Á mánudaginn 25. nóvember – Við byrjuðum að skoða margar fréttir sem tengdust hlekknum. Við fórum einnig yfir hvernig stjörnur myndast. :) 

Fróðleikur um myndun stjarana:

 • Myndast í stórum köldum gas- og rykskýjum
 • Gas og rykský –> frumstjarna –> stjarna
 • Ef stjarna verður massamikil verður hún að sprengistjörnu 
 • Sprengistjarna fer útí það að vera nifteindastjarna en ef massin er orðin mjög mikill verður hún að svartholi
 • Ef stjarna verður massalítil verður hún að hvítum dvergi
 • Sem verður að svörtum dvergi

Á þriðjudaginn 26. nóvember – Við byrjuðum að spjalla og skoða nokkrar fréttir. :) Eftir það skoðuðum við blogg hjá 9. bekk. :) Og eins og venjulega tók það langan tíma…:P Þegar við vorum búin að því var bara allt og stutt að byrja í stöðvavinnuni sem Gyða var búin að gera þannig við tókum sjálfspróf upp úr bókinni, Sól, tungl og stjörnur.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu að halda áfram með glærukynninguna okkar. 😀 Ég er með Merkúríus

Smá fróðleikur um Merkúríus:

Merkúríus er innsta og minnsta reikistjarnar sólakerfisins. Merkúríus er bergreikistjarna og hefur þar af leiðandi fast yfirborð sem er mjög gígótt og gamalt og minnir einna helst á yfirborð tunglsins. Merkúríus gengur einnig undir stuttnefninu Merkúr. Umferðartími Merkúríusar er 88 dagar. Einn sólahringur á Merkúríus (sá tími frá morgni til morguns) er nákvæmlega 176 jarðdaga eða tvö Merkúríusarár.

FRÉTTIR! 😀

Fundu tvö vötn undir íshellunni

Ný og hættuleg tegund af HIV 

Halastjarnan Ison tapaði fyrir sólinni

Paul Walker látinn  :'((

Heimildir:

stjornufraedi.is

mbl.is

pressan.is-mercury-a

bleikt.is

mynd: planetsforkids.org

-Hrafnhildur! :)

 

Á mánudaginn 18. nóvember – Við byrjuðum á nýjum hlekk, stjörnufræðihlekk og verðum í honum fram til jólafrís:) Við fengum nýtt hugtakakort og fylltum inná það sem við vissum um stjörufræði og það var mjög margt en Gyða hjálpaði okkur samt smá. Hún sýndi okkur líka bók sem við gætum leitað í en hún er orðin smá gömul þannig sumar straðreyndirnar í henni eru ekki réttar en það eru líka alveg sumt í henni sem er líka rétt. :) Við ræddum líka um hvað við ætluðum að gera í þessum hlekk og við erum að fara að gera stóra glærusýningu um einhvað sem við völdum. Þetta sem við völdum átti samt að vera tengt alheiminum.

Stjörnufræði – Alheimurinn

 • Sólir:
 1. margar gerðir
 2. stærðir
 3. birtustig
 • Vetrarbrautir:
 1. halastjörnur
 2. mismunandi lögun
 3. vetrarbrautin okkar
 4. stjörnuþokur
 • Ytri og innri plánetur:
 1. sólin
 2. plánetur (reikistjörnur)
 3. tungl / hringir
 4. dvergplánetur (Plútó)
 5. smástirnabelti
 • Jörð:
 1. loftsteinar
 2. tuglið                        > Sjávarföll
 3. norðurljós
 • Röðun á plánetum > Sól – Merkúr – Venus – Jörðin – Mars – (smástirnabelti) – Júpíter – Satúnus – Úranus – Neptúnus – Plútó (+flr)

Á þriðjudaginn 19. nóvember – Í fyrsta tímanum vorum við bara að fara yfir blogg og skoðuðum fréttir.

Næsti tími – Sóttum við fartölvurnar og byrjuðum að skoða hluti fyrir glærukynninguna. Það var svo mikið um að velja! :O En ég endaði á því að velja mér reikistjörnuna Merkúríus.

Seinasti tími – Vorum við niður í tölvuveri að finna upplýsngar og afla heimildum um það sem við völdum. Vefirnir sem ég fann mjög mikið um Merkúríus eru, geimurinn.is , stjornufraedi.is og wikipedia.org .

FRÉTTIR! 😀

Vona að halastjarnar sjáist frá Íslandi! 

Fita safnast á lifarina við drykkju gosdrykkja 

13 stórkostlegir staðir til að heimsækja

18 merki að þú þarft að taka hvíld frá símanum

Heimildir:

mbl.is

bleikt.is

pressan.is

mynd:

-Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 11. nóvember – Var ekki náttúrufræðitími vegna þess að við vorum í menningarferð. 😀 Þar fórum við á Náttúrufræðistofu Kópavogs (vefsíða) og það var mikið fjör:)

Á þriðjudaginn 12. nóvember, fyrstu tveir tímarnir – Við byrjuðum að tala um hræðilega fellibylinn í Filippseyjum:( og hvað það væri gott að vera barn á Íslandi! :) Eftir þessa ummræðu tókum við okkur góðan tíma í að skoða blogg og fréttir. í blogginu settu nokkrir inn myndbönd af eðlisfræði og það var mjög skemmtilegt að horfa á þau því ég skildi þá aðeins betur í þessu. Og þetta var eiginlega seinasti tíminn í eðlisfræði og það er ekkert próóóf! Takk Gyða! 😀

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu að byrja á skýrslu um vinnutilraunina. Við skiptum upp verkefnum, ég, Ragnheiður og Aníta V  og unnum þannig og það gekk mjög vel.

FRÉTTIR! 😀

Sólinn snýst á næstu vikum. 

Jakinn átta sinnum stærri en Manhattan.

Unglinsstúlka deyr eftir að hafa notað túrtappa. 

Heimildir:

natkop.is

visir.is

mbl.is

-Hrafnhildur! :)

 

Á mánudaginn 4. nóvember – Var ekki skóli vegna starfsdags kennara. :)

Á þriðjudaginn 5. nóvember – Við skoðuðum fréttir fyrst og mér fannst framtíðar fréttin merkilegust, hér er hægt að sjá hana. Svo komu danirnir og við fórum í nokkra leiki með þeim. 😉 En þegar þeir fóru var fyrsti tíminn búin.

Næsti tími –  Tilraunatími:)  Tilgangurinn með þessari tilraun er því við þurfum að þjálfast upp í skýslugerð. Við vorum að reikna út krafta og afl með þessari tilraun.

Það sem var gert:

 • Vinnið saman í þriggja manna hópum. 
 • Veljið ykkur stiga til að vinna í. 
 • Mælið hæð stigans.
 • Skiptið með ykkur verkum. (hlaupari – tímavörður – ritari)
 • Takið tímann sem það tekur að hlaupa upp stigann (endurtakið þrisvar)
 • Takið tímann sem sami einstaklingur gengur rólega upp stigann. (endurtakið þrisvar)
 • Skrifið allar niðurstöður skipulega niður.
 • Farið inn í stofu þar sem útreikingar taka við.

Ég var með Þórdís, Ragnheiði og Anítu V saman í hóp. Við fórum út í íþróttahús í stigan þar og gerðum tilraunina. Við skiptmust allar á að labba og hlaupa. Við gerðum þetta 3x minni mig. Við skrifuðum niðurstöðurnar á blað og fórum svo út í skóla að reikna allt út, massa, kraft, vinnu, afl og fleira.

Seinasti tími– Kláruðum að reikna allt út en byrjuðum samt ekki á skýslunni því það gafst ekki tími til að gera það. Svo enduðum við bara að skoða blogg og fréttir! 😀

FRÉTTIR! 😀

Furðlegar staðreyndir um mannslíkamann. 

11 stærstu ósinnandi í nútíma næringarfæði. 

Gervitungl eru að falla til jarðar. 

Eðlisfræði fimleika. 

Heimildir:

bleik.is

mbl.is

ngm.nationalgeographic.com

náttúrufræðisíðan

youtube.com

-Hrafnhildur! 😉

Á mánudaginn 28. október – Í byrjun tímans fengum við dýraritgerðina okkar aftur og ég er bara mjög sátt með einkunina mína! 😀 Við byrjuðum í nýjum hlekk sem heitir „Eðlisfræði“ og við fengum nýtt hugtakakort og glærupakka frá Gyðu. Við skoðuðum myndband til að opna skúffurnar en þessi hlekkur verður stuttur og vonandi engin próf. 😉

Á þriðjudaginn 29. október – Var þríþrautartími. Í fyrsta tímanum héldum við áfram með glærurnar og já ég man ekkert eftir þessu síðan í fyrra…:S Við vorum samt að læra margt nýtt. Í glærunum vorum við líka að para saman hugtök, sést í fróðleik. :) Og þegar við vorum búin að reikna smá þá skoðuðum við blogg og fréttir. :)

Næsti tími – Vorum við að reikna eðlisfræði. Það er gert = massi * hröðun = þyngd.

kg                (g)             N

Og reikna vinnu = kraftur * vegalengd = vinna.

