Ísland – vika 4! (:

0

Á mánudaginn 9. mars – Þá var fyrirlestrar tími í Nearpod um þema og eðlisfræði Íslands. Við töluðum um orku og mælieiningar, vatnaflsvirkjanir, uppistöðulók, vindoku og fleira. Meira um þetta í fróðleik.

Fróðleikur upp úr glærum:

Orka og mælieiningar

 • Orku jarðar má rekja til sólarinnar
 • Orka eyðist ekki – breytir um form
 • 30 % orku á heimilum nýtist ekki!
 • Það myndi þurfa 6 jarðir ef allir í heiminum myndu lifa eins og Íslendingar

Vatnafl

 • Stöðuorka breytt í hreyfiorku
 • Meiri fallhæð og meira vatnsmagn gefur meiri afl, fullt fer til spillis
 • Vatn þekur 70% jarðar

Uppistöðulón

 • Geyma orkuna nafnvirði lóns —-> hve mikil orka er varðveitt því
 • Helstu ókostir: land fer á kaf í vatn, eyðing gróðurs, áfok og vatnsborð sveiflast

Vindorka

 • Spaðarnir snúa öxli
 • Öxullinn tengdur gírkassa
 • Gírkassinn keyrir upp snúning
 • Rafallinn framleiðir rafmagn
 • Rafmagn leitt niður turninn við lága spennu um kapal
 • Spennubreytingar við jörð

Endurnýjanleg orka

 • Sól
 • Vindur
 • Vatn
 • Sjávarföll
 • (viður, lífdísel, jarðhiti)

Jarðefnaeldsneyti ,,vond orka“

 • Kol
 • Olía
 • Jarðgös
 • Kjarnorka

Á miðvikudaginn 11. mars (tvöfaldur tími) – Við byrjuðum á því að fara yfir myndirnar sem við póstuðum á lokaða hópinn okkar í náttúrufræði á facebook, Þau sem voru með flest like á einni mynd var hópurinn sem Þórdís, Viktor og Óskar voru í. Restina af tímanum vorum við að undirbúa okkur fyrir Pisa könnun. Við unnum tvö og tvö saman, vorum með iPada og fórum inn á ,,Skilningsbókina“ og fórum í náttúrufræðikaflann. Ég og Hrafndís vorum saman að leysa þessi verkefni og gekk alveg ágætlega, þótt sumt var aðeins erfitt. Þetta voru mörg verkefni til að velja úr og held ég að sum voru erfiðari en önnur. Við gerðum verkefnin um veður, pítsa deig og hunda.

Á fimmtudaginn 12. mars – Í þessum tíma var Gyða að fara yfir svörin úr verkefnunum sem við fórum í deginum áður. Þetta var nánast allt rétt hjá okkur Hrafndísi. Síðan í lokinn skoðuðum við nokkrar fréttir.

 Fréttir! :)

Áhrif myrkvans ekki mikil á sólarorku

Hafísinn í sögulegu hámarki

Markmiðun um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

mbl.is

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *