Nýr hlekkur – Ísland – vika 1! (: (var ekki í neinum tímum, var enþá að jafna mig eftir aðgerð)

0

Ég var ekki í þessari viku í skólanum þannig ég ætla bara að skrifa um hvað krakkarnir gerðu. :)

Á mánudaginn 16. febrúar – Þá byrjuðu þau í nýjum hlekk, Ísland. Þau skiluðu líka heimaprófinu úr eðlisfræði hlekknum. Síðan talaði Gyða um aðalatriðin í hlekknum og hvað við erum að fara að læra. Því næst fengu krakkarnir spurningar til að svara og síðan voru þau sett tvö & tvö saman og áttu að undirbúa og velta fyrir sér einnar spurningarinnar sem hún setti fyrir og síðan á fimmtudaginn var umræðutími um þessar spurnigar.

Spurningarnar:

hvað er náttúra?

hvað er umhverfi?

er íslenskt vatn íslenskt?

hvernig mótar maður landið?

menningarlandslag, hvað er það?

hver á Dettifoss?

á ég að hreinsa fjöruna?

 Á miðvikudaginn 18. febrúar (tvöfaldur tími) – Í byrjun tímans þá horfðu krakkarnir að á smá kynningu á legó valinu sem nokkrir strákar voru með. Þegar kynningin var búin þá horfðu þau á fræðslumynd um eldfjallið Kötlu. Síðan fengu þau heimaprófin til baka og ég hef heyrt að það komu bara flest allir nokkuð vel út úr því. :) Svo fóru þau inná Jarðfræðivefinn og skoðuðu þar. Síðan í lokinn fengu þau tíma að að punkta niður og gera allt klárt fyrir umræðutímann næsta dag.

Á fimmtudaginn 19. febrúar – Var umræðutíminn og þetta virkaði þannig að ein spurning var tekin í einu frá einhverjum hóp og síðan fengu allir að komast að og segja sína skoðun á hlutunum og stundum komust þau að samkomulagi en stundum ekki. Skoðanir voru mismunandi og krökkunum fannst þetta skemmtilegt, eða allavega það sem þau segja inn á sínum bloggsíðum.

Frétti! :)

Ísland örlítið minna en talið var

Veðrið í beinni

Dýrin í hafa stækkað

Heimildir:

visir.is

mbl.is

náttúrufræðisíðan

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *