Eðlisfræði – vika 3! (:

0

Á mánudaginn 9. febrúar – Við byrjuðum á smá umræðu um ljósið og horfðum á myndband um það. Síðan út frá því rifjuðum við smá upp um bylgjur og allt sem tengist þeim. Síðan var okkur skipt upp í 4 manna hópa og í þessum hópum vorum við að ræða ýmis hugtök sem Gyða lét okkur fá. Þessi hugtök voru t.d. orka, umhverfi og framtíð. Umræðan gekk vel og síðan fengum við að heyra frá öðrum hópum hvað þau ræddu um. :)

Á miðvikudaginn 11. febrúar (tvöfaldur tími) – Ég var reyndar ekki vegna þess að ég þurfti að fara í smá aðgerð en Gyða hélt stuttan fyrirlestur fyrir krakkanna um segulmagn. Síðan voru þau pöruð tvö & tvö saman og áttu að velja sér eittvað hugtak sem við erum búin að læra um í hlekknum og gera plakat um það.

Á fimmtudaginn 12. febrúar – Var ég ekki aftur en krakkarnir voru bara að klára plakötin sín ef þess þurfti og síðan kynntu þau sitt hugtak fyrir öllum bekknum. Síðan fengu þau afhent heimaprófið úr þessum hlekk og skiluðu því síðan á mánudaginn. Ég fékk líka heimprófið en vegna þess að ég var að jafna mig eftir aðgerð þá fékk ég aðeins lengri skilafrest en þau. :)

Fréttir! :)

 Þegar vetrarbrautir rekast á 

Apple að vinna að rafbíl

Heimildir:

mbl.is

Þetta er mjög stutt blogg en ég bara var í svo fáum tímum.

Heimaverkefni!

Við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima og útskýra og merkja inn lekaliðann.

10994646_793240210730235_358163656_n

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er rafmagnstaflan heima hjá mér. Inn í bleika kassanum er lekaliðinn. Lekaliðinn er aðal straumrofinn. Ef kemur upp á slær hann öllu rafmagninu út í húsinu. Hinir rofarnir eru allir öryggi.

 

 

 

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *