum við finna okkur eitt stórt hugtak sem voru tengt náttúrufræðinni og vinna með það. Áður en við byrjuðum á sjálfu hugtakakortinu þá til dæmis lásum við um hugtakið sem viðætluðum að taka og á meðan við lásum textann sem við fundum um hugtakið þá skrifuðum við orð upp úr textanum sem okkur fannst mikilvæg og sem tengdust hugtakinu. Við skrifuðum orðin bara á litla miða og Aníta gerði sína miða og ég mína miða og síðan bárum við alla miðana okkar saman. Þegar við bárum miðana okkar saman þá voru mjög svipuð orð á miðunum, við notuðum auðvitað líka sama textann. Þegar við vorum búnar að því þá tókum við út nokkra miða sem okkur fannst ekki vera nauðsynlegir og kannski skildum við líka ekkert öll orðin. Síðan byrjaði alvöru vinnan. Við þurftum að raða miðunum í eiginlega þeirri röð sem við ætluðum að byggja upp hugtakakortið. Það er kannski smá erfitt að útskýra en þetta sést nánar á mynd nr.1. Þegar við vorum búnar að raða miðunum í þeirri röð sem okkur leist vel á og sem okkur fannst meika séns þá máttum við byrja á hugtakakortinu. En hún gerði sér hugtakakort og ég sér og við unnum ekki saman við að gera þau.

Við notuðum ,,Landslag“ sem yfir hugtakið. Þetta er mjög stórt hugtak og sannleikurinn er að það var líka alveg smá erfitt að vinna með það vegna þess það var svo stórt og það var alveg smá erfitt að cutta niður hvað við ætluðum að fjalla um og þannig. En það tókst á endanum. Við skrifuðum í undirflokka og tengdum þá í aðra flokk og á tengingarnar skrifuðum við eitthvað gáfurlegt.

 • Á mynd nr. 1 erum við búin að skrifa niður hugtök á miða og flokka þau þannig þau tengjast.
 • Á mynd nr. 2 er fullklárað hugtakakortið mitt.
 • Heimildirnar sem við notuðum

10406013_817994448254811_1664582025_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11156841_824607200926869_1804372778_n (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðeins um langslag:

Landslag er mjög vítt fyrirbæri og margt sameiginlegt með hugtökunum ,,umhvefi“ og ,,náttúra“. Landslag merkir ,,merkir svæði sem fólk sér og fengið hefur ásýnd og einkenni vegna samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta.“ Landslag mótast af landslagsþáttum t.d. hafinu, stöðuvötnum, ám, gróðurfari, landbúnaði, mannvirkjum og veðurfari. Vegna þess að Ísland er eldfjallaeyja þá er týpískt ,,íslenskt landslag“ hraun, jöklar og eldfjöll. 

Myndir af mismunandi landslögum:

hey

mum

 

 

lolbæ

 

 

 

Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og öðruvísi verkefni. :)

Fréttir! :)

Myndir af mismunandi landslögum

Fullkomnasta landslagkort heims (frétt frá 2009)

YouTube myndband af landslaginu á Íslandi (smá langt)

Heimildir:

náttúrufræðisíðan

Landslag

mbl.is

YouTube.com

nationalgeographic.com

Mynd 1, 2, 3, 4

 

Á mánudaginn 13. apríl – Var ekki tími vegna þess að við vorum að sýna leikritið.

Á miðvikudaginn 15. apríl (tvöfaldur tími) – Gyða byrjaði á því að sýna okkur hvað við værum að fara að rifja upp fyrir lokapróf. Hún kynnti líka fyrir okkur að við séum að fara að byrja að gera nýtt verkefni en það fer þannig fram að við veljum okkur eitt af þessum hugtökum sem við höfum verið að læra um í vetur og skrifum helstu upplýsingarnar um hugtakið. Svo gerum við líka nokkrar spurningar frá þessu hugtaki. Síðan skilum við Gyðu þessu að hún setur þetta í svona bók sem við fáum öll og það á að hjálpa okkur að undirbúa okkur fyrir lokapróf. Þetta er einstaklingsverkefni. Restina af þessum tímum vorum við bara að klára hugtakakortin okkar og fínpússa þau, til dæmis að flokka hvern flokk fyrir sig eftir litum þannig kortið sé skiljanlegara, skrá niður heimildir og merkja og þannig. Síðan lét Gyða okkur fá sjálfsmatsblöð þar sem við skráðum niður vinnuna okkar og líka hvernig hugtakakortið litu út og skipulagið og fleira.

Áhersluatriðin…

Verkefnið…

Á fimmtudaginn 16. apríl – Var ekki tími vegna þess að elsta stigið var í skíðaferðalagi í Bláfjöllum.

Fréttir! :)

Íslenskt landslag selur í Hollywood (frétt frá 2013)

Ísland bara land eftir 100 ár? (frétt frá 2014)

National Geographic notar íslenska mynd á forsíðu  (frétt frá 2014)

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

mbl.is

Mynd

Á mánudaginn 6.apríl – Var ekki skóli vegna þess að við vorum í páskafríi.

Á miðvikudaginn 8. april (tvöfaldur tími) – Þetta var mjög fjölbreyttur fyrsti tími eftir páska en við byrjuðum að ræða skipulagið fram að skólalokum og komst í ljós að við eigum bara örfáa tíma eftir í náttúrufræði. Og við eigum líka eftir að blogga sirka fjórum sinnum í viðbót. Þetta er allt að vera búið :( Þessi tími var mjög rólegur og við gerðum ekki mikið. En það sem við gerðum var að við horfðum á nokrar stuttar fræðslumyndir frá síðunni Nature is speaking. Það sem við gerðum var að við horfðum á eina svona stutta fræðslumynd og á meðan skrifuðum við niður á blað orðin sem komu fyrir í myndbandinu sem tengdist því sem var að fjalla um. Síðan ræddum við um orðin og deildum orðunum og sáum hvort einhver væri með önnur orð sem maður skrifaði ekki niður. Því næstu bjuggum við til krossglímu með aðalorðinu og notuðum hin orðin inn í. Þetta gerðum við með tvær fræðslumyndir og síðan horfðum við líka á tvær aðrar sem við þurftum ekkert að skrá niður. Inn á milli kíktum við líka á fréttir og bjuggum til umræðu um fréttina. Fréttirnar sem við kíktum á voru ,,facebook“ & ,,steypireiður„.

Myndirnar sem við horfðum á voru:

Dæmi hvernig við gerðum þetta…….

Horðum á fræðslumyndina um móðir náttúru að skrífuðum orð niður sem komu fyrir í myndinni. Síðan bjuggum við til krossglímu í sameiningu með orðunum okkar.

Mannkyn

þrÓast

auÐlindir

ÖflugrI

SjóR

ofNýta

Áhrif

Tegund

plöntTur

gróðurhÚsaáhrif

skógaR

hAmfarir

Þetta var mjög rólegur og skemmtilegur tími. :)

Á fimmtudaginn 9.apríl – Þá vorum við að vinna í hugtökunum okkar og búa til hugtakakort út frá þeim. Ég er með hugtakið ,,Landslag“. Við eigum að skila & kynna þau í næstu viku.

Fréttir!

 Hvalirnar ferðast þvert yfir Kyrrahafið

 Nálægt því að finna líf utan jarðar

 Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

mbl.is

natureisspeaking.org

Mynd = týpískt landslag á Íslandilandslag

 

Á mánudaginn 9. mars – Þá var fyrirlestrar tími í Nearpod um þema og eðlisfræði Íslands. Við töluðum um orku og mælieiningar, vatnaflsvirkjanir, uppistöðulók, vindoku og fleira. Meira um þetta í fróðleik.

Fróðleikur upp úr glærum:

Orka og mælieiningar

 • Orku jarðar má rekja til sólarinnar
 • Orka eyðist ekki – breytir um form
 • 30 % orku á heimilum nýtist ekki!
 • Það myndi þurfa 6 jarðir ef allir í heiminum myndu lifa eins og Íslendingar

Vatnafl

 • Stöðuorka breytt í hreyfiorku
 • Meiri fallhæð og meira vatnsmagn gefur meiri afl, fullt fer til spillis
 • Vatn þekur 70% jarðar

Uppistöðulón

 • Geyma orkuna nafnvirði lóns —-> hve mikil orka er varðveitt því
 • Helstu ókostir: land fer á kaf í vatn, eyðing gróðurs, áfok og vatnsborð sveiflast

Vindorka

 • Spaðarnir snúa öxli
 • Öxullinn tengdur gírkassa
 • Gírkassinn keyrir upp snúning
 • Rafallinn framleiðir rafmagn
 • Rafmagn leitt niður turninn við lága spennu um kapal
 • Spennubreytingar við jörð

Endurnýjanleg orka

 • Sól
 • Vindur
 • Vatn
 • Sjávarföll
 • (viður, lífdísel, jarðhiti)

Jarðefnaeldsneyti ,,vond orka“

 • Kol
 • Olía
 • Jarðgös
 • Kjarnorka

Á miðvikudaginn 11. mars (tvöfaldur tími) – Við byrjuðum á því að fara yfir myndirnar sem við póstuðum á lokaða hópinn okkar í náttúrufræði á facebook, Þau sem voru með flest like á einni mynd var hópurinn sem Þórdís, Viktor og Óskar voru í. Restina af tímanum vorum við að undirbúa okkur fyrir Pisa könnun. Við unnum tvö og tvö saman, vorum með iPada og fórum inn á ,,Skilningsbókina“ og fórum í náttúrufræðikaflann. Ég og Hrafndís vorum saman að leysa þessi verkefni og gekk alveg ágætlega, þótt sumt var aðeins erfitt. Þetta voru mörg verkefni til að velja úr og held ég að sum voru erfiðari en önnur. Við gerðum verkefnin um veður, pítsa deig og hunda.

Á fimmtudaginn 12. mars – Í þessum tíma var Gyða að fara yfir svörin úr verkefnunum sem við fórum í deginum áður. Þetta var nánast allt rétt hjá okkur Hrafndísi. Síðan í lokinn skoðuðum við nokkrar fréttir.

 Fréttir! :)

Áhrif myrkvans ekki mikil á sólarorku

Hafísinn í sögulegu hámarki

Markmiðun um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

mbl.is

Á mánudaginn 2. mars – Þetta var fyrirlestra tími í Nearpod um lífríki Íslands og fleira. Við gerðum mikið í þessum tíma og var hann alveg mikilvægur að mínu mati. Við töluðum um lofthjúp jarðar, veðurfar, vatn og hringrás vatns, loftlag, gróðurbelti, hafið og lífríkið þar og líka um flóð og fjöru og hvað veldur því að það gerist. :) Síðan eftir þennan svakalega fyrirlestur þá fórum við í smá kahoot um Ísland og fleira.

Fróðleikur upp úr glærum:

Lofthjúpur Jarðar

 • Gufuhvolf
 • Þyngdarkraftur
 • Lagaskipting
 • Veðrahvolf – 90% af öllum efni og nær öll vatnsgufan
 • Heiðhvolf – ósonlag verndun gegn útfjólubláu geislum
 • Miðhvolf – flestir loftsteinar brenna upp
 • Hitahvolf – myndast norðurljósa og endurvarpa útvarpsbylgjum

Efni og orka í lofthjúpi

 • Orkujafnvægi jarðar.
 • Jörðin fær örlítill hluta þeirra orku sem sólin sendir út í geim
 • 50% berst á yfirborð
 • 20% hitar gufuhvolfið
 • Jörðin er eins og hún sé í kápu og rakinn kemst ekki út

Veðurfar

 • Ræðst af geislum sólar, legu lands, hafstraumum og landslagi
 • Sólin stjórnar öllu

Vatn mikilvægasta efni á jörðinni

 • Geymsla og hreyfing á vatni
 • Uppgufun, þétting, úrkoma, úrfellingu, ofanflæði, innflæði, sigtun, upplausn, plöntuöndun, bráðnun og grunnvatnsflæði

Loftslag

 • Kuldabelti
 • Tempraða belti
 • Heittempraða belti
 • Hitabelti

Gróðurbelti

 • Ísland er í kaldtempraða beltinu
 • Ísland til Grænlands = 290 km
 • Ísland til Bretlands = 800 km
 • Ísland til Færeyja = 430 km
 • Ísland til Svalbarða = 1600 km
 • Ísland til Skandívönu = 970 km
 • Ísland er mjög einangrað

Höfin

 • Úthöf – innhöf – strandhöf
 • Efnasamsetning
 • Hafsbotn – neðansjávarhryggir
 • Hafstraumar og áhrif – Golfstraumurinn
 • Öldur og sjávarföll – Tunglið
 • Auðlidir í hafi – Fiskistofnar og sjávarfallaorka
 • Mengun hafs
 • Ísland er með mjög fáar tegundir en það er mikið af næringarefnum útaf köldum og heitum sjó

Á miðvikudaginn 4. mars (tvöfaldur tími) – Gyða var ekki þannig við nýttum bara tímana að gera annað. Til dæmis læra fyrir samfélagsfræðipróf eða bara vera í iPad og gera málfræðigreiningu þar.

Á fimmtudaginn 5. mars – Þá prófuðum við eitthvað nýtt. Okkur var skipt upp í fimm hópa, ég var með Antoni og Patryk í hóp. Síðan áttum við að fara út og taka myndir af einhverju í náttúrunni sem tengdist því sem við erum búin að vera að læra í þessum hlekk. Síðan settum við þessar fjórar myndir inn á Facebook þar sem við erum með lokaðann náttúrufræðihóp. Verkefni síðan fyrir næsta náttúrufræðitíma var að like-a fjórar myndir frá öðrum hópum, mátti ekki like-a sínar eigin myndir. Þetta var öðruvísi og alveg skemmtilegt verkefni. :)

Myndirnar frá okkar hóp:

Kellingarfjöll eru allavega í þessa átt

Kellingarfjöll eru allavega í þessa átt

 

Bergtegundir - steinar

Bergtegundir – steinar

 

 

 

 

 

Lífríkið á Íslandi

Lífríkið á Íslandi

Miðfell - móberg

Miðfell – móberg

Fréttir! :) (gamlar fréttir)

Áhrif á lífríki ráðast lengd eldgossins 

Evrópa nær ekki loftslagsmarkmiðunum

Vatn í lofthjúpi fjarreikistjarna

Dýrin sem eru í útrýmingarhættu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

visir.is

mbl.is

bleikt.is

Á mánudaginn 23. febrúar – Við kláruðum við ræða um spurningarnar sem eftir voru. Ég var alveg ný í þessu en þetta var alveg gaman og öðruvísi. Síðan ræddum við um nokkrar fullyrðingar, þetta var svona smá heimsspeki. Sumar fullyrðingarnar meikuðu séns en aðrar ekki og síðan áttum við að flokka þær undir skynsemi eða óskynsemi. Þetta var mjög skemmtilegur tími. :)

Á miðvikudaginn 25. febrúar (tvöfaldur tími) – Ég var ekki í þessum tíma vegna þess að ég var veik. Gyða var hinsvegar með smá fyrirlestur um jarðfræði í Hrunamannahreppi. Síðan var stöðvavinna og allir unnu bara á sínum hraða. Þau unnu mikil þessara verkefni í iPad og svöruðu spurningum líka þar.

