Hlekkur 3

Á mánudaginn 2. desember – Var Gyða ekki þannig við fórum bara í tölvuverið að vinna í kynningunni okkar. :)

Á þriðjudaginn 3. desember – Í fyrsta tímanum vorum við að skoða fréttir og spjalla um þær. Við skoðuðum ekkert blogg í þessari viku og ástæðan afhverju er því það tekur svo langan tíma.

Restin af fyrsta tíma, næsti tími  -Var stöðavinna. Ég og Ragnheiður unnum saman.

Við byrjuð á að fara í stöð nr. 3 – go sky watch. Á þessari stöð vorum við með iPad og fórum inn í forritið og héldum iPadinum upp í lorftið og þá sáum við allt sem á heima í himninum. Það voru öll stjörnumerkir, plánetur, stjörnuþokur og fleira. Við gátum farið aftur í tíman og framm í tíman, við gátum séð hvenær sólin kom upp og hvenær hún sest, einnig sáum við hvenær tunglið verður fullt og margt margt fleira. Svo skemmtilegt forrit!! 😀

Svo fórum við á stöð nr. 5 – Lunar landing. Á  þessari stöð vorum við að lenda einhverju geimskipi á tunglið. Smá tilgangslaus leikur því við kunnum mjög lítið á hann en okei þetta var skemmtilegt. :)

Og að lokum fórum við á stöð 2 – STS verkefni bls. 85 – 87. Á þessari stöð vorum við bara að svara spurningum tengdar efninu, en við náðum ekki að klára því tíminn var búinn. Og í enda tímans skiluðum við blaði með stöðvunum sem við fórum í, smá texta um hverja stöð t.d. hvað við gerðum, nafn og dagsetningu. :)

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu að vinna í glærukynningunum.

FRÉTTIR! :)

Vatn í lofthjúpi fjarreikistjarna 

7 ástæður að drekka kaffi 

400 þúsund mannlegt erfðaefni 

Heimildir:

natturufraedi.fludaskoli.is

pressan.is

mbl.is

-Hrafnhildur :)

Á mánudaginn 25. nóvember – Við byrjuðum að skoða margar fréttir sem tengdust hlekknum. Við fórum einnig yfir hvernig stjörnur myndast. :) 

Fróðleikur um myndun stjarana:

 • Myndast í stórum köldum gas- og rykskýjum
 • Gas og rykský –> frumstjarna –> stjarna
 • Ef stjarna verður massamikil verður hún að sprengistjörnu 
 • Sprengistjarna fer útí það að vera nifteindastjarna en ef massin er orðin mjög mikill verður hún að svartholi
 • Ef stjarna verður massalítil verður hún að hvítum dvergi
 • Sem verður að svörtum dvergi

Á þriðjudaginn 26. nóvember – Við byrjuðum að spjalla og skoða nokkrar fréttir. :) Eftir það skoðuðum við blogg hjá 9. bekk. :) Og eins og venjulega tók það langan tíma…:P Þegar við vorum búin að því var bara allt og stutt að byrja í stöðvavinnuni sem Gyða var búin að gera þannig við tókum sjálfspróf upp úr bókinni, Sól, tungl og stjörnur.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu að halda áfram með glærukynninguna okkar. 😀 Ég er með Merkúríus

Smá fróðleikur um Merkúríus:

Merkúríus er innsta og minnsta reikistjarnar sólakerfisins. Merkúríus er bergreikistjarna og hefur þar af leiðandi fast yfirborð sem er mjög gígótt og gamalt og minnir einna helst á yfirborð tunglsins. Merkúríus gengur einnig undir stuttnefninu Merkúr. Umferðartími Merkúríusar er 88 dagar. Einn sólahringur á Merkúríus (sá tími frá morgni til morguns) er nákvæmlega 176 jarðdaga eða tvö Merkúríusarár.

FRÉTTIR! 😀

Fundu tvö vötn undir íshellunni

Ný og hættuleg tegund af HIV 

Halastjarnan Ison tapaði fyrir sólinni

Paul Walker látinn  :'((

Heimildir:

stjornufraedi.is

mbl.is

pressan.is-mercury-a

bleikt.is

mynd: planetsforkids.org

-Hrafnhildur! :)

 

Á mánudaginn 18. nóvember – Við byrjuðum á nýjum hlekk, stjörnufræðihlekk og verðum í honum fram til jólafrís:) Við fengum nýtt hugtakakort og fylltum inná það sem við vissum um stjörufræði og það var mjög margt en Gyða hjálpaði okkur samt smá. Hún sýndi okkur líka bók sem við gætum leitað í en hún er orðin smá gömul þannig sumar straðreyndirnar í henni eru ekki réttar en það eru líka alveg sumt í henni sem er líka rétt. :) Við ræddum líka um hvað við ætluðum að gera í þessum hlekk og við erum að fara að gera stóra glærusýningu um einhvað sem við völdum. Þetta sem við völdum átti samt að vera tengt alheiminum.

Stjörnufræði – Alheimurinn

 • Sólir:
 1. margar gerðir
 2. stærðir
 3. birtustig
 • Vetrarbrautir:
 1. halastjörnur
 2. mismunandi lögun
 3. vetrarbrautin okkar
 4. stjörnuþokur
 • Ytri og innri plánetur:
 1. sólin
 2. plánetur (reikistjörnur)
 3. tungl / hringir
 4. dvergplánetur (Plútó)
 5. smástirnabelti
 • Jörð:
 1. loftsteinar
 2. tuglið                        > Sjávarföll
 3. norðurljós
 • Röðun á plánetum > Sól – Merkúr – Venus – Jörðin – Mars – (smástirnabelti) – Júpíter – Satúnus – Úranus – Neptúnus – Plútó (+flr)

Á þriðjudaginn 19. nóvember – Í fyrsta tímanum vorum við bara að fara yfir blogg og skoðuðum fréttir.

Næsti tími – Sóttum við fartölvurnar og byrjuðum að skoða hluti fyrir glærukynninguna. Það var svo mikið um að velja! :O En ég endaði á því að velja mér reikistjörnuna Merkúríus.

Seinasti tími – Vorum við niður í tölvuveri að finna upplýsngar og afla heimildum um það sem við völdum. Vefirnir sem ég fann mjög mikið um Merkúríus eru, geimurinn.is , stjornufraedi.is og wikipedia.org .

FRÉTTIR! 😀

Vona að halastjarnar sjáist frá Íslandi! 

Fita safnast á lifarina við drykkju gosdrykkja 

13 stórkostlegir staðir til að heimsækja

18 merki að þú þarft að taka hvíld frá símanum

Heimildir:

mbl.is

bleikt.is

pressan.is

mynd:

-Hrafnhildur! :)