Hlekkur 7

Á mánudaginn 27. apríl – Við byrjuðum tímann á því að klára kynningar um hugtakakortin okkar. Ég kynnti mitt og það gekk bara ágætilega. Síðan skoðuðum við nokkrar fréttir, meðal annars frá Nepel og líka frá snjóflóðinu sem náðist á myndband á Everest.

Á miðvikudaginn 28. apríl (tvöfaldur tími) – Þessir tímar voru nýttir mjög vel. Það var upprifjunartími úr efnafræði. Og núna verða allir náttúrufræðitímarnir nýttir í það að rifja upp vegna þess að við erum að fara í lokapróf í maí. Við glósuðum öll allt niður sem Gyða sagði hvað væri mikilvæg að vera með á hreinu fyrir próf. Hérna fyrir neðan koma glósur frá Gyðu & smá frá mér (eða bara það sem ég glóasði niður) :)

Upprifjun – efnafræði

 • Frumefni – Það er til dæmis hægt að búa til efnasambönd úr frumefnum. 
 • Efnasamband – Er til dæmis: H2O, en þá eru frumefnið H = vetni & O = súrefni
 • Efnablanda – Er hins vegar til dæmis kranavatn, ekki er vitað þá nákvæmlega hvaða efni séu í vatninu
 • Efnahvarf – Felur í sér myndun nýrra sameinda. 
 • Efnahvarf er til dæmis ljóstillífun: CO2 + H2O —–sólarorka—–C6H12O6 + O2
 • Hvarfefnin eru CO2 + H2O
 • Myndefnin eru C6H12O6 + O2, og C6H12O6 (sykur) er bundin í grænukornunum
 • Bruni er ljóstillífun sem fer afturábak: C6H12O6 + O2 —–orka losnar——CO2 + H2O
 • Bruni fer fram í hvatberum
 • Frumeind:
 • Róteind + hlaðin með massa 1
 • Nifteind 0 hlaðin með massa 1
 • Rafeind – hlaðin með massa 0,0000001 (nóg af 0-um)
 • Róteind segir upp sætistölu frumefnis
 • Róteind & nifteind segir upp massatölu frumefnis
 • 1 rafeindarhvolf = -2
 • 2 rafeindarhvolf = -8
 • 3 rafeindarhvolf = restin
 • Hversu mörg rafeindarhvolf? Fer eftir því hvaða flokki frumefnið er í
 • Við rifjuðum líka upp hvernig átti að stilla efnajöfnur, hérna er góður vefur til að æfa sigatom

Á fimmtudaginn 29. apríl – Þá var ég ekki tíma en það var upprifjunartími í jarðeðlisfræði.

Upprifjun – jarðeðlisfræði ( vegna þess ég er ekki með neinar glósur þá notaði ég bara Stjörnuvefinn

 • Pláneta = Reikistjarna, jörðin okkar er reikistjarna
 • Stjarna = Eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku
 • Innri plánetur = Merkúríus, Venus, Jörðin & Mars
 • Ytri plánetur = Júpíter, Satúrnus, Úranus & Neptúnus
 • Tunglið = Er eini náttúrulegi fylgihnöttur jarðarinnar, tunglið glóir ekki heldur endurkastast það af sólinni
 • Mikilhvellur = Er kenning um alheiminn
 • Halastjarna = Er ísklumpur á ferð. Halinn er úr ís og bergi
 • Ljósár = Mælir ekki tímann heldur vegalengd. Hann mælir hversu langt ljósið fer á einu ári
 • Myndband af plánetunum sem við þekkjum

Fréttir! :)

Æfði fyrir Mars á Íslandi

Messanger hrapar til Merkúríusar 

Bakveikt fólk er skyldara öpum en aðrir

19 ára stúlka lést hugsanlega af völdum of mikillar tyggjónotkunar

Heimildir:

náttúrufræðisíðan

glósur frá mér

visindavefur.is

mbl.is

pressan.is 

youtube.is

fa.is

stjornufraedi.is

is.wikipedia.org

mynd: frumefni

Takk fyrir allt Gyða! Takk fyrir að geta troðið einhverju inn í hausinn á okkur og vonandi nýtist það okkur eitthvað í framtíðinni. 😀

Á mánudaginn 6.apríl – Var ekki skóli vegna þess að við vorum í páskafríi.

Á miðvikudaginn 8. april (tvöfaldur tími) – Þetta var mjög fjölbreyttur fyrsti tími eftir páska en við byrjuðum að ræða skipulagið fram að skólalokum og komst í ljós að við eigum bara örfáa tíma eftir í náttúrufræði. Og við eigum líka eftir að blogga sirka fjórum sinnum í viðbót. Þetta er allt að vera búið :( Þessi tími var mjög rólegur og við gerðum ekki mikið. En það sem við gerðum var að við horfðum á nokrar stuttar fræðslumyndir frá síðunni Nature is speaking. Það sem við gerðum var að við horfðum á eina svona stutta fræðslumynd og á meðan skrifuðum við niður á blað orðin sem komu fyrir í myndbandinu sem tengdist því sem var að fjalla um. Síðan ræddum við um orðin og deildum orðunum og sáum hvort einhver væri með önnur orð sem maður skrifaði ekki niður. Því næstu bjuggum við til krossglímu með aðalorðinu og notuðum hin orðin inn í. Þetta gerðum við með tvær fræðslumyndir og síðan horfðum við líka á tvær aðrar sem við þurftum ekkert að skrá niður. Inn á milli kíktum við líka á fréttir og bjuggum til umræðu um fréttina. Fréttirnar sem við kíktum á voru ,,facebook“ & ,,steypireiður„.

Myndirnar sem við horfðum á voru:

Dæmi hvernig við gerðum þetta…….

Horðum á fræðslumyndina um móðir náttúru að skrífuðum orð niður sem komu fyrir í myndinni. Síðan bjuggum við til krossglímu í sameiningu með orðunum okkar.

Mannkyn

þrÓast

auÐlindir

ÖflugrI

SjóR

ofNýta

Áhrif

Tegund

plöntTur

gróðurhÚsaáhrif

skógaR

hAmfarir

Þetta var mjög rólegur og skemmtilegur tími. :)

Á fimmtudaginn 9.apríl – Þá vorum við að vinna í hugtökunum okkar og búa til hugtakakort út frá þeim. Ég er með hugtakið ,,Landslag“. Við eigum að skila & kynna þau í næstu viku.

Fréttir!

 Hvalirnar ferðast þvert yfir Kyrrahafið

 Nálægt því að finna líf utan jarðar

 Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

mbl.is

natureisspeaking.org

Mynd = týpískt landslag á Íslandilandslag

 

Á mánudaginn 19. maí – Fyrst var Gyða með snöggan fyrirlestur um sveppi og eftir hann sýndum við myndböndin okkar frá áskoruninni og skoðuðum fréttir. :)

Á þriðjudaginn 20. maí SVEPPAHEIMSÓKN!

Við fórum í Flúðasveppi og skoða allt það og kynna okkur ferlið þeirra. Þegar við komum þangað tók á móti okkur maður sem heitir Eiríkur. Meðan hann kynnti okkur fyrir sveppaverksmiðjunni reyndum við að glósa eins mikið og við gátum. :) Hann tók okkur í litla ferð í gegnum allt húsið og fræddi okkar um á meðan og ég ætla að skrifa um þessa athugaverðu ferð.

Sveppaverksmiðjan á Flúðum er eina svepparætun á Íslandi og var hún stofnuð 1984 af Ragnari. Hann byrjaði að senda 500 kg af sveppum á viku en margt hefur breyst á stuttum tíma og nú er sent 11-12 tonn af sveppum á viku. Í svepparæktinni vinna 25 manns og gera þau allt frá grunni og þangað til sveppirnir eru komnir í búðirnar.

Fyrst þarf að búa til rotmassa. Rotmassinn er búinn til úr hálmi sem er bleyttur og svo er hænsnaskíti bætt við. Og svo er verið að hræra í rotmassanum allan þennan tíma og blásið lofti til þess að bakteríurnar frá súrefni og lifa. Hitastigið í hrúgunum fer upp í 80°C. Þetta allt tekur 2 vikur. Og í hverri viku er búinn til nýr rotmassi.

Þegar rotmassin er tilbúinn er hrúan sett í klefa og þar er hann geymd í nokkra daga. Hitinn í klefanum er mikill og drepur hann allar bakteríur í massanum því þau vilja þær ekki.

Eftir það er massinn settur í annan sótthreinsaðann klefa sem er kæltur niður fyrir 30°C og þá er bætt við sveppagróinu og það geymt í 2 vikur. Þegar þetta allt er búið þá fer þetta í ræktunarklefann.

Áður enn við fórum inn í rætunarklefann þurftum við að stíga á einhverja mottu sem var með einhverjum sótthreinsivökva í. Enn í ræktunarklefanum er massinn settur og 5 cm moldarlag ofaná. Þetta þjappast vel saman og fyrst byrjar að koma litlir hnúðar upp úr moldinni og það er byrjunin hvernig sveppirnar myndast. Hitinn inn í ræktunarhúsinu má ekki vera meira en 30°C og er oftast 17-20°C.  Í klefanum er rakastigið hátt eða 80% og mikill  koltvísýringur. Hvern fermetri af sveppum er 30-50 kíló.

Þessi ferð var mjög skemmtileg og fróðleg og þessi vetur í 9.bekk var mjög skemmtilegur og við lærðum mikið á honum! :) Takk Gyða hlakka til að sjá þig í 10. bekk. 😀 Takk fyrir mig:)

MYNDIR!

1381503_663889620331962_975652581920452503_n12720_663889626998628_4570926564663554501_n10300702_663889613665296_7013653037497839145_n10334322_663889610331963_4734133558026744231_n

Á mánudaginn 12. maí – Fyrst skoðuðum við nokkrar fréttir einnig Sagði i Gyða okkur hvað við gerum á næstunni því það eru svo fáir náttúrufræðitímar eftir en við eigum að blogga stórt og flott blogg næst.

Á þriðjudaginn 13. maí – Voru tímarnir notaðir í skemmtilegar áskorun sem Gyða gerði. Við byrjuðum á því að setja okkur saman í hópa og ég var með Anítu Hrund, Ragnheiði, Svövu & Sigurlaugu. :) Þetta voru margar þrautir en við náðum á gera allar.

Þetta eru allar þrautirnar :

 • Risaeðla í réttri stærð á skólalóð.
 • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.
 • Reikna út hæð á vel völdu tré.  Sýna aðferð og útreikninga.
 • „Skógarselfie“
 • Alda aldanna og hvar er hin aldan?
 • Kraftur
 • Rappa lagið „Enga fordóma“
 • Frumlegasta hárgreiðslan
 • Leikir og gaman með yngstu nemendum Flúðaskóla
 • Stærsta sápukúlan
 • Fimleikasýning
 • Skutlugerð með frjálsri aðferð………..og reyna við Flúðaskólametið sem er….?

Við gerðum allar þrautinar og hjálpust allar að og gerðum þetta skemmtilegt. :) Þrautirnar sem eru fjólubláar er þær þrautir sem maður fékk 4 stig fyrir. Og við fengum tvö 40 mín tíma í þetta.

Seinasti tími – Af því að við tókum upp myndbönd og myndir í iPad af öllu sem við gerðum í áskorun áttum við að setja flott myndband saman um það, og þessi tími var notaður til þess. Forritið sem við notuðum til að klippa saman myndbandið í iPadinum heitir iMovie og er mjög sniðugt forrit. :)

FRÉTTIR! 😀

Grafa upp stærstu risaeðlu heims

Tvöfalt meiri bráðnun en talið var

Bannað að taka síma af börnum

15 furðulegustu uppfinningarnar

Heimildir:

náttúrufræðisíðan

mbl.is

ruv.is

bleikt.is

-Hrafnhildur 😀

Á mánudaginn 5. maí – Vorum við að kynna veggspjöldin um kynsjúkdóma upp fyrir bekkin og Gyðu. Okkur Aaitu og Silju gekk vel að kynna og veggspjöldin hjá hinum voru mjög flott og miklar upplýsingar á þeim sem maður vissi ekkert um. Í lok tímans fórum við í Litlu-Laxá eða Hellisholtalækinn og settum smá vatn í krukku. Þetta sýni var til þess að nota í tilrauninnu daginn eftir. :)

Á þriðjudaginn 6. maí – Var ég ekki í skólanum vegna þess ég var veik. En í fyrsta tímanum hjá krökkunum var hraður fyrirlestur um frumdýr og þörunga. Restin af tímanum voru þau að gera tilraun með sýni úr Hellisholtalæk eða Litlu-Laxá og áttu þau að finna og greina lífverurnar í smásjá. Og svo í seinasta tímanum voru krakkarnir að gera skýrslu um tilraunina. :)

FRÉTTIR! 😀

Lávaxnir lifa lengur

Sníkjudýr í afrískum konum

Bjuggu til lífveru með gervikjarnasýru

Tvíburasystur héldust í hendur við fæðingu

Heimildir:

mbl.is

bleikt.is

-Hrafnhildur Sædís! 😀

Á þriðjudaginn 22. apríl – Byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir líffræði. Gyða sagði okkur hvað við myndum fara yfir í þessum hlekk t.d. flokkun lífvera, bakteríur & veirur, kynsjúkdómar, frumdýr, þörungar & sveppir og endum á jurtum og fuglum. Við fengum einnig stutta prófið sem við tókum fyrir páska og líka hugtakakort því þetta er nýr hlekkur. :)

Næsti tími – Gerðum við verkefni um nokkrar lífverur sem búa á Íslandi. Verkefnið virkaði þannig að okkur var skipt upp í hópa og ég lenti með Þórdísi og Anítu Víðis síðan áttum við að finna 8 lífverur og finna upplýsingar um dýrin, skrifa þær niður og svo setja allar upplýsingarnar á plakat.

Það sem við völdum:

 • Fugl –> Kría
 • Landspendýr –> Minkur
 • Sjávarspendýr –> Höfrungur
 • Fiskur –> Hornsíli
 • Landplanta –> Túnfífill
 • Sjávarplanta –> Grænþörungur
 • Smádýr á landi –> Fiðrildi
 • Smádýr í sjó –> Var ekki tími að gera það

Kría Sterna paradisaea ) 

Minkur (  Mustela vison ) 

Höfrungur ( Delphinidae )

Hornsíli ( Gasterosteus aculeatus )

TúnfífillTaxacum officinale )

GrænþörungurChlorophyta )

Fiðrildi ( Papilionoidea )

Á mánudaginn 28. apríl – Var fyrirlestra tími um veirur og bakteríur. Eins og venjulega þá vorum við í nearpod í iPad og mér finnst það mjög þæginlegt. Maður þarf bara að fylgjast mjög vel með og vera duglegur að glósa niður því stundum koma allt í einu quiz og flr.

Fróðleikur:

 • Veirur eru miklu minni en bakteríur
 • Veirur eru gerðar úr próteinhylki, erfðaefni & festingum
 • Veirur lifa snýkjulífi
 • Veirur orsaka oft marga sjúkdóma
 • Gerlar/bakteríur/dreifkjörningar er það sama
 • Dreifkjörungar eru aðeins ein fruma
 • Dreifkjörungar hafa engan kjarna
 • Þegar lífsskylyrði hjá bakteríum versnar þá geta þær myndað verndandi hjúp utan um sig sem kallast dvalagró

 

Á þriðjudaginn 29. apríl – Var þrefaldur tími og stórt verkefni því við vorum að gera plaköt um kynsjúkdóma. Ég, Aníta Hrund & Silja vorum saman í hóp og við gerðum veggspjald um klamydíu. Þótt myndirnar voru mjög ógeðslegar þá er mjög mikilvægt að gera þetta til að sýna öllum hvað þetta getur orðið alvarlegt. ,,Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakteríunni Chlamydia trachomatis. Um 2000 Íslendingar greinast árlega með klamydíu. “  Og Íslendingar eiga seinustu 10 ár evrópumet í klamydíusmiti…..sem er ekki gott! Einnig getur klamydía valdið ófrjósemi karla líkt kvenna. Og eina vörnin er smokkurinn og hann er eina vörnin gegn öllum kynsjúkdómum.

Næsti tími – Sama verkefni

Seinasti tími – Kláruðum við verkefnið í byrjun tímans, settum veggspjöldin upp & fórum svo út í góða veðrið. :)

FRÉTTIR! 😀

Alvöru Júragarður á hásléttunni

Stjörnuþyrping geysist í átt að jörðu á ógnahraða

Nýtt frumefni uppgvötað

Ótrúlegt dúfuatriði í Britain’s Got Talent

Heimildir:

is.wikipedia.org

nat.is

landlaeknir.is

mbl.is

pressan.is

visir.is

menn.is

-Hrafnhildur 😀