hlekkur 8 vika 3

Á mánudeginum 15. apríl var fyrirlestratími hjá Gyðu, við kíktum á glósur og glósuðum niður á hugtakakortið okkar og við skoðuðum frétt. 

Hvers konar dýr þrífast í ferskvatni

Á þriðjudeginum 16. apríl var bekknum tvískipt í A og B hóp. Ég lenti í B hópnum. A hópurinn byrjaði á því að skipta sér niður í hópa, tveir og tveir saman og annar þeirra fór í Hellisholtalæk að ná í sýni og hinn fór í       Litlu-laxá að ná í sýni, svo áttu þau að gera tilraun úr því. B hópur horfði á heimildarmyndina Frosen Planet. Ég var í píanótíma og sá ekki nema seinustu 10 mínúturnar og missti því af stórum hluta myndarinnar.

heimildarmyndin Frosen Planet :) (það sem ég náði að sjá)

Það er oftast mjög mikill hiti á vorin fyrir mörgæsir þannig að þær fara í eitthvað vatn eða drullu og kæla fæturna svo þær ofhitni ekki.

95% loðsela koma til suður-Georgíu til að fæða unga. Þegar karldýrunum er ógnað af öðru karldýri fara þeir oftast að slást um kvenndýrið og stundum verða ungar fyrir þeim og þeir geta líka meiðst eða jafnvel dáið. Þegar annað karldýrið er búið að sigra aðskiljast margir húnar mæður sínar.

Á botninum í hafinu eru þörungar sem eru glærir og maður getur séð inní þá, það er geggjað! Þessir þörungar eru til þess að halda fæðu eins og allstaðar í heiminum. Lítil kríli borða þessa þörunga og svo koma háhyrningar og borða litlu krílin, það leiðir þá upp að yfirborðinu. Flestir hvalir koma oftast 4-5 í hóp og reyna að ná þessari fæðu saman, þeir draga hana niður á hafsbotninn og éta hana svo þar. Það eru til rúmlega 300 miljónir af krílum í heiminum.

Aðalsmörgæsirnar eru líka á þessum svæðum, þeir eru allir saman í einum hóp og það eru u.þ.b hálf miljóna mörgæsa í þessum hóp, hver ungi þarf 30 kílóa mat. Aðeins helmingurionn af ungunum ná fullum aldri því að suðurpólsskúmurinn flýgur yfir þá reglulega og nær í einn af ungunum, þess vegna er suðurpólsskúmurinn mesta ógn unganna.

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *