Á mánudaginn 26. janúar – Þá byrjuðum við í nýjum hlekk, eðlisfræði. Mesta áherslan var á orku og rafmagn. Við fengum hugtakakort og glærupakka. Núna notar Gyða bara eiginlega Nearpod kynningar í iPad sem er mjög þæginlegt því hún setur svona stuttar spuringar inn á milli og það gildir núna og það þýðir bara að maður verður að fylgjast vel með í tíma. Í þessum tíma vorum við reyndar bara að rifja upp sem við höfum lært áður til dæmis, frumeind, róteind, nifteind, rafeind, kraftur, rafmagn og fleira, (hægt að sjá allt í fróðleik hérna fyrir neðan)

Fróðleikur upp úr glærum:

Rafhleðsla

 • Allt efni er gert úr frumeindum (atómum)
 • Frumeindin er smæsta eins frumefnis sem býr yfir öllum eiginleikum viðkomandi frumefnis
 • Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda, sem eru smærri en frumeindin sjálf

Frumeind

 • Frumeind skiptist í: rótiendir, nifteindir og rafeindir
 • Róteindir + og nifteindir – eru í kjarna
 • Rafeindir sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel
 • Mikilvægur eiginleiki róteinda og rafeinda er rafhleðsla sem þær búa yfir
 • Róteindir eru með jákvæða (+) hleðslu
 • Rafeindir eru með neikvæða (-) hleðslu
 • Nifteindir eru óhlaðnar

Rafhleðsla og kraftur

 • Þegar rafhlaðnar eindir nálgast hver aðra verka þær með krafti hver á aðra
 • Kraftur sem dregur saman kallast aðdráttarkraftur (verkar milli einda em bera gagnstæðar hleðslur)
 • Kraftur sem ýtir sundur kallast fráhrindikraftur (verkar milli einda sem bera sams konar hleðslu)

Rafmagn

 • Rafmagn er í öllum hlutum
 • Rafmagn hefur alltaf verið til
 • Rafmagn til fyrir tilstilli öreinda atóma

Rafsvið

 • Allar hlaðnar eindir hafa rafsvið um sig
 • Rafsvið er sterkast næst eindinni en erður veikara eftir því sem fjær dregur

Stöðurafmagn

 • Rafmagn er orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað
 • Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðslur safnast í hlut

Hlutir hlaðnir

 • Núningur: Einum hlut núið við annan. Við það flytjast rafeindi á milli þeirra. Annar verður jákvætt hlaðinn, hinn neikvætt
 • Leiðing: Tveir hlutir snertast og rafeindir flæða í gegnum einn hlut annars
 • Rafhrif: Óhlaðinn hlutur kemst í snertingu við hlaðinn hlut. Rafeindir óhlaðna hlutarins endurraðast og hann dregst að þeim hlaðna

Eldingar

 • Eldingar verða til vegna stöðurafmagns
 • Stormur —> mikil hreyfing —> ský hlaðast (+/-) —> jörðin verður rafhlaðin vegna rafhrifa
 • Þegar rafeindir fara frá skýi til skýs eða frá skýi niður í jörðu verður afhleðsla –> elding
 • Í eldingum losnar mikil raforka

Rafspenna

 • Til að koma rafeindum af stað þarf orku
 • Rafspenna er sú orka sem er fyrir hendi til að hreyfa hverja rafeind
 • Því meiri spenna –> því meiri orku fær hver rafeind –> því meiri orku gefur rafeind frá sér –> því meiri vinna er framkvæmd

Rafstraumur

 • Rafstraumur er streymi rafeinda eftir vír: Fjöldi rafeinda sem fer um ákveðinn stað í vírnum á ákveðnum tíma
 • Því fleiri rafeindir –> því hærri straumur 
 • (Hægt að sjá mynd hérna til hægri um rafspennu og rafstraum)

frumeind

 

 

 

 

 

ehv

 

 

 

28. janúar (tvöfaldur tími) – Þetta var líka bara fyrirlestra tímar. Við vorum í Nearpod líka þá. Gyða byrjaði á því að setja upp hugtökin sem við erum að læra í þessum hlekk upp a vegg og tengdi þau saman. Mér finnst mjög þægilegt að sjá öll hugtökin upp á vegg.:) Fyrsta tímann þá vorum við að halda áfram með fyrirlesturinn og í seinni tímanum vorum við að læra um lögmál Ohms. Mér fannst það mjög flókið fyrst en þegar Gyða lét okkur reikna lögmál  Ohms þá skildi ég það betur. (meira um þetta í fróðleik)

Lögmál Ohms ——> I = V/R

 • Rafspenna er mæld í voltum (V) —–> táknað V
 • Rafstraumur er mældur í amperum  (A) —–> táknað I
 • Viðnám er mæld í ohm (Ω) —–> táknað R
 • Rafafl mæld í vöttum (W)
 • Til að finna I (amper) = V/R
 • Til að finna V (volt) = I · R
 • Til að finna R (óm) = V/I

Á fimmtudaginn 29. janúar – Þá vorum við að leysa gamla PISA könnun. Vegna þess að við tökum þátt í henni bráðum. Við gerðum bara það sem við gátum og síðan fórum við yfir svörin með Gyðu. Síðan enduðum við á því að fara í skutlukeppni úr PISA könnuninni og áttum að skjóta í Gyðu……

Fréttir! :)

Kjarnapasta í flækju nifteindastjarna

Ein þriggja uppspretta súrefnis

Ljósið færir mönnum upplýsingar

Heimildir:

Glósur frá Gyðu

Mynd frumeind

Mynd úr bókinni Orku

 mbl.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsti hlekkurinn á þessu ári var vísindavaka! Vísindavaka virkar þannig að krakkanir velja sér tilraun til að framkvæma og sýna bekknum tilrauna. Til þess að kynna tilraunina er hægt að sína myndband, plakat, glæruýningu og líka bara live tilraun. Svo fær maður einkunn. :)

Vika 1:

Á mánudaginn 5. janúar – Sýndi Gyða okkur hugmyndir um tilraunir til að framkvæma. Ég, Þórdís og Ragnheiður vorum saman í hóp (það er hægt að vera einn í hóp). Okkur gekk vel að finna hugmyndir. Við leituðum bara á YouTube af tilraunum og það var margt í boði. Tilraunin sem stóð mest upp úr var sjálflýsandi egg sem skoppar. Þetta er tilraunin sem við fórum eftir. Við völdum að gera myndband.

Á miðvikudaginn 7. janúar – Við framkvæddum tilraunina í tvöfalda tímanum en samt bara helminginn af henni því eggin þurftu að bíða í ediki í nokkra daga.

Vika 2:

Á mánudaginn 12. janúar – Þá kláruðum við að framkvæma tilraunina. Okkur gekk vel og við náðum að taka allt upp.

Á miðvikudaginn 14. janúar – Þá nýttum við náttúrufræði tímana að klippa myndbandið.

Á fimmtudaginn 15. janúar – Fengum við að sjá myndböndin frá hinum í bekknum og líka frá öðrum bekkjum. Þetta var allt skemmtilegar og mismunandi tilraunir.:)

Tilraunin okkar var mjög einföld og það sem þurfti í hana var:

 • Egg
 • Edik
 • Tilraunaglas
 • Krukka
 • Yfirstrikunarpenni (blekið úr honum)
 • Lampi
 • Skál
 • Skeið

Framkvæmd:

Það sem við vorum að gá var hvort það væri hægt að búa til sjálflýsandi egg sem skoppar með því að nota blek úr yfirstrikunarpenna og edik.

Við tókum upp tilraunina í skólanum. Á miðvikudaginn tókum við hluta upp af tilrauninni. Við byrjuðum á því að setja 50 millilítra af ediki ofan í skálina. Síðan tókum við blekið úr yfirstrikunarpennanum og kreistum það ofan í skálina með edikinu. Síðan settum við egg ofan í krukkuna og heltum vökvanum sem var í skálinni ofan í krukkuna. Næst heltum við meira ediki ofan í krukkuna eða bara þangað til edikið huldi yfir egginu. Síðan létum við þetta bíða í krukkunni í 5 daga, það er hægt að láta eggið bíða styttra og líka lengur. Á mánudaginn kláruðum við síðan að taka upp tilraunina. Þegar við kíktum ofan í krukkuna á mánudeginum þá var eggið öruglega búið að tvöfaldast og var orðið svona gúmmíkennt þegar maður snerti það. Edikið sem eggið lá í var orðið neon grænt/gult og  það er vegna yfirstrikunarpennans. Eggjaskurnin var búin að losna frá því edikið braut niður eggjaskurinina og þun húð varð eftir þunn húð. Síðan lékum við okkur svolítið með eggið, létum það skoppa og gáðum hvort það myndi lýsa ef við mundum slökkva ljósin og lýsa með lampa á eggið. Svo létum við eggið falla niður úr hæð og þá sprakk þessi þunna húð og vökvinn, eggjarhvítn, eggjarrauðan og bara allt var neon grænt/gult á litið.

Það gekk allt svo vel, að framkvæma tilrauna, finna allt í tilraunina en þegar við fórum að klippa myndbandið og fleira þá gekk ekki alveg eins vel. Það gekk alveg vel að klippa saman myndbandið og setja tónlist undir, finna svör við rannsóknarspurningu og fínpússa myndbandið en þegar við save-uðum myndbandið til þess að setja það inn á YouTube þá snérist myndbandið á hvolf. Við erum búnar að savea það öðruvísi en alltaf sama vandamálið kemur upp. En við sýnum alveg bekknum myndbandið bara á einhvern annan hátt. :)10934693_780097942044462_1548605121_n

egg

Á miðvikudaginn 10. desember – Við í 10.bekk erum í efnafræði og þess vegna gerðum við margar tilraunir með þurrís. Þetta blogg er einungis um það. Hérna fyrir neðan eru tilraunirnar sem voru í boði og sem er litað fjólublátt eru tilraunir sem ég náði að fara á.

Tilraunir:

 • Þurrís og málmur
 • Þurrís og sápukúlur
 • Þurrís og sápa
 • Þurrís í heitt og kalt vatn
 • Þurrís og blöðrur
 • Þurrís og eldur
 • Þurrís og rauðkálssafi
 • Þurrís og plastpokar

Fróðleikur um þurrís :

Þurrís er frosinn koltvísýringur, eða CO2. Hitastig þurrís er -79°C og þess vegna er nauðsynlegt að nota hanska þegar ísinn er notaður því ef hanskinn er ekki á þá getur komið brunasár og kalsár. Þurrís er ekki eins og venjulegur klaki. Þurrís er mun kaldari og líka venjulegur klaki bráðnar breytist hann í vatn og svo getur vatnið breyst í gufu ef það er hitað mikið. Hinsvegar þegar þurrís ,,bráðnar“ breytist hann beint í gas án þess að fara fyrst í vökvaham. Þessi hamskipti kallast þurrgufun. CO2 (s) —- Co2 (g). Þurrís er gerður úr koltvísýringsgasi sem í þar til gerðum vélum.

Þetta stóð utan á kassanum sem þurrísinn kom í :

 • Getur valdið kalsárum við snertingu
 • Notið viðeigandi hlífðarfatnað og hlífðarhanska
 • Kæfandi í háum styrkleika
 • Einkenni eitrunar við innöndun er lömun/meðvitunarleysi
 • Köfnun getur orðið án einkenna eða viðvörunar
 • Í lágum styrkleika getur koldíoxíð valdið andnauð og höfuðverk

Tilraunir! ( í þeirri röð sem ég fór í )

Þurrís og sápa!

Áhöld + efni:

 • Plastskál
 • Tuska
 • Uppþvottalögur
 • Þurrís
 • Heitt vatn

Þetta var mjög spennandi og skemmtileg stöð. Við áttum að reyna búa til eina stóra sápukúlu úr sápunni. Við byrjuðum á því að setja heitt vatn í skálina (þá sirka botnfylli) og tuskuna og sápuna saman í aðra skál. Síðan settum við sápu með tuskunni á kantinn á skálinni með vatninu í, en þarf að passa að enginn sápa fer ofan í vatnið. Svo settum við þurrísinn ofan í vatnið og þá rauk út um allt hvítur reykur. Tuskan er síðan dregin þétt yfir op skálarinnar þannig sápan hélt spennu og blés út (það þarf að gera þetta hægt og rólega). Stór sápukúla myndaðist og var hún full af gasi frá þurrísinum. Þegar sápukúlan var orðin mjög stór sprakk hún og hvíti reykurinn dreyfðist út um allt borð. Þetta gerist vegna þess að þurrísin var að breytast í gas og gas hefur stórt rúmmál. Svo er hægt að endurtaka þetta alveg nokkrum sinnum.10872588_761571497230440_1882802619_n

 

 

10850478_761571503897106_1522181085_n

10841730_761571490563774_1910185183_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þurrís og rauðkálssafi!

Áhöld + efni:

 • Glasarakki
 • Tilraunaglös
 • Rauðkálssafi
 • 1 súr vökvi
 • 1 basískur vökvi
 • Töng
 • Þurrís
 • Bakki

Við byrjuðum á því að setja súra vökvann í eitt tilraunaglasið, basískann í annað og rauðkálssafa í það þriðja. Síðan bættum við smá rauðkálssafa ofan í súra og basíska vökvana til að sjá lita vísana. Súri vökvinn varð bleikur og basíski vökvinn varð grænn á litinn þegar smá rauðkálssafi var kominn út í. Svo settum við þurrísinn með töng ofan í alla þrjá vökvana og þá byrjaði að búbbla upp úr vökvunum og einnig kom smá hvítur reykur. Á meðan það var að búbbla þá minnkaði vökvinn í öllum tilraunaglösunum en hann eyddist hraðast í glasinu með rauðkálssafanum. Liturinn á basíska vökvanum breyttist líka á meðan. Græni lituinn varð gulur. Búbblurnar og litabreytingar gerðust vegna þess að þurrísinn var að breytast í gas.

10846988_761571550563768_1498644334_n

 

10850371_761571553897101_1597375554_nÞurrís í heitt og kalt vatn!

Áhöld + efni:

 • 2 blöðrur (sniðugt að hafa rauða fyrir heitt vatn og bláa fyrir kalt vatn)
 • Tilraunaglös
 • Glasarakki
 • Þurrís
 • Heitt og kalt vatn

Við byrjuðum á því að setja heitt vatn í eitt tilraunaglas og svo kalt í hitt tilraunaglasið og svo raða þeim á glasarakkann. Settum við síðan þurrís í glösin og blöðrurnar mjög fljótt á. Við vorum með rauða blöðru fyrir heita vatnið og bláa fyrir kalda. Eftir það þá horfðum við bara og biðum. Rauða blaðran blés mikið hraðar og varð stærri en sú bláa. En bláa varð breiðari í lokinn. Það sem gerðist var að sameindirnar í heita glasinu hreyfast mikið hraðar enn sameindirnar í kalda glasinu. Og þrýstingurinn sem reykurinn af þurrísinum gaf frá sér það hjálpaði líka blöðrunum að blása.

10850751_573749639423284_1761547157_n

Þurrís og sápukúlur!

Áhöld + efni:

 • Glerbúr
 • Þurrís
 • Sápukúlur

Byrjuðum á því að setja mikið af þurrís í botninn á glerbúrinu. Síðan blésum við sápukúlur ofan í glerbúrið. En sama hvað við reyndum að blása sápukúlunum á botninn (á þá þurrísinn) en þá svifu þær alltaf upp og hreinlega dönsuðu í búrinu. Það gekk ekki nógu vel að láta þær setjast á þurrísinn en það komu nokkur móment þegar þær svifu í búrinu og svo settust. Þegar þær settust þá frosnaði hún og svo skrapp hún saman. Ástæðan afhverju það var svona erfitt að láta þær setjast á þurrísinn er vegna þess að það er svo mikill þrýstingur frá þurrísnum sem ýtir sápukúlunum upp.

165486_497428173644775_176426784_n

 

 

10850656_573823589415889_1767804564_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þurrís og málmur!

Áhöld + efni:

 • Bakki
 • Þurrís
 • Málmur
 • Volgt/heitt vatn

Þurrísinn var settur á bakkann og svo vorum við með málm sem var búinn að liggja í volgu/heitu vatni. Þegar við settum volga málminn á þurrísinn þá kom svakalegur hávaði (hljóðið minnti mig á að einhver væri með klærnar í krítartöflu). Þetta ískur var hræðilegt og því heitari sem málmurinn var því meiri hávaði og ískur. Þetta gerðist vegna þess að því heitari vatn, því heitari málmur og því meira hljóð. Hitabreytingin skiptir miklu máli.

10867082_761571477230442_586017105_n

Þurrís og eldur!

Áhöld + efni:

 • Kerti
 • Eldspýtur
 • Bakki
 • Þurrís

Byrjað var á því að setja þurrísinn á bakka. Siðan kveiktum við á kertinu með eldspýtunni. Síðan notuðum við eldspýtuna að setja eldinn frá kertinu aftur á eldspýtuna og svo reyndum við hægt og rólega að láta eldinn fara nær þurrísnum. En þá slökknaðist alltaf á eldspýtunni með eldnum á. Við reyndum þetta allavega svona 5 sinnum en það gerðist alltaf það sama, eldurinn slökknaðist. Ástæðan afhverju það gerðist var vegna þess að koldíoxíð (CO2) kæfir eld.

10850875_761571473897109_1350397487_n

 

 

10872622_761571480563775_779940342_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gleðileg jól! 😀

Fréttir! :)

Þurrís að hörðu gleri?

Fann lífræn efnasambönd á Mars

Sólin segir til sín á Norðurskautinu

Heimildir:

visindavefur.is

aga.is

Náttúrufræðisíðan

mbl.is

Myndir frá mér

 

Á mánudaginn 1. desember Var ekki Gyða en það stoppaði okkur ekkert að fara ekki í tíma því tæknin er orðin svo mikil að Gyða setti bara upp Nearpod kynningu í iPödunum. Þessi kynning var um sýrustig. Eins og venjulega þá komu verkefni t.d. spurningar inn á milli glæranna. Svo gat Gyða séð hverju við svöruðum. Ég viðurkenni það að mér finnst betra þegar Gyða fer yfir glærur með okkur því þá skil ég meira en þetta var bara góð redding. :)

Fróðleikur upp úr glærum:

Hvað er jón?

 • Frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu
 • Jákvætt hlaðin jón hefur færri rafeindir en róteindir (katjón) t.d. Na+
 • Neikvætt hlaðin jón hefur fleiri rafeindir en róteindir (anjón) t.d. Cl-
 • Plús eða mínus gefur til kynna hleðslu og fjölda rafeinda gefnar eða teknar: SO3-2

Jónaefni

 • Hlaðið saman af jóntengjum
 • Milli jóna af gagnstæðri hleðslu. T.d. NaCl (matarsalt)
 • Einkenni:
 • Leysast vel í vatni
 • Leiða vel rafstraum
 • Mynda kristalla
 • Hafa hátt bræðslu- og suðumark

Hvað er sýra?

 • Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn
 • Því sterkari sýran er því:
 • Því meiri er af H+
 • Því rammari

Saltsýra

 • Vetnisklórið HCI
 • Jónefni HCI –> H+ + Cl-
 • Römm sýra
 • Ætandi
 • Notuð í iðnaði
 • Magasýrur í okkur

Hvað er basi?

 • Basar eru efni sem geta tekið til sín H+ í vatnslausn
 • Sápa – lútur

Vítisódi

 • Sodium hydroxide (NaOH)
 • Jónaefni Na+ og OH-
 • Rammur basi
 • Hvítt, fast efni
 • Hátt bræðslumark (318°C)
 • Ætandi og hættuleg efni
 • Notaður í efnaiðnaði

Hvað er pH? pH gildi og H

 • pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk
 • Kvarðinn fyrir pH-gildin er á bilinu 0-14
 • pH 2 er súrt
 • pH 7 er hlutlaust
 • pH 12 er basískt
 • Kvarðinn er lágaritmískur
 • Sýrustig (pH) er mælikvarði á styrk H+ jóna í lausn, þ.e. Hversu mikið er af H+ í hverjum lítra.
 • Því lægra sem pH er því meira er af H+
 • Því hærra sem pH er því minna er af H+

pH gildi í okkur

 • Vatn hefur pH gildi 7 og er því hlutlaust, hvorki súrt né basískt (lútkennt)
 • Sýrustig blóðs er 7,4 en 7,0-7,2 innan frumna
 • Sýrustig í maga er 1-2 og í þvagi er örlíð súrt
 • Það er lífsnauðsyn að halda pH gildi blóðs milli 7,35-7,45 (þolmörk)

Hreint vatn

 • Hreint vatn, H2O, er ætíð klofið að hluta í jákvæðar oxóníumjónir, H3O+, og jafnmargar neikvæðar hýdroxíðjónir, OH-

Sýrustig vatns

 • Sýrustig vatns fer eftir uppruna
 • Regnvatn og yfirborðsvatn getur verið fremur súrt pH 6 eða lægra
 • Lindavatn er oft annað hvort hlutlaust eða basískt pH 7-9
 • Sjór er oftast fremur basískur pH 8-8.5
 • Hitaveituvatn er oft fremur basískt pH 8-9
 • Vatn í fyrstu leysingum getur verið mjög súrt

Litvísar

 • Mælingar á pH gildum
 • Dýr mælitæki
 • Einfaldir strimlar
 • Heimatilbúnir litvísar

Á miðvikudaginn 3. desember (tvöfaldur tími) – Gyða var fyrst með smá umræðu um sýrustig og kynninguna á mánudaginn þannig við mundum ná meiri útskýringi á þessu öllu. Síðan fengum við efnajöfnukönnunina tilbaka og ég var sátt með einkunnina mína. Eftir alla þessa umræðu þá var okkur skipt í hópa því við vorum að fara gera tilraun, sýrustigstilraun. Þar mældum við sýrustig í ólíkum vökvum. Ég var með Brynju, Antoni og Viktori í hóp og síðan á að skila skýrslu eftir viku. Skýrslan er inná verkefnabankanum.

Á fimmtudaginn 4. desember – Var ég ekki vegna þess ég var veik en tíminn hjá krökkunum var svona. Gyða fór yfir efnajöfnur með krökknunum sem vildu fara aftur í könnun upp úr því og bæta einkun sína og þeir sem vildu það ekki voru að vinna í skýrslugerð.

Fréttirr! :)

Ekki hærra sýrustig í Eyjafirði (2011)

Áhrif á lífríki ráðast af lengd eldgossins (2014)

Becromal lofar úrbótum vegna sýrustigs í frárennsli (2011)

Heimildir:

visir.is

mbl.is

Glósur frá Gyðu 

myndph

 

 

 

Í viku 2 í þessum hlekk var enginn náttúrufræðitími. Þannig ég bloggaði ekki fyrir dagana 17. nóv, 19. nóv og 20. nóv. Og í viku 3 vorum við að vinna allt upp sem við áttum að gera í viku 2, þannig áætlunin færðist um viku.

Á mánudaginn 24. nóvember – Við byrjuðum á því að skila skýrslum. Sumir skiluðu henni í tölvupósti en aðrir á pappír. Í þessum tíma var fyrirlestratími í Nearpod appinu. Í þessum tíma vourm við bara að læra að stilla efnajöfnum. Við fengum bara hugtakakort en engar glærur. Ég viðukenni það að þetta sé alveg erfitt í fyrstu og þótt maður stillir efnajöfnum upp á töflu með Gyðu þá tekst manni það aldrei sjálfur. Í Nearpod kynningunni þá komu líka inn verkefni og ég og Aníta vorum að rembast við að gera þau en okkur gekk ekkert svo vel. Síðan skoðuðum við nokkrar fréttir í lok tímans.

Fróðleikur:

 • H2 + 02 = Hvarfefni ————> H2O1 = Myndefni
 • Vegna þess að það er ekki jafnvægi milli þessara efnajafna þá þarf maður og stilla þeim og margfalda (x)
 • 2x H2 + 02 ————> 2x H201
 • Þá kemur þetta þannig út að H4 + O2 ———–> H4O2 og þá er jafnvægi milli þessara efnajafna
 • Afhverju þarf að stilla efnajöfnum?

Á miðvikudaginn 26 nóvember (tvöfaldur tími) – Í þessum tveimur tímum þá byrjuðum við á því að klára að Nearpod kynninguna sem við byrjuðum á á mánudaginn. Við tókum nokkrara efnajöfnur saman upp á töflu en síðan notuðum við iPadana að stilla efnajöfnur sjálf. Við vorum inn á síðu sem heitir Phet. Þetta var mjög góð síða og það var margt í boði t.d. gátum við bara æft okkur að stilla efnajöfnur og svo gátum við líka farið í leik sem var í þremur levelum og hvert level varð erfiðara. Eitt sem var mjög gott við þessa síðu var að maður gat séð hve margar kúlur voru og hvað maður var að bæta við mörgum kúlum. Það var líka hægt að hafa vog og sjá jafnvægið. Í þessum leik var bara mjög einfalt að skilja hvernig þetta er gert en það er aðeins erfiðara þegar maður þarf að setja þetta á blað. Í þessum tímum vorum við allan tímann að gera þetta og eftir tímann þá skildi ég þetta. :) Núna kann ég nokkurnvegin að stilla efnajöfnur. Alveg í lok tímans þá sýndi Gyða okkur síður á netinu sem við getum æft okkur á því daginn eftir fórum við í stutta könnun bara um að stilla efnajöfnum.

Þetta eru síðurnar sem við gátum æft okkur:

Á fimmtudaginn 27. nóvember – Var ekki Gyða en við fórum samt í könnunina. Í þessari könnun voru bara nokkur dæmi og það var bara að stilla efnajöfnum. Ég held að mér gékk alveg ágætlega. :)

Fréttir! :)

Hraði bráðunar eykst

DNA lifði af í ferð í gegnum lofthjúpinn

Menn gætu flogið á Títan

Heimildir:

phet.colorado.edu

visindavefur.is

visir.is

mbl.is

Mynd frá Phet en ég setti hana saman

efnajöfnur

 

 

 

Á mánudaginn 10. nóvember – Þá byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir efnafræði og það var fyrsti fyrirlestratíminn í þessum hlekk. Þessi fyrirlestratími var samt bara smá upprifjun t.d. uppúr lotukerfinu, og lögðum aðeins áherslu á efnahvörf og efnajöfnur. Við notuðum iPada og appið Nearpod en Gyða gat ekki sett inn verkefni og þrautir en það var líka alveg allt í lagi. Við fengum líka glærur. Upprifjun í fróðleik hérna fyrir neðan.

Hérna er hægt að sjá lotukefið og sjá allt og líka eðlismassa efnisins.

Fróðleikur upp úr glærum:

Hvað er efnafræði?

 • Efnafræði er sú grein eðlisvísinda sem segir til um úr hverju efni eru, hvernig þau breytast og sameinast hvert öðru

Upprifjun!

 • Massi: Mælikvarði á efnismagn hlutar
 • Massi er mældur í grömmum
 • Þyngd: Mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut
 • Þyngdarkraftur er mældur í Newtonum
 • Massi og þyngd er ekki það sama!

Eðlismassi:

 • Eðlismassi er eitt af því sem getur hjálpað okkur að þekkja efni í sundur
 • Eðlismassinn segir okkur hvað einn rúmsentimetri (cm3) af efninu vegur mörg grömm (g)
 • Eðlismassi = massi / rúmmál (g/cm3)
 • Dæmi: Við hörfum stein sem er að rúmmáli 5 cmog massi er 20 g
 • Hver er eðlismassi steinsins?
 • Svar = 20g / 5 cm3 = 4/gcm3

Frumefni – Efnasamband:

 • Frumefni: er efni (sameind) sem er gert úr frumeindum sem eru allar af sömu gerð
 • Dæmi = Nitur (N2) og Súrefni (O2)
 • Efnasamband: kallast það þegar sameind er samsett úr ólíkum frumefnum – minnst tveimur tegundum. Allar sameindirnar eru eins í efnasambandinu og í sömu hlutföllum
 • Dæmi = Vatn (H2O) og ammóníak (NH3)
 • Til dæmis Li = frumefni því það er einn stór staður en í efnasambandi eru tveir stórir LI

Bræðslumark og storknun:

 • Þegar fast efni breytist í vökva
 • Storknun kallast það þegar vökvi breytist í fast efni
 • Solid (s)
 • Liuqid (l)
 • Gas (g)

Hvolfaímynd frumeindar:

 • Hvert hvolf getur hýst tiltekinn fjölda rafeinda
 • Fyrsta hvolf getur tekið við 2 rafeindum
 • Annað hvolf getur tekið við 8 rafeindum
 • Þriðja hvolf getur tekið við 8 rafeindum

Róteind, rafeind og nifteind:

 • Frumeind (atóm) er minnsat efniseind hvers frumefnis
 • Sérhvert atóm er samsett úr kjarna og rafeindum
 • Í kjarnanum eru jákvætt hlaðnar róteindir (p+) og óhlaðnar nifteindir (n°)
 • Rafeindir sveima á hvolfum kringum kjarnann og eru neikvætt hlaðnar (e-)
 • # Róteindir = sætistala——->
 • ————————————-> Massatala
 • Nifteindir————————->

 Á miðvikudaginn 12. nóvember – Þá vorum við að gera stóra tilraun. Sú tilraun var að eima sígarettu. Okkur var skipt upp í hópa og ég var með Tobiasi og Sigurlaugu i hóp. Meðan tilrauninni stóð þá skráðum við aðalatriðin t.d. hvað efni og áhöld við notuðum, hvað þurfti, niðurstöður og fleira. Síðan eigum við að skila flottari skýrslu mánudaginn 24. nóvember. Þetta var mjög skemmtileg tilraun og gaman að fylgjast með og sjá hvað gerist þegar maður reykir sígarettu og hvað mikið ógeð fer ofan í lungunn á manni. Mér finnst þetta mjög gott að við gerðum þetta og vonandi reykjir enginn eftir þetta. En lyktin sem kom eftir á var sko ekki góð hún var hreinlega ógeðsleg! Ég set skýrsluna hérna inn og það eru þá myndir líka.

Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?

Healthy lungs vs smokers lungs! 

Á fimmtudaginn 13. nóvember – Datt niður náttúrufræði tími vegna skólaþings hjá unglingum.

Fréttir! :)

Tveimur nýjum frumefnum bætt við Lotukerfið (frétt síðan 2011)

Tæplega milljarður jarðíbúa reykjir

Reykingar stytta ævina um 10 ár 

Samsíða yfir milljarða ljósára

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

visindavefur.is

YouTube.comsígó

mbl.is

visir.is

Mynd

 

 

 

Á mánudaginn 27. október – Þá var fyrirlestur eins og venjulega. Þessi fyrirlestratími var um erfðir blóðflokka. Við fórum vel yfir þetta og einnig skoðuðum við tengla og margt sem er tengt þessu. Blóðbankinn er einn vefurinn sem við kíktum inn á að það er hægt að finna allt þarna t.d. um blóðflokka, hverjir geta gefið blóð?, hvernig fer blóðgjöf fram og fullt af fleirum upplýsingum. Fróðleikur hérna fyrir neðan.

Fróleikur upp úr glærum:

ABA blóðflokkar manna eru dæmi um margfaldar genasamtæður

 • Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk
 • Þegar barn erfðir A gen frá öðru foreldrinu og B gen frá hinu verður það í AB blóðflokki því að A og B genin eru jafnríkjandi
 • Genin sem ákveða A og B flokka ríkja bæði yfir O geninu
 • O genið er því víkjandi
 • Einstaklingur sem erfir O gen annars vegar A gen hins vegar verður þess vegna með A blóð. Sá sem erfir O gen og B gen verður með B blóð
 • Hjón í AB og O geta ekki eignast barn í O blóðflokki

Arfgerð – Blóðflokkar – Svipgerð

ARFGERÐ ————————————–SVIPGERÐ

 • AA       ————————————         A blóðflokk
 • AO       ————————————         A blóðflokk
 • BB       ————————————         B blóðflokk
 • BO       ————————————         B blóðflokk
 • OO        ———————————–         O blóðflokk
 • AB         ———————————–         AB blóðflokk

Blóðflokkar 

Á miðvikudaginn 29. október (tvöfaldur tími) – Við notuðum þessa tvo tíma í stöðvavinnu. En í þetta skipti þurftum við ekki að skila til Gyðu þeim verkefnum sem við gerðum. Hérna eru stöðvarnar. Í þessari stöðvavinnu var ég bara að vinna í verkefnunum sem eru á blöðunum. Ég fór í verkefni sem heitir ,,Var börnunum víxlað?“ og það var bara um blóflokka og sem tengist því t.d. arfgerð og svipgerð. Ég fór einnig á stöð sem hét ,, Ættartré yfir nærsýni“. Mér fannst það aðeins erfiðara en ég held að ég sé orðin pretty good.

Á fimmtudaginn 30. október – Var stutt próf upp úr þessum öllum hlekk og fengum við að hafa hugtakakortið með okkur. Þetta var bara stutt og sanngjörn könnun.

Hérna eru hugtökin sem við áttum að fara yfir og glósa niður á hugtakakortið okkar. :)

Fréttir! :)

Íslandsmet í blóðgjöfum (árið 2007)

Blóðbankann skortir blóð

Bólusetja kóalabirni fyrir klamydíu

Smitvarnir og blóðgjöf (ekk frétt)

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan 

Glæruru frá Gyðu

blodbankinn.is 

visir.is

mbl.is 

visindavefur.is

Mynd

blod

 

 

Á mánudaginn 20. október – Þá var fyrirlestratími eins og venjulega. Þessi fyrirlestratími var aðallega um mannerfðafræði og kynbundnar erfðir. Við merktum við glærur sem voru mikilvægar og Gyða sýndi líka nokkur dæmi á töflunni og við glósuðum það. Við skoðuðum einnig fréttir og myndband tengt þessu sem við vorum að læra. Útskýringar hérna í fróðleik fyrir neðan.

Fróðleikur upp úr glærum:

Erfir manna

 • Í okkur eru um það bil 30.000 gen og raðast þau á 46 litinga í frumukjarna nær allra frumna líkmans
 • Kynfrumurnar eru undartekning með 23 litningar
 • Hvort genið um sig í genapari kallast samstæða því það er í sama sæti á amstæðum litningi
 • Hver einstaklingur fær samstæðan litning frá hvoru foreldri
 • Starf gena er að gefa frumum líkamans kipanir, um hvaða efni þær eiga að framleiða, hvernig og hvenær
 • Allar frumur eru með 46 litning í 23 pörum nema KYNFRUMURfrumuskipting011002
 • Litningar
 •       ↓
 •    Gen
 •      ↓
 • DNA – erfðaefni
 • Meiósa ( einnig kölluð sem rýriskipting )
 • Mítósa ( einnig kölluð sem jafnskipting )

Hvað er meiósa & mítósa? 

Mannerfðafræði:

 • Karlar tákna sem XY
 • Konur tákna sem XX

 

Á miðvikudaginn 22. október (tvöfaldur tími) – Við notuðum þessa tvo tíma í að vera í stöðvavinnu. Ég og Aníta unnum saman og líka smá Brynja. Við fórum á stöð 8 sem við teiknum frumuskiptingu og svöruðum spurningu, svo fórum við á stöð 11 þar sem við áttum að leira DNA sameind. Það var mjög skemmtilegt og öðruvísi. Vegna þess að tíminn var að fara frá okkur og það tók því ekki að byrja á nýrri stöð þannig við bjuggum tíma bara svona aukastöð þar sem við fengum blað um „Erfðir eða umhverfi“ Það var bara tafla sem við áttum að fylla inn í og það var spurt um „lýsing eða mæling“ , „erfðir eða umhverfi“, „er hægt að hafa áhrif á einkennið?“. Til dæmis ,,Rétthentur eða örvhentur“ = lýsing. ,,Skóstærð“ = erfðir. Er hægt að hafa áhrif á leshraða? Já. Þessi rtímar eru svo fljótir að líða að maður nær ekki að fara á margar stöðvar en þetta dugði. :)

Á fimmtudaginn 23. okóber – Var Gyða í einhverji miklu stuði, eins og alltaf. Við fengum bækling um mannerfðafræði og það voru flest dæmin um rikjandi og víkjandi sem við kunnum eiginlega upp á 100 en samt fengum við smá hjálp frá Gyðu upp á töflunni. Í bæklinginum var líka erfðir lesblindu og það er eitthvað nýtt fyrir okkur en við náðum að meðtaka það mjög vel. Að mínu mati fannst mér þetta ganga vel og það er alltaf gott að Gyða er á tölflunni á fullu. :)

Fréttir! :) 

Hver ræður kyni barns?

YouTube myndband um gen

Kyn fóstra greint eftir sex vikur

Fæddi fjóra hvíta ljónsunga

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

Youtube.com

visindavefur.is

visir.is

mbl.is

Mynd 1

Mynd 2 – frá mér10743492_736010249786565_827701539_n


Á mánudaginn 13. október – Þetta var fyrsti fyrirlestrar tíminn í þessum hlekk. Við fengum hugtakakort og tvo glærupakka ,,Upprifjun frumur“ og ,,Erfðir og erfðaefni“. En við fórum seinasta fimmtudag aðeins yfir upprifjun frumunar þannig við fengum bara glærupakkann og vorum ekkert að fara meira yfir hann. Við byrjuðum að horfa á myndband og skoða og vefi sem við getum notað í hlekknum en við getum líka notað Maður & Náttúran bókina. En þessi tími var mjög mikilvægur og það þurfti að fygjast extra vel með og merkja við merkilegustu glærurnar. Ef við náðum því það sem Gyða var að segja í tímanum var það mjög gott því það var grunnurinn af öllu sem við erum að fara að læra í þessum hlekk. Við vorum að læra um ríkjandi og víkjandi, tilraunir Mendels, arfhreinir og arfblendnir og aðeins um DNA. Útskýrningar í fróðleik hérna fyrir neðan.

Hérna er myndbandið sem við horfðum á.

Þessir vefir er líka hægt að nota ef maður er í vanda. Gen.is & erfdir.is. Hér er líka góð síða sem ég fann. 

Fróðleikur upp úr glærum:

Hvað er erfðafræði?

 • Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma
 • Tengist t.d. frumulíffræði, þroskunarfræði & þróunarfræði
 • Nýtist í flokkunarfæði

Gregor Mandel

 • Faðir erfðafræðinnar
 • Munkur sem gerði tilraunir með ræktun garðertuplantna (baunagrös)
 • Vissi ekkert um litninga eða gen
 • Mátti ekki kena náttúrufræði
 • 1865 – niðurstöður Mendels
 • Dó án þess að fá viðurkenningu fyrir verk sín

Tilraunir Mendels

 • Fræ lágvaxinna plantna gaf eingöngu lágvaxnar plöntur
 • Fræ af hávöxnum plöntum :
 • gáfu aðeins af sér hávaxnar plöntur
 • aðrar gáfu bæði hávaxnar og lágvaxnar plöntur
 • Eftir margendur teknar tilraunir vissi Mendel að ef hann lét hreinræktaðar hávaxnar og hreinræktaðar lágvaxnar plöntur æxlast saman fengi hann aðeins hávaxnar afkvæmisplöntur
 • Sterkari eiginleikinn er kallaður RÍKJANDI
 • En sá eiginleiki sem virðist hverfa er VÍKJANDI

Ríkjandi – Víkjandi

 • Ríkjandi gen eru táknum með hástöfum
 • H fyrir háan vöxt plantna
 • Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum
 • h fyrir lágan vöxt plantna

Tilgáta Mendes

 • Hvor foreldisplanta hefur eitt par af erfðaþáttum (genapar)
 • Einstaklingar sem hafa eins gen fyrir tiltekið einkenni, t.d. HH eða hh, kallast kynhreinir eða arfhreinir
 • Einstaklingar sem hafa ólík gen fyrir tiltekið einkenni, t.d. Hh, kallast kynblendingar eða arfblendnir

Arfgerð – svipgerð

 • Sviðgerð: er greinilegt, oftast sjáanlegt einkenni lífveru. Hvernig arfgerðin kemur fram.
 • Arfgerð: genuppbygging lífverunar. Hvaða gen hún er með til að stjórna einkennunum. Er hún arfhrein gagnvart riginleikum (t.d. HH) eða arfblendin (Hh)

DNA

 • Í DNA eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar
 • DNA er því grunnefni erfða. 
 • DNA uppgötvaðist vegna vinnu Gregors Mendel sein á 19. öld. 

Á miðvikudaginn 15. október (tvöfaldur tími) – Við notuðum þessa tvo tíma í að vera í stöðvavinnu. Fyrst rifjuðum við aðeins upp hvað ríkjandi, víkjandi arfhreinn og afrblendingur væri og svo pöruðum við okkur 2 & 2 saman. Ég og Aníta Víðis vorum saman og við unnum mjög vel saman. Fyrst var þetta má flókið en svo útskýrði Gyða verkefnið betur fyrir okkur og þá rúlluðum við þessu upp. :) En við fórum samt bara á tvær stöðvar, önnur var þannig að við fengum tvö blöð um ríkjandi og vikjandi  og við fengum upplýsingar og svo áttum við að klára verkefnið. Og hin var í tölvu og það var leikur sem hét Punnett Squares og það var líka um ríkjandi og víkjandi, og svo fórum við í annan leik sem gekk út á það sama. :) Það er mjög erfitt að útskýra þetta en ég ætla að setja leikina hérna.

Leikur 1 & 2.

Á fimmtudaginn 16. október – Við skoðuðum bara blogg og fréttir.

Fréttir! :) 

Myndband um Punnett squares  – aðeins langt en gott fyrir byrjendur

Líkindi til að offita gangi í erfðir

Fundu gen sem hefur áhrif á háþrýsting

Gen tengt Alzheimers

Leitin af genunum – mjög löng grein en samt fræðandi

Heimildir:images (1)

Náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

YouTube.com

mbl.is

visir.is

mynd: Punnett spuares, baunagrösin frá Mendels

 

Á mánudaginn 6. október – Þá sagði Gyða við okkur að það gekk ekki vel í prófinu, því miður. Þannig hún paraði okkur 2 og 2 saman eftir einkunnum og ég og Svava vorum saman. Það sem við áttum að gera í þessum tíma var að svara spurningum sem voru einnig í prófinu. Og við þetta tækifæri gátum við hækkað einkunnina okkar. :) Okkur gekk vel að svara þeim en því miður náðum við ekki að klára að svara þeim öllum.

Þetta eru spurningarnar sem við áttum að svara:

 • Lýstu mismunandi hringrásum kolefnis…
 • Lýstu áhrifum búsetu manna á trjágróður á Íslandi…
 • Hver er líkleg orsök þess vegna að kríu gengur illa að verpa við Ísland síðustu ár?…
 • Hvaða áhrif hefur Golfstraumurinn á lífríkið við Ísland?…
 • Segðu frá sérstöðu íslenskar náttúru…
 • Hvers vegna aukast gróðurhúsaáhrif og hvernig stuðlar eyðing skóga að aukningu gróðurhúsaáhrifa?…
 • Gerðu grein fyrir ólíkum bleikjuafbrigðum í Þingvallavatni…
 • Hver gætu orðið afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa á Íslandi?…

Á miðvikudaginn 8. október (tvöfaldur tími) – Þá féll náttúrufræðitímarnir niður vegna skólahlaupsins.

Á fimmtudaginn 9. október – Við fengum prófið til baka og spurningarnar sem við svöruðum á mánudeginum. Og við fórum öll yfir það allt með Gyðu og það tók alveg góðan tíma. Svo rétt í endann á tímanum þá fórum við aðeins að rifja um frumuna síðan úr 8.bekk því við erum að fara núna í hlekk sem er aðallega bara um kjarnann í frumunni. :)

 Fréttir!! 😀

,,Besta myndin frá Holuhrauni“

September sá hlýjasti í sögunni

Geimfarar munu svelta í hel

Skelfileg áhrif stera og eiturlyfja

Heimildir:

mbl.is

pressan.is

visir.is78585-004-BC0F7EE4

Mynd