Ísland – vika 3! (:

0

Á mánudaginn 2. mars – Þetta var fyrirlestra tími í Nearpod um lífríki Íslands og fleira. Við gerðum mikið í þessum tíma og var hann alveg mikilvægur að mínu mati. Við töluðum um lofthjúp jarðar, veðurfar, vatn og hringrás vatns, loftlag, gróðurbelti, hafið og lífríkið þar og líka um flóð og fjöru og hvað veldur því að það gerist. :) Síðan eftir þennan svakalega fyrirlestur þá fórum við í smá kahoot um Ísland og fleira.

Fróðleikur upp úr glærum:

Lofthjúpur Jarðar

 • Gufuhvolf
 • Þyngdarkraftur
 • Lagaskipting
 • Veðrahvolf – 90% af öllum efni og nær öll vatnsgufan
 • Heiðhvolf – ósonlag verndun gegn útfjólubláu geislum
 • Miðhvolf – flestir loftsteinar brenna upp
 • Hitahvolf – myndast norðurljósa og endurvarpa útvarpsbylgjum

Efni og orka í lofthjúpi

 • Orkujafnvægi jarðar.
 • Jörðin fær örlítill hluta þeirra orku sem sólin sendir út í geim
 • 50% berst á yfirborð
 • 20% hitar gufuhvolfið
 • Jörðin er eins og hún sé í kápu og rakinn kemst ekki út

Veðurfar

 • Ræðst af geislum sólar, legu lands, hafstraumum og landslagi
 • Sólin stjórnar öllu

Vatn mikilvægasta efni á jörðinni

 • Geymsla og hreyfing á vatni
 • Uppgufun, þétting, úrkoma, úrfellingu, ofanflæði, innflæði, sigtun, upplausn, plöntuöndun, bráðnun og grunnvatnsflæði

Loftslag

 • Kuldabelti
 • Tempraða belti
 • Heittempraða belti
 • Hitabelti

Gróðurbelti

 • Ísland er í kaldtempraða beltinu
 • Ísland til Grænlands = 290 km
 • Ísland til Bretlands = 800 km
 • Ísland til Færeyja = 430 km
 • Ísland til Svalbarða = 1600 km
 • Ísland til Skandívönu = 970 km
 • Ísland er mjög einangrað

Höfin

 • Úthöf – innhöf – strandhöf
 • Efnasamsetning
 • Hafsbotn – neðansjávarhryggir
 • Hafstraumar og áhrif – Golfstraumurinn
 • Öldur og sjávarföll – Tunglið
 • Auðlidir í hafi – Fiskistofnar og sjávarfallaorka
 • Mengun hafs
 • Ísland er með mjög fáar tegundir en það er mikið af næringarefnum útaf köldum og heitum sjó

Á miðvikudaginn 4. mars (tvöfaldur tími) – Gyða var ekki þannig við nýttum bara tímana að gera annað. Til dæmis læra fyrir samfélagsfræðipróf eða bara vera í iPad og gera málfræðigreiningu þar.

Á fimmtudaginn 5. mars – Þá prófuðum við eitthvað nýtt. Okkur var skipt upp í fimm hópa, ég var með Antoni og Patryk í hóp. Síðan áttum við að fara út og taka myndir af einhverju í náttúrunni sem tengdist því sem við erum búin að vera að læra í þessum hlekk. Síðan settum við þessar fjórar myndir inn á Facebook þar sem við erum með lokaðann náttúrufræðihóp. Verkefni síðan fyrir næsta náttúrufræðitíma var að like-a fjórar myndir frá öðrum hópum, mátti ekki like-a sínar eigin myndir. Þetta var öðruvísi og alveg skemmtilegt verkefni. :)

Myndirnar frá okkar hóp:

Kellingarfjöll eru allavega í þessa átt

Kellingarfjöll eru allavega í þessa átt

 

Bergtegundir - steinar

Bergtegundir – steinar

 

 

 

 

 

Lífríkið á Íslandi

Lífríkið á Íslandi

Miðfell - móberg

Miðfell – móberg

Fréttir! :) (gamlar fréttir)

Áhrif á lífríki ráðast lengd eldgossins 

Evrópa nær ekki loftslagsmarkmiðunum

Vatn í lofthjúpi fjarreikistjarna

Dýrin sem eru í útrýmingarhættu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

visir.is

mbl.is

bleikt.is

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *