Vika 3……….

Á mánudaginn 22. september og miðvikudaginn 24. september – Var samrændupróf þannig náttúrufræðitímarnir duttu niður.

Vika 4……….

Á mánudaginn 29. september – Vorum við niður í tölvuveri að klára að svara spurningum úr kafla 2 í heftinu “ Loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar „. Og svo máttum við líka skoða linka. Þessir linkar voru fréttir og líka myndbönd.

Á miðvikudaginn 1. október (tvöfaldur tími) – Gyða byrjaði að sýna okkur fréttir og skýrslu frá WWF. Eftir það fórum við í alías upp úr hlekknum til að rifja upp hugtökin sem við erum búin að læra. Ég var með Þórdísi, Svövu og Antoni í hóp og okkur gekk alveg ágætlega, allavega unnum við. Svo fengum við stutta pásu og svo var próf. Í prófinu máttum við hafa hugtakakortið með okkur. Hugtakakortin voru notuð vegna þess að við áttum að glósa fyrir prófið. Gyða setti fyrir próf hugtök sem við áttum að vita hvað væri og ég glósaði nánast öll þessi hugtök. Hérna eru hugtökin.

Nokkur af hugtökunum:

 • Ljóstillífun : Koltvíoxið + vatn <—-sólarorka—-> glúkósi + súrefni. Formúla : Co2 + H2O <—-sólarorka—-> C6H12O6 + O2.
 • Bruni : glúkósi + súrefni <—-koltvíoxið—> + vatn + orka. Eiginlega öfugt við ljóstillífun.
 • Hringrásir efna : Plöntur eru fremst í nánast öllum fæðukeðjum. Þær kallast frumframleiðendur það sem þær geta búið til orkuríka fæðu með ljóstillífun sinni. Svo éta plöntuætur  plöntuna og rándýr plöntuætuna, þá kallast randýrið neytandi. Neytendur eru ófærir um að búa til lífræn efni og verða því að fá þau úr öðrum lífverum. Sundrendur brjóta líkama dauðra lífvera niður niður í einföld efni efni sem plöntur þurfa til að vaxa og taka upp um ræturnar. Þetta tryggir að þessi efni verða enþá í umferð náttúruinnar.
 • Vistfræði & samspilið í náttúrunni : Vistkerfi fjallar um tengslin milli lífvera og tengsl þeirra við umhverfið sitt. Í vistkerfinu eru allar lífverur háðar hver annarri og þær mynda fæðuvef. Stöðug samkeppni er í vistkerfinu og þar er alltaf skortur á einhverju þar sem allar lífverur berjast um fæðu, vatn, búsvæði og maka. Oft kemst jafnvægi á í vistkerfi en þetta jafnvægi er viðkvæmt og getur auðveldlega raskast. Maðurinn er mikill áhrifavaldur í vistkerfi heimsins.
 • Vistkerfi : Er afmarkað svæði í  náttúrunni, allar lífverur sem lifa þar og lífvana þættir í umhverfinu.
 • Tegund : Er safn einstaklinga sem geta átt saman frjó og eðlileg afkvæmi.
 • Stofn : Er safn lífvera af sömu tegund sem kifa á sama svæði og eignast oftast afkvæmi með einstakling úr sama stofni. T.d. í Þingvallavatni eru til nokkrar tegundir af bleikjum en það er sami stofninn.
 • Sess : Hlutverk og staða lífvera í vistkerfi án þess að samkeppni verði mikil.
 • Skógar á Íslandi : Ísland er í kaldtempraða beltinu og er í reynd hluti af barrskógarbletinu. Á þessu svæði eru vetur kaldir og langir en sumrin mild og úrkomusöm. Ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og einangrun landsins varð til þessað barrskógur óx ekki upp en í stað hans klæddist landið birkiskógi. Skógurinn þakti um fjórðung landsins. Birkiskógurinn eyddist eftir landnám: hann var ruddur af mönnum og þeir notuðu það í hús sín, tún og akra. Búfé gekk sjálfala í skóginum og einnig hefur eldgos og harðir vetrar áhrif.
 • Helstu gróðurlendi : Gróðurlendi er samheiti yfir tiltekið landsvæði þar sem gróður er alls staðar svipaður, til dæmis í skóglendi eða graslendi. Ísland er í dag mest mólendi, melar- og mosagróður. Hálendið er mest auðn.
 • Stöðuvötn : Þau eru skipt í næringarrík og næringarsnauð vötn hefur jarðvegur og berggrunnur mest áhrif. Á Íslandi eru um 9000 stöðuvötn og tjarnir sem eru stærri en einn hektari (1,4% af landinu).
 • Hafið sem vistkerfi : Tveir þriðju hlutar yfirborðs jarðar eru haf. Golfstraumurinn á upptök sín skammt frá norðan við miðbaug, fer um Karíbahaf og svo norður með strönd N-Ameríku. Sveigir svo í austur upp með strönd V-Evrópu og áfram norður til Íslands. Hann ber með sér minn varma úr suðri og án hans væri Ísland óbyggilegt vegna kulda. Mikilvægustu nytjafiskar Íslendinga eru þorskur, ýsa, ufsi, karfi, loðna, síld og makríll.
 • Gróðurhúsaáhrif : Gróðurhúsaáhrifin hita jörðina. Sumar lofttegundir í lofthjúpi jarðar, til dæmis koltvíoxið, draga úr varmatapi jarðarinnar út í geim. Þær valda svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Án gróðurhúsaáhrifa væri meðalhitinn á jörðinni um 35°C kaldara en á jörðinnu í dag. Þegar við brennum jarðefnaeldsneyti, það er í kolum, olíu eða jarðgasi, eykst styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu og gróðurhúaáhrifin verða meiri. Áhrif hlýnunar eru meðal annars öfgar í veðurfari, hærra sjávarborð og súrari sjór. Það er nauðsynlegt að finna aðra og vistvænni orkugjafa.
 • Loftmengun : Brennissteinstríoxíð og nituroxíð frá bílum og verksmiðjum eru sýrandi efni. Efnin geta borist langar leiðir í andrúmsloftinu og falla með regnvatni og sýra jarðveg, sjó og vötn.
 • Ósonlagið : Hátt í lofthjúpnum er örþunnt lag úr lofttegundinni ósoni. Óson gleypir meginhluta skaðlegra, útfjólublárra geisla frá sólinni. Án ósonlagsins væri jörðin líklega algerlega líflaus. Ef útfjólubláu geislarnir mundu ná óhindrað til yfirborðs jarðar myndi aukast líkur á húðkrabbameini.
 • Ofauðgun : Nitur og fosfót eru náttúruleg næringarefni en of mikly mæli valda þau ofauðgun.
 • Umhverfiseitur : Eru þráðvirk eiturefni sem brotna mjög hægt niður. Ef rándýr étur mörg dýr sem hafa umhverfiseitur í líkamanum eykst styrkur eitursins í rándýrinu. Toppneytendur verða verst úti vega eiturefnanna.

Á fimmtudaginn 2. október – Var ekki tími vegna það var frí eftir hádegi.

Fréttir!! (Allt tengt hlekknum, gamlar og nýjar fréttir)

Mengun hefur einnig áhrif á dýr

Ropandi beljur auka gróðurhúsaáhrif

Ósonlagið aldrei verið þynnra

Nýtt (Spá um gasdreyfingu)

Ósonlagið á batavegi

Heimildir:

natturufraedi.fludaskoli.is

vefir.nams.is – spurningar (Maður & Náttúra)

glærur frá Gyðu

hugtakakortið mitt

pressan.is

mbl.is

vedur.is

visir.isghouse_effect

Mynd: thewe.cc

 

Á mánudaginn 15. september – Gyða byrjaði á því að halda áfram með fyrirlesturinn sem við vorum í vikuna á undan en núna notuðum við iPada og forritið Nearpod. Fyrirlestur var mestmegnis um skóga á Íslandi og helstu gróðurlendi. Í fyrirlestrinum voru allskonar verkefni og þrautir inn á milli. Ég og Svava (Hrava) unnum sama og okkur gekk bara ágætlega myndi ég segja. :) Fysrt þurftum við að teikna upp fæðukeðju og fæðuvef og það gekk mjög vel og svo kom 2x 15 spurningar um það sem við erum búin að vera að læra og það gekk bara semí vel. 😀 Og svo fengum við líka stöðvavinnu blöðin okkar til baka.

Fróðleikur upp úr glærum:

 • Ísland er í barrskógarbeltinu
 • Barrskógar vaxa einkum þar sem vetur eru langir & dimmir en sumrin mild & úrkomusöm
 • Birkiskógurinn eyddist eftir landnám vegna þess að skógurinn var: brenddur, ruddur fyrir akurlendi, notaður til eldiviðar & húshitunar. Búfe gekk sjálfala í skóginum. –> Eldgos, harðir vetrar
 • Ísland er í dag mest mólendi, melar- & mosagróður. Hálendið er mest auðn

Á miðvikudaginn 17. september (tvöfaldur tími) – Gyða var ekki en hún var búin að útskýra fyrir okkur hvað við áttum að gera. Við vorum niður í tölvuveri og áttum á horfa á 3 stuttmyndir og svara spurningum sem tengdust myndunum. Við hjálpuðusmt að svara spurningunum og ræddum líka mikið í kringum þær. Þessar spurningar voru mest um lofttegundir, koldíoxið, súrefni, metan og mikið fleira. Mér fannst þessar spurningar aðeins þungar og ég náði ekki að klára spurningarheftið. En það var líka allt í lagi.

Hérna eru stuttmyndirnar sem við vorum að svara spurningum við.

Á fimmtudaginn 18. september – Var ekki skóli vegna foreldraviðtölin voru á þessum degi.

Fréttir!! 😀

Loftlagsmálin & framtíð okkar allra

Brasilía ekki aðili að samkomulagi um stöðvun skógareyðingar

Myndband um náttúru ÍslandsNutima-metan-hringras-ev

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

vefir.nams.is

pressan.is

visir.is

mynd: metan.is

Á mánudaginn 8. september – Við byrjuðum á því á fá iPada og ætluðum að nota appið Nearpod fyrir glærusýningu. En vegna þess að netið vildi ekki tengjast forritinu og allt var að fara í klúður þá gerðum við þetta bara á gamla mátann og Gyða setti glærunar upp á skjávarpa. Og fengum við einnig glærurpakka. Þegar við fórum yfir glærurnar minnstst Gyða á að í þessum hlekk getum við notað bókina Maður & Náttúran ef við værum í vandræðum með eitthvað. Þetta sem var í glærukynninguunni var allt eitthvað sem við þekkjum og höfum lært mest megnis eitthvað en þetta var bara aðeins upprifjun. Svo enduðum við á því að skoða fréttir því það er margt að gerast hérna á Íslandi t.d. eldgosið í Holuhrauni.

Fróðleikur upp úr glærum:

 • Fæðukeðja = Fæðukeðjua lýsir því hvernig mismunandi lífveruhópar afla sér fæðu, hver á eftir annarri í „einfaldri“ röð þannig hver tegund verður hlekkur í fæðukeðjunni
 • Fæðuvefur = Fæðuvefur er mynd sem sýnir fæðutengsl lífvera, hvernig lífverur lifa á öðrum lífverum í gegnum margar samtengdar fæðukeðjur
 • Lífhvolf = Lífhvolf jarðar er allt það svæði þar sem líf á jörðinni þrífts
 • Búsvæði = Búsvæði er afmarkað svæði þar sem lífskilyrði eru öðruvísi en fyrir utan það t.d. skógur & tjörn
 • Líffélög = Líffélög eru allar þær lífverur sem lifa á sama búvæði t.d. í skógi, að þar myndar allur gróður og dýr í skóginum eitt líffélag
 • Vistkerfi = Vistkerfi er líffélag & búsvæði það er að segja allar lífverurnar og lífvana umhverfi þeirra (grjót, molf o.fl.). Vistkerfi hefur skýr og grenileg mörk
 • Sess = Sess er það hlutverk sem hver lífvera hefur í vistkerfinu. Þegar lífverur í vistkerfi skipa mismunandi sess geta þær lifað án þess að samkeppni verði mikil
 • Ísland er í dag mest mólendi, melar-, og mosagróður. Hálendið er mest auðn

Á þriðjudaginn 10. september (tvöfaldur tími) – Í þessusm tveimur tímum var stöðavinna um Ljóstillifun & Bruna. Gyða byrjaði á því að fara yfir allar stöðvarnar og segja hvað væri hægt að gera á þeim. Þetta eru stöðvarnar sem voru í boði. Í lok þessara tíma áttum við hver og eitt að skila blaði með stöðvunum sem við fórum á og lika hvað við gerðum og útkoman. En auðvitað máttum við vinna saman en ég náði bara að gera tvær stöðvar því seinni stöðin tók mjög langan tíma og lærði ég mikið af henni.

Stöð 5 – Ég fór á stöð 5 og það var krossgátustöð. Orðin í krossgátunni eru orð sem við þekkjum og vitum hvað merkja en vegna þess að við erum svona ný byrjuð í skólanum var heilinn aðeins ryðgaður. En það allt reddaðist því við vorum með bókina sem Gyða sagði gott væri að grípa í og þá rúlluðum við þessu upp. Þessa stöð vann ég með Hrafndísi og Anítu V og hér fyrir neðan er hægt að sjá skýringar og orð við krossgátunni. :)

 1. Grænt litarefni = Blaðgræna
 2. Lofttegund sem er nauðsynlegt plöntum = Koltvíoxið
 3. Næringarefni sem myndast við ljóstillífun = Glúkósi
 4. Orkuríkt efni í kartöflum = Mjölvi
 5. Frumilíffæri þar em ljóstillífun fer fram = Grænukorn
 6. Lofttegund sem myndast þegar plöntur mynda glúkósa = Súrefni
 7. Op í blöðum sem hleypa lofttegundum inn og út = Loftauga
 8. Aðalefnið í viði = Varmi
 9. Það sem umlykur okkur og inniheldur lofttegundir = Loft
 10. Sogað upp af rótum plantna = Vatn
 11. Umlykja loftaugu = Varafrumur
 12. Uppspretta ljósorku = Sólin

Stöð 3 – Ég og Brynja unnum þessa stöð saman og þessi stöð var erfið og ég held að við viðurkennum það báðar. En það hjálpaði mjög mikið að hafa bókina og við lásum báðar textan um hringrás kolefnis og svo töluðum við saman um þetta allt og skrifuðum niður á blað okkar niðurstöður. Við skrifuðum um hringnum lokað á einum sólarhringi, hringnum lokað á einu og ári, hringnum lokað á einni öld og jarðefnaeldneyti einna lengsta hringrásin. Ég skrifaði alveg nokkar línur um hvert og eitt og skilaði því á blaði til Gyðu þannig ég ætla ekki að skrifa allt upp aftur hérna. Hérna er góð útskýrning á þessu öllu á vísindavefnum.

Á fimmtudaginn 11. september – Var ég ekki í skólanum því ég fékk frí eftir hádegi til að vera með pabba heima. :)

Fréttir!! 😀

99,9 % líkur á öðru eldgosi

Tröllslegt gljúfur á Mars

Drengur með átta útlimi

Norðurljós dansa yfir Bárðarbungu

 

Heimildir:

Náttúrufræðisíðan

Glærur frá Gyðu

visindavefur.is

is.wikipedia.org

mbl.is

pressan.is

Við bekkurinn fórum í skólaferðalag til DK í nokkra daga. Þetta blogg er bara aðeins um vistkerfið í Danmörku samanborið við Ísland.

Dýr í Danmörku:

 • Í Danmörku eru sniglarnir stærri en hérna á Íslandi og þeir hafa líka skel utan um sig og þegar skelin var ekki á voru þeir eins og einhverjar langar klessur á jörðinni.
 • Í Danmörku eru dádýr í skóginum en ekki hér á Íslandi. Og ég tók mynd af því.
 • Í Danmörku eru fiðrildin mikið stærri og litríkari en hérna á Íslandi eru þau lítil, grá og mjög óspennandi.
 • Í Danmörku eru drekaflugur en ekki hér á Íslandi.
 • Í Danmörku voru engar húsflugur, allavega ekki þar sem við vorum (kannski voru einhverjar en ég sá engar).
 • Í Danmörku eru geitungarnir crazy! Og sækjast mjög mikið í mann en ekki hérna nema maður er eitthvað að pirra þá en þótt maður lét geitungana í DK vera þá voru þeir alltaf í andlitinu á manni!
 • Í Danmörku sáum við hesta með hestvagn og þeir voru mikið stærri og voru öðruvísi í útliti en hérna á Íslandi.

10704881_714026971984893_1117766327_n             Náttúran í Danmörku:

 • Í Danmörku eru engin fjöll og landið er alveg flatt en Ísland er eiginlega bara alveg andstæðan við það. Á Íslandi eru fjöll og jöklar.
 • Í Danmörku voru ávaxtatré t.d. eplatré og ég fékk mér epli beint af trénu og það var mjög súrt en samt ferskt og það er ekki hægt að fara og fá sér ávexti á tjánum hér á Íslandi.
 • Í Danmörku voru trén mikið stærri og mikið breiðari. Mér fannst þau bara líka mjög flott hvernig þau voru vaxin. Á Íslandi eru trén bara lítil miðan við trén í DK
 • Í Danmörku er vatnið ekki jafn hreint eins og hérna og þurftum við þá að kaupa vatn í flösku út í búð. Og það var mjög gott að koma heim og fá hreint íslenskt vatn!

10705322_714024605318463_1376848538_n Myndaheimildir:

Snigill íslenskur: Mynd

Snigill danskur: Mynd

Fiðrildi íslenskt: Mynd

Fiðrildi danskt: Mynd

 

 

10668174_714027578651499_1333485022_n

Á mánudaginn 19. maí – Fyrst var Gyða með snöggan fyrirlestur um sveppi og eftir hann sýndum við myndböndin okkar frá áskoruninni og skoðuðum fréttir. :)

Á þriðjudaginn 20. maí SVEPPAHEIMSÓKN!

Við fórum í Flúðasveppi og skoða allt það og kynna okkur ferlið þeirra. Þegar við komum þangað tók á móti okkur maður sem heitir Eiríkur. Meðan hann kynnti okkur fyrir sveppaverksmiðjunni reyndum við að glósa eins mikið og við gátum. :) Hann tók okkur í litla ferð í gegnum allt húsið og fræddi okkar um á meðan og ég ætla að skrifa um þessa athugaverðu ferð.

Sveppaverksmiðjan á Flúðum er eina svepparætun á Íslandi og var hún stofnuð 1984 af Ragnari. Hann byrjaði að senda 500 kg af sveppum á viku en margt hefur breyst á stuttum tíma og nú er sent 11-12 tonn af sveppum á viku. Í svepparæktinni vinna 25 manns og gera þau allt frá grunni og þangað til sveppirnir eru komnir í búðirnar.

Fyrst þarf að búa til rotmassa. Rotmassinn er búinn til úr hálmi sem er bleyttur og svo er hænsnaskíti bætt við. Og svo er verið að hræra í rotmassanum allan þennan tíma og blásið lofti til þess að bakteríurnar frá súrefni og lifa. Hitastigið í hrúgunum fer upp í 80°C. Þetta allt tekur 2 vikur. Og í hverri viku er búinn til nýr rotmassi.

Þegar rotmassin er tilbúinn er hrúan sett í klefa og þar er hann geymd í nokkra daga. Hitinn í klefanum er mikill og drepur hann allar bakteríur í massanum því þau vilja þær ekki.

Eftir það er massinn settur í annan sótthreinsaðann klefa sem er kæltur niður fyrir 30°C og þá er bætt við sveppagróinu og það geymt í 2 vikur. Þegar þetta allt er búið þá fer þetta í ræktunarklefann.

Áður enn við fórum inn í rætunarklefann þurftum við að stíga á einhverja mottu sem var með einhverjum sótthreinsivökva í. Enn í ræktunarklefanum er massinn settur og 5 cm moldarlag ofaná. Þetta þjappast vel saman og fyrst byrjar að koma litlir hnúðar upp úr moldinni og það er byrjunin hvernig sveppirnar myndast. Hitinn inn í ræktunarhúsinu má ekki vera meira en 30°C og er oftast 17-20°C.  Í klefanum er rakastigið hátt eða 80% og mikill  koltvísýringur. Hvern fermetri af sveppum er 30-50 kíló.

Þessi ferð var mjög skemmtileg og fróðleg og þessi vetur í 9.bekk var mjög skemmtilegur og við lærðum mikið á honum! :) Takk Gyða hlakka til að sjá þig í 10. bekk. 😀 Takk fyrir mig:)

MYNDIR!

1381503_663889620331962_975652581920452503_n12720_663889626998628_4570926564663554501_n10300702_663889613665296_7013653037497839145_n10334322_663889610331963_4734133558026744231_n

Á mánudaginn 12. maí – Fyrst skoðuðum við nokkrar fréttir einnig Sagði i Gyða okkur hvað við gerum á næstunni því það eru svo fáir náttúrufræðitímar eftir en við eigum að blogga stórt og flott blogg næst.

Á þriðjudaginn 13. maí – Voru tímarnir notaðir í skemmtilegar áskorun sem Gyða gerði. Við byrjuðum á því að setja okkur saman í hópa og ég var með Anítu Hrund, Ragnheiði, Svövu & Sigurlaugu. :) Þetta voru margar þrautir en við náðum á gera allar.

Þetta eru allar þrautirnar :

 • Risaeðla í réttri stærð á skólalóð.
 • Taka myndir af og greina a.m.k. þrjár smádýrategundir.
 • Reikna út hæð á vel völdu tré.  Sýna aðferð og útreikninga.
 • „Skógarselfie“
 • Alda aldanna og hvar er hin aldan?
 • Kraftur
 • Rappa lagið „Enga fordóma“
 • Frumlegasta hárgreiðslan
 • Leikir og gaman með yngstu nemendum Flúðaskóla
 • Stærsta sápukúlan
 • Fimleikasýning
 • Skutlugerð með frjálsri aðferð………..og reyna við Flúðaskólametið sem er….?

Við gerðum allar þrautinar og hjálpust allar að og gerðum þetta skemmtilegt. :) Þrautirnar sem eru fjólubláar er þær þrautir sem maður fékk 4 stig fyrir. Og við fengum tvö 40 mín tíma í þetta.

Seinasti tími – Af því að við tókum upp myndbönd og myndir í iPad af öllu sem við gerðum í áskorun áttum við að setja flott myndband saman um það, og þessi tími var notaður til þess. Forritið sem við notuðum til að klippa saman myndbandið í iPadinum heitir iMovie og er mjög sniðugt forrit. :)

FRÉTTIR! 😀

Grafa upp stærstu risaeðlu heims

Tvöfalt meiri bráðnun en talið var

Bannað að taka síma af börnum

15 furðulegustu uppfinningarnar

Heimildir:

náttúrufræðisíðan

mbl.is

ruv.is

bleikt.is

-Hrafnhildur 😀

Á mánudaginn 5. maí – Vorum við að kynna veggspjöldin um kynsjúkdóma upp fyrir bekkin og Gyðu. Okkur Aaitu og Silju gekk vel að kynna og veggspjöldin hjá hinum voru mjög flott og miklar upplýsingar á þeim sem maður vissi ekkert um. Í lok tímans fórum við í Litlu-Laxá eða Hellisholtalækinn og settum smá vatn í krukku. Þetta sýni var til þess að nota í tilrauninnu daginn eftir. :)

Á þriðjudaginn 6. maí – Var ég ekki í skólanum vegna þess ég var veik. En í fyrsta tímanum hjá krökkunum var hraður fyrirlestur um frumdýr og þörunga. Restin af tímanum voru þau að gera tilraun með sýni úr Hellisholtalæk eða Litlu-Laxá og áttu þau að finna og greina lífverurnar í smásjá. Og svo í seinasta tímanum voru krakkarnir að gera skýrslu um tilraunina. :)

FRÉTTIR! 😀

Lávaxnir lifa lengur

Sníkjudýr í afrískum konum

Bjuggu til lífveru með gervikjarnasýru

Tvíburasystur héldust í hendur við fæðingu

Heimildir:

mbl.is

bleikt.is

-Hrafnhildur Sædís! 😀

Á þriðjudaginn 22. apríl – Byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir líffræði. Gyða sagði okkur hvað við myndum fara yfir í þessum hlekk t.d. flokkun lífvera, bakteríur & veirur, kynsjúkdómar, frumdýr, þörungar & sveppir og endum á jurtum og fuglum. Við fengum einnig stutta prófið sem við tókum fyrir páska og líka hugtakakort því þetta er nýr hlekkur. :)

Næsti tími – Gerðum við verkefni um nokkrar lífverur sem búa á Íslandi. Verkefnið virkaði þannig að okkur var skipt upp í hópa og ég lenti með Þórdísi og Anítu Víðis síðan áttum við að finna 8 lífverur og finna upplýsingar um dýrin, skrifa þær niður og svo setja allar upplýsingarnar á plakat.

Það sem við völdum:

 • Fugl –> Kría
 • Landspendýr –> Minkur
 • Sjávarspendýr –> Höfrungur
 • Fiskur –> Hornsíli
 • Landplanta –> Túnfífill
 • Sjávarplanta –> Grænþörungur
 • Smádýr á landi –> Fiðrildi
 • Smádýr í sjó –> Var ekki tími að gera það

Kría Sterna paradisaea ) 

Minkur (  Mustela vison ) 

Höfrungur ( Delphinidae )

Hornsíli ( Gasterosteus aculeatus )

TúnfífillTaxacum officinale )

GrænþörungurChlorophyta )

Fiðrildi ( Papilionoidea )

Á mánudaginn 28. apríl – Var fyrirlestra tími um veirur og bakteríur. Eins og venjulega þá vorum við í nearpod í iPad og mér finnst það mjög þæginlegt. Maður þarf bara að fylgjast mjög vel með og vera duglegur að glósa niður því stundum koma allt í einu quiz og flr.

Fróðleikur:

 • Veirur eru miklu minni en bakteríur
 • Veirur eru gerðar úr próteinhylki, erfðaefni & festingum
 • Veirur lifa snýkjulífi
 • Veirur orsaka oft marga sjúkdóma
 • Gerlar/bakteríur/dreifkjörningar er það sama
 • Dreifkjörungar eru aðeins ein fruma
 • Dreifkjörungar hafa engan kjarna
 • Þegar lífsskylyrði hjá bakteríum versnar þá geta þær myndað verndandi hjúp utan um sig sem kallast dvalagró

 

Á þriðjudaginn 29. apríl – Var þrefaldur tími og stórt verkefni því við vorum að gera plaköt um kynsjúkdóma. Ég, Aníta Hrund & Silja vorum saman í hóp og við gerðum veggspjald um klamydíu. Þótt myndirnar voru mjög ógeðslegar þá er mjög mikilvægt að gera þetta til að sýna öllum hvað þetta getur orðið alvarlegt. ,,Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakteríunni Chlamydia trachomatis. Um 2000 Íslendingar greinast árlega með klamydíu. “  Og Íslendingar eiga seinustu 10 ár evrópumet í klamydíusmiti…..sem er ekki gott! Einnig getur klamydía valdið ófrjósemi karla líkt kvenna. Og eina vörnin er smokkurinn og hann er eina vörnin gegn öllum kynsjúkdómum.

Næsti tími – Sama verkefni

Seinasti tími – Kláruðum við verkefnið í byrjun tímans, settum veggspjöldin upp & fórum svo út í góða veðrið. :)

FRÉTTIR! 😀

Alvöru Júragarður á hásléttunni

Stjörnuþyrping geysist í átt að jörðu á ógnahraða

Nýtt frumefni uppgvötað

Ótrúlegt dúfuatriði í Britain’s Got Talent

Heimildir:

is.wikipedia.org

nat.is

landlaeknir.is

mbl.is

pressan.is

visir.is

menn.is

-Hrafnhildur 😀

Á mánudaginn 31. mars – Var ég ekki í skólanum því ég var veik en krakkarnir voru að leggja lokahönd á glærurnar sem við byrjuðum á í seinustu viku og svo áttu þau að senda þær til Gyðu.

Á þriðjudaginn 1. apríl – Í fyrsta tímanum tókum við stutta könnun úr öllum hlekknum. :) Hún tók ekki langan tíma því þetta voru bara 20 krossaspuringar. Þegar henni lauk þá var alveg 20 mínútur eftir af tímanum þannig að krakkarnir sem gátu ekki æft kynningar sínar saman gerðu það saman sem var eftir af tímanum. Ég, Anton og Sigurlaug fóru niður í tölvuverið og breyttum og fínpússuðum glærurnar aðeins og fórum yfir hvernig við ætluðum að kynna hana og hver átti að segja hvað. :) Svo þegar við komum upp gerðum við sjálfsmat og skiluðum til Gyðu.

Næsti tími – Voru bara allir hóparnir að kynna nema þrír hópar því það vantaði nokkra og það væri svo leiðinlegt að þurfa kynna allt sjálfur. Mér fannst okkur bara ganga vel og kynna. :) Meðan hóparnir kynntu þá gerðu hinir nemendurnir jafningarmat og Gyða metur líka kynninguna. :) Svo byrjuðum við að skoða smá blogg en tíminn var búinn.

Seinasti tími – Krakkarnir sem blogguðu ekki í seinustu viku þeir áttu að fara niður í tölvuver og gera það en krakkarnir sem voru búnir að blogga fengu að fara út með Gyðu. Ég, Bryjna, Svava, Hrafndís, Anton, Silja og Sigurlaug fórum út með Gyðu og við fórum í mjög skemmtilega leiki! :) Það var mjög gott að komast út og það væri gaman að gera það oftar en því við erum að fara í Líffræði í næsta hlekk þannig við fáum líklegast að far mikið út. :)

FRÉTTIR! 😀

Kind og geit eignuðust afkvæmi

Sjáðu sólina koma upp á Mars

Súkkulaði getur komið í veg fyrir offitu

Heimildir:

hun.is

mbl.is

pressan.is

-Hrafnhildur :)

Á mánudaginn 24. mars – Var fyrirlestatími um eðlisfræði og virkjanir. Þessi fyrirlestratími var líka í appinu „Nearpod“ og núna þegar maður kann betur á það þá er skemmtilegara. Ég og Silja sátum saman og svöruðum og gerðum verkefnin saman í iPad og gekk það mjög vel hjá okkur. :) Mér finnst þegar við förum yfir glærurnar svona þá tekt ég betur eftir og það er líka líklegast því þegar þetta var upp á skjávarpa þá sá ég ekki nógu vel en núna sé ég allt 100%. :)

Á þriðjudaginn 25. mars – Í fyrsta tímanum þá kláruðum við glærunar frá deginum áður og notuðum nýju tæknina okkar aftur. :) Og ég og Brynja deildum iPad í þetta skipti.

Næsti tími – Skoðuðuðum við stutt blogg og engar fréttir. Ástæðan því við skoðuðum svona lítið af bloggi og engar fréttir var því Gyða vildi byrja strax á hópavinnu. Hún var búin að skipti okkur upp í hópa og við áttum að gera glærukynningar um einhverja virkjun sem hún valdi fyrir hvern hóp. Ég, Anton og Sigurlaug lentum saman í hóp og vorum með virkjunina Búrfellsvirkjun.

Seinasti tími – Var bara að klára eða komast sem lengt sem glærukynninguna. :)

Fróðleikur:

 • Orku jarðar ma rekja til sólarinnar
 • Orka eyðist ekki
 • Orka breytir bara um form
 • Vatn ekur um 70% af yfirborði jarðar
 • Vatn er fljótandi við stofuhita
 • Vatnsaflsvirkjun: mynd

FRÉTTIR! 😀

Ungar konur ættu að borða nóg af grænmeti og ávöxtum

Svarti dauði barst ekki með flóm af rottum

Myndir sem ættu að sannfæra þig um að flyrja aldrei til Ástralíu….

Ólíkir heimar: börn og herbergi þeirra

Heimildir:

pressan.is

mbl.is

bleikt.is

wikipedia.is

glærur rá Gyðu

-Hrafnhildur! 😀vatnsvirkjun_stormynd1