Hlekkur 1

Á mánudaginn 6. október – Þá sagði Gyða við okkur að það gekk ekki vel í prófinu, því miður. Þannig hún paraði okkur 2 og 2 saman eftir einkunnum og ég og Svava vorum saman. Það sem við áttum að gera í þessum tíma var að svara spurningum sem voru einnig í prófinu. Og við þetta tækifæri gátum við hækkað einkunnina okkar. :) Okkur gekk vel að svara þeim en því miður náðum við ekki að klára að svara þeim öllum.

Þetta eru spurningarnar sem við áttum að svara:

 • Lýstu mismunandi hringrásum kolefnis…
 • Lýstu áhrifum búsetu manna á trjágróður á Íslandi…
 • Hver er líkleg orsök þess vegna að kríu gengur illa að verpa við Ísland síðustu ár?…
 • Hvaða áhrif hefur Golfstraumurinn á lífríkið við Ísland?…
 • Segðu frá sérstöðu íslenskar náttúru…
 • Hvers vegna aukast gróðurhúsaáhrif og hvernig stuðlar eyðing skóga að aukningu gróðurhúsaáhrifa?…
 • Gerðu grein fyrir ólíkum bleikjuafbrigðum í Þingvallavatni…
 • Hver gætu orðið afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa á Íslandi?…

Á miðvikudaginn 8. október (tvöfaldur tími) – Þá féll náttúrufræðitímarnir niður vegna skólahlaupsins.

Á fimmtudaginn 9. október – Við fengum prófið til baka og spurningarnar sem við svöruðum á mánudeginum. Og við fórum öll yfir það allt með Gyðu og það tók alveg góðan tíma. Svo rétt í endann á tímanum þá fórum við aðeins að rifja um frumuna síðan úr 8.bekk því við erum að fara núna í hlekk sem er aðallega bara um kjarnann í frumunni. :)

 Fréttir!! 😀

,,Besta myndin frá Holuhrauni“

September sá hlýjasti í sögunni

Geimfarar munu svelta í hel

Skelfileg áhrif stera og eiturlyfja

Heimildir:

mbl.is

pressan.is

visir.is78585-004-BC0F7EE4

Mynd

 

Vika 3……….

Á mánudaginn 22. september og miðvikudaginn 24. september – Var samrændupróf þannig náttúrufræðitímarnir duttu niður.

Vika 4……….

Á mánudaginn 29. september – Vorum við niður í tölvuveri að klára að svara spurningum úr kafla 2 í heftinu “ Loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar „. Og svo máttum við líka skoða linka. Þessir linkar voru fréttir og líka myndbönd.

Á miðvikudaginn 1. október (tvöfaldur tími) – Gyða byrjaði að sýna okkur fréttir og skýrslu frá WWF. Eftir það fórum við í alías upp úr hlekknum til að rifja upp hugtökin sem við erum búin að læra. Ég var með Þórdísi, Svövu og Antoni í hóp og okkur gekk alveg ágætlega, allavega unnum við. Svo fengum við stutta pásu og svo var próf. Í prófinu máttum við hafa hugtakakortið með okkur. Hugtakakortin voru notuð vegna þess að við áttum að glósa fyrir prófið. Gyða setti fyrir próf hugtök sem við áttum að vita hvað væri og ég glósaði nánast öll þessi hugtök. Hérna eru hugtökin.

Nokkur af hugtökunum:

 • Ljóstillífun : Koltvíoxið + vatn <—-sólarorka—-> glúkósi + súrefni. Formúla : Co2 + H2O <—-sólarorka—-> C6H12O6 + O2.
 • Bruni : glúkósi + súrefni <—-koltvíoxið—> + vatn + orka. Eiginlega öfugt við ljóstillífun.
 • Hringrásir efna : Plöntur eru fremst í nánast öllum fæðukeðjum. Þær kallast frumframleiðendur það sem þær geta búið til orkuríka fæðu með ljóstillífun sinni. Svo éta plöntuætur  plöntuna og rándýr plöntuætuna, þá kallast randýrið neytandi. Neytendur eru ófærir um að búa til lífræn efni og verða því að fá þau úr öðrum lífverum. Sundrendur brjóta líkama dauðra lífvera niður niður í einföld efni efni sem plöntur þurfa til að vaxa og taka upp um ræturnar. Þetta tryggir að þessi efni verða enþá í umferð náttúruinnar.
 • Vistfræði & samspilið í náttúrunni : Vistkerfi fjallar um tengslin milli lífvera og tengsl þeirra við umhverfið sitt. Í vistkerfinu eru allar lífverur háðar hver annarri og þær mynda fæðuvef. Stöðug samkeppni er í vistkerfinu og þar er alltaf skortur á einhverju þar sem allar lífverur berjast um fæðu, vatn, búsvæði og maka. Oft kemst jafnvægi á í vistkerfi en þetta jafnvægi er viðkvæmt og getur auðveldlega raskast. Maðurinn er mikill áhrifavaldur í vistkerfi heimsins.
 • Vistkerfi : Er afmarkað svæði í  náttúrunni, allar lífverur sem lifa þar og lífvana þættir í umhverfinu.
 • Tegund : Er safn einstaklinga sem geta átt saman frjó og eðlileg afkvæmi.
 • Stofn : Er safn lífvera af sömu tegund sem kifa á sama svæði og eignast oftast afkvæmi með einstakling úr sama stofni. T.d. í Þingvallavatni eru til nokkrar tegundir af bleikjum en það er sami stofninn.
 • Sess : Hlutverk og staða lífvera í vistkerfi án þess að samkeppni verði mikil.
 • Skógar á Íslandi : Ísland er í kaldtempraða beltinu og er í reynd hluti af barrskógarbletinu. Á þessu svæði eru vetur kaldir og langir en sumrin mild og úrkomusöm. Ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og einangrun landsins varð til þessað barrskógur óx ekki upp en í stað hans klæddist landið birkiskógi. Skógurinn þakti um fjórðung landsins. Birkiskógurinn eyddist eftir landnám: hann var ruddur af mönnum og þeir notuðu það í hús sín, tún og akra. Búfé gekk sjálfala í skóginum og einnig hefur eldgos og harðir vetrar áhrif.
 • Helstu gróðurlendi : Gróðurlendi er samheiti yfir tiltekið landsvæði þar sem gróður er alls staðar svipaður, til dæmis í skóglendi eða graslendi. Ísland er í dag mest mólendi, melar- og mosagróður. Hálendið er mest auðn.
 • Stöðuvötn : Þau eru skipt í næringarrík og næringarsnauð vötn hefur jarðvegur og berggrunnur mest áhrif. Á Íslandi eru um 9000 stöðuvötn og tjarnir sem eru stærri en einn hektari (1,4% af landinu).
 • Hafið sem vistkerfi : Tveir þriðju hlutar yfirborðs jarðar eru haf. Golfstraumurinn á upptök sín skammt frá norðan við miðbaug, fer um Karíbahaf og svo norður með strönd N-Ameríku. Sveigir svo í austur upp með strönd V-Evrópu og áfram norður til Íslands. Hann ber með sér minn varma úr suðri og án hans væri Ísland óbyggilegt vegna kulda. Mikilvægustu nytjafiskar Íslendinga eru þorskur, ýsa, ufsi, karfi, loðna, síld og makríll.
 • Gróðurhúsaáhrif : Gróðurhúsaáhrifin hita jörðina. Sumar lofttegundir í lofthjúpi jarðar, til dæmis koltvíoxið, draga úr varmatapi jarðarinnar út í geim. Þær valda svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Án gróðurhúsaáhrifa væri meðalhitinn á jörðinni um 35°C kaldara en á jörðinnu í dag. Þegar við brennum jarðefnaeldsneyti, það er í kolum, olíu eða jarðgasi, eykst styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu og gróðurhúaáhrifin verða meiri. Áhrif hlýnunar eru meðal annars öfgar í veðurfari, hærra sjávarborð og súrari sjór. Það er nauðsynlegt að finna aðra og vistvænni orkugjafa.
 • Loftmengun : Brennissteinstríoxíð og nituroxíð frá bílum og verksmiðjum eru sýrandi efni. Efnin geta borist langar leiðir í andrúmsloftinu og falla með regnvatni og sýra jarðveg, sjó og vötn.
 • Ósonlagið : Hátt í lofthjúpnum er örþunnt lag úr lofttegundinni ósoni. Óson gleypir meginhluta skaðlegra, útfjólublárra geisla frá sólinni. Án ósonlagsins væri jörðin líklega algerlega líflaus. Ef útfjólubláu geislarnir mundu ná óhindrað til yfirborðs jarðar myndi aukast líkur á húðkrabbameini.
 • Ofauðgun : Nitur og fosfót eru náttúruleg næringarefni en of mikly mæli valda þau ofauðgun.
 • Umhverfiseitur : Eru þráðvirk eiturefni sem brotna mjög hægt niður. Ef rándýr étur mörg dýr sem hafa umhverfiseitur í líkamanum eykst styrkur eitursins í rándýrinu. Toppneytendur verða verst úti vega eiturefnanna.

Á fimmtudaginn 2. október – Var ekki tími vegna það var frí eftir hádegi.

Fréttir!! (Allt tengt hlekknum, gamlar og nýjar fréttir)

Mengun hefur einnig áhrif á dýr

Ropandi beljur auka gróðurhúsaáhrif

Ósonlagið aldrei verið þynnra

Nýtt (Spá um gasdreyfingu)

Ósonlagið á batavegi

Heimildir:

natturufraedi.fludaskoli.is

vefir.nams.is – spurningar (Maður & Náttúra)

glærur frá Gyðu

hugtakakortið mitt

pressan.is

mbl.is

vedur.is

visir.isghouse_effect

Mynd: thewe.cc

 

Á mánudaginn 15. september – Gyða byrjaði á því að halda áfram með fyrirlesturinn sem við vorum í vikuna á undan en núna notuðum við iPada og forritið Nearpod. Fyrirlestur var mestmegnis um skóga á Íslandi og helstu gróðurlendi. Í fyrirlestrinum voru allskonar verkefni og þrautir inn á milli. Ég og Svava (Hrava) unnum sama og okkur gekk bara ágætlega myndi ég segja. :) Fysrt þurftum við að teikna upp fæðukeðju og fæðuvef og það gekk mjög vel og svo kom 2x 15 spurningar um það sem við erum búin að vera að læra og það gekk bara semí vel. 😀 Og svo fengum við líka stöðvavinnu blöðin okkar til baka.

Fróðleikur upp úr glærum:

 • Ísland er í barrskógarbeltinu
 • Barrskógar vaxa einkum þar sem vetur eru langir & dimmir en sumrin mild & úrkomusöm
 • Birkiskógurinn eyddist eftir landnám vegna þess að skógurinn var: brenddur, ruddur fyrir akurlendi, notaður til eldiviðar & húshitunar. Búfe gekk sjálfala í skóginum. –> Eldgos, harðir vetrar
 • Ísland er í dag mest mólendi, melar- & mosagróður. Hálendið er mest auðn

Á miðvikudaginn 17. september (tvöfaldur tími) – Gyða var ekki en hún var búin að útskýra fyrir okkur hvað við áttum að gera. Við vorum niður í tölvuveri og áttum á horfa á 3 stuttmyndir og svara spurningum sem tengdust myndunum. Við hjálpuðusmt að svara spurningunum og ræddum líka mikið í kringum þær. Þessar spurningar voru mest um lofttegundir, koldíoxið, súrefni, metan og mikið fleira. Mér fannst þessar spurningar aðeins þungar og ég náði ekki að klára spurningarheftið. En það var líka allt í lagi.

Hérna eru stuttmyndirnar sem við vorum að svara spurningum við.

Á fimmtudaginn 18. september – Var ekki skóli vegna foreldraviðtölin voru á þessum degi.

Fréttir!! 😀

Loftlagsmálin & framtíð okkar allra

Brasilía ekki aðili að samkomulagi um stöðvun skógareyðingar

Myndband um náttúru ÍslandsNutima-metan-hringras-ev

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

vefir.nams.is

pressan.is

visir.is

mynd: metan.is

Á mánudaginn 8. september – Við byrjuðum á því á fá iPada og ætluðum að nota appið Nearpod fyrir glærusýningu. En vegna þess að netið vildi ekki tengjast forritinu og allt var að fara í klúður þá gerðum við þetta bara á gamla mátann og Gyða setti glærunar upp á skjávarpa. Og fengum við einnig glærurpakka. Þegar við fórum yfir glærurnar minnstst Gyða á að í þessum hlekk getum við notað bókina Maður & Náttúran ef við værum í vandræðum með eitthvað. Þetta sem var í glærukynninguunni var allt eitthvað sem við þekkjum og höfum lært mest megnis eitthvað en þetta var bara aðeins upprifjun. Svo enduðum við á því að skoða fréttir því það er margt að gerast hérna á Íslandi t.d. eldgosið í Holuhrauni.

Fróðleikur upp úr glærum:

 • Fæðukeðja = Fæðukeðjua lýsir því hvernig mismunandi lífveruhópar afla sér fæðu, hver á eftir annarri í „einfaldri“ röð þannig hver tegund verður hlekkur í fæðukeðjunni
 • Fæðuvefur = Fæðuvefur er mynd sem sýnir fæðutengsl lífvera, hvernig lífverur lifa á öðrum lífverum í gegnum margar samtengdar fæðukeðjur
 • Lífhvolf = Lífhvolf jarðar er allt það svæði þar sem líf á jörðinni þrífts
 • Búsvæði = Búsvæði er afmarkað svæði þar sem lífskilyrði eru öðruvísi en fyrir utan það t.d. skógur & tjörn
 • Líffélög = Líffélög eru allar þær lífverur sem lifa á sama búvæði t.d. í skógi, að þar myndar allur gróður og dýr í skóginum eitt líffélag
 • Vistkerfi = Vistkerfi er líffélag & búsvæði það er að segja allar lífverurnar og lífvana umhverfi þeirra (grjót, molf o.fl.). Vistkerfi hefur skýr og grenileg mörk
 • Sess = Sess er það hlutverk sem hver lífvera hefur í vistkerfinu. Þegar lífverur í vistkerfi skipa mismunandi sess geta þær lifað án þess að samkeppni verði mikil
 • Ísland er í dag mest mólendi, melar-, og mosagróður. Hálendið er mest auðn

Á þriðjudaginn 10. september (tvöfaldur tími) – Í þessusm tveimur tímum var stöðavinna um Ljóstillifun & Bruna. Gyða byrjaði á því að fara yfir allar stöðvarnar og segja hvað væri hægt að gera á þeim. Þetta eru stöðvarnar sem voru í boði. Í lok þessara tíma áttum við hver og eitt að skila blaði með stöðvunum sem við fórum á og lika hvað við gerðum og útkoman. En auðvitað máttum við vinna saman en ég náði bara að gera tvær stöðvar því seinni stöðin tók mjög langan tíma og lærði ég mikið af henni.

Stöð 5 – Ég fór á stöð 5 og það var krossgátustöð. Orðin í krossgátunni eru orð sem við þekkjum og vitum hvað merkja en vegna þess að við erum svona ný byrjuð í skólanum var heilinn aðeins ryðgaður. En það allt reddaðist því við vorum með bókina sem Gyða sagði gott væri að grípa í og þá rúlluðum við þessu upp. Þessa stöð vann ég með Hrafndísi og Anítu V og hér fyrir neðan er hægt að sjá skýringar og orð við krossgátunni. :)

 1. Grænt litarefni = Blaðgræna
 2. Lofttegund sem er nauðsynlegt plöntum = Koltvíoxið
 3. Næringarefni sem myndast við ljóstillífun = Glúkósi
 4. Orkuríkt efni í kartöflum = Mjölvi
 5. Frumilíffæri þar em ljóstillífun fer fram = Grænukorn
 6. Lofttegund sem myndast þegar plöntur mynda glúkósa = Súrefni
 7. Op í blöðum sem hleypa lofttegundum inn og út = Loftauga
 8. Aðalefnið í viði = Varmi
 9. Það sem umlykur okkur og inniheldur lofttegundir = Loft
 10. Sogað upp af rótum plantna = Vatn
 11. Umlykja loftaugu = Varafrumur
 12. Uppspretta ljósorku = Sólin

Stöð 3 – Ég og Brynja unnum þessa stöð saman og þessi stöð var erfið og ég held að við viðurkennum það báðar. En það hjálpaði mjög mikið að hafa bókina og við lásum báðar textan um hringrás kolefnis og svo töluðum við saman um þetta allt og skrifuðum niður á blað okkar niðurstöður. Við skrifuðum um hringnum lokað á einum sólarhringi, hringnum lokað á einu og ári, hringnum lokað á einni öld og jarðefnaeldneyti einna lengsta hringrásin. Ég skrifaði alveg nokkar línur um hvert og eitt og skilaði því á blaði til Gyðu þannig ég ætla ekki að skrifa allt upp aftur hérna. Hérna er góð útskýrning á þessu öllu á vísindavefnum.

Á fimmtudaginn 11. september – Var ég ekki í skólanum því ég fékk frí eftir hádegi til að vera með pabba heima. :)

Fréttir!! 😀

99,9 % líkur á öðru eldgosi

Tröllslegt gljúfur á Mars

Drengur með átta útlimi

Norðurljós dansa yfir Bárðarbungu

 

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

visindavefur.is

is.wikipedia.org

mbl.is

pressan.is

Við bekkurinn fórum í skólaferðalag til DK í nokkra daga. Þetta blogg er bara aðeins um vistkerfið í Danmörku samanborið við Ísland.

Dýr í Danmörku:

 • Í Danmörku eru sniglarnir stærri en hérna á Íslandi og þeir hafa líka skel utan um sig og þegar skelin var ekki á voru þeir eins og einhverjar langar klessur á jörðinni.
 • Í Danmörku eru dádýr í skóginum en ekki hér á Íslandi. Og ég tók mynd af því.
 • Í Danmörku eru fiðrildin mikið stærri og litríkari en hérna á Íslandi eru þau lítil, grá og mjög óspennandi.
 • Í Danmörku eru drekaflugur en ekki hér á Íslandi.
 • Í Danmörku voru engar húsflugur, allavega ekki þar sem við vorum (kannski voru einhverjar en ég sá engar).
 • Í Danmörku eru geitungarnir crazy! Og sækjast mjög mikið í mann en ekki hérna nema maður er eitthvað að pirra þá en þótt maður lét geitungana í DK vera þá voru þeir alltaf í andlitinu á manni!
 • Í Danmörku sáum við hesta með hestvagn og þeir voru mikið stærri og voru öðruvísi í útliti en hérna á Íslandi.

10704881_714026971984893_1117766327_n             Náttúran í Danmörku:

 • Í Danmörku eru engin fjöll og landið er alveg flatt en Ísland er eiginlega bara alveg andstæðan við það. Á Íslandi eru fjöll og jöklar.
 • Í Danmörku voru ávaxtatré t.d. eplatré og ég fékk mér epli beint af trénu og það var mjög súrt en samt ferskt og það er ekki hægt að fara og fá sér ávexti á tjánum hér á Íslandi.
 • Í Danmörku voru trén mikið stærri og mikið breiðari. Mér fannst þau bara líka mjög flott hvernig þau voru vaxin. Á Íslandi eru trén bara lítil miðan við trén í DK
 • Í Danmörku er vatnið ekki jafn hreint eins og hérna og þurftum við þá að kaupa vatn í flösku út í búð. Og það var mjög gott að koma heim og fá hreint íslenskt vatn!

10705322_714024605318463_1376848538_n Myndaheimildir:

Snigill íslenskur: Mynd

Snigill danskur: Mynd

Fiðrildi íslenskt: Mynd

Fiðrildi danskt: Mynd

 

 

10668174_714027578651499_1333485022_n

Á mánudaginn 7. október – Vorum við að bæta inná hugtakakortið. Það sem var lögð mest áhærsla á var hryggdýr, eða dýr með hryggjarsúlu. Eftir það fórum við líka efir blogg hjá 9.bekk og einnig fréttir. :)

Hryggdýr

 • Lokaða blóðrás.
 • Burðarsúla–>(hryggur)<–innri stoðgrind.
 • Fiskar–>beinfiskar og brjóskfiskar =vankjálkar.
 • Froskdýr.
 • Skriðdýr.
 • Fuglar.
 • Spendýr

Á þriðjudaginn 8. október fyrstu 2 tímarnir – Í þessum tímum vorum við að krifja rottu. Þetta var bæði ógeðslegt og mjög skemmtilegt. En ógeðsleg lykt!! Okkur var skipt upp í hópa og ég lenti með Anítu Hrund og Hrafndísi í hóp. Við fengum eina kvenkyns rottu og byrjuðum að mæla hana, það sem við mældum var lengd, breidd, eyrun, tennurnar, halinn og fleira. Og svo eftir það títuprjónuðum við hana niður á pappa og byrjum. Ég ætla ekki að segja frá öllu hér því við eigum seinna að skila skýslu úr krufningu.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu, illalyktandi að klára ritgerðina.! 😛

Myndir úr krufingu,ekki í röð. :)

FRÉTTIR! 😀

Ný uppgötvun getur orðið vendipunkturinn í baráttunni við Alzheimer.

Súkkulaðiskortur yfirvotandi í heiminum! 

Fleiri fóstureyðingar eftir hrun. 

Heimildir:

wikipeadia.is

pressan.is

mbl.is

visir.is

-Hrafnhildur! :)

DSC_0401DSC_0407DSC_0408

Á mánudaginn 30. september – Var fyrirlestur um Liðdýr. Það eru til 4 hópar til af liðdýrum, krabbadýr, áttfætlur, fjölfætlur og skordýr. Helsti flokkurinn er samt skordýr. Gyða súndi okkur líka mjög stækkaðar myndir af skordýrum og flestum fannst þetta ógeðslegt en þetta var líka geðveikt flott, og hvernig gæðin voru og bara vá! :) Svo horfðum við á einhverja fræðslumynd um maríubjöllur.

Kabbadýr

 • Lifa í fersku vatni eða sjó,
 • Undir skurninni eru tálkn sem dýrin anda með.
 • Hafa tvö pör fálmara – skynfæri. ————————————> við fórum ekki mikið yfir þessa glæru.
 • Geta látið sér vaxa glataðan líkamshluta s.s. kló.
 • Dæmi: krabbaflær, stökkkrabbar og vatnaflær.  

Áttafætlur

 • Helstu hópar: köngulær, langfætlur, sporðdrekar og mítlar.
 • Líkami þeirra skiptist í frambol og afturbol.
 • Á afturbol eru átta fætur.
 • Köngulær hafa átta depilaugu á frambolnum.
 • Eru öflug rándýr. Sumar tegundir köngulóa sitja fyrir bráð sinni og stökkva á hana, aðra spinna límkenndan þráð úr spunavörtu á afturbol.
 • Lama bráð sína með eitri.
 • Mítlar eru smára áttfætlur. T.d. rykmaurar, heymaurar og blóðmítlar.

Fjölfætlur

 • Samheiti yfir tvo hópa liðdýra, margfætlur og þúsundfætlur.
 • „Ormar með fætur“.
 • Margfætlur hafa eitt fótpar á hverjum lið.
 • Þúsundfætlur hafa tvö pör.
 • Þúsundfætlur eru plöntuætur en margfætlur er rándýr með eiturspúandi kló.

Skordýr

 • Margbreytileg að líkamsgerð.
 • Líkami þeirra skiptist í þrjá meginhluta: haus, frambol og afturbol. Skordýr eru sexfætlur. Köngulær eru ekki skordýr!
 • Depilaugu þeirra greinir einungis mun dags og nætur. Stærri augu sem heita samsett augu eru gerð úr mörgum smærri augum sem hvert um sig er með einni linsu, mjög næm á hreyfingu.

Skordýr vol.2

 • Flest skordýr eru vængjuð. Opið blóðrásarkerfi (fer ekki allt eftir æðum) heldur flæðir um holrými líkamans.
 • Súrefni berst um sérstakt kerfi loftæða sem hafa upphaf og endi sinn á síðum dýrsins.
 • Sum skordýr ganga í gegnum röð breytinga sem kallast myndbreyting.
 • Við makaleit senda mörg kvendýr frá sér efni ilmefnið ferómón

Myndbreyting

 • Myndbreyting er annað hvort ófullkomin myndbreyting ( úr eggi kemur ungviði sem er áþekkt foreldrum sínum) eða fullkomin myndbreyting ( egg -> lifra -> púpa -> fullvaxin lífvera).
 • Ófullkomin = egg –> lítið dýr –> stærra dýr –> stærst. Þetta kallast gyðla. Gyðla = unglingur.
 • Fullkomin = fiðrildi –> egg –> lifra –> púpa –> fiðrildi. 

Á þriðjudaginn 1. október – Var ekki að skoða blogg en það var stöðvavinna í fyrstu tveimur tímunum og við áttm að vinna ein. Hér eru stöðvarnar. Ég og Brynja fórum samt í sjálfspróf í tölvum saman því Gyða sagði að það væri aðeins erfitt en okkur gekk mjög vel! :) En annars fór ég í stöðvarnar E, L og J. Mér gekk vel held ég og í lok tímans skiluðum við blaði um stöðvarnar. 😉

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu í ritgerðarvinnu.

FRÉTTIR! 😀

Stórfenglegar myndir af jörðu úr geim.

Stórir geitungar hafa drepið rúmlega 40 manns í Kína. 

Heimildir:

Glósur frá Gyðu

bleikt.is

pressan.is

natturufraedi.fludaskoli.is

mynd  – Fullkomin myndbreyting.metamorphosis_butterfly (1)

-Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 23. september – Var fyrirlestur um orma. Ormum er skipt upp í þrjá mjög ólíka hópa, flatormar, liðormar og þráðormar. Við tókum líka sjálfprófið í glærunum sem Gyða bjó til.

Omar

 • Mjúkir, grannir og aflangir.
 • Vöðvar mynda stoðkerfi og halda líkama stinnum.
 • Einfalt blóðrásakerfi og taugakerfi.
 • Margir anda með húðinni.
 • Helstu hópar, flatormar, liðormar og þráðormar.
 • Mjög ólíkir hópar og lítið skyldir innbyrðis.

Flatormar

 • Flatvaxnir- skiptast upp í litlar einingar sem kallast liðir.
 • Eitt op á meltingavegi.
 • Geta étið hluta af eigin líkama – vex svo aftur.
 • Sumir lifa sníkjulífi í mönnum.
 • Dæmi : Sullaveikibandomur
 • Sullaveikibandormurinn

Þróðomar

Liðormar

 • Líkaminn skiptist í marga liði.
 • Lifa í jarðvegi og fersku vatni- sumir í sjó.
 • Burstaormar lifa í sjó og anda með tálknum eða húð.
 • Iglur (blóðsugur) lifa í sjó og fersku vatni. Sogskálar á báðum endum nota til að skríða, en líka synt.
 • Ánamaðkur
 • Tvíkynja – hver ormur getur beæði verið karl- og kvendýr. Hvernig fjölga ánamaðkar sér?

Meira um orma

 • Bæði kk og kvk – karlop á 15. lið og kvenop á 14. lið.
 • Skiptast á sáðfrumum.
 • Beltið framleiðir slímhólk – verður að egghylki.

Svara spurnigum

 1. Nefndu þrjá helstu hópa orma = Flatormar, þráðomar og liðormar.
 2. Hvernig anda ormar? = Með húðinni.
 3. Hvað heita einingarnar sem líkami sumra orma skiptast í? = Liðir.
 4. Hvernig smituðust menn af sullaveiki? = Með hundum.
 5. Hvernig hreyfa iglur sig? = Með sogskálum.
 6. Lýstu því hvernig ánamaðkar bæta jarðveginn og vaxtarskilyrði plantna. = Lofta jarðveginn og örva þannig vöxt planta.
 7. Hvernig fjölga ánamaðkar sér? = Liggja hlið við hlið og skiptast á sæðum.

Á þriðjudaginn 24. september – Var þríþraut!:) Við byrjuðum á að skoða blogg og eina frétt frá öllum.

Næsti tími – Horfðum við á stutta fræðslumynd um skordýr. Dýr með 6 fætur kallast skordýr þannig könguló er EKKI skordýr því hún er með 8 fætur.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu og vinna í ritgerðinni. :)

FRÉTTIR! 😀

Myrti þunguðu kærustu sína því hann vildi ekki fleiri börn. 

Með nef á enninu. 

Fæddist með aukahöfuðkúpu.

95% líkur á að gróðurhúsaahrif sér raunveruleg. 

Heimildir:

visindavefur.is

bleikt.is

mbl.is

pressan.is

eyjan.pressan.is

mynd: 

reproduction

Hvernig ánamaðkar makast ——————————————————->

-Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 16. september – Var dagur íslenskrar náttúru og við héldum upp á hann að fara út að týna birkifræ. Það voru tveir og tveir saman, ég og Aníta V vorum saman og við fengum poka og týndum birkifræ! 😛 fjööör

Á þriðjudaginn 17. september – Var fyrsti tíminn fyrirlestratími um Lindýr og Skrápdýr. Þrír helstu hóparnir af lindýrum eru sniglar, samlokur og smokkar. Við tókum sjálfspróf 6,3 úr Lífheiminum.

Lindýr

 • Meginhluti líkamans er bolur með helstu líffærum og utan um hann er mjúk kápa sem kallast möttull.
 • Ysta lag möttulsins myndar skelina og leggur til kalkið í hana.
 • Mörg eru með vöðvaríkan fór sem er hreyfifæri þeirra.
 • Helstu hópar lindýra eru: sniglar, samlokur og smokkar.

Skrápdýr

 • Krossfiskur
 • Slöngustjörnur
 • Ígulker
 • Sæbjúgu

Sniglar

 • Margir með snúna skel  kallast kuðungur.
 • Loka sig inní kuðunginum á veturnar og leggjast í dvala.
 • Hafa anga á höfði sem kallast horn – skynfæri.

Samlokur

 • Tvær skeljar með sterkum vöðvum.
 • Perlumóðir er gjáandi efni inní skelinni.
 • Mjúkur fótur til að hreyfa sig og grafa niður í sand.

Smokkar

 • Stærstu hryggleysingjar sem nú lifa.
 • Hafa griparma með sogskálum.
 • Anda með tálknum.
 • Hreyfa sig með hjálp ugganna.
 • Sprauta svörtu bleki til að leynast.
 • Skiptast í kolkrabba og smokkfiska.

Sjálfspróf 6,3

 1. Nefndu helstu hópa lindýra. = Sniglar, smokkar og samlokur.
 2. Nefndu tvö algeng skrápdýr. = Krossfiskur og sægbjúga.
 3. Hvar er munnurinn á skrápdýrum? = Neðri borði líkamans.
 4. Hvernig anda skrápdýr? = Húðinni, tálknum og einföldum lungum.
 5. Hvernig hreyfa samlokur sig úr stað? = Með fótunum sem er að skella saman skeljunum.
 6. Hvernig myndast perlur? = Sandur kemst inn í skelina og nuddast við perlumóðir og þéddist og þéddist og verður perla.
 7. Hvað ráð eiga smokkfiskar ef hætta steðjar að þeim? = Spýta bleki, nota feluliti og skjótast í burtu.
 8. Hvað gerist ef krossfiskur missir af sér einn arminn? = Það vex nýr armur á. 

Næsti tími – Vorum við að skoða blogg og allavega eina frétt hjá öllum. :) Ein fréttin sem stóð mikið upp úr og það var þessi frétt, stærðsti hellir í heimi! 😀

Seinasti tíminn – Vorum við í tölvuverinu að byrja á ritgerðinni. :)

FRÉTTIR! 😀

Tígrísdýr drap starfsmann fyrir framan gesti

2 ára drengur yngstur gegn offitu

 Frábær fergðunar ráð

 Fann krókódíl undir rúminu sínu

Heimildir:

pressan.is

bleikt.is

visir.is

natturufraedi.fludaskoli.is

glósur frá Gyðu

-Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 9. september – Var fyrirlestratími um Svampdýr og holdýr. Og mestmegnis kóralrif. Kórallar eru dýr sem líta út eins og plöntur, og kórallar finnast í kóralrifum á hafsbotni. Við skoðum líka fréttir og eitt myndband um kóralrif og kóralla. Hér er hægt að sjá myndbandið og fréttirnar. :)

Svampdýr og holdýr

 • Svampdýr eru elstu fjölfruma dýrin sem nú byggja jörðina.
 • Ekta þvottasvapur er þurrkuð stoðgrind svampdýr. 
 • Holdýr búa yfir sérhæfðum vefjum t.d. taugavef. 
 • Holdýr eru samhverf dýr t.d. kóraldýr, marglyttur, armslöngur og sæfíflar.

Á þriðjudaginn 10. september – Í fyrsta tímanum þá skoðuðum við blogg hjá 9.b og líka eina frétt hjá öllum ofg það tók eiginlega báða tímana fyrir hádegi. Þegar við vorum búin að skoða blogg þá var bara 20 mín eftir að tíma nr. 2 þannig við gátum ekki mikið farið í stöðvavinnuna sem Gyða var búin að skipuleggja en ég og Svava skoðuðum bókina ,,Dýr“ í þessar fáu mín. 😉

Seinasti tíminn – Vorum við í tölvuverinu að klára hugtakakort fyrir ritgerðina og við áttum að skila næsta dag 11.9. :) Hér er hugtakakortið mitt.

Smá fróðleikur um dýrið sem ég er að fara að skirfa um ritgerðinni, flóðhestur. 😀

Lattneska heitið á flóðhesti er Hippopotamus amphibius og flóðhestar eru stórhættuleg dýr og valda þeir fleiri dauðsföllum í Afríku en nokkur önnur spendýr, Flóðhestar eru með stór höfuð og stutta kuppslega fætur. Skinnið þeirra er þykkt og nærri hárlaust. Þeir eru mjög munnstórir og með stórvaxnar skögultennur. Kjörsvæði flóðhesta eru djúp vötn með góðum aðgangi að vatnagróðri og beitilandi, því flóðhestar lifa mestmegnis í vatninu allan daginn því þeir geta ekki staðið í fæturnar í langan tíma fyrir þyngd þeirra, u.þ.b. 3 tonn. Og fara þeir þá á næturnar á borða gras sem er nálægt vatninu. Flóðhestar halda sér oft í hópum, 30 saman. Flóðhestar eru langlífar skepnur og elsti flóðhestur sem hefur lifar var 67 ára að aldri. 

Hér er smá meira um flóðhesta, myndband smá langt samt…:// 😉

FRÉTTIR! 😀

Dreifði snapchat nektamyndum af unglingsstúlku. 

Tveir nýjir símar frá apple.

Fellibylyrinn Ingrid nálgast Mexíkó. 

Margt fólk í Hrundaréttum. ( smá aukafrétt)

Heimildir: 

mbl.is

visir.ir

youtube.com

natturufraedi.fludaskoli.is

visindavefur.is

glósur frá Gyðu

-Hrafnhildur! :)