N                  m                 Nm

Fróðleikur!

 • Lengd = m
 • Massi= kg
 • Rúmmál = m3 eða l
 • Tími = s
 • Þyngd = N
 • Eðlismassi = (kg/ m3)
 • Hiti =°C eða K
 • Massi : Mælikvarði á efnismagn hlutar. Mældur í grömmum eða kg. 
 • Þyngd : Mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut. Mældur í N = Newtonum. 
 • Þyngdarkraftur jarðar : krafturinn er 9,8 N en það er námundað uppí 10.
 • Þyngdarhröðun : Táknuð með bókstafnum g.

Seinasti tími – Ég var ekki í honum en krakkarnir voru að klára skýslu úr rottukrufningu. :)

FRÉTTIR! 😀

Kostirnir að vera lágvaxin. 

Stærsta barn Bandaríkjanna. 

Jörðin. 

Konur með stærri rass…..

Heimildir:

youtube.com

bleikt.is

mbl.is

glærupakki 1

Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 7. október – Vorum við að bæta inná hugtakakortið. Það sem var lögð mest áhærsla á var hryggdýr, eða dýr með hryggjarsúlu. Eftir það fórum við líka efir blogg hjá 9.bekk og einnig fréttir. :)

Hryggdýr

 • Lokaða blóðrás.
 • Burðarsúla–>(hryggur)<–innri stoðgrind.
 • Fiskar–>beinfiskar og brjóskfiskar =vankjálkar.
 • Froskdýr.
 • Skriðdýr.
 • Fuglar.
 • Spendýr

Á þriðjudaginn 8. október fyrstu 2 tímarnir – Í þessum tímum vorum við að krifja rottu. Þetta var bæði ógeðslegt og mjög skemmtilegt. En ógeðsleg lykt!! Okkur var skipt upp í hópa og ég lenti með Anítu Hrund og Hrafndísi í hóp. Við fengum eina kvenkyns rottu og byrjuðum að mæla hana, það sem við mældum var lengd, breidd, eyrun, tennurnar, halinn og fleira. Og svo eftir það títuprjónuðum við hana niður á pappa og byrjum. Ég ætla ekki að segja frá öllu hér því við eigum seinna að skila skýslu úr krufningu.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu, illalyktandi að klára ritgerðina.! 😛

Myndir úr krufingu,ekki í röð. :)

FRÉTTIR! 😀

Ný uppgötvun getur orðið vendipunkturinn í baráttunni við Alzheimer.

Súkkulaðiskortur yfirvotandi í heiminum! 

Fleiri fóstureyðingar eftir hrun. 

Heimildir:

wikipeadia.is

pressan.is

mbl.is

visir.is

-Hrafnhildur! :)

DSC_0401DSC_0407DSC_0408

Á mánudaginn 30. september – Var fyrirlestur um Liðdýr. Það eru til 4 hópar til af liðdýrum, krabbadýr, áttfætlur, fjölfætlur og skordýr. Helsti flokkurinn er samt skordýr. Gyða súndi okkur líka mjög stækkaðar myndir af skordýrum og flestum fannst þetta ógeðslegt en þetta var líka geðveikt flott, og hvernig gæðin voru og bara vá! :) Svo horfðum við á einhverja fræðslumynd um maríubjöllur.

Kabbadýr

 • Lifa í fersku vatni eða sjó,
 • Undir skurninni eru tálkn sem dýrin anda með.
 • Hafa tvö pör fálmara – skynfæri. ————————————> við fórum ekki mikið yfir þessa glæru.
 • Geta látið sér vaxa glataðan líkamshluta s.s. kló.
 • Dæmi: krabbaflær, stökkkrabbar og vatnaflær.  

Áttafætlur

 • Helstu hópar: köngulær, langfætlur, sporðdrekar og mítlar.
 • Líkami þeirra skiptist í frambol og afturbol.
 • Á afturbol eru átta fætur.
 • Köngulær hafa átta depilaugu á frambolnum.
 • Eru öflug rándýr. Sumar tegundir köngulóa sitja fyrir bráð sinni og stökkva á hana, aðra spinna límkenndan þráð úr spunavörtu á afturbol.
 • Lama bráð sína með eitri.
 • Mítlar eru smára áttfætlur. T.d. rykmaurar, heymaurar og blóðmítlar.

Fjölfætlur

 • Samheiti yfir tvo hópa liðdýra, margfætlur og þúsundfætlur.
 • „Ormar með fætur“.
 • Margfætlur hafa eitt fótpar á hverjum lið.
 • Þúsundfætlur hafa tvö pör.
 • Þúsundfætlur eru plöntuætur en margfætlur er rándýr með eiturspúandi kló.

Skordýr

 • Margbreytileg að líkamsgerð.
 • Líkami þeirra skiptist í þrjá meginhluta: haus, frambol og afturbol. Skordýr eru sexfætlur. Köngulær eru ekki skordýr!
 • Depilaugu þeirra greinir einungis mun dags og nætur. Stærri augu sem heita samsett augu eru gerð úr mörgum smærri augum sem hvert um sig er með einni linsu, mjög næm á hreyfingu.

Skordýr vol.2

 • Flest skordýr eru vængjuð. Opið blóðrásarkerfi (fer ekki allt eftir æðum) heldur flæðir um holrými líkamans.
 • Súrefni berst um sérstakt kerfi loftæða sem hafa upphaf og endi sinn á síðum dýrsins.
 • Sum skordýr ganga í gegnum röð breytinga sem kallast myndbreyting.
 • Við makaleit senda mörg kvendýr frá sér efni ilmefnið ferómón

Myndbreyting

 • Myndbreyting er annað hvort ófullkomin myndbreyting ( úr eggi kemur ungviði sem er áþekkt foreldrum sínum) eða fullkomin myndbreyting ( egg -> lifra -> púpa -> fullvaxin lífvera).
 • Ófullkomin = egg –> lítið dýr –> stærra dýr –> stærst. Þetta kallast gyðla. Gyðla = unglingur.
 • Fullkomin = fiðrildi –> egg –> lifra –> púpa –> fiðrildi. 

Á þriðjudaginn 1. október – Var ekki að skoða blogg en það var stöðvavinna í fyrstu tveimur tímunum og við áttm að vinna ein. Hér eru stöðvarnar. Ég og Brynja fórum samt í sjálfspróf í tölvum saman því Gyða sagði að það væri aðeins erfitt en okkur gekk mjög vel! :) En annars fór ég í stöðvarnar E, L og J. Mér gekk vel held ég og í lok tímans skiluðum við blaði um stöðvarnar. 😉

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu í ritgerðarvinnu.

FRÉTTIR! 😀

Stórfenglegar myndir af jörðu úr geim.

Stórir geitungar hafa drepið rúmlega 40 manns í Kína. 

Heimildir:

Glósur frá Gyðu

bleikt.is

pressan.is

natturufraedi.fludaskoli.is

mynd  – Fullkomin myndbreyting.metamorphosis_butterfly (1)

-Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 23. september – Var fyrirlestur um orma. Ormum er skipt upp í þrjá mjög ólíka hópa, flatormar, liðormar og þráðormar. Við tókum líka sjálfprófið í glærunum sem Gyða bjó til.

Omar

 • Mjúkir, grannir og aflangir.
 • Vöðvar mynda stoðkerfi og halda líkama stinnum.
 • Einfalt blóðrásakerfi og taugakerfi.
 • Margir anda með húðinni.
 • Helstu hópar, flatormar, liðormar og þráðormar.
 • Mjög ólíkir hópar og lítið skyldir innbyrðis.

Flatormar

 • Flatvaxnir- skiptast upp í litlar einingar sem kallast liðir.
 • Eitt op á meltingavegi.
 • Geta étið hluta af eigin líkama – vex svo aftur.
 • Sumir lifa sníkjulífi í mönnum.
 • Dæmi : Sullaveikibandomur
 • Sullaveikibandormurinn

Þróðomar

Liðormar

 • Líkaminn skiptist í marga liði.
 • Lifa í jarðvegi og fersku vatni- sumir í sjó.
 • Burstaormar lifa í sjó og anda með tálknum eða húð.
 • Iglur (blóðsugur) lifa í sjó og fersku vatni. Sogskálar á báðum endum nota til að skríða, en líka synt.
 • Ánamaðkur
 • Tvíkynja – hver ormur getur beæði verið karl- og kvendýr. Hvernig fjölga ánamaðkar sér?

Meira um orma

 • Bæði kk og kvk – karlop á 15. lið og kvenop á 14. lið.
 • Skiptast á sáðfrumum.
 • Beltið framleiðir slímhólk – verður að egghylki.

Svara spurnigum

 1. Nefndu þrjá helstu hópa orma = Flatormar, þráðomar og liðormar.
 2. Hvernig anda ormar? = Með húðinni.
 3. Hvað heita einingarnar sem líkami sumra orma skiptast í? = Liðir.
 4. Hvernig smituðust menn af sullaveiki? = Með hundum.
 5. Hvernig hreyfa iglur sig? = Með sogskálum.
 6. Lýstu því hvernig ánamaðkar bæta jarðveginn og vaxtarskilyrði plantna. = Lofta jarðveginn og örva þannig vöxt planta.
 7. Hvernig fjölga ánamaðkar sér? = Liggja hlið við hlið og skiptast á sæðum.

Á þriðjudaginn 24. september – Var þríþraut!:) Við byrjuðum á að skoða blogg og eina frétt frá öllum.

Næsti tími – Horfðum við á stutta fræðslumynd um skordýr. Dýr með 6 fætur kallast skordýr þannig könguló er EKKI skordýr því hún er með 8 fætur.

Seinasti tími – Vorum við í tölvuverinu og vinna í ritgerðinni. :)

FRÉTTIR! 😀

Myrti þunguðu kærustu sína því hann vildi ekki fleiri börn. 

Með nef á enninu. 

Fæddist með aukahöfuðkúpu.

95% líkur á að gróðurhúsaahrif sér raunveruleg. 

Heimildir:

visindavefur.is

bleikt.is

mbl.is

pressan.is

eyjan.pressan.is

mynd: 

reproduction

Hvernig ánamaðkar makast ——————————————————->

-Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 16. september – Var dagur íslenskrar náttúru og við héldum upp á hann að fara út að týna birkifræ. Það voru tveir og tveir saman, ég og Aníta V vorum saman og við fengum poka og týndum birkifræ! 😛 fjööör

Á þriðjudaginn 17. september – Var fyrsti tíminn fyrirlestratími um Lindýr og Skrápdýr. Þrír helstu hóparnir af lindýrum eru sniglar, samlokur og smokkar. Við tókum sjálfspróf 6,3 úr Lífheiminum.

Lindýr

 • Meginhluti líkamans er bolur með helstu líffærum og utan um hann er mjúk kápa sem kallast möttull.
 • Ysta lag möttulsins myndar skelina og leggur til kalkið í hana.
 • Mörg eru með vöðvaríkan fór sem er hreyfifæri þeirra.
 • Helstu hópar lindýra eru: sniglar, samlokur og smokkar.

Skrápdýr

 • Krossfiskur
 • Slöngustjörnur
 • Ígulker
 • Sæbjúgu

Sniglar

 • Margir með snúna skel  kallast kuðungur.
 • Loka sig inní kuðunginum á veturnar og leggjast í dvala.
 • Hafa anga á höfði sem kallast horn – skynfæri.

Samlokur

 • Tvær skeljar með sterkum vöðvum.
 • Perlumóðir er gjáandi efni inní skelinni.
 • Mjúkur fótur til að hreyfa sig og grafa niður í sand.

Smokkar

 • Stærstu hryggleysingjar sem nú lifa.
 • Hafa griparma með sogskálum.
 • Anda með tálknum.
 • Hreyfa sig með hjálp ugganna.
 • Sprauta svörtu bleki til að leynast.
 • Skiptast í kolkrabba og smokkfiska.

Sjálfspróf 6,3

 1. Nefndu helstu hópa lindýra. = Sniglar, smokkar og samlokur.
 2. Nefndu tvö algeng skrápdýr. = Krossfiskur og sægbjúga.
 3. Hvar er munnurinn á skrápdýrum? = Neðri borði líkamans.
 4. Hvernig anda skrápdýr? = Húðinni, tálknum og einföldum lungum.
 5. Hvernig hreyfa samlokur sig úr stað? = Með fótunum sem er að skella saman skeljunum.
 6. Hvernig myndast perlur? = Sandur kemst inn í skelina og nuddast við perlumóðir og þéddist og þéddist og verður perla.
 7. Hvað ráð eiga smokkfiskar ef hætta steðjar að þeim? = Spýta bleki, nota feluliti og skjótast í burtu.
 8. Hvað gerist ef krossfiskur missir af sér einn arminn? = Það vex nýr armur á. 

Næsti tími – Vorum við að skoða blogg og allavega eina frétt hjá öllum. :) Ein fréttin sem stóð mikið upp úr og það var þessi frétt, stærðsti hellir í heimi! 😀

Seinasti tíminn – Vorum við í tölvuverinu að byrja á ritgerðinni. :)

FRÉTTIR! 😀

Tígrísdýr drap starfsmann fyrir framan gesti

2 ára drengur yngstur gegn offitu

 Frábær fergðunar ráð

 Fann krókódíl undir rúminu sínu

Heimildir:

pressan.is

bleikt.is

visir.is

natturufraedi.fludaskoli.is

glósur frá Gyðu

-Hrafnhildur! :)

Á mánudaginn 9. september – Var fyrirlestratími um Svampdýr og holdýr. Og mestmegnis kóralrif. Kórallar eru dýr sem líta út eins og plöntur, og kórallar finnast í kóralrifum á hafsbotni. Við skoðum líka fréttir og eitt myndband um kóralrif og kóralla. Hér er hægt að sjá myndbandið og fréttirnar. :)

Svampdýr og holdýr

 • Svampdýr eru elstu fjölfruma dýrin sem nú byggja jörðina.
 • Ekta þvottasvapur er þurrkuð stoðgrind svampdýr. 
 • Holdýr búa yfir sérhæfðum vefjum t.d. taugavef. 
 • Holdýr eru samhverf dýr t.d. kóraldýr, marglyttur, armslöngur og sæfíflar.

Á þriðjudaginn 10. september – Í fyrsta tímanum þá skoðuðum við blogg hjá 9.b og líka eina frétt hjá öllum ofg það tók eiginlega báða tímana fyrir hádegi. Þegar við vorum búin að skoða blogg þá var bara 20 mín eftir að tíma nr. 2 þannig við gátum ekki mikið farið í stöðvavinnuna sem Gyða var búin að skipuleggja en ég og Svava skoðuðum bókina ,,Dýr“ í þessar fáu mín. 😉

Seinasti tíminn – Vorum við í tölvuverinu að klára hugtakakort fyrir ritgerðina og við áttum að skila næsta dag 11.9. :) Hér er hugtakakortið mitt.

Smá fróðleikur um dýrið sem ég er að fara að skirfa um ritgerðinni, flóðhestur. 😀

Lattneska heitið á flóðhesti er Hippopotamus amphibius og flóðhestar eru stórhættuleg dýr og valda þeir fleiri dauðsföllum í Afríku en nokkur önnur spendýr, Flóðhestar eru með stór höfuð og stutta kuppslega fætur. Skinnið þeirra er þykkt og nærri hárlaust. Þeir eru mjög munnstórir og með stórvaxnar skögultennur. Kjörsvæði flóðhesta eru djúp vötn með góðum aðgangi að vatnagróðri og beitilandi, því flóðhestar lifa mestmegnis í vatninu allan daginn því þeir geta ekki staðið í fæturnar í langan tíma fyrir þyngd þeirra, u.þ.b. 3 tonn. Og fara þeir þá á næturnar á borða gras sem er nálægt vatninu. Flóðhestar halda sér oft í hópum, 30 saman. Flóðhestar eru langlífar skepnur og elsti flóðhestur sem hefur lifar var 67 ára að aldri. 

Hér er smá meira um flóðhesta, myndband smá langt samt…:// 😉

FRÉTTIR! 😀

Dreifði snapchat nektamyndum af unglingsstúlku. 

Tveir nýjir símar frá apple.

Fellibylyrinn Ingrid nálgast Mexíkó. 

Margt fólk í Hrundaréttum. ( smá aukafrétt)

Heimildir: 

mbl.is

visir.ir

youtube.com

natturufraedi.fludaskoli.is

visindavefur.is

glósur frá Gyðu

-Hrafnhildur! :) 

1 2 3 4 5 6 7 8 9 11