Hlekkur 4

Fyrsti hlekkurinn á þessu ári var vísindavaka! Vísindavaka virkar þannig að krakkanir velja sér tilraun til að framkvæma og sýna bekknum tilrauna. Til þess að kynna tilraunina er hægt að sína myndband, plakat, glæruýningu og líka bara live tilraun. Svo fær maður einkunn. :)

Vika 1:

Á mánudaginn 5. janúar – Sýndi Gyða okkur hugmyndir um tilraunir til að framkvæma. Ég, Þórdís og Ragnheiður vorum saman í hóp (það er hægt að vera einn í hóp). Okkur gekk vel að finna hugmyndir. Við leituðum bara á YouTube af tilraunum og það var margt í boði. Tilraunin sem stóð mest upp úr var sjálflýsandi egg sem skoppar. Þetta er tilraunin sem við fórum eftir. Við völdum að gera myndband.

Á miðvikudaginn 7. janúar – Við framkvæddum tilraunina í tvöfalda tímanum en samt bara helminginn af henni því eggin þurftu að bíða í ediki í nokkra daga.

Vika 2:

Á mánudaginn 12. janúar – Þá kláruðum við að framkvæma tilraunina. Okkur gekk vel og við náðum að taka allt upp.

Á miðvikudaginn 14. janúar – Þá nýttum við náttúrufræði tímana að klippa myndbandið.

Á fimmtudaginn 15. janúar – Fengum við að sjá myndböndin frá hinum í bekknum og líka frá öðrum bekkjum. Þetta var allt skemmtilegar og mismunandi tilraunir.:)

Tilraunin okkar var mjög einföld og það sem þurfti í hana var:

  • Egg
  • Edik
  • Tilraunaglas
  • Krukka
  • Yfirstrikunarpenni (blekið úr honum)
  • Lampi
  • Skál
  • Skeið

Framkvæmd:

Það sem við vorum að gá var hvort það væri hægt að búa til sjálflýsandi egg sem skoppar með því að nota blek úr yfirstrikunarpenna og edik.

Við tókum upp tilraunina í skólanum. Á miðvikudaginn tókum við hluta upp af tilrauninni. Við byrjuðum á því að setja 50 millilítra af ediki ofan í skálina. Síðan tókum við blekið úr yfirstrikunarpennanum og kreistum það ofan í skálina með edikinu. Síðan settum við egg ofan í krukkuna og heltum vökvanum sem var í skálinni ofan í krukkuna. Næst heltum við meira ediki ofan í krukkuna eða bara þangað til edikið huldi yfir egginu. Síðan létum við þetta bíða í krukkunni í 5 daga, það er hægt að láta eggið bíða styttra og líka lengur. Á mánudaginn kláruðum við síðan að taka upp tilraunina. Þegar við kíktum ofan í krukkuna á mánudeginum þá var eggið öruglega búið að tvöfaldast og var orðið svona gúmmíkennt þegar maður snerti það. Edikið sem eggið lá í var orðið neon grænt/gult og  það er vegna yfirstrikunarpennans. Eggjaskurnin var búin að losna frá því edikið braut niður eggjaskurinina og þun húð varð eftir þunn húð. Síðan lékum við okkur svolítið með eggið, létum það skoppa og gáðum hvort það myndi lýsa ef við mundum slökkva ljósin og lýsa með lampa á eggið. Svo létum við eggið falla niður úr hæð og þá sprakk þessi þunna húð og vökvinn, eggjarhvítn, eggjarrauðan og bara allt var neon grænt/gult á litið.

Það gekk allt svo vel, að framkvæma tilrauna, finna allt í tilraunina en þegar við fórum að klippa myndbandið og fleira þá gekk ekki alveg eins vel. Það gekk alveg vel að klippa saman myndbandið og setja tónlist undir, finna svör við rannsóknarspurningu og fínpússa myndbandið en þegar við save-uðum myndbandið til þess að setja það inn á YouTube þá snérist myndbandið á hvolf. Við erum búnar að savea það öðruvísi en alltaf sama vandamálið kemur upp. En við sýnum alveg bekknum myndbandið bara á einhvern annan hátt. :)10934693_780097942044462_1548605121_n

egg

Á mánudaginn 6. janúar – Nýtt ár, nýr hlekkur! :) Í þessum fyrsta tíma árins í náttúrufræði byrjuðum við á nýjum hlekk, Vísindavöku og í þeim hlekk er gert tilraunir. Við töluðum hvernig við ætluðum að hafa þennan hlekk, skil og fleira. Möguleikarnir til að skila þessu verkefni var myndband, glærur, plakat og skýsla. Svo fengum við okkur iPada og tölvur og fórum strax að leita á netinu af tilraunum og ég, Þórdís og Ragnheiður ákváðum að vera saman í hóp að gera tilraunina. :)

Á þriðjudaginn 7. janúar – Vorum við ennþá að leita af tilraunum og svo fundum við hina perfecta tilraun! Að búa til skopparabolta. Við fundum tilraunina á YouTube hjá þessum strák. Við bjuggum til nokkurs konar grunn fyrir tilraunina, hvernig við ætluðum að framkvæma hana, reiknuðum út t.d. hvað 1 cup hjá þeim út á íslensku, lög og fleira. :) Og við ætluðum að búa til myndband og aldrei sem vant gekk það mjög vel! 😀

Á þriðjudaginn 14. janúar– Var framkvæmdardagurinn á tilrauninni, og það gekk mjög vel og við þrjár vinnum mjög vel saman. :) Við unnuð myndabandið um helgina og það gekk vel og Movie Maker var ekkert leiðinlegur við okkur! :O Við lögðum mikla vinnu í myndbandið og mér finnst það mjög flott en samt þegar ég vistaði það sem mynd þá snérist smá hluti úr því á hvolf en það var bara fyndið. 😛 Í myndbandinu gleymdist samt eiginlega aðalatriðið sem var rannskónarspurning en hún er ,, afhverju gerist þetta? “ og svarið kemur í myndbandinu. :)

Hér er myndbandið okkar

FRÉTTIR! 😀

Snjallforrit gegn einelti

Óeðlileg hlýnun

Hvernig látum við hárið vaxa hraðar?

Heimildir:

bleikt.is

youtube.com

pressan.is

mbl.is

-Hrafnhildur :

IMG_0765