Á mánudaginn 17. mars – Fórum við aftur yfir sömu glæurunar, lífrki Þjórsá nema bara hægar. Þetta var samt aðeins öðruvísi fyrirlestra tími. Það voru tveir og tveir saman í iPad og við vorum í forriti sem heitir “  Nearpod“ og þetta virkaði þannig að Gyða var með einn iPad og hún gat bara strjórnað okkar iPadum og skipt um glærur og sett spurningar og verkefni. Og þegar við erum búin að svara að spurningum eða gera verkefni í iPadunum okkar þá sendum við það bara og það ver beint í iPadin hennar Gyðu og hún getur séð þau og sagt hvort við gerðum rétt eða ekki :) Mer fannst þetta mjög skemmtilegt og gaman að breyta til! Ég vona að við getum notað þessa aðferð meira því einhvernvegin fylgdist ég meira með að hafa þetta beint fyrir framan mig og svo gat ég líka glósað í leiðinni og bætt inná hugtakakortið.

Á þriðjudaginn 18. mars – Í fyrstu tveimur tímunum fórum við í stöðvavinnu. Og ég og Brynja unnum saman og fórum í 3 stöðvar. :) Við byrjuðum á því að fara á stöð 1 og svo 3 og enduðum á stöð 9. Ég ætla að skrifa um hér hvað var gert á stöðvunum því við skiluðum henni ekki blað í lok tímans hvað við gerðum því við áttum að setja það hér. 😀

Stöð 1 (Google Earth) – Ég hafði farið í þetta forrit áður þannig ég kunni alveg á það en Brynja hafði aldrei farið inná það þannig ég kenndi henni helstu atriðin og hvernig átti að mæla og setja í kílómetra því við áttum að mæla Þjórsá þannig. Ég byrjaði fyrst að mæla þvi Brynju fannst þetta eitthvað flókið en svo fylgdist hún bara með mér og eftir smástund gat hún alveg gert þetta! Við enduðum á því að Þjórsá var 230,95 km hjá okkur.

Stöð 3 ( Afhverju var Þjórsáver friðlýst?) – Þjórsáver var fyrst líst friðland árið 1981 og síðan skoðað árið 1987. Við skildum þetta svona: Að hálendið var svo mikið og mikil náttúra. Einnig er líka stærsta heiðargæsavarp í heimi og rúsir eru líka þarna og þetta virkar og vinnur allt vel saman.

Stöð 9 (Eggjaskurn skoðuðum eggjaskurn í víðsjá) – Við skoðuðum eggjarskurn og tókum strax eftir að það voru rendur innan á skurninni og svo tókum við líka eftir því að eggið er í tveimur lögum eða innan á er einhversskonar himna sem leit út eins og sápu kúla. Svo áttum við að skoða hvernig litlir ungar anda í egginu og Gyða sagði að það væri mjög lítil göt sem sáust eiginlega ekki eða allavega sáum við þau ekki en þeir geta andað með þeim.

FRÉTTIR! 😀

Fundu tvær nýjar tegundir

Það sem fólk gerir!! 

Heilimdir:

menn.is

pressan.is

náttúrufræðisíðan

-Hrafnhildur! 😀

 

Á mánudaginn 10. mars – Hélt Gyða fyrirlestur um líffræði. Við fengum glærupakka og reyndum að vera dugleg að glósa niður á hugtakakortið og líka merkja við mikilvægar glærur. Þetta var líka nokkurnvegin upprifjun. (sést betur i fróðleik)

Á þriðjudaginn 11. mars – Var danstími og þá var skipt bekknum í 2 hópa og ég var í hóp B og hópur A dansaði fyrst. Þótt það var bara helmingurinn af bekknum inn í kennslustund var alveg venjulegur náttúrufræðitími. :) Við byrjuðum á því að horfa á myndband um Þjórsárdalinn og á meðan var Gyða að setja upp „Google Earth“ í fartölvurnar. Við gátum séð yfir allan heim og líka súmmað til Flúðirs. Það sem við áttum að gera var að mæla Þjórsá í kílómetrum en ég náði ekki að klára það því tíminn var búinn. :) Þetta var mjög skemmtilegt og ég vona að við förum að nota þetta forrit meira. :)

Næsti tími – Var bara hinn hópurinn að gera það sama. :)

Seinasti tími – Vorum við bara að skoða blogg og fréttir! 😀

Fróðleikur: 

Vistfræði og vistkerfi

 • Fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og hvernig þær tengjast umhverfi sínu
 • Hin ýmsu vistkerfi framfleyta mismunandi stofnum dýra og plantna
 • Allar lífverur þurfa orku til þess að komast af
 • Uppruna allrar orku má rekja til sólarorku
 • Flest dýr fá orku úr fæðunni sem þau láta ofan í sig: Frumframleiðendur, neytendur, sundrendur

Frumbjarga – ófrumbjarga

 • Frumbjarga: Eru þær lífverur sem mynda sína eigin fæðu með hjálp sólarorkunar
 • Ófrumbjarga: Eru þær lífverur sem lifa á einhverjum örðum og geta ekki myndað sína eigin fæðu

Ljótillífun

 • Grænukorn:  Orka+6 CO2—> C6H12O6+6 O2
 • Hvatberum: C6H12O6—> orka + 6 H2O + 6 CO2

Fæðukeðjur og fæðuvefir

 • Fæðukeðjur: Fæðukeðjalýsir því hvernig mismunandi hópar lífvera afla sér fæðu og þar með orku
 • Fæðuvefur: Fæðuvefur er þegar fæðukeðjur skarast 

Jafnvægi í vistkerfi

 • Í vistkerfi ríkir oftast jafnvægi milli þeirra lífvera sem þar lifa
 • Ef röskun verður á einum hluta vistkerfisins getur það skapað vanda í öðrum hluta
 • Algengustu orsakir jafnvægisröskunar eru af völdum náttúrulegra breytinga t.d. náttúruhamfara og vegna umsvifa mannsins

Fléttur/skófir

 • Fléttur eru eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu
 • Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun

FRÉTTIR! 😀

HIV smitaðist á milli kvenna

Stúlka sem ólst upp með dýrum eins og Tarzan

Heimildir: 

Glósur frá Gyðu

mbl.is

menn.is

Á mánudaginn 3. mars – Var ekki Gyða í skólanum svo við fengum bara að chilla…:D

Á þriðjudaginn 4. mars –  Fyrsti tími -Byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir Þjórsá. Í þessum tíma byrjuðum við að horfa á tvö myndbönd um Ísland, eða aðallega um náttúruna og landslagið á Íslandi. Fysta myndbandið var eiginlega bara fólk að dansa í náttúrunni á Íslandi. Hér er myndband. Og seinna myndbandið var um tvo bræður sem sem koma frá Bandaríkjunum og þeir komu til Íslands til að ferðast. Hér er myndband. Eftir að horfa á myndböndin þá ræddum við aðeins um þau. :) Svo í enda þessara tíma þá fengum við heimaprófin úr fyrri hlekk og ég er bara nokkuð sátt með einkunnina mína! :)

Næsti tími – Fengum við hugtakakort og glærur frá Gyðu og svo fórum við yfir allar glærurnar. Þessar glærur voru um Þjórsá og svo margt fleira sem kemur í fróðleik. En þetta efni sem við vorum að fræðast með Gyðu var nokkurnvegin upprifjun því við höfum lært þetta áður þegar við vorum yngri.

Seinasti tími – Gerðum við plaköt. :) Það voru svo fáar stelpur þennan dag þannig við allar fengum að vera saman í hóp. :) Ég, Hrafndís, Ragnheiður, Aníta, Svava og Silja. Við skiptum verkefnum og Ragnheiður, Svava og Silja fóru að teikna vatnssvið Þjórsáar og ég, Hrafndís og Aníta fórum niður í tölvuver að afla okkur upplýsinga um staði sem við völdum okkur. Ég valdi mér Þjórsá, Hrafndís valdi sér Hofsjökul og Aníta Heklu. Þegar við vorum búnar að finna það helsta um staðina fórum við upp í stofu og fínskrifuðum það og settum á plakatið hjá stelpunum. :)

Fróðleikur :

Heitir reitir:

 • Mikil eldvirkni og jarðvarmi
 • Yfirborð jarðar bugnar upp. Þetta bendir til þess að undir leynist mikið af heitu og útþöndu efni  – möttulstrókur
 • Ísland er á heitum reit

Myndun Íslands

 • Ísland byggist upp á mótun tveggja „færibanda“ úr hafsbotnsskorpu
 • Á mótum færibandanna bætist stöðugt við hraunlögum
 • Hraunlögin verða eldri eftir því sem fjær dregur miðju landsins
 • Elsta berg á Íslandi er rúmlega 15 milljóna ára

Ytri öfl – innri öfl

 • Innri öfl koma úr iðrum jarðar:
 •  -eldgos
 • -jarðskjálftar
 • -skorpuhreyfingar

 

 • Ytri öfl ytri áhrif (sólin) :
 • -vindur
 • -öldugangur
 • -jöklar
 • -frost
 • -úrkoma
 • -vatnsföll

Flokkun vatnsfalla

 • Dragár:

-Algengastar á blágrýtissvæðum

-Upptök óglögg

-Rennsli háð veðri og sveiflur í hitastigi

 • Lindár:

-Algengastar í og við gosbeltið

-Glögg upptök úr lindum og vötnum

-Jafnt rennsli og hitastig

 • Jökulár:

-Koma úr jöklum

-Rennsli háð veðri og mikil dægursveifla

-Óhreinar af framburði

Jöklar 

 • Hjarnjöklar:

-Allir stærstu jöklar landsins

 • Skriðjöklar:

-Afrennsli stærri jökla

 • Daljöklar:

-Fáir á Íslandi

 • Skálar- og hvilftarjöklar:

-Algengastir í Eyjafjarðahálendinu

Rof og set:

 • Þegar berg molnar vegna ytri afla skríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru = rof
 • Þar sem bergmylsnu sest oftast á láglendi og í sjó
 • Setmyndun getur verið mjög mikil t.d. má segja að allt Suðurskautslandið sé þakið í seti

Þjórsá:

 • Þjórsá er lengsta á landsins
 • Hún er 230 km. frá upptökum Bergvatnskvíslar

FRÉTTIR! 😀

Nú er hægt að fá gíga á Mars nefnda eftir sér

Bjó til barbí byggðar á vexti ,,venjulegrar“ konu

Heimildir:

Glærur frá Gyðu

thjorsarstofa.is

vimeo.com

pressan.is

menn.is

-Hrafnhildur:)bilde

Á mánudaginn 17. febrúar – Var seinasta vikan í Eðlisfræði og í þessum hlekk tókum við próf þannig við vorum að undirbúa okkur fyrir það þannig við fórum í alías. :) Okkur var skipt upp í hópa og ég var með Þórdísi, Svövu, Antoni og Patryki. Alías virkar að einn í hópnnum fer upp fyrir allan bekkinn og lýsir hugtakinu sem stendur á miðanum. Auðvitað eru þessi orð hugtök sem við erum búin að læra í hlekknum. :) Okkur gekk mjög vel að mínu mati og við unnum! 😀 En mér gekk ekki vel að leika….ekki lýsa „hitaþensla“ það var smá skrautlegt 😛 En ég læri mikið af þessu og finnst þetta gaman:))

Á þriðjudaginn 18. febrúarFyrsti tími – Vorum við að gera það venjulega bara, skoða blogg og fréttir. :)

Næsti tími – Kláruðum við að skoða bloggin sem kláruðust ekki í fyrri tímanum. :) Einnig fórum við líka yfir innihaldið í heimaprófinu sem við skilum í lok vikunnar.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu eins og venjulega.:) Í þessum tölvutíma byrjuðum við á því að taka til í blogginu okkar og flokka færslur í hlekkina og þannig :) Svo eftir það reyndum við að klára vatnsverkefnið sem við byrjuðum að í seinustu viku en tölvurnar í skólunum vildu ekki opna myndböndin sem við áttum að svara spurningum upp úr þannig við kláruðum ekki það allt.

Heimaprófið……Mér gekk vel að afla mér upplýsingar um það sem ég þekkti en sumt í þessu prófi var einhvað sem mér fannst að ég  var ekki búin að læra en kannski var Gyða búin að kenna okkur þetta en ég mundi ekki eftir því. Þetta var erfitt próf  ég viðurkenni það en mér hlakka til að fá útúr því :) Hope the best ! 😀

Fróðleikur upp úr öllu……

Fróðleikur:

 • Varmi er mældur í júlum (J)
 • Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti
 • Varmi og hiti er ekki það sama!
 • Varmi er orka!
 • Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðar
 • Varmi kemur við sögu hvort sem efni hitnar eða kólnar
 • Varmi og hiti er ekki það sama
 • Orka eyðist ekki
 • Mismunandi form orku = Hreyfiorka, Stöðuorka, Varmaorka, Efnaorka, Rafsegulorka og Kjarnorka

Varmaflutningur: Varmi getur flust á þrjár vegur milli hluta, með:

 • Varmaleiðing
 • Varmburður
 • Varmageislun

Dæmi:

1.Varmaleiðing = Varmi flyst gegnum efni, eða frá efni til annars, með beinni snertingu milli sameinda.

 • Þetta er eins og fólk er að leiðast í hring og er að senda skilaboð til annara með því að kreista höndina.

2. Varmabruður = Varmi berst með straumi straumefnis. Straumefnið hitnar og þá hreyfast sameindirnar hraðar og lengra verður á milli þeirra.

 • Þetta er eins og póstauglýsingin þegar fólkið er að rétta hvoru öðru pakka á milli.

3. Varmageislun = Þegar orka flyst gegnum rúmið á varmageislun sér stað.

FRÉTTIR! 😀

Fundu 719 nýjar plánetur

Hin mannlega barbie ætlar að hætta að borða mat – og lifa á öndun og ljósi

Lofsteinn skall á tunglingu 

Heimildir:

Glósur frá Gyðu

mdl.is 

menn.is

-Hrafnhildur! 😀

 

Á mánudaginn 10. febrúar – Var bara mjög venjulegur tími. Fysrt afhendi Gyða okkur öllum verkefnunum og sjálfmötunum til okkar og ég var bara mjög sátt með einkunnirnar. :) Og svo eftir það þá skoðuðum við blogg, samt mjög fá og skoðuðum líka nokkrar fréttir. Við ræddum einnig hvað við ætluðum að gera á morgun ( 11.2.2014.). 😀

Á þriðjudaginn 11. febrúar Fyrsti tími – Það var enginn náttúrufræðitími í fysta tímanum eftir frímínútur því það var undankeppnin fyrir skólahreysti og allur skólinn fór að horfa á í íþróttahúsinu og hvetja keppendur áfram! 😀

Næsti tími – Gyða setti fyrir verkefni inná heimasíðuna sem við áttum að vinna í tímanum því hún var veik. Þessi verkefni var að við þurftum að horfa á stutt myndband og svöruðum svo spurningum sem voru tengdar því, og þetta er líka tengt öllu sem við erum búin að vera að fjalla um í þessum hlekk. :) Ég, Ragnheiður og Svara Lovísa unnum þetta saman og okkur gekk mjög vel:) Nema það var smá vandamál og ekki hjá okkur nema öllum. Því það voru oftast þriggja manna hópar að vinna þessu verkefni saman og auðvitað þurftu allir að horfa á myndböndið meira en einu sinni því stundum missti maður af svarinu og það voru allir að hlusta á sama tíma og engin var á sama stað og það var bara mjög erfitt að einbeita sér….En við náðum alveg að svara nokkrum spurningum en náðum samt ekki að klára allar spurningarnar. :) Og við vistuðum spurningarnar inná nemendasameind þannig ég er ekki með þær….

Spurningarnar og verkefni:

Seinasti tímin – Vorum við í tölvuverinu að klára að gera skýrslu en hópurinn minn var búin að klára hana þannig ég fór bara að blogga. :)

Hérna er skýrslan okkar.

FRÉTTIR! 😀

Hola í jörðinni

Níu mistök sem margir iPhone eigendur gera….

10 frumlegir staðir til að gifta sig á

,,Létt“ greindarpróf.…ég er ekki ennþá búin að fatta þetta 😛

Heimildir:

bleikt.is

menn.is

mbl.is

fraedsla.or.is

náttúrufræðisíðan

-Hrafnhildur :)

Mánudaginn 3. febrúar – Skoðuðum við blogg. :) Í staðinn að skoða blogg á þriðjudaginn skoðuðum við á mánudaginn því við vorum að gera önnur verkefni á þriðjudeginum. :)

Þriðjudagur 4. febrúar –  Við byrjuðum að fara yfir hugtökin sem við erum búin að læra í hlekknum og við bættum líka inná hugtakakortið. Og svo skoðuðum við nokkur blogg sem náðust ekki að skoða á mánudeginum. :)

Næsti tími – Vorum við að gera tilraun um varma. Ég, Hrafndís og Aníta Víðis vorum saman í hóp og við máttum hanna tilrauninga sjálf. En við gerðum bara tilraun sem við þekktum en breyttum henni aðeins með því að láta hana tengjast varma. :) Við gerðum tilraun um að hafa blöðru fulla af madarsóda og svo tilraunaglas með ediki í og til að tilraunin tengdist varma þá settum við tilraunaglösin í misheit hitastig og sáum hvað blaðra mundi blása hraðast og hvort það hafði áhrif með hitastigið. :) Tilraunin gekk vel og svo skilum við skýslu.

Seinasti tími – Byrjuðum við að horfa á flott og skiljanlegt myndband og svo fórum við niður í tölvuverinu að byrja á skýrslu. Ég gerði inngang, Hrafndís gerir framkvæmd og Aníta gerir niðurstöður og svo er skiladagur 11. febrúar. :)

Það er fróðleikur um allt í hinum færslunum. :)

FRÉTTIR! 😀

Einn gosdrykkur á dag eykur líkurnar á hjartaskjúdómum

Heilbrigður gíraffi aflífaður

Risavaxinn marglytta

Heimildir:

pressan.is

mdl.is

visir.is

 -Hrafnhildur :)

Á mánudaginn 27. janúar – Kláruðum við að horfa á afganginn af vísindavökutilraununum. :) Eftir flottu kynningurnar þá gerðum við og skiluðum sjálfsmati úr vísindavökuhlekknum. 😀

Á þriðjudaginn 28. janúar – Við byrjuðum á því að klára glósupakkann og það voru sirka 14 glærur. Þessar glæuru voru aðallega um hitastig, hitamælingar, varma og kelvinstig á gráður á Celsíus. :) (sést betur í fróðleik)

Fróðleikur:

 • Varmi er mældur í júlum (J)
 • Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti
 • Varmi og hiti er ekki það sama!
 • Varmi er orka!
 • Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðar
 • Varmi kemur við sögu hvort sem efni hitnar eða kólnar

Varmaflutningur: Varmi getur flust á þrjár vegur milli hluta, með:

 • Varmaleiðing
 • Varmburður
 • Varmageislun

Dæmi:

1.Varmaleiðing = Varmi flyst gegnum efni, eða frá efni til annars, með beinni snertingu milli sameinda.

 • Þetta er eins og fólk er að leiðast í hring og er að senda skilaboð til annara með því að kreista höndina.

2. Varmabruður = Varmi berst með straumi straumefnis. Straumefnið hitnar og þá hreyfast sameindirnar hraðar og lengra verður á milli þeirra.

 • Þetta er eins og póstauglýsingin þegar fólkið er að rétta hvoru öðru pakka á milli.

3. Varmageislun = Þegar orka flyst gegnum rúmið á varmageislun sér stað.

Næsti tími – Fórum við krakkarnir yfir blogg. Gyða var að prófa nýtt að við færum upp og sögðum frá blogginu okkar og opnuðum frétt og sögðum líka frá henni. :) Mér fannst það ekkert geðveikt óþæginlegt en mér finnst betra þegar Gyða gerir það. 😉 Og svo í lokinn sem var eftir af tímanum fengum við 2 blöð með verkefnum sem voru tengt hlekknum……og mér fannst þetta alveg smá flókið

Seinasti tími Við kláruðum þessi verkefni í byrjun tímans og það tók mislangan tíma og svo áttum við að skila Gyðu þessum verkefnum. Þegar við vorum búin fórum við að svara spurningum í tölvuverinu en ég náði ekki að klára þær eiginlega ekki að byrja á þeim þannig ég gat ekki skilað þeim inná verkefnabankann en Gyða sagði að það væri allt í lagi. 😀

FRÉTTIR! 😀

 Ljósmengunin hér á við stærri borgir

Krabbameinstilfellum fjölgar um 70 % á næstu árum 

Flottar myndir frá Íslandi

Heimildir :

mdl.is

visir.is

imgur.com

glósur frá Gyðu

-Hrafnhildur :)

Á þriðjudaginn 21. janúar – Byrjuðum við í nýjum hlekk, Eðlisfræði. Við byrjuðum að ræða hvernig við ætluðum að vinna þennan hlekk, t.d. kannanir, fyrirlestar, stöðvavinna og fleira. Einnig töluðum við hvert af þessum atriðum mundi gilda mikið. Fysrt fengum við hugtakakort og bættum nokkrum hlutum sem við mundum sem tengdist eðlisfræði. Gyða gaf okkur glósur og var svo með fyrirlestur. ÞEgar við fórum yfir þær þá rifjaðist svona smátt og smátt. :) Eftir  þetta lét Gyða okkur fá lítið verkefni með 2 spurningum en þessar spurningar svo smá flóknar en maður þarf bara að lesa vel. 😉 Þetta voru fyrstu 2 tímarnir.

3 tími – Vorum við í tölvuverinu að skoða myndbönd sem tengist þessu öllu og það var mjög vel útskýrt! 😀 Í hverju myndbandi áttum við að punkta niður það helsta.

Fróðleikur:

 • Varmi og hiti er ekki það sama
 • Orka eyðist ekki
 • Mismunandi form orku = Hreyfiorka, Stöðuorka, Varmaorka, Efnaorka, Rafsegulorka og Kjarnorka
 • Varmi
 • Rafmagn
 • Orka

FRÉTTIR! 😀

Netnotkun mest á Íslandi af öllum Evrópulöndunum

Lyf sem gæti stöðvað útbreiðslu krabbameins

10 hlutir sem er öðruvísi í Bandaríkjunum en í öðrum löndum

Heimildir:

mbl.is

pressan.is

wikipedia.is 

Myndbönd í tölvuverinu

-Hrafnhildur :)

Á mánudaginn 6. janúar – Nýtt ár, nýr hlekkur! :) Í þessum fyrsta tíma árins í náttúrufræði byrjuðum við á nýjum hlekk, Vísindavöku og í þeim hlekk er gert tilraunir. Við töluðum hvernig við ætluðum að hafa þennan hlekk, skil og fleira. Möguleikarnir til að skila þessu verkefni var myndband, glærur, plakat og skýsla. Svo fengum við okkur iPada og tölvur og fórum strax að leita á netinu af tilraunum og ég, Þórdís og Ragnheiður ákváðum að vera saman í hóp að gera tilraunina. :)

Á þriðjudaginn 7. janúar – Vorum við ennþá að leita af tilraunum og svo fundum við hina perfecta tilraun! Að búa til skopparabolta. Við fundum tilraunina á YouTube hjá þessum strák. Við bjuggum til nokkurs konar grunn fyrir tilraunina, hvernig við ætluðum að framkvæma hana, reiknuðum út t.d. hvað 1 cup hjá þeim út á íslensku, lög og fleira. :) Og við ætluðum að búa til myndband og aldrei sem vant gekk það mjög vel! 😀

Á þriðjudaginn 14. janúar– Var framkvæmdardagurinn á tilrauninni, og það gekk mjög vel og við þrjár vinnum mjög vel saman. :) Við unnuð myndabandið um helgina og það gekk vel og Movie Maker var ekkert leiðinlegur við okkur! :O Við lögðum mikla vinnu í myndbandið og mér finnst það mjög flott en samt þegar ég vistaði það sem mynd þá snérist smá hluti úr því á hvolf en það var bara fyndið. 😛 Í myndbandinu gleymdist samt eiginlega aðalatriðið sem var rannskónarspurning en hún er ,, afhverju gerist þetta? “ og svarið kemur í myndbandinu. :)

Hér er myndbandið okkar

FRÉTTIR! 😀

Snjallforrit gegn einelti

Óeðlileg hlýnun

Hvernig látum við hárið vaxa hraðar?

Heimildir:

bleikt.is

youtube.com

pressan.is

mbl.is

-Hrafnhildur :

IMG_0765

Á mánudaginn 2. desember – Var Gyða ekki þannig við fórum bara í tölvuverið að vinna í kynningunni okkar. :)

Á þriðjudaginn 3. desember – Í fyrsta tímanum vorum við að skoða fréttir og spjalla um þær. Við skoðuðum ekkert blogg í þessari viku og ástæðan afhverju er því það tekur svo langan tíma.

Restin af fyrsta tíma, næsti tími  -Var stöðavinna. Ég og Ragnheiður unnum saman.

Við byrjuð á að fara í stöð nr. 3 – go sky watch. Á þessari stöð vorum við með iPad og fórum inn í forritið og héldum iPadinum upp í lorftið og þá sáum við allt sem á heima í himninum. Það voru öll stjörnumerkir, plánetur, stjörnuþokur og fleira. Við gátum farið aftur í tíman og framm í tíman, við gátum séð hvenær sólin kom upp og hvenær hún sest, einnig sáum við hvenær tunglið verður fullt og margt margt fleira. Svo skemmtilegt forrit!! 😀

Svo fórum við á stöð nr. 5 – Lunar landing. Á  þessari stöð vorum við að lenda einhverju geimskipi á tunglið. Smá tilgangslaus leikur því við kunnum mjög lítið á hann en okei þetta var skemmtilegt. :)

Og að lokum fórum við á stöð 2 – STS verkefni bls. 85 – 87. Á þessari stöð vorum við bara að svara spurningum tengdar efninu, en við náðum ekki að klára því tíminn var búinn. Og í enda tímans skiluðum við blaði með stöðvunum sem við fórum í, smá texta um hverja stöð t.d. hvað við gerðum, nafn og dagsetningu. :)

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu að vinna í glærukynningunum.

FRÉTTIR! :)

Vatn í lofthjúpi fjarreikistjarna 

7 ástæður að drekka kaffi 

400 þúsund mannlegt erfðaefni 

Heimildir:

natturufraedi.fludaskoli.is

pressan.is

mbl.is

-Hrafnhildur :)