Hlekkur 6

Á mánudaginn 9. mars – Þá var fyrirlestrar tími í Nearpod um þema og eðlisfræði Íslands. Við töluðum um orku og mælieiningar, vatnaflsvirkjanir, uppistöðulók, vindoku og fleira. Meira um þetta í fróðleik.

Fróðleikur upp úr glærum:

Orka og mælieiningar

 • Orku jarðar má rekja til sólarinnar
 • Orka eyðist ekki – breytir um form
 • 30 % orku á heimilum nýtist ekki!
 • Það myndi þurfa 6 jarðir ef allir í heiminum myndu lifa eins og Íslendingar

Vatnafl

 • Stöðuorka breytt í hreyfiorku
 • Meiri fallhæð og meira vatnsmagn gefur meiri afl, fullt fer til spillis
 • Vatn þekur 70% jarðar

Uppistöðulón

 • Geyma orkuna nafnvirði lóns —-> hve mikil orka er varðveitt því
 • Helstu ókostir: land fer á kaf í vatn, eyðing gróðurs, áfok og vatnsborð sveiflast

Vindorka

 • Spaðarnir snúa öxli
 • Öxullinn tengdur gírkassa
 • Gírkassinn keyrir upp snúning
 • Rafallinn framleiðir rafmagn
 • Rafmagn leitt niður turninn við lága spennu um kapal
 • Spennubreytingar við jörð

Endurnýjanleg orka

 • Sól
 • Vindur
 • Vatn
 • Sjávarföll
 • (viður, lífdísel, jarðhiti)

Jarðefnaeldsneyti ,,vond orka“

 • Kol
 • Olía
 • Jarðgös
 • Kjarnorka

Á miðvikudaginn 11. mars (tvöfaldur tími) – Við byrjuðum á því að fara yfir myndirnar sem við póstuðum á lokaða hópinn okkar í náttúrufræði á facebook, Þau sem voru með flest like á einni mynd var hópurinn sem Þórdís, Viktor og Óskar voru í. Restina af tímanum vorum við að undirbúa okkur fyrir Pisa könnun. Við unnum tvö og tvö saman, vorum með iPada og fórum inn á ,,Skilningsbókina“ og fórum í náttúrufræðikaflann. Ég og Hrafndís vorum saman að leysa þessi verkefni og gekk alveg ágætlega, þótt sumt var aðeins erfitt. Þetta voru mörg verkefni til að velja úr og held ég að sum voru erfiðari en önnur. Við gerðum verkefnin um veður, pítsa deig og hunda.

Á fimmtudaginn 12. mars – Í þessum tíma var Gyða að fara yfir svörin úr verkefnunum sem við fórum í deginum áður. Þetta var nánast allt rétt hjá okkur Hrafndísi. Síðan í lokinn skoðuðum við nokkrar fréttir.

 Fréttir! :)

Áhrif myrkvans ekki mikil á sólarorku

Hafísinn í sögulegu hámarki

Markmiðun um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

mbl.is

Á mánudaginn 2. mars – Þetta var fyrirlestra tími í Nearpod um lífríki Íslands og fleira. Við gerðum mikið í þessum tíma og var hann alveg mikilvægur að mínu mati. Við töluðum um lofthjúp jarðar, veðurfar, vatn og hringrás vatns, loftlag, gróðurbelti, hafið og lífríkið þar og líka um flóð og fjöru og hvað veldur því að það gerist. :) Síðan eftir þennan svakalega fyrirlestur þá fórum við í smá kahoot um Ísland og fleira.

Fróðleikur upp úr glærum:

Lofthjúpur Jarðar

 • Gufuhvolf
 • Þyngdarkraftur
 • Lagaskipting
 • Veðrahvolf – 90% af öllum efni og nær öll vatnsgufan
 • Heiðhvolf – ósonlag verndun gegn útfjólubláu geislum
 • Miðhvolf – flestir loftsteinar brenna upp
 • Hitahvolf – myndast norðurljósa og endurvarpa útvarpsbylgjum

Efni og orka í lofthjúpi

 • Orkujafnvægi jarðar.
 • Jörðin fær örlítill hluta þeirra orku sem sólin sendir út í geim
 • 50% berst á yfirborð
 • 20% hitar gufuhvolfið
 • Jörðin er eins og hún sé í kápu og rakinn kemst ekki út

Veðurfar

 • Ræðst af geislum sólar, legu lands, hafstraumum og landslagi
 • Sólin stjórnar öllu

Vatn mikilvægasta efni á jörðinni

 • Geymsla og hreyfing á vatni
 • Uppgufun, þétting, úrkoma, úrfellingu, ofanflæði, innflæði, sigtun, upplausn, plöntuöndun, bráðnun og grunnvatnsflæði

Loftslag

 • Kuldabelti
 • Tempraða belti
 • Heittempraða belti
 • Hitabelti

Gróðurbelti

 • Ísland er í kaldtempraða beltinu
 • Ísland til Grænlands = 290 km
 • Ísland til Bretlands = 800 km
 • Ísland til Færeyja = 430 km
 • Ísland til Svalbarða = 1600 km
 • Ísland til Skandívönu = 970 km
 • Ísland er mjög einangrað

Höfin

 • Úthöf – innhöf – strandhöf
 • Efnasamsetning
 • Hafsbotn – neðansjávarhryggir
 • Hafstraumar og áhrif – Golfstraumurinn
 • Öldur og sjávarföll – Tunglið
 • Auðlidir í hafi – Fiskistofnar og sjávarfallaorka
 • Mengun hafs
 • Ísland er með mjög fáar tegundir en það er mikið af næringarefnum útaf köldum og heitum sjó

Á miðvikudaginn 4. mars (tvöfaldur tími) – Gyða var ekki þannig við nýttum bara tímana að gera annað. Til dæmis læra fyrir samfélagsfræðipróf eða bara vera í iPad og gera málfræðigreiningu þar.

Á fimmtudaginn 5. mars – Þá prófuðum við eitthvað nýtt. Okkur var skipt upp í fimm hópa, ég var með Antoni og Patryk í hóp. Síðan áttum við að fara út og taka myndir af einhverju í náttúrunni sem tengdist því sem við erum búin að vera að læra í þessum hlekk. Síðan settum við þessar fjórar myndir inn á Facebook þar sem við erum með lokaðann náttúrufræðihóp. Verkefni síðan fyrir næsta náttúrufræðitíma var að like-a fjórar myndir frá öðrum hópum, mátti ekki like-a sínar eigin myndir. Þetta var öðruvísi og alveg skemmtilegt verkefni. :)

Myndirnar frá okkar hóp:

Kellingarfjöll eru allavega í þessa átt

Kellingarfjöll eru allavega í þessa átt

 

Bergtegundir - steinar

Bergtegundir – steinar

 

 

 

 

 

Lífríkið á Íslandi

Lífríkið á Íslandi

Miðfell - móberg

Miðfell – móberg

Fréttir! :) (gamlar fréttir)

Áhrif á lífríki ráðast lengd eldgossins 

Evrópa nær ekki loftslagsmarkmiðunum

Vatn í lofthjúpi fjarreikistjarna

Dýrin sem eru í útrýmingarhættu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

visir.is

mbl.is

bleikt.is

Á mánudaginn 23. febrúar – Við kláruðum við ræða um spurningarnar sem eftir voru. Ég var alveg ný í þessu en þetta var alveg gaman og öðruvísi. Síðan ræddum við um nokkrar fullyrðingar, þetta var svona smá heimsspeki. Sumar fullyrðingarnar meikuðu séns en aðrar ekki og síðan áttum við að flokka þær undir skynsemi eða óskynsemi. Þetta var mjög skemmtilegur tími. :)

Á miðvikudaginn 25. febrúar (tvöfaldur tími) – Ég var ekki í þessum tíma vegna þess að ég var veik. Gyða var hinsvegar með smá fyrirlestur um jarðfræði í Hrunamannahreppi. Síðan var stöðvavinna og allir unnu bara á sínum hraða. Þau unnu mikil þessara verkefni í iPad og svöruðu spurningum líka þar.

Fróðeikur úr glærum:

Helstu bergtegundir

 • Blágrýti (basalt)
 • Líparít
 • Móberg

Hreppaflekinn

 • Sjálfstæður lítill fleki
 • Hvorki samstíga Ameríkuflekanum né Evrasíuflekanum
 • Hefur rek- og gosbelti á báðar hliðar
 • Hefur missigið og brotnað
 • Mænissás sem stefnir NA-SV og hallar jarðlögum til beggja átta

Náttúruvernd

 • Sérstök verndarsvæði
 • Stór hluti hálendisins
 • Sérstæð eða einstæð svæði vegna landslags, jarðmyndana, gróðurfars eða dýralífs

Á fimmtudaginn 26. febrúar – Við byrjuðum á því að fara í Nearpod en við skoðuðum bara svona tvær glærur því Gyða nennti eiginlega ekki að kenna okkur og við vorum líka heldur ekkert að fylgjast með þannig við enduðum bara á því að skoða blogg.

Fréttir! :)

Bergtegund Íslands

Hvernig er hægt að klikka á svona hönnun

Jarðvegur á Íslandi og á Hawaii

Lést eftir að hafa spilað tölvuleik

Heimildir:

náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

visir.is

spyr.is

mbl.is

pressan.is

 

 

Ég var ekki í þessari viku í skólanum þannig ég ætla bara að skrifa um hvað krakkarnir gerðu. :)

Á mánudaginn 16. febrúar – Þá byrjuðu þau í nýjum hlekk, Ísland. Þau skiluðu líka heimaprófinu úr eðlisfræði hlekknum. Síðan talaði Gyða um aðalatriðin í hlekknum og hvað við erum að fara að læra. Því næst fengu krakkarnir spurningar til að svara og síðan voru þau sett tvö & tvö saman og áttu að undirbúa og velta fyrir sér einnar spurningarinnar sem hún setti fyrir og síðan á fimmtudaginn var umræðutími um þessar spurnigar.

Spurningarnar:

hvað er náttúra?

hvað er umhverfi?

er íslenskt vatn íslenskt?

hvernig mótar maður landið?

menningarlandslag, hvað er það?

hver á Dettifoss?

á ég að hreinsa fjöruna?

 Á miðvikudaginn 18. febrúar (tvöfaldur tími) – Í byrjun tímans þá horfðu krakkarnir að á smá kynningu á legó valinu sem nokkrir strákar voru með. Þegar kynningin var búin þá horfðu þau á fræðslumynd um eldfjallið Kötlu. Síðan fengu þau heimaprófin til baka og ég hef heyrt að það komu bara flest allir nokkuð vel út úr því. :) Svo fóru þau inná Jarðfræðivefinn og skoðuðu þar. Síðan í lokinn fengu þau tíma að að punkta niður og gera allt klárt fyrir umræðutímann næsta dag.

Á fimmtudaginn 19. febrúar – Var umræðutíminn og þetta virkaði þannig að ein spurning var tekin í einu frá einhverjum hóp og síðan fengu allir að komast að og segja sína skoðun á hlutunum og stundum komust þau að samkomulagi en stundum ekki. Skoðanir voru mismunandi og krökkunum fannst þetta skemmtilegt, eða allavega það sem þau segja inn á sínum bloggsíðum.

Frétti! :)

Ísland örlítið minna en talið var

Veðrið í beinni

Dýrin í hafa stækkað

Heimildir:

visir.is

mbl.is

náttúrufræðisíðan

Á mánudaginn 31. mars – Var ég ekki í skólanum því ég var veik en krakkarnir voru að leggja lokahönd á glærurnar sem við byrjuðum á í seinustu viku og svo áttu þau að senda þær til Gyðu.

Á þriðjudaginn 1. apríl – Í fyrsta tímanum tókum við stutta könnun úr öllum hlekknum. :) Hún tók ekki langan tíma því þetta voru bara 20 krossaspuringar. Þegar henni lauk þá var alveg 20 mínútur eftir af tímanum þannig að krakkarnir sem gátu ekki æft kynningar sínar saman gerðu það saman sem var eftir af tímanum. Ég, Anton og Sigurlaug fóru niður í tölvuverið og breyttum og fínpússuðum glærurnar aðeins og fórum yfir hvernig við ætluðum að kynna hana og hver átti að segja hvað. :) Svo þegar við komum upp gerðum við sjálfsmat og skiluðum til Gyðu.

Næsti tími – Voru bara allir hóparnir að kynna nema þrír hópar því það vantaði nokkra og það væri svo leiðinlegt að þurfa kynna allt sjálfur. Mér fannst okkur bara ganga vel og kynna. :) Meðan hóparnir kynntu þá gerðu hinir nemendurnir jafningarmat og Gyða metur líka kynninguna. :) Svo byrjuðum við að skoða smá blogg en tíminn var búinn.

Seinasti tími – Krakkarnir sem blogguðu ekki í seinustu viku þeir áttu að fara niður í tölvuver og gera það en krakkarnir sem voru búnir að blogga fengu að fara út með Gyðu. Ég, Bryjna, Svava, Hrafndís, Anton, Silja og Sigurlaug fórum út með Gyðu og við fórum í mjög skemmtilega leiki! :) Það var mjög gott að komast út og það væri gaman að gera það oftar en því við erum að fara í Líffræði í næsta hlekk þannig við fáum líklegast að far mikið út. :)

FRÉTTIR! 😀

Kind og geit eignuðust afkvæmi

Sjáðu sólina koma upp á Mars

Súkkulaði getur komið í veg fyrir offitu

Heimildir:

hun.is

mbl.is

pressan.is

-Hrafnhildur :)

Á mánudaginn 24. mars – Var fyrirlestatími um eðlisfræði og virkjanir. Þessi fyrirlestratími var líka í appinu „Nearpod“ og núna þegar maður kann betur á það þá er skemmtilegara. Ég og Silja sátum saman og svöruðum og gerðum verkefnin saman í iPad og gekk það mjög vel hjá okkur. :) Mér finnst þegar við förum yfir glærurnar svona þá tekt ég betur eftir og það er líka líklegast því þegar þetta var upp á skjávarpa þá sá ég ekki nógu vel en núna sé ég allt 100%. :)

Á þriðjudaginn 25. mars – Í fyrsta tímanum þá kláruðum við glærunar frá deginum áður og notuðum nýju tæknina okkar aftur. :) Og ég og Brynja deildum iPad í þetta skipti.

Næsti tími – Skoðuðuðum við stutt blogg og engar fréttir. Ástæðan því við skoðuðum svona lítið af bloggi og engar fréttir var því Gyða vildi byrja strax á hópavinnu. Hún var búin að skipti okkur upp í hópa og við áttum að gera glærukynningar um einhverja virkjun sem hún valdi fyrir hvern hóp. Ég, Anton og Sigurlaug lentum saman í hóp og vorum með virkjunina Búrfellsvirkjun.

Seinasti tími – Var bara að klára eða komast sem lengt sem glærukynninguna. :)

Fróðleikur:

 • Orku jarðar ma rekja til sólarinnar
 • Orka eyðist ekki
 • Orka breytir bara um form
 • Vatn ekur um 70% af yfirborði jarðar
 • Vatn er fljótandi við stofuhita
 • Vatnsaflsvirkjun: mynd

FRÉTTIR! 😀

Ungar konur ættu að borða nóg af grænmeti og ávöxtum

Svarti dauði barst ekki með flóm af rottum

Myndir sem ættu að sannfæra þig um að flyrja aldrei til Ástralíu….

Ólíkir heimar: börn og herbergi þeirra

Heimildir:

pressan.is

mbl.is

bleikt.is

wikipedia.is

glærur rá Gyðu

-Hrafnhildur! 😀vatnsvirkjun_stormynd1

 

Á mánudaginn 17. mars – Fórum við aftur yfir sömu glæurunar, lífrki Þjórsá nema bara hægar. Þetta var samt aðeins öðruvísi fyrirlestra tími. Það voru tveir og tveir saman í iPad og við vorum í forriti sem heitir “  Nearpod“ og þetta virkaði þannig að Gyða var með einn iPad og hún gat bara strjórnað okkar iPadum og skipt um glærur og sett spurningar og verkefni. Og þegar við erum búin að svara að spurningum eða gera verkefni í iPadunum okkar þá sendum við það bara og það ver beint í iPadin hennar Gyðu og hún getur séð þau og sagt hvort við gerðum rétt eða ekki :) Mer fannst þetta mjög skemmtilegt og gaman að breyta til! Ég vona að við getum notað þessa aðferð meira því einhvernvegin fylgdist ég meira með að hafa þetta beint fyrir framan mig og svo gat ég líka glósað í leiðinni og bætt inná hugtakakortið.

Á þriðjudaginn 18. mars – Í fyrstu tveimur tímunum fórum við í stöðvavinnu. Og ég og Brynja unnum saman og fórum í 3 stöðvar. :) Við byrjuðum á því að fara á stöð 1 og svo 3 og enduðum á stöð 9. Ég ætla að skrifa um hér hvað var gert á stöðvunum því við skiluðum henni ekki blað í lok tímans hvað við gerðum því við áttum að setja það hér. 😀

Stöð 1 (Google Earth) – Ég hafði farið í þetta forrit áður þannig ég kunni alveg á það en Brynja hafði aldrei farið inná það þannig ég kenndi henni helstu atriðin og hvernig átti að mæla og setja í kílómetra því við áttum að mæla Þjórsá þannig. Ég byrjaði fyrst að mæla þvi Brynju fannst þetta eitthvað flókið en svo fylgdist hún bara með mér og eftir smástund gat hún alveg gert þetta! Við enduðum á því að Þjórsá var 230,95 km hjá okkur.

Stöð 3 ( Afhverju var Þjórsáver friðlýst?) – Þjórsáver var fyrst líst friðland árið 1981 og síðan skoðað árið 1987. Við skildum þetta svona: Að hálendið var svo mikið og mikil náttúra. Einnig er líka stærsta heiðargæsavarp í heimi og rúsir eru líka þarna og þetta virkar og vinnur allt vel saman.

Stöð 9 (Eggjaskurn skoðuðum eggjaskurn í víðsjá) – Við skoðuðum eggjarskurn og tókum strax eftir að það voru rendur innan á skurninni og svo tókum við líka eftir því að eggið er í tveimur lögum eða innan á er einhversskonar himna sem leit út eins og sápu kúla. Svo áttum við að skoða hvernig litlir ungar anda í egginu og Gyða sagði að það væri mjög lítil göt sem sáust eiginlega ekki eða allavega sáum við þau ekki en þeir geta andað með þeim.

FRÉTTIR! 😀

Fundu tvær nýjar tegundir

Það sem fólk gerir!! 

Heilimdir:

menn.is

pressan.is

náttúrufræðisíðan

-Hrafnhildur! 😀

 

Á mánudaginn 10. mars – Hélt Gyða fyrirlestur um líffræði. Við fengum glærupakka og reyndum að vera dugleg að glósa niður á hugtakakortið og líka merkja við mikilvægar glærur. Þetta var líka nokkurnvegin upprifjun. (sést betur i fróðleik)

Á þriðjudaginn 11. mars – Var danstími og þá var skipt bekknum í 2 hópa og ég var í hóp B og hópur A dansaði fyrst. Þótt það var bara helmingurinn af bekknum inn í kennslustund var alveg venjulegur náttúrufræðitími. :) Við byrjuðum á því að horfa á myndband um Þjórsárdalinn og á meðan var Gyða að setja upp „Google Earth“ í fartölvurnar. Við gátum séð yfir allan heim og líka súmmað til Flúðirs. Það sem við áttum að gera var að mæla Þjórsá í kílómetrum en ég náði ekki að klára það því tíminn var búinn. :) Þetta var mjög skemmtilegt og ég vona að við förum að nota þetta forrit meira. :)

Næsti tími – Var bara hinn hópurinn að gera það sama. :)

Seinasti tími – Vorum við bara að skoða blogg og fréttir! 😀

Fróðleikur: 

Vistfræði og vistkerfi

 • Fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og hvernig þær tengjast umhverfi sínu
 • Hin ýmsu vistkerfi framfleyta mismunandi stofnum dýra og plantna
 • Allar lífverur þurfa orku til þess að komast af
 • Uppruna allrar orku má rekja til sólarorku
 • Flest dýr fá orku úr fæðunni sem þau láta ofan í sig: Frumframleiðendur, neytendur, sundrendur

Frumbjarga – ófrumbjarga

 • Frumbjarga: Eru þær lífverur sem mynda sína eigin fæðu með hjálp sólarorkunar
 • Ófrumbjarga: Eru þær lífverur sem lifa á einhverjum örðum og geta ekki myndað sína eigin fæðu

Ljótillífun

 • Grænukorn:  Orka+6 CO2—> C6H12O6+6 O2
 • Hvatberum: C6H12O6—> orka + 6 H2O + 6 CO2

Fæðukeðjur og fæðuvefir

 • Fæðukeðjur: Fæðukeðjalýsir því hvernig mismunandi hópar lífvera afla sér fæðu og þar með orku
 • Fæðuvefur: Fæðuvefur er þegar fæðukeðjur skarast 

Jafnvægi í vistkerfi

 • Í vistkerfi ríkir oftast jafnvægi milli þeirra lífvera sem þar lifa
 • Ef röskun verður á einum hluta vistkerfisins getur það skapað vanda í öðrum hluta
 • Algengustu orsakir jafnvægisröskunar eru af völdum náttúrulegra breytinga t.d. náttúruhamfara og vegna umsvifa mannsins

Fléttur/skófir

 • Fléttur eru eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu
 • Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun

FRÉTTIR! 😀

HIV smitaðist á milli kvenna

Stúlka sem ólst upp með dýrum eins og Tarzan

Heimildir: 

Glósur frá Gyðu

mbl.is

menn.is

Á mánudaginn 3. mars – Var ekki Gyða í skólanum svo við fengum bara að chilla…:D

Á þriðjudaginn 4. mars –  Fyrsti tími -Byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir Þjórsá. Í þessum tíma byrjuðum við að horfa á tvö myndbönd um Ísland, eða aðallega um náttúruna og landslagið á Íslandi. Fysta myndbandið var eiginlega bara fólk að dansa í náttúrunni á Íslandi. Hér er myndband. Og seinna myndbandið var um tvo bræður sem sem koma frá Bandaríkjunum og þeir komu til Íslands til að ferðast. Hér er myndband. Eftir að horfa á myndböndin þá ræddum við aðeins um þau. :) Svo í enda þessara tíma þá fengum við heimaprófin úr fyrri hlekk og ég er bara nokkuð sátt með einkunnina mína! :)

Næsti tími – Fengum við hugtakakort og glærur frá Gyðu og svo fórum við yfir allar glærurnar. Þessar glærur voru um Þjórsá og svo margt fleira sem kemur í fróðleik. En þetta efni sem við vorum að fræðast með Gyðu var nokkurnvegin upprifjun því við höfum lært þetta áður þegar við vorum yngri.

Seinasti tími – Gerðum við plaköt. :) Það voru svo fáar stelpur þennan dag þannig við allar fengum að vera saman í hóp. :) Ég, Hrafndís, Ragnheiður, Aníta, Svava og Silja. Við skiptum verkefnum og Ragnheiður, Svava og Silja fóru að teikna vatnssvið Þjórsáar og ég, Hrafndís og Aníta fórum niður í tölvuver að afla okkur upplýsinga um staði sem við völdum okkur. Ég valdi mér Þjórsá, Hrafndís valdi sér Hofsjökul og Aníta Heklu. Þegar við vorum búnar að finna það helsta um staðina fórum við upp í stofu og fínskrifuðum það og settum á plakatið hjá stelpunum. :)

Fróðleikur :

Heitir reitir:

 • Mikil eldvirkni og jarðvarmi
 • Yfirborð jarðar bugnar upp. Þetta bendir til þess að undir leynist mikið af heitu og útþöndu efni  – möttulstrókur
 • Ísland er á heitum reit

Myndun Íslands

 • Ísland byggist upp á mótun tveggja „færibanda“ úr hafsbotnsskorpu
 • Á mótum færibandanna bætist stöðugt við hraunlögum
 • Hraunlögin verða eldri eftir því sem fjær dregur miðju landsins
 • Elsta berg á Íslandi er rúmlega 15 milljóna ára

Ytri öfl – innri öfl

 • Innri öfl koma úr iðrum jarðar:
 •  -eldgos
 • -jarðskjálftar
 • -skorpuhreyfingar

 

 • Ytri öfl ytri áhrif (sólin) :
 • -vindur
 • -öldugangur
 • -jöklar
 • -frost
 • -úrkoma
 • -vatnsföll

Flokkun vatnsfalla

 • Dragár:

-Algengastar á blágrýtissvæðum

-Upptök óglögg

-Rennsli háð veðri og sveiflur í hitastigi

 • Lindár:

-Algengastar í og við gosbeltið

-Glögg upptök úr lindum og vötnum

-Jafnt rennsli og hitastig

 • Jökulár:

-Koma úr jöklum

-Rennsli háð veðri og mikil dægursveifla

-Óhreinar af framburði

Jöklar 

 • Hjarnjöklar:

-Allir stærstu jöklar landsins

 • Skriðjöklar:

-Afrennsli stærri jökla

 • Daljöklar:

-Fáir á Íslandi

 • Skálar- og hvilftarjöklar:

-Algengastir í Eyjafjarðahálendinu

Rof og set:

 • Þegar berg molnar vegna ytri afla skríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru = rof
 • Þar sem bergmylsnu sest oftast á láglendi og í sjó
 • Setmyndun getur verið mjög mikil t.d. má segja að allt Suðurskautslandið sé þakið í seti

Þjórsá:

 • Þjórsá er lengsta á landsins
 • Hún er 230 km. frá upptökum Bergvatnskvíslar

FRÉTTIR! 😀

Nú er hægt að fá gíga á Mars nefnda eftir sér

Bjó til barbí byggðar á vexti ,,venjulegrar“ konu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

thjorsarstofa.is

vimeo.com

pressan.is

menn.is

-Hrafnhildur:)bilde