Fróðeikur úr glærum:

Helstu bergtegundir

 • Blágrýti (basalt)
 • Líparít
 • Móberg

Hreppaflekinn

 • Sjálfstæður lítill fleki
 • Hvorki samstíga Ameríkuflekanum né Evrasíuflekanum
 • Hefur rek- og gosbelti á báðar hliðar
 • Hefur missigið og brotnað
 • Mænissás sem stefnir NA-SV og hallar jarðlögum til beggja átta

Náttúruvernd

 • Sérstök verndarsvæði
 • Stór hluti hálendisins
 • Sérstæð eða einstæð svæði vegna landslags, jarðmyndana, gróðurfars eða dýralífs

Á fimmtudaginn 26. febrúar – Við byrjuðum á því að fara í Nearpod en við skoðuðum bara svona tvær glærur því Gyða nennti eiginlega ekki að kenna okkur og við vorum líka heldur ekkert að fylgjast með þannig við enduðum bara á því að skoða blogg.

Fréttir! :)

Bergtegund Íslands

Hvernig er hægt að klikka á svona hönnun

Jarðvegur á Íslandi og á Hawaii

Lést eftir að hafa spilað tölvuleik

Heimildir:

náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

visir.is

spyr.is

mbl.is

pressan.is

 

 

Ég var ekki í þessari viku í skólanum þannig ég ætla bara að skrifa um hvað krakkarnir gerðu. :)

Á mánudaginn 16. febrúar – Þá byrjuðu þau í nýjum hlekk, Ísland. Þau skiluðu líka heimaprófinu úr eðlisfræði hlekknum. Síðan talaði Gyða um aðalatriðin í hlekknum og hvað við erum að fara að læra. Því næst fengu krakkarnir spurningar til að svara og síðan voru þau sett tvö & tvö saman og áttu að undirbúa og velta fyrir sér einnar spurningarinnar sem hún setti fyrir og síðan á fimmtudaginn var umræðutími um þessar spurnigar.

Spurningarnar:

hvað er náttúra?

hvað er umhverfi?

er íslenskt vatn íslenskt?

hvernig mótar maður landið?

menningarlandslag, hvað er það?

hver á Dettifoss?

á ég að hreinsa fjöruna?

 Á miðvikudaginn 18. febrúar (tvöfaldur tími) – Í byrjun tímans þá horfðu krakkarnir að á smá kynningu á legó valinu sem nokkrir strákar voru með. Þegar kynningin var búin þá horfðu þau á fræðslumynd um eldfjallið Kötlu. Síðan fengu þau heimaprófin til baka og ég hef heyrt að það komu bara flest allir nokkuð vel út úr því. :) Svo fóru þau inná Jarðfræðivefinn og skoðuðu þar. Síðan í lokinn fengu þau tíma að að punkta niður og gera allt klárt fyrir umræðutímann næsta dag.

Á fimmtudaginn 19. febrúar – Var umræðutíminn og þetta virkaði þannig að ein spurning var tekin í einu frá einhverjum hóp og síðan fengu allir að komast að og segja sína skoðun á hlutunum og stundum komust þau að samkomulagi en stundum ekki. Skoðanir voru mismunandi og krökkunum fannst þetta skemmtilegt, eða allavega það sem þau segja inn á sínum bloggsíðum.

Frétti! :)

Ísland örlítið minna en talið var

Veðrið í beinni

Dýrin í hafa stækkað

Heimildir:

visir.is

mbl.is

náttúrufræðisíðan

Á mánudaginn 9. febrúar – Við byrjuðum á smá umræðu um ljósið og horfðum á myndband um það. Síðan út frá því rifjuðum við smá upp um bylgjur og allt sem tengist þeim. Síðan var okkur skipt upp í 4 manna hópa og í þessum hópum vorum við að ræða ýmis hugtök sem Gyða lét okkur fá. Þessi hugtök voru t.d. orka, umhverfi og framtíð. Umræðan gekk vel og síðan fengum við að heyra frá öðrum hópum hvað þau ræddu um. :)

Á miðvikudaginn 11. febrúar (tvöfaldur tími) – Ég var reyndar ekki vegna þess að ég þurfti að fara í smá aðgerð en Gyða hélt stuttan fyrirlestur fyrir krakkanna um segulmagn. Síðan voru þau pöruð tvö & tvö saman og áttu að velja sér eittvað hugtak sem við erum búin að læra um í hlekknum og gera plakat um það.

Á fimmtudaginn 12. febrúar – Var ég ekki aftur en krakkarnir voru bara að klára plakötin sín ef þess þurfti og síðan kynntu þau sitt hugtak fyrir öllum bekknum. Síðan fengu þau afhent heimaprófið úr þessum hlekk og skiluðu því síðan á mánudaginn. Ég fékk líka heimprófið en vegna þess að ég var að jafna mig eftir aðgerð þá fékk ég aðeins lengri skilafrest en þau. :)

Fréttir! :)

 Þegar vetrarbrautir rekast á 

Apple að vinna að rafbíl

Heimildir:

mbl.is

Þetta er mjög stutt blogg en ég bara var í svo fáum tímum.

Heimaverkefni!

Við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima og útskýra og merkja inn lekaliðann.

10994646_793240210730235_358163656_n

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er rafmagnstaflan heima hjá mér. Inn í bleika kassanum er lekaliðinn. Lekaliðinn er aðal straumrofinn. Ef kemur upp á slær hann öllu rafmagninu út í húsinu. Hinir rofarnir eru allir öryggi.

 

 

 

Á  mánudaginn 2. febrúar – Við byrjuðum að horfa á stutt myndbönd sem Gyða sýndi okkur. Ég lærði eitthvað nýtt af þessum stuttu myndböndum en líka vissi ég alveg eitthvað sem var sagt í þeim því Gyða er búin að vera með svo góða fyrirlestra um þetta allt. :)  Eftir að við horfðum á myndböndin þá var smá umræða um þau til dæmis hvað er raðtengd og hliðtengd straumrás? Við lærðum líka um mismunandi gerðir viðnáma. Síðan breyttum við aðeins til í restina á tímanum og vorum bara að svara spurningum upp úr bók. Bókin sem við notuðum heitir Eðlisfræði 1 og hún er mjög ný og flott bók. Við svöruðum spurningum sem tendugst sem við erum búin að vera læra síðustu viku og þetta var Sjálfspróf úr 1,2 á bls 19. Það var alveg ágætt að breyta aðeins til og síðna fórum við yfir svörin í enda tímans og var alltaf smá umræða um hvert svar og það er mjög þæginlegt því þá tekur maður vel eftir. :)

Á miðvikudaginn 4. febrúar (tvöfladur tími) – Byrjuðum aftur að horfa á horfa á stutt fræðslumyndbönd. Síðan fengum við að fikta okkur með rafmagn. Við prófuðum allt sjálf og sumt virkaði en annað ekki. Þetta var mjög skemmtilegur og rólegur tími. :)

11004137_791190204268569_1642617790_n

 

11004852_791190257601897_948218414_n

 

10979191_791190370935219_1246221688_n

 

 

11007640_791190874268502_1462132907_n

Á fimmtudaginn 5. febrúar – Var stutt könnun í byrjun tímans. Við fengum að hafa öll gögn með okkur en samt var könnunin alveg smá erfið en samt sanngjörn. :) Síðan restina af tímanum skoðuðum við blogg og fréttir.

Fréttir! :)

Smábatterí geta valdið mikilla hættu

11% spendýra dáið út á 200 árum

Heimildir:

mbl.is

Myndir frá mér

 

 

1 2 3 4 5 11