Hlekkur 5

Á mánudaginn 9. febrúar – Við byrjuðum á smá umræðu um ljósið og horfðum á myndband um það. Síðan út frá því rifjuðum við smá upp um bylgjur og allt sem tengist þeim. Síðan var okkur skipt upp í 4 manna hópa og í þessum hópum vorum við að ræða ýmis hugtök sem Gyða lét okkur fá. Þessi hugtök voru t.d. orka, umhverfi og framtíð. Umræðan gekk vel og síðan fengum við að heyra frá öðrum hópum hvað þau ræddu um. :)

Á miðvikudaginn 11. febrúar (tvöfaldur tími) – Ég var reyndar ekki vegna þess að ég þurfti að fara í smá aðgerð en Gyða hélt stuttan fyrirlestur fyrir krakkanna um segulmagn. Síðan voru þau pöruð tvö & tvö saman og áttu að velja sér eittvað hugtak sem við erum búin að læra um í hlekknum og gera plakat um það.

Á fimmtudaginn 12. febrúar – Var ég ekki aftur en krakkarnir voru bara að klára plakötin sín ef þess þurfti og síðan kynntu þau sitt hugtak fyrir öllum bekknum. Síðan fengu þau afhent heimaprófið úr þessum hlekk og skiluðu því síðan á mánudaginn. Ég fékk líka heimprófið en vegna þess að ég var að jafna mig eftir aðgerð þá fékk ég aðeins lengri skilafrest en þau. :)

Fréttir! :)

 Þegar vetrarbrautir rekast á 

Apple að vinna að rafbíl

Heimildir:

mbl.is

Þetta er mjög stutt blogg en ég bara var í svo fáum tímum.

Heimaverkefni!

Við áttum að taka mynd af rafmagnstöflunni heima og útskýra og merkja inn lekaliðann.

10994646_793240210730235_358163656_n

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er rafmagnstaflan heima hjá mér. Inn í bleika kassanum er lekaliðinn. Lekaliðinn er aðal straumrofinn. Ef kemur upp á slær hann öllu rafmagninu út í húsinu. Hinir rofarnir eru allir öryggi.

 

 

 

Á  mánudaginn 2. febrúar – Við byrjuðum að horfa á stutt myndbönd sem Gyða sýndi okkur. Ég lærði eitthvað nýtt af þessum stuttu myndböndum en líka vissi ég alveg eitthvað sem var sagt í þeim því Gyða er búin að vera með svo góða fyrirlestra um þetta allt. :)  Eftir að við horfðum á myndböndin þá var smá umræða um þau til dæmis hvað er raðtengd og hliðtengd straumrás? Við lærðum líka um mismunandi gerðir viðnáma. Síðan breyttum við aðeins til í restina á tímanum og vorum bara að svara spurningum upp úr bók. Bókin sem við notuðum heitir Eðlisfræði 1 og hún er mjög ný og flott bók. Við svöruðum spurningum sem tendugst sem við erum búin að vera læra síðustu viku og þetta var Sjálfspróf úr 1,2 á bls 19. Það var alveg ágætt að breyta aðeins til og síðna fórum við yfir svörin í enda tímans og var alltaf smá umræða um hvert svar og það er mjög þæginlegt því þá tekur maður vel eftir. :)

Á miðvikudaginn 4. febrúar (tvöfladur tími) – Byrjuðum aftur að horfa á horfa á stutt fræðslumyndbönd. Síðan fengum við að fikta okkur með rafmagn. Við prófuðum allt sjálf og sumt virkaði en annað ekki. Þetta var mjög skemmtilegur og rólegur tími. :)

11004137_791190204268569_1642617790_n

 

11004852_791190257601897_948218414_n

 

10979191_791190370935219_1246221688_n

 

 

11007640_791190874268502_1462132907_n

Á fimmtudaginn 5. febrúar – Var stutt könnun í byrjun tímans. Við fengum að hafa öll gögn með okkur en samt var könnunin alveg smá erfið en samt sanngjörn. :) Síðan restina af tímanum skoðuðum við blogg og fréttir.

Fréttir! :)

Smábatterí geta valdið mikilla hættu

11% spendýra dáið út á 200 árum

Heimildir:

mbl.is

Myndir frá mér

 

 

Á mánudaginn 26. janúar – Þá byrjuðum við í nýjum hlekk, eðlisfræði. Mesta áherslan var á orku og rafmagn. Við fengum hugtakakort og glærupakka. Núna notar Gyða bara eiginlega Nearpod kynningar í iPad sem er mjög þæginlegt því hún setur svona stuttar spuringar inn á milli og það gildir núna og það þýðir bara að maður verður að fylgjast vel með í tíma. Í þessum tíma vorum við reyndar bara að rifja upp sem við höfum lært áður til dæmis, frumeind, róteind, nifteind, rafeind, kraftur, rafmagn og fleira, (hægt að sjá allt í fróðleik hérna fyrir neðan)

Fróðleikur upp úr glærum:

Rafhleðsla

 • Allt efni er gert úr frumeindum (atómum)
 • Frumeindin er smæsta eins frumefnis sem býr yfir öllum eiginleikum viðkomandi frumefnis
 • Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda, sem eru smærri en frumeindin sjálf

Frumeind

 • Frumeind skiptist í: rótiendir, nifteindir og rafeindir
 • Róteindir + og nifteindir – eru í kjarna
 • Rafeindir sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel
 • Mikilvægur eiginleiki róteinda og rafeinda er rafhleðsla sem þær búa yfir
 • Róteindir eru með jákvæða (+) hleðslu
 • Rafeindir eru með neikvæða (-) hleðslu
 • Nifteindir eru óhlaðnar

Rafhleðsla og kraftur

 • Þegar rafhlaðnar eindir nálgast hver aðra verka þær með krafti hver á aðra
 • Kraftur sem dregur saman kallast aðdráttarkraftur (verkar milli einda em bera gagnstæðar hleðslur)
 • Kraftur sem ýtir sundur kallast fráhrindikraftur (verkar milli einda sem bera sams konar hleðslu)

Rafmagn

 • Rafmagn er í öllum hlutum
 • Rafmagn hefur alltaf verið til
 • Rafmagn til fyrir tilstilli öreinda atóma

Rafsvið

 • Allar hlaðnar eindir hafa rafsvið um sig
 • Rafsvið er sterkast næst eindinni en erður veikara eftir því sem fjær dregur

Stöðurafmagn

 • Rafmagn er orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað
 • Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðslur safnast í hlut

Hlutir hlaðnir

 • Núningur: Einum hlut núið við annan. Við það flytjast rafeindi á milli þeirra. Annar verður jákvætt hlaðinn, hinn neikvætt
 • Leiðing: Tveir hlutir snertast og rafeindir flæða í gegnum einn hlut annars
 • Rafhrif: Óhlaðinn hlutur kemst í snertingu við hlaðinn hlut. Rafeindir óhlaðna hlutarins endurraðast og hann dregst að þeim hlaðna

Eldingar

 • Eldingar verða til vegna stöðurafmagns
 • Stormur —> mikil hreyfing —> ský hlaðast (+/-) —> jörðin verður rafhlaðin vegna rafhrifa
 • Þegar rafeindir fara frá skýi til skýs eða frá skýi niður í jörðu verður afhleðsla –> elding
 • Í eldingum losnar mikil raforka

Rafspenna

 • Til að koma rafeindum af stað þarf orku
 • Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind
 • Því meiri spenna –> því meiri orku fær hver rafeind –> því meiri orku gefur rafeind frá sér –> því meiri vinna er framkvæmd

Rafstraumur

 • Rafstraumur er streymi rafeinda eftir vír: Fjöldi rafeinda sem fer um ákveðinn stað í vírnum á ákveðnum tíma
 • Því fleiri rafeindir –> því hærri straumur 
 • (Hægt að sjá mynd hérna til hægri um rafspennu og rafstraum)

frumeind

 

 

 

 

 

ehv

 

 

 

28. janúar (tvöfaldur tími) – Þetta var líka bara fyrirlestra tímar. Við vorum í Nearpod líka þá. Gyða byrjaði á því að setja upp hugtökin sem við erum að læra í þessum hlekk upp a vegg og tengdi þau saman. Mér finnst mjög þægilegt að sjá öll hugtökin upp á vegg.:) Fyrsta tímann þá vorum við að halda áfram með fyrirlesturinn og í seinni tímanum vorum við að læra um lögmál Ohms. Mér fannst það mjög flókið fyrst en þegar Gyða lét okkur reikna lögmál  Ohms þá skildi ég það betur. (meira um þetta í fróðleik)

Lögmál Ohms ——> I = V/R

 • Rafspenna er mæld í voltum (V) —–> táknað V
 • Rafstraumur er mældur í amperum  (A) —–> táknað I
 • Viðnám er mæld í ohm (Ω) —–> táknað R
 • Rafafl mæld í vöttum (W)
 • Til að finna I (amper) = V/R
 • Til að finna V (volt) = I · R
 • Til að finna R (óm) = V/I

Á fimmtudaginn 29. janúar – Þá vorum við að leysa gamla PISA könnun. Vegna þess að við tökum þátt í henni bráðum. Við gerðum bara það sem við gátum og síðan fórum við yfir svörin með Gyðu. Síðan enduðum við á því að fara í skutlukeppni úr PISA könnuninni og áttum að skjóta í Gyðu……

Fréttir! :)

Kjarnapasta í flækju nifteindastjarna

Ein þriggja uppspretta súrefnis

Ljósið færir mönnum upplýsingar

Heimildir:

Glósur frá Gyðu

Mynd frumeind

Mynd úr bókinni Orku

 mbl.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á mánudaginn 17. febrúar – Var seinasta vikan í Eðlisfræði og í þessum hlekk tókum við próf þannig við vorum að undirbúa okkur fyrir það þannig við fórum í alías. :) Okkur var skipt upp í hópa og ég var með Þórdísi, Svövu, Antoni og Patryki. Alías virkar að einn í hópnnum fer upp fyrir allan bekkinn og lýsir hugtakinu sem stendur á miðanum. Auðvitað eru þessi orð hugtök sem við erum búin að læra í hlekknum. :) Okkur gekk mjög vel að mínu mati og við unnum! 😀 En mér gekk ekki vel að leika….ekki lýsa „hitaþensla“ það var smá skrautlegt 😛 En ég læri mikið af þessu og finnst þetta gaman:))

Á þriðjudaginn 18. febrúarFyrsti tími – Vorum við að gera það venjulega bara, skoða blogg og fréttir. :)

Næsti tími – Kláruðum við að skoða bloggin sem kláruðust ekki í fyrri tímanum. :) Einnig fórum við líka yfir innihaldið í heimaprófinu sem við skilum í lok vikunnar.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu eins og venjulega.:) Í þessum tölvutíma byrjuðum við á því að taka til í blogginu okkar og flokka færslur í hlekkina og þannig :) Svo eftir það reyndum við að klára vatnsverkefnið sem við byrjuðum að í seinustu viku en tölvurnar í skólunum vildu ekki opna myndböndin sem við áttum að svara spurningum upp úr þannig við kláruðum ekki það allt.

Heimaprófið……Mér gekk vel að afla mér upplýsingar um það sem ég þekkti en sumt í þessu prófi var einhvað sem mér fannst að ég  var ekki búin að læra en kannski var Gyða búin að kenna okkur þetta en ég mundi ekki eftir því. Þetta var erfitt próf  ég viðurkenni það en mér hlakka til að fá útúr því :) Hope the best ! 😀

Fróðleikur upp úr öllu……

Fróðleikur:

 • Varmi er mældur í júlum (J)
 • Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti
 • Varmi og hiti er ekki það sama!
 • Varmi er orka!
 • Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðar
 • Varmi kemur við sögu hvort sem efni hitnar eða kólnar
 • Varmi og hiti er ekki það sama
 • Orka eyðist ekki
 • Mismunandi form orku = Hreyfiorka, Stöðuorka, Varmaorka, Efnaorka, Rafsegulorka og Kjarnorka

Varmaflutningur: Varmi getur flust á þrjár vegur milli hluta, með:

 • Varmaleiðing
 • Varmburður
 • Varmageislun

Dæmi:

1.Varmaleiðing = Varmi flyst gegnum efni, eða frá efni til annars, með beinni snertingu milli sameinda.

 • Þetta er eins og fólk er að leiðast í hring og er að senda skilaboð til annara með því að kreista höndina.

2. Varmabruður = Varmi berst með straumi straumefnis. Straumefnið hitnar og þá hreyfast sameindirnar hraðar og lengra verður á milli þeirra.

 • Þetta er eins og póstauglýsingin þegar fólkið er að rétta hvoru öðru pakka á milli.

3. Varmageislun = Þegar orka flyst gegnum rúmið á varmageislun sér stað.

FRÉTTIR! 😀

Fundu 719 nýjar plánetur

Hin mannlega barbie ætlar að hætta að borða mat – og lifa á öndun og ljósi

Lofsteinn skall á tunglingu 

Heimildir:

Glósur frá Gyðu

mdl.is 

menn.is

-Hrafnhildur! 😀

 

Á mánudaginn 10. febrúar – Var bara mjög venjulegur tími. Fysrt afhendi Gyða okkur öllum verkefnunum og sjálfmötunum til okkar og ég var bara mjög sátt með einkunnirnar. :) Og svo eftir það þá skoðuðum við blogg, samt mjög fá og skoðuðum líka nokkrar fréttir. Við ræddum einnig hvað við ætluðum að gera á morgun ( 11.2.2014.). 😀

Á þriðjudaginn 11. febrúar Fyrsti tími – Það var enginn náttúrufræðitími í fysta tímanum eftir frímínútur því það var undankeppnin fyrir skólahreysti og allur skólinn fór að horfa á í íþróttahúsinu og hvetja keppendur áfram! 😀

Næsti tími – Gyða setti fyrir verkefni inná heimasíðuna sem við áttum að vinna í tímanum því hún var veik. Þessi verkefni var að við þurftum að horfa á stutt myndband og svöruðum svo spurningum sem voru tengdar því, og þetta er líka tengt öllu sem við erum búin að vera að fjalla um í þessum hlekk. :) Ég, Ragnheiður og Svara Lovísa unnum þetta saman og okkur gekk mjög vel:) Nema það var smá vandamál og ekki hjá okkur nema öllum. Því það voru oftast þriggja manna hópar að vinna þessu verkefni saman og auðvitað þurftu allir að horfa á myndböndið meira en einu sinni því stundum missti maður af svarinu og það voru allir að hlusta á sama tíma og engin var á sama stað og það var bara mjög erfitt að einbeita sér….En við náðum alveg að svara nokkrum spurningum en náðum samt ekki að klára allar spurningarnar. :) Og við vistuðum spurningarnar inná nemendasameind þannig ég er ekki með þær….

Spurningarnar og verkefni:

Seinasti tímin – Vorum við í tölvuverinu að klára að gera skýrslu en hópurinn minn var búin að klára hana þannig ég fór bara að blogga. :)

Hérna er skýrslan okkar.

FRÉTTIR! 😀

Hola í jörðinni

Níu mistök sem margir iPhone eigendur gera….

10 frumlegir staðir til að gifta sig á

,,Létt“ greindarpróf.…ég er ekki ennþá búin að fatta þetta 😛

Heimildir:

bleikt.is

menn.is

mbl.is

fraedsla.or.is

náttúrufræðisíðan

-Hrafnhildur :)

Mánudaginn 3. febrúar – Skoðuðum við blogg. :) Í staðinn að skoða blogg á þriðjudaginn skoðuðum við á mánudaginn því við vorum að gera önnur verkefni á þriðjudeginum. :)

Þriðjudagur 4. febrúar –  Við byrjuðum að fara yfir hugtökin sem við erum búin að læra í hlekknum og við bættum líka inná hugtakakortið. Og svo skoðuðum við nokkur blogg sem náðust ekki að skoða á mánudeginum. :)

Næsti tími – Vorum við að gera tilraun um varma. Ég, Hrafndís og Aníta Víðis vorum saman í hóp og við máttum hanna tilrauninga sjálf. En við gerðum bara tilraun sem við þekktum en breyttum henni aðeins með því að láta hana tengjast varma. :) Við gerðum tilraun um að hafa blöðru fulla af madarsóda og svo tilraunaglas með ediki í og til að tilraunin tengdist varma þá settum við tilraunaglösin í misheit hitastig og sáum hvað blaðra mundi blása hraðast og hvort það hafði áhrif með hitastigið. :) Tilraunin gekk vel og svo skilum við skýslu.

Seinasti tími – Byrjuðum við að horfa á flott og skiljanlegt myndband og svo fórum við niður í tölvuverinu að byrja á skýrslu. Ég gerði inngang, Hrafndís gerir framkvæmd og Aníta gerir niðurstöður og svo er skiladagur 11. febrúar. :)

Það er fróðleikur um allt í hinum færslunum. :)

FRÉTTIR! 😀

Einn gosdrykkur á dag eykur líkurnar á hjartaskjúdómum

Heilbrigður gíraffi aflífaður

Risavaxinn marglytta

Heimildir:

pressan.is

mdl.is

visir.is

 -Hrafnhildur :)

Á mánudaginn 27. janúar – Kláruðum við að horfa á afganginn af vísindavökutilraununum. :) Eftir flottu kynningurnar þá gerðum við og skiluðum sjálfsmati úr vísindavökuhlekknum. 😀

Á þriðjudaginn 28. janúar – Við byrjuðum á því að klára glósupakkann og það voru sirka 14 glærur. Þessar glæuru voru aðallega um hitastig, hitamælingar, varma og kelvinstig á gráður á Celsíus. :) (sést betur í fróðleik)

Fróðleikur:

 • Varmi er mældur í júlum (J)
 • Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti
 • Varmi og hiti er ekki það sama!
 • Varmi er orka!
 • Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðar
 • Varmi kemur við sögu hvort sem efni hitnar eða kólnar

Varmaflutningur: Varmi getur flust á þrjár vegur milli hluta, með:

 • Varmaleiðing
 • Varmburður
 • Varmageislun

Dæmi:

1.Varmaleiðing = Varmi flyst gegnum efni, eða frá efni til annars, með beinni snertingu milli sameinda.

 • Þetta er eins og fólk er að leiðast í hring og er að senda skilaboð til annara með því að kreista höndina.

2. Varmabruður = Varmi berst með straumi straumefnis. Straumefnið hitnar og þá hreyfast sameindirnar hraðar og lengra verður á milli þeirra.

 • Þetta er eins og póstauglýsingin þegar fólkið er að rétta hvoru öðru pakka á milli.

3. Varmageislun = Þegar orka flyst gegnum rúmið á varmageislun sér stað.

Næsti tími – Fórum við krakkarnir yfir blogg. Gyða var að prófa nýtt að við færum upp og sögðum frá blogginu okkar og opnuðum frétt og sögðum líka frá henni. :) Mér fannst það ekkert geðveikt óþæginlegt en mér finnst betra þegar Gyða gerir það. 😉 Og svo í lokinn sem var eftir af tímanum fengum við 2 blöð með verkefnum sem voru tengt hlekknum……og mér fannst þetta alveg smá flókið

Seinasti tími Við kláruðum þessi verkefni í byrjun tímans og það tók mislangan tíma og svo áttum við að skila Gyðu þessum verkefnum. Þegar við vorum búin fórum við að svara spurningum í tölvuverinu en ég náði ekki að klára þær eiginlega ekki að byrja á þeim þannig ég gat ekki skilað þeim inná verkefnabankann en Gyða sagði að það væri allt í lagi. 😀

FRÉTTIR! 😀

 Ljósmengunin hér á við stærri borgir

Krabbameinstilfellum fjölgar um 70 % á næstu árum 

Flottar myndir frá Íslandi

Heimildir :

mdl.is

visir.is

imgur.com

glósur frá Gyðu

-Hrafnhildur :)

Á þriðjudaginn 21. janúar – Byrjuðum við í nýjum hlekk, Eðlisfræði. Við byrjuðum að ræða hvernig við ætluðum að vinna þennan hlekk, t.d. kannanir, fyrirlestar, stöðvavinna og fleira. Einnig töluðum við hvert af þessum atriðum mundi gilda mikið. Fysrt fengum við hugtakakort og bættum nokkrum hlutum sem við mundum sem tengdist eðlisfræði. Gyða gaf okkur glósur og var svo með fyrirlestur. ÞEgar við fórum yfir þær þá rifjaðist svona smátt og smátt. :) Eftir  þetta lét Gyða okkur fá lítið verkefni með 2 spurningum en þessar spurningar svo smá flóknar en maður þarf bara að lesa vel. 😉 Þetta voru fyrstu 2 tímarnir.

3 tími – Vorum við í tölvuverinu að skoða myndbönd sem tengist þessu öllu og það var mjög vel útskýrt! 😀 Í hverju myndbandi áttum við að punkta niður það helsta.

Fróðleikur:

 • Varmi og hiti er ekki það sama
 • Orka eyðist ekki
 • Mismunandi form orku = Hreyfiorka, Stöðuorka, Varmaorka, Efnaorka, Rafsegulorka og Kjarnorka
 • Varmi
 • Rafmagn
 • Orka

FRÉTTIR! 😀

Netnotkun mest á Íslandi af öllum Evrópulöndunum

Lyf sem gæti stöðvað útbreiðslu krabbameins

10 hlutir sem er öðruvísi í Bandaríkjunum en í öðrum löndum

Heimildir:

mbl.is

pressan.is

wikipedia.is 

Myndbönd í tölvuverinu

-Hrafnhildur